„Það verður kannski ekki haldin skrúðganga“

María Rún Hafliðadóttir, forstjóri Hringaness ehf., rifjar upp skemmtilega sögu …
María Rún Hafliðadóttir, forstjóri Hringaness ehf., rifjar upp skemmtilega sögu American Style sem fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir. mbl.is/Karítas

„Það verður kannski ekki haldin skrúðganga eins og á eins árs afmæli staðarins þegar fólk gekk frá Hlemmi upp í Skipholt og fagnaði ákaft en það eru frábær tilboð í gangi hjá okkur núna þar sem hægt er að versla girnilega hamborgara, franskar og gos á frábæru verði.“

Hér má sjá auglýsingu American Style fyrir eins árs afmæli …
Hér má sjá auglýsingu American Style fyrir eins árs afmæli staðsins í Morgunblaðinu á sínum tíma. Ljósmynd/Aðsend

Þetta segir María Rún Hafliðadóttir, forstjóri Hringaness ehf. sem eiga og reka American Style ásamt fleiri veitingahúsakeðjum og heldur áfram að rifja upp söguna:

„Ég hef svo gaman af því að finna umfjallanir frá þessum tíma, júní árið 1985, en ég hef heyrt frá stofnendum fyrirtækisins að þegar American Style var fyrst opnaður hafi verið biðröð langt út á götu. Þetta er svo einstakt í mínum huga en þegar við lítum til baka þá var úrvalið af hamborgarastöðum svo lítið og fábrotið. American Style hefur alltaf verið fjölskyldustaður þangað sem notalegt er að koma með börnin.“

Slagorð American Style eru gæði og góð þjónusta. María Rún …
Slagorð American Style eru gæði og góð þjónusta. María Rún segir það lykilinn að velgengni American Style. Ljósmynd/Aðsend

Hvað er að frétta úr fyrirtækinu?

„Það er bara mjög gott að frétta frá okkur á þessum merku tímamótum. Við erum mjög stolt af því að vera til staðar fyrir viðskiptavini okkar ennþá eftir 40 ár og við höfum í gegnum árin eignast mjög traustan viðskiptavinahóp sem hefur fylgt okkur eftir lengi. Við vorum með rekstrarstjóra hjá okkur á American Style í Skipholti sem hafði unnið fyrir okkur í ein 28 ár. Hún talaði um hversu gleðilegt það væri að fylgjast með nýjum kynslóðum koma inn á veitingahúsið. Fólki sem hafði fyrst komið inn sem börn en var nú orðið fullorðið, að koma með sín eigin börn og jafnvel barnabörn.

Fjölskyldufólk er stærsti viðskiptavinahópurinn okkar á kvöldin en í hádeginu kemur mikið af iðnaðarmönnum og konum til okkar að borða góðan mat sem stendur með þeim í dagsins önn.“

Gaman er að geta þess að nú er þriðja kynslóð …
Gaman er að geta þess að nú er þriðja kynslóð viðskiptavina mætt á American Style, að sögn Maríu Rún. Ljósmynd/Aðsend

Var algjör bylting á sínum tíma

Aðspurð um hvað hafi breyst í áranna rás í umhverfi veitingahúsa bendir María Rún á gömul tímarit og blöð sem lýsa tíðarandanum vel hér áður. „Í Morgunblaðinu 25. júní árið 1985 stendur skrifað: „Nýr veitingastaður hefur verið opnaður í Reykjavík og ber hann nafnið „American Style“. Veitingastaðurinn er til húsa í Skipholti 70 og býður fyrst og fremst upp á skyndirétti, svo sem kjúklingabita, hamborgara og pítur. Einnig er boðið upp á þrjá rétti sem ekki hefur áður verið á boðstólnum á veitingahúsum á Íslandi en það er mexíkanski rétturinn „taco“, kjúklingaborgari og „subs“ sem er glóðarsteikt kjöt á teini.“

María Rún hefur gaman af því að skoða gömul blöð …
María Rún hefur gaman af því að skoða gömul blöð sem varpa ljósi á umhverfi American Style þegar staðurinn var opnaður á sínum tíma. Hér má sjá grein um American Style í Morgunblaðinu 25. júní árið 1985. Ljósmynd/Aðsend

Blaðamenn á þessum tíma hafa öll erlendu nöfnin í gæsalöppum enda ekki viðtekin venja að hafa erlend nöfn á stöðum og útlenskum réttum á matseðlum þess tíma. Þann 20. júní sama ár í Tímanum stendur orðið „raco“ í stað „taco“, svo framandi var rétturinn. Þar var einnig talað um óáfenga suðræna kokteila.“

Allt mjög spennandi og framandi fyrir gamla góða Íslendinginn. „Það var minni samkeppni á veitingahúsamarkaði á þessum tíma, fáir staðir og minna úrval. Við erum kannski ekki eins framandi í dag og áður en við bjóðum upp á alls konar frábæra hamborgara, svo sem ketó-borgara og svo erum við með steikur og æðisleg salöt og fisk í boði. Markmiðið er að vera í raun með eitthvað fyrir alla og matseðillinn er hafður þannig að hann höfði til fjölskyldunnar. Krakkarnir vilja kannski fá sér borgara á meðan foreldrarnir velja sér steik eða fisk og franskar.“

Allir í fjölskyldunni geta fundið eitthvað við sitt hæfi á …
Allir í fjölskyldunni geta fundið eitthvað við sitt hæfi á American Style að sögn Maríu Rún Hafliðadóttur. Ljósmynd/Aðsend

Þar sem börnin eru í fyrsta sæti

María Rún segir umhverfi veitingahúsa skipta miklu máli. „Við erum nýbúin að taka American Style í Hafnarfirði og Bíldshöfða í gegn þar sem við höfum lagað innréttingar og fleira. Við höfum gert barnaherbergið á Bíldshöfða fallega upp en þar er virkilega skemmtilegt að vera fyrir börn.“

Það er nýbúið að gera barnaherbergið á American Style að …
Það er nýbúið að gera barnaherbergið á American Style að Bíldshöfða fallega upp og þar er virkilega skemmtilegt að vera fyrir börn. mbl.is/Karítas

„Við erum með sjónvarpshorn þar sem hægt er að horfa á mynd, svo erum við með kubbasvæði og Pacman-leikjatölvu. Við viljum höfða til barna á breiðu aldursbili til að gera upplifunina fyrir fjölskylduna alla, og ekki síst börnin, sem besta á staðnum.“

Sjónvarpshorn þar sem hægt er að horfa á mynd, kubbasvæði …
Sjónvarpshorn þar sem hægt er að horfa á mynd, kubbasvæði og Pacman-leikjatölvur er að finna á American Style að Bíldshöfða. mbl.is/Karítas

Gómsæt nautalund nýkomin á matseðilinn

Það eru fáir veitingastaðir sem hafa lifað af tímanna tvenna og segir María Rún nokkra hluti skipta miklu máli í því samhengi. „Það sem hefur virkað vel fyrir okkur á American Style eru gæðin sem við pössum upp á að viðhalda, bæði þegar kemur að hráefnunum í matinn en einnig gæðin í eldamennