Vinsælasta jólagjöfin á eftir bókinni

Inniskórnir frá Kosy stuðla að bættri líkamsstöðu og vellíðan fyrir …
Inniskórnir frá Kosy stuðla að bættri líkamsstöðu og vellíðan fyrir allan líkamann. Ljósmynd/Aðsend

Heilsuinniskórnir frá Kosy hafa notið ómældra vinsælda síðustu ár í Betra Bak. Að sögn Lárusar Gunnsteinssonar, skósmíðameistara og skóhönnuðar, er það ekki að ástæðulausu. „Þægindin eru svo mikil að allir þreytuverkir eru á bak og burt um leið og þú stígur í skóna,“ segir Lárus sem býr yfir viðamikilli reynslu og þekkingu á skóhönnun og skósmíði í tengslum við heilsu fólks. 

Lárus Gunnsteinsson, skósmíðameistari og bæklunarskósmiður, hannaði innleggin í Kosy inniskóna …
Lárus Gunnsteinsson, skósmíðameistari og bæklunarskósmiður, hannaði innleggin í Kosy inniskóna sem fást meðal annars í Betra Bak. Ljósmynd/Aðsend

„Hönnunin heyrir til vöðva- og beinabyggingu líkamans, æða og sina og tekur mið af almennum líkamsburði.“

Inniskórnir frá Kosy stuðla að bættri líkamsstöðu og vellíðan fyrir allan líkamann en skórnir eru búnir fjölmörgum eiginleikum sem sýnt hafa jákvæð áhrif á líkamsstöðu fólks og leiða til betra heilsufars í kjölfarið.

Inn­leggið lyk­il­atriði

Inn­leggið er búið púðum sem ætlað er að örva viðbragðssvæði í fót­um sem mynd­a jafn­vægi á milli áreynslu og af­slöpp­un­ar, dreg­ur úr spennu og eyk­ur blóðflæði. Að sögn Lárus­ar er hugsað fyr­ir hverju smá­atriði við hönn­un á skón­um þar sem lík­ams­b­urður og skrefa­fjöldi meðalfólks er hafður til hliðsjón­ar ásamt lög­un fóta í hverri stærð fyr­ir sig.

Kosy inniskórnir eru sérstaklega hannaðir til að auka vellíðan með …
Kosy inniskórnir eru sérstaklega hannaðir til að auka vellíðan með því að örva blóðflæði með léttu nuddi á níu mikilvæga þrýstipunkta iljarinnar Ljósmynd/Aðsend

„Inni­skór eru mikið notaðir og því þarf að gæta vel að inn­legg­inu. Við not­um inni­skó bæði heima,  í vinn­unni og alls staðar. Heilsu­fars­legi ávinn­ing­ur­inn sem hlýst af því að ganga um í þess­um inni­skóm er mjög mik­ill,“ seg­ir Lár­us. 

Heilsuinniskórnir Kosy eru búnir fjölmörgum eiginleikum sem sýnt hafa jákvæð …
Heilsuinniskórnir Kosy eru búnir fjölmörgum eiginleikum sem sýnt hafa jákvæð áhrif á líkamsstöðu fólks og leiða til betra heilsufars í kjölfarið. Ljósmynd/Aðsend

Vinsæl jólagjöf

„Við vorum að taka upp nýjustu skóna okkar sem eru í raun hannaðir fyrir árið 2025. Þeir eru ofboðslega fallegir og maður fær hálfgerðan valkvíða ef maður á að velja sér skó. Það er mögnuð staðreynd að inniskór hafa verið ein vinsælasta jólagjöfin á eftir bókinni í vestrænum löndum. Ég hef unnið við skósmíði og skóviðgerðir ásamt hönnum á skóm fyrir fatlaða allan minn starfsferil.

Inn­leggið í Kosy inniskónum er búið púðum sem ætlað er …
Inn­leggið í Kosy inniskónum er búið púðum sem ætlað er að örva viðbragðssvæði í fót­um sem mynd­a jafn­vægi á milli áreynslu og af­slöpp­un­ar, dreg­ur úr spennu og eyk­ur blóðflæði. Ljósmynd/Aðsend

Og það er þannig að þegar draumar manns rætast þá fara menn og konur að hringja til að spyrja hvernig á að leysa alls kyns vandamál í skóhönnun. Þannig hófst samstarf mitt og Betra Bak en auðvitað eru Kosy skórnir til víða annars staðar á Íslandi sem og í Lúxemborg, Bretlandi og víðar. Þeir hafa reyndar verið sérstaklega vinsælir í Bretlandi undanfarið eftir töluverða fjölmiðlaumfjöllun þar,“ segir Lárus hógvær að lokum.

Þegar maður hreyfir sig í Kosy inniskónum þá eykur það …
Þegar maður hreyfir sig í Kosy inniskónum þá eykur það blóðflæðið sem er svo mikilvægt. Ljósmynd/Aðsend
Kosy línan fyrir árið 2025 er komin í Betra Bak.
Kosy línan fyrir árið 2025 er komin í Betra Bak. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka