„Það jafnast ekkert á við náttúruna“

Það er fátt sem jafnast á við útivist og ferðalög …
Það er fátt sem jafnast á við útivist og ferðalög um landið að mati Söndru Birnu, sem er meðal annars í Björgunarsveit Hafnarfjarðar. mbl.is/Aðsend

Sandra Birna Ragnarsdóttir, deildarstjóri útivistar í Fjallakofanum, er í Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Hún gistir 20 til 30 nætur á ári í útilegu með fjölskyldunni og er hafsjór af
góðum hugmyndum um græjur fyrir sumarið.

„Það verða allir afslappaðri eftir að hafa verið úti í náttúrunni. Útivist minnkar skjátíma allra og við foreldrarnir og börnin verðum meira saman en ella í útilegum og um leið og við erum komin heim hefst biðin eftir næstu útilegu. Við fjölskyldan ferðumst mikið saman. Við hjónin erum bæði í björgunarsveitinni, en í raun kynntumst við þar, og nú eigum við tvö börn og vitum fátt skemmtilegra en að ferðast um landið okkar fallega saman,“ segir Sandra Birna Ragnarsdóttir, deildarstjóri útivistar í Fjallakofanum. „Þegar ég varð átján ára gömul ákvað ég að fara í nýliðastarfið í björgunarsveitinni. Upp frá þeim tíma jukust ferðalögin mín um landið og í dag erum við fjölskyldan á ferðalögum 20 til 30 nætur á sumrin og er það nokkuð sem við höfum gert frá því áður en börnin okkar fæddust.“

Hvað getur þú sagt okkur um útivistardeildina sem þú stýrir?

„Útivistardeild Fjallakofans er mjög stór. Við erum með breitt úrval af vörum sem hentar flestöllum en höfum einblínt á að vera með allt sem þarf fyrir góða útilegu. Á þessu ári erum við að auka úrvalið okkar í stórum fjölskyldutjöldum og í fyrsta skipti að bjóða upp á borð og stóla og fleira í þeim dúr. Vöruúrvalið okkar er því alltaf að aukast og ég hvet alla til að koma og skoða vörurnar sem við veljum til útivistar fyrir landsmenn alla,“ segir Sandra Birna og bætir við að starfsfólk Fjallakofans sé útivistarfólk fram í fingurgóma og því sé alltaf það besta fyrir íslenska náttúru valið inn í verslunina hverju sinni.

Sandra Birna og Smári ásamt börnum sínum á ferðalagi.
Sandra Birna og Smári ásamt börnum sínum á ferðalagi. mbl.is/Aðsend

Mikil framþróun í útilegubúnaði

„Aðalvörumerkin okkar sem við flytjum inn sjálf eru Helsport og Vaude. Í Vaude má finna aðeins ódýrari tjöld og allt upp í fjölskyldutjöld en Helsport býður upp á sterkari og öflugri fjalla- og jöklatjöld og ekki vil ég gleyma að nefna dúnsvefnpokana frá Marmot!“

Hvað er nýtt og spennandi í boði í útilegubransanum?

„Tjöldin og allur annar útilegubúnaður eru að verða léttari og sterkari, samanber tjalddýnurnar, en svo er þetta líka alltaf spurning um hvert maður er að fara.

Helsport Gimle Family 4+ fjölskyldutjaldið er sem dæmi mjög flott og vandað og hentar fyrir fjóra en svo er hægt að fá viðbót svo að það henti fyrir sex manns. Ég mæli hiklaust með því tjaldi fyrir fjölskyldufólk sem ferðast mikið, og hef ég góða reynslu af því sjálf með fjölskylduna mína. Í því er svefnpláss fyrir fjóra og það er með góðu fortjaldi. Þetta er svokallað braggatjald sem hægt er að standa í og í forrýminu er hægt að vera með borð, stóla, kælibox og fleira.“

Sandra Birna segir mikilvægt að hafa nokkra hluti í huga fyrir útilegur, sem margir flaski á. „Sem dæmi má nefna góðar tjalddýnur. Upplifunin í útilegunni þarf að vera góð og ég mæli ekki með því að spara þegar kemur að dýnunum. Við seljum mest af Sea to Summit-dýnunum og hægt er að fá þær í alls konar útgáfum, hvort sem maður er að ferðast í bíl eða með allt á bakinu, í gönguferð eða í góðri útilegu með fjölskyldunni, en þá má fá sem dæmi Sea to Summit Comfort Deluxe-dýnuna sem ég hvet alla til að koma og sjá hjá okkur.

