Börn í Reykjavík: Þekkir þú börnin á myndunum?

Börn á lítilli hringekju á gæsluvellinum við Bólstaðarhlíð.
Börn á lítilli hringekju á gæsluvellinum við Bólstaðarhlíð. Ljósmynd/Aðsend
Bókin Börn í Reykjavík er einstæður fjársjóður handa öllum þeim sem hafa verið börn og eru það kannski enn, þeim sem eiga börn eða sinna börnum, og öllum þeim sem hafa áhuga á hinum gríðarlegu breytingum sem orðið hafa á íslensku samfélagi undanfarin 150 ár.
Lýsisgjöf í Langholtsskóla í nóvember 1953.
Lýsisgjöf í Langholtsskóla í nóvember 1953. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmyndasafn Íslands og Ljósmyndasafn Reykjavíkur taka fagnandi á móti ábendingum um nöfn ef þið þekkið einhverja einstaklinga sem birtast á myndum í bókinni. Það má senda ábendingar um nöfn viðkomandi einstaklinga á netföngin ljosmyndasafn@thjodminjasafn.is  og ljosmyndasafn@reykjavik.is til að hjálpa þeim að bæta skráningu á nöfnum í sínum söfnum. 
Hér dansa prúðbúin börn í Dansskóla Hermanns Ragnars Stefánssonar fyrir …
Hér dansa prúðbúin börn í Dansskóla Hermanns Ragnars Stefánssonar fyrir áhorfendur í Súlnasal Hótel Sögu árið 1963. Ljósmynd/Aðsend
Myndirnar sem hér má sjá eru einmitt úr þessari einstæðu bók en í henni má sömuleiðis finna hátt í sex hundruð myndir af börnum síðustu 150 ár. 
Guðjón Friðriksson ritaði bókina Börn í Reykjavík þar sem lýst …
Guðjón Friðriksson ritaði bókina Börn í Reykjavík þar sem lýst er lífi barna í Reykjavík frá því seint á 19. öld til okkar daga. Ljósmynd/Aðsend
Bókin, sem tekin er saman í tilefni 100 ára afmælis Barnavinafélagsins Sumargjafar og gefin út af Forlaginu í samstarfi við félagið, lýsir lífi barnanna í Reykjavík frá því seint á 19. öld til okkar daga.
Fjör í Grænuborg.
Fjör í Grænuborg. Ljósmynd/Aðsend
Börnin birtast okkur á hvunndagsfötum og sparibúin, sagt er frá leikjum þeirra og námi, frístundum og félagsstarfi, skemmtunum og margvíslegum skyldum. 
Gangstéttirnar voru leiksvæði barna. Hér eru tveir piltar að dunda …
Gangstéttirnar voru leiksvæði barna. Hér eru tveir piltar að dunda sér í polli í rennusteininum við Lindargötu. Ljósmynd/Aðsend
Vikið er að ýmsum óknyttum og orðbragði barna og fjallað um ólíkar aðstæður þeirra. Þá er mikilli þróun í barnaverndar-, uppeldis- og skólamálum á tímabilinu gerð ítarleg skil. Síðast en ekki síst er því lýst hvernig smám saman er farið að hugsa um börn sem einstaklinga með sjálfstæðan rétt og skoðanir.
Veturinn 1902 til 1903 var handavinnukennsla í fyrsta sinn tekin …
Veturinn 1902 til 1903 var handavinnukennsla í fyrsta sinn tekin upp í Barnaskóla Reykjavíkur. Stelpurnar lærðu að sauma en strákarnir að smíða. Hér eru stoltir strákar með smíðisgripi sína á tröppum skólans ásamt Matthíasi Einarssyni kennara. Ljósmynd/Aðsend
Guðjón Friðriksson hefur skrifað ótal rit um hin ýmsu svið þjóðarsögunnar og hlotið fyrir margvísleg verðlaun og viðurkenningar. Hér snýr hann sér að undirstöðu þjóðarinnar: börnunum á hverjum tíma.
Sagan er rakin í glöggum og skemmtilegum texta og vel á sjötta hundrað ljósmyndum. Útkoman er einstaklega heillandi aldarspegill sem ungir og aldnir munu gleyma sér yfir.
Herskálakampur við Suðurlandsbraut. Góðviðrisdagur, líklega sumarið 1961. Stelpurnar flestar með …
Herskálakampur við Suðurlandsbraut. Góðviðrisdagur, líklega sumarið 1961. Stelpurnar flestar með dúkkur í höndum. Strákarnir þrír til hægri greinilega bestu vinir. Ljósmynd/Aðsend
Hér að neðan má sjá höfundinn ræða þessa einstöku bók.

Hópur stráka stillir sér upp við brennu daginn fyrir gamlaárskvöld …
Hópur stráka stillir sér upp við brennu daginn fyrir gamlaárskvöld 1965. Þeir eru í Borgartúni rétt við skemmtistaðinn Klúbbinn en gestur á þeim skemmtistað hafði kveikt í kestinum þá um nóttina. Þeir eru samt ótrauðir byrjaðir að safna á ný í brennuna. Ljósmynd/Aðsend
Smám saman varð búningagerð aðalatriðið hjá börnum fyrir öskudaginn. Hér …
Smám saman varð búningagerð aðalatriðið hjá börnum fyrir öskudaginn. Hér eru vígalegir krakkar í Fossvogshverfi á öskudaginn 1974. Ljósmynd/Aðsend


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert