„Það verður vonandi fullt út að dyrum um helgina í Lauginni þar sem við ætlum að hafa gaman saman og kynna gestum og gangandi fyrir öllu því sem nýja verslunin okkar að Tónahvarfi 10 í Kópavogi hefur upp á að bjóða fyrir garðinn í sumar,“ segir Steinar Þór Þórisson pípulagningameistari.
„Við verðum með vegleg tilboð á heitu pottunum frá Caldera, Fantasy og Borgarplasti en við bjóðum upp á bæði rafmagnspotta af bestu gerð og hitaveituskeljar. Það verður opið bæði laugardag og sunnudag og hvetjum við alla þá sem hafa áhuga á að gera garðinn sinn að góðum viðverustað fyrir sumarið að líta við hjá okkur og gera góð kaup. Það á enginn eftir að sjá eftir því!“
Hvaða vörur hafa verið vinsælastar að undanförnu?
„Fantasy-pottarnir eru að slá í gegn hjá okkur núna. Þeir eru léttir og meðfærilegir á hagstæðum verðum.“
Bæði rafmagnspottar og hitaveitupottar eru vinsælir hjá Íslendingum sem í auknum mæli eru farnir að átta sig á að það þarf ekki að leita langt yfir skammt þegar kemur að hamingjunni þegar hana má finna í garðinum heima eða úti á svölum.
Steinar segir garðinn vera hamingjureit fjölskyldunnar þar sem hlúð er að líkama og sál. „Við erum með tvær tegundir af rafmagnspottum sem bera nafnið Caldera og Fantasy. Caldera státar af þremur ólíkum tegundum potta sem eru: Utopia, Paradise og Vacanza. Fínustu pottarnir okkar frá Caldera eru Utopia og Paradise. Þeir eru með einstakri hönnun og tækni á borð við Low flow-hitakerfi sem er nánast hljóðlaust (5db) og orkusparandi, ásamt því að vera með „fiber core“ einangrun og Fresh Water-saltkerfinu. Þessir tegund potta eru einnig fáanlegir með frábæru Bluetooth-hljóðkerfi. Paradise saltvatnspottarnir hafa eins verið vinsælastir hjá okkur um árabil.
Fantasy-nuddpottarnir eru mjög einfaldir í uppsetningu og þarf einungis að stinga þeim í samband og fylla þá með garðslöngu af vatni en svo sér potturinn um restina. Þeir eru léttir og meðfærilegir og henta nánast hvar sem er á svölunum eða í litlum görðum og ekki skemmir verðið, en þeir kosta frá 620.000 krónum.
Ég gæti haldið áfram að telja upp spennandi vöruflokka en sjálfsagt er best að koma og sjá með eigin augum það sem við höfum upp á að bjóða í pottum. Inni á heimasíðunni okkar er eins skemmtileg gagnvirkni þar sem viðskiptavinir okkar geta prófað að setja saman hinar ýmsu tegundir klæðninga og skelja, til að finna rétta útlitið á nuddpottinn sinn frá vörumerkjum á borð við Caldera,“ segir hann.
Sérstaða Laugarinnar er sú að allir starfsmenn eru sérfræðingar að mennt, margir hverjir eru pípulagningameistarar svo þegar pottarnir þurfa aukahluti eða skoðun þá veitir fyrirtækið alhliða þjónustu, sérfræðingur kemur með varahlutinn og setur hann í pottinn fyrir viðskiptavininn. „Við bjóðum upp á allt að tíu ára ábyrgð sem er lengri tími en gengur og gerist í bransanum og margar verslanir afhenda þér aukahlutinn yfir búðarborðið, á meðan við komum á staðinn og setjum hann í fyrir þig. Þetta grundvallast af því að í upphafi rekstursins þá vorum við meira að bjóða upp á þjónustu og varahluti. Það var ekki fyrr en aðeins seinna sem við ákváðum að fara að bjóða upp á pottana sem við getum mælt með sem fagmenn í garða landsmanna.“
Laugin hefur verið umboðsaðili Aqua Finesse hreinsiefnanna lengi. „Aqua Finesse er með einkaleyfi fyrir einstakri formúlu hreinsiefnis fyrir heita potta. Efnið virkar strax þegar það er sett út í vatnið og tengist niðurbroti á lífhimnu sem er slímug áferð sem þú gætir fundið fyrir þegar þú snertir pottaskelina. Það eru bakteríur sem mynda lífhimnuna og hvorki klór né bróm vinna á henni. Um 99% baktería sem finna má í pottinum heima hjá þér eru ekki í vatninu heldur í þessari lífhimnu þar sem þær svo nærast og fjölga sér. En þess má geta að efnið er ekki einungis notað í potta heldur einnig í sundlaugar höfuðborgarsvæðisins og víðar,“ segir Steinar og bætir við að aðeins einn skammtur á viku í pottinn tryggir hrein og unaðsleg vatnsgæði.
Laugin býður einnig upp á að viðskiptavinir geti pantað sér lok á pottana sína. „Við erum með síðuna lok.is, en þar pantar þú lokið þitt eftir máli og færð það sérsaumað að þínum óskum. Einungis eru hágæða efni notuð sem standast íslenska veðurálagið.“
Steinar hefur ekki látið sinn garð liggja á milli hluta, svo síður sé. „Ég valdi mér glæsilegan rafmagnspott af bestu gerð, Caldera-pottinn af undirgerðinni Utopia því ég nota nuddið töluvert. Potturinn er alltaf 40 gráðu heitur og tilbúinn þegar ég þarf á að halda. Hann er með þessu saltvatnskerfi sem mér finnst algjör snilld og vatnið í honum endist í heilt ár og verður ekki óhreint. Þetta er rúmgóður sex manna pottur með laugarbekk. En já garðurinn minn er algjör paradís þar sem ég flísalagði hann allan á sínum tíma og setti upp útisturtu og gufubað inn í lítið hús sem stendur á lóðinni.
Mér finnst það algjörlega mín skylda að vera sjálfur að gera það sem ég er að mæla með að viðskiptavinir mínir geri fyrir sig.“
Steinar segir mikil lífsgæði fólgin í því að eiga góðan garð og hvetur alla sem geta að koma og hitta sig um helgina. „Mér þykir einnig mjög gaman að aðstoða þá sem eiga litlar svalir og sýna þeim hvað er í boði í fjölbýli. Svo ekki sé talað um alla fylgihlutina sem hægt er að fá á útisvæðin okkar. Sýningarsalur Laugarinnar er tæplega 300 fermetrar að stærð.
Svo er líka gaman að segja frá því að við höfum gengið frá samningi við HARVIA, sem er eitt stærsta fyrirtæki í heiminum á sviði sauna og saunaofna. Þegar nær dregur vori munum við kynna nýja línu af saunaklefum og ofnum, meðal annars frábæra hönnunarlínu. Það verður klárlega ástæða til að halda saunahelgi þá.“
Hvað með sundlaugar, eru þær ekki á óskalistum fólks fyrir garðinn?
„Jú, verða ekki allir að eiga eina sundlaug? En að öllu gamni slepptu þá eru sundlaugar ekki orðnar að staðalbúnaði í landinu en við þjónustum bæði stærri sundlaugar á Reykjavíkursvæðinu og víðar og ef einstaklingar ætla að setja upp sundlaugar þá er vanalega haft samband við okkur fyrst.
Ég man reyndar eftir einni götu sem stendur steinsnar frá höfuðborginn, þar sem talsvert mörg hús eru með sundlaug í garðinum. Ég er persónulega á því að garðurinn eigi bara að vera eins góður og hann getur orðið og ef sundlaug er það sem fólk vill fá í garðinn sinn, þá getur verið góð byrjun að koma við hjá okkur og ræða málin,“ segir Steinar Þór Þórisson, pípulagningameistari og einn af eigendum Laugarinnar að lokum.