Marmot-svefnpokarnir okkar eru einnig góðir og hægt er að fá þá með dún- og trefjafyllingu. Þeir sem ferðast á fjöllum og þurfa að gista við jökla fjárfesta í jöklapokunum okkar, sem eru frábærir þegar gist er við kaldar eða rakar aðstæður.“

Það skiptir öllu máli að vera í góðum skóm og …
Það skiptir öllu máli að vera í góðum skóm og útivistarfatnaði á göngu um náttúruna að mati Söndru Birnu. mbl.is/Aðsend

Ekki eins flókið að ferðast með börn og margir halda

Sandra Birna segir að þegar fjölskyldur hafi komið sér upp góðum útilegubúnaði sé það að ferðast með börn ekki eins flókið og margir haldi. „Fólk miklar það stundum fyrir sér að fara af stað en ég hvet alla til að kíkja við hjá okkur í Fjallakofanum og við getum leiðbeint fólki. Við erum með þekkingu og reynslu á þessu sviði og erum í rauninni að spjalla við viðskiptavininn um áhugamálið okkar, sem getur verið smitandi,“ segir Sandra Birna og hlær.

Hvað fleira skiptir máli að eiga fyrir útileguna?

„Prímusarnir frá Jetboil eru frábærar eldunargræjur sem virka bæði til að elda mat, hvort sem þú ert að steikja egg og beikon að morgni til eða gera pasta um kvöldið, eða til að hita kakóið. Þetta eru eldunargræjur fyrir kröfuharðar aðstæður og eigum við nokkrar tegundir til af þeim. Það er hægt að setja bara almenna prímuspotta og -pönnur á þá og það myndast vanalega mjög góð stemning í kringum það að elda í tjaldi,“ segir Sandra Birna og bætir við að hún sjái klárlega fólk þroskast og þróast í útivistinni. „Við eigum mjög dygga viðskiptavini í Fjallakofanum en það er alltaf pláss fyrir fleiri.“

Prímusarnir frá Jetboil eru frábærir og fást í Fjallakofanum.
Prímusarnir frá Jetboil eru frábærir og fást í Fjallakofanum. mbl.is/Aðsend

Allra veðra von á Íslandi

Sandra Birna segir miklu máli skipta að vera í góðum skóm þegar farið er um landið þar sem allra veðra er von. „Við búum á Íslandi þar sem mikill raki og bleyta er í grasinu og er ekkert verra en að vera með kaldar blautar tær í ferðalaginu, þá er svo mikilvægt að velja sér létta, þægilega og vatnshelda skó.“

Hverjir eru þínir uppáhaldsskór?

„Ég kýs að vera í Scarpa Mescalito Mid GTX uppháum skóm, sem eru léttir en vatnsheldir og góðir skór fyrir styttri göngur.“

Varðandi fatnað í útileguna segir Sandra Birna jafn mikilvægt að pakka stuttbuxum og regnfötum fyrir íslenska sumrið þar sem allra veðra er von. „Það er hægt að fá alls konar útivistarfatnað hjá okkur, frá flottum pilsum yfir í ullarfatnað sem er að mínu mati lykillinn að góðri útilegu, hvort sem er innanundirfatnaður eða til að sofa í á nóttinni. Patagonia er eitt af uppáhaldsmerkjum mínum í fatnaði hjá Fjallakofanum. Það er bæði hægt að nota fatnaðinn frá Patagonia hversdagslega, í útileguna og í útivistina.“

Að lokum minnir Sandra Birna á Scarpa-hátíðina í Fjallakofanum sem stendur yfir til 3. júní næstkomandi. „Við erum alltaf með Scarpa-hátíðina á vorin og bjóðum upp á 20-50% af öllum skóm frá Scarpa, hvort heldur sem er gönguskór, götuskór, hlaupaskór eða klifurskór.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka