Góð plön byrja með réttum lausnum

Ásbjörn Ingi og Sigurbjörg Helgudóttir eru meðal þeirra sem veita …
Ásbjörn Ingi og Sigurbjörg Helgudóttir eru meðal þeirra sem veita söluráðgjöf hjá BM Vallá. Ljósmynd/Aðsend

Hellur og steinsteyptar garðlausnir frá BM Vallá njóta sívaxandi vinsælda enda byggir fyrirtækið á áratugareynslu í þróun vandaðra og endingargóðra lausna. Vörurnar eru hannaðar með tilliti til krefjandi íslensks veðurfars og eru þekktar fyrir að standast tímans tönn, bæði hvað varðar notagildi og stílhreint útlit.

Undanfarin ár hefur BM Vallá lagt sérstaka áherslu á umhverfismál og gert þau að lykilmálaflokki í starfseminni.  Markvisst hefur verið unnið að því að minnka kolefnisspor í framleiðsluferlum og steypugerðum. Fyrirtækið hefur hlotið mikið lof fyrir þessa stefnu og árangur, meðal annars með því að hljóta tvær eftirsóttar viðurkenningar fyrir framúrskarandi frammistöðu í umhverfismálum: Kuðunginn frá Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu og titilinn Umhverfisfyrirtæki ársins hjá Samtökum atvinnulífsins.

Starfsfólk frá BM Vallá og Hornsteini, móðurfélaginu, tók á móti …
Starfsfólk frá BM Vallá og Hornsteini, móðurfélaginu, tók á móti Kuðungnum nýverið. Ljósmynd/Aðsend

Góð innkeyrsla fegrar húsið og léttir lífið

„Áhugi fólks á að fegra nærumhverfið hvort sem það er innkeyrslan, veröndin eða garðurinn hefur aukist verulega. Við hjá BM Vallá gegnum lykilhlutverki í að veita lausnir og ráðgjöf í slíkum verkefnum. Hellulögð innkeyrsla eykur ekki aðeins þægindi með því að minnka að sandur og möl berist inn á gólf og í skófatnað heldur hefur hún líka mikil áhrif á heildarútlit og virði eignarinnar,“ segir Ásbjörn Ingi Jóhannesson, sölustjóri hellna og garðeininga hjá BM Vallá.

„Við leggjum áherslu á að leiðbeina fólki við að móta útisvæði sem eru bæði praktísk og falleg, með tímalausu og klassísku yfirbragði. Það skiptir miklu máli að fá góða ráðgjöf þegar fjárfest er í framkvæmdum á borð við hellulagða innkeyrslu enda þarf að huga að mörgu. Við bendum á mikilvægi þess að velja rétta stærð og þykkt hellna út frá því álagi sem svæðið þarf að þola.

Einnig er skynsamlegt að skoða þætti eins og raflagnir, lýsingu og aðgengi að vatni, allt atriði sem bætir notagildi svæðisins. Með gróðri, kantsteinum og fallegum hleðslu- eða stoðveggjum má síðan ramma svæðið inn og skapa heildstætt og glæsilegt yfirbragð. Hellurnar fást í fjölmörgum stærðum, litum og með mismunandi áferðum og við sjáum sífellt meiri áhuga á því að blanda saman ólíkum formum og tónum til að ná fram persónulegri og lifandi heildarmynd.“ segir Ásbjörn.

Hellulögð innkeyrsla og blómabeð gjörbreytir allri ásýnd hússins.
Hellulögð innkeyrsla og blómabeð gjörbreytir allri ásýnd hússins. Ljósmynd/Aðsend

Landslagsarkitekt sem veitir faglega ráðgjöf borgar sig

Hjá BM Vallá starfar landslagsarkitektinn Lilja Kristín Ólafsdóttir sem hefur mikla reynslu af skipulagi og hönnun einkagarða og innkeyrslu. „Við bjóðum fólki að koma í landslagsráðgjöf hjá Lilju þar sem gagnlegar ráðleggingar um efnisval og hönnun innkeyrslunnar eru veittar. Ráðgjöfin tekur 45 mínútur og nokkrum dögum eftir hana fær viðskiptavinurinn þrívíða teikningu, efnislista og verðtilboð í efnið. Þessi leið hefur verið afar vinsæl hjá okkur en hægt er að bóka tíma í landslagsráðgjöf í gegnum bmvalla.is eða á Noona. Ráðgjöfin kostar einungis 24.900 kr sem gengur síðan upp í efniskostnað.“ bætir Ásbjörn við.

Lilja Kristín Ólafsdóttir landslagsarkitekt veitir góð ráð fyrir framkvæmdir við …
Lilja Kristín Ólafsdóttir landslagsarkitekt veitir góð ráð fyrir framkvæmdir við innkeyrsluna. Ljósmynd/Aðsend

Sorpi komið fyrir á smekklegan og öruggan máta

Ein vinsælasta vara BM Vallár á undanförnum árum eru steypt sorptunnuskýli sem eru fáanleg fyrir hefðbundnar ruslatunnur og gámaskýli. „Þessi skýli eru bæði falleg og praktísk lausn á vandamáli sem margir þekkja, sérstaklega á haustin, þegar ruslatunnurnar eiga það til að fara á flug í hausthviðunum með tilheyrandi óþrifnaði og óreiðu,“ segir Ásbjörn.

„Sorptunnuskýlin fást með timburhurðum og loki og hafa margir málað viðinn í þeim lit sem hentar umhverfinu best.“

Fjórfalt steinsteypt sorptunnuskýli með timburhurðum sem hafa verið málaðar dökkar.
Fjórfalt steinsteypt sorptunnuskýli með timburhurðum sem hafa verið málaðar dökkar. Ljósmynd/Aðsend

Hamar og Klettur skapa form og festu á lóðinni

Ásbjörn bætir við að meðal nýjunga frá BM Vallá eru steinsteyptir stoðveggir, Hamar og Klettur, sem fást í mismunandi stærðum og henta mjög vel til að marka lóðamörk, mynda stalla eða hækkanir í lóðinni. „Stoðveggirnir eru mjög meðfærilegir í uppsetningu og koma í eins og tveggja metra breiddum og 60, 90 eða 120 cm á hæð. Þeir setja skemmtilegan svip á lóðina, eru stílhreinir og jafnfallegir báðum megin, með sléttri og snyrtilegri áferð sem nýtur sín vel úr öllum sjónarhornum.“

Hamar stoðveggur er meðal nýrra vara.
Hamar stoðveggur er meðal nýrra vara. Ljósmynd/Aðsend

Að sjá planið fyrir sér í teikniforriti

„Á vefnum okkar bmvalla.is bjóðum við upp á frían aðgang að teikniforriti til að hanna útisvæðið við heimilið,“ segir Ásbjörn.

„Í teikniforritinu geta notendur hlaðið upp mynd af húsinu sínu og prófað hvernig hellur, hleðslusteinar og sorptunnuskýli falla að innkeyrslunni. Þessi lausn hefur notið mikilla vinsælda enda bæði einföld í notkun og gjaldfrjáls.“

Hægt er að taka mynd af innkeyrslunni, setja í teikniforritið …
Hægt er að taka mynd af innkeyrslunni, setja í teikniforritið og máta hellur og vörur við það. Ljósmynd/Aðsend

Múrviðgerðir fyrir heimilið

Múrviðgerðir og steypuframkvæmdir eru algengur hluti af viðhaldi heimilisins yfir sumarmánuðina, þar sem margir taka slíkt verkefni að sér sjálfir. Þá skiptir máli að velja rétt efni og fylgja leiðbeiningum til að tryggja vandað og varanlegt verk.

„Hjá okkur starfa sérfræðingar í tæknilegum lausnum fyrir múr- og viðgerðarefni sem eru ávallt tilbúnir að veita ráðgjöf, hvort sem um er að ræða lítil viðhaldsverk eða stærri framkvæmdir,“ segir Ásbjörn.

„Við rekum tvær sérhæfðar múr- og fagverslanir, eina í Reykjavík og aðra á Akureyri en múrvörurnar okkar fást einnig í helstu byggingarvöruverslunum víða um land ásamt því að við sendum vörurnar út um allt land í vefverslun okkar.“

Múrblöndur frá BM Vallá eru sérframleiddar fyrir íslenskar aðstæður.
Múrblöndur frá BM Vallá eru sérframleiddar fyrir íslenskar aðstæður. Ljósmynd/Aðsend

Umhverfisverðlaun staðfesta rétta stefnu

Það skiptir ekki bara máli hvernig hlutirnir líta út og endast heldur líka hvernig þeir hafa áhrif á umhverfið. „Við erum afar stolt af því að hafa verið fengið tvær umhverfisviðurkenningar fyrir árangur okkar í umhverfismálum,“ segir Ásbjörn

„Þetta staðfestir að sjálfbær nálgun okkar, vistvænni lausnir í hönnun, framleiðslu og þjónustu eru að skila árangri. Það er samspil gæða, hönnunar og ábyrgðar sem gerir okkur að traustum samstarfsaðila þeirra sem vilja bæta sitt nærumhverfi,“ segir Ásbjörn að lokum.

„Við bjóðum upp á lausnir sem endast, líta vel út og styðja við sjálfbærni hvort sem um er að ræða innkeyrslu, göngustíg, garðinn, veröndina eða pallinn.“

Í rafræna bæklingnum er hægt að skoða fjölbreytt úrval.
Í rafræna bæklingnum er hægt að skoða fjölbreytt úrval. Ljósmynd/Aðsend

„Fyrir fólk sem er að huga að framkvæmdum við innkeyrsluna bendum við á vefinn okkar eða á rafræna bæklinginn okkar. Einnig er alltaf hægt að koma til okkar í Reykjavík að Breiðhöfða 3 eða að Sjafnargötu 3 á Akureyri og skoða vöruúrvalið. Við tökum vel á móti öllum og veitum góð ráð um fyrstu skrefin þegar kemur að því að fegra nærumhverfið við heimilið,“ bætir Ásbjörn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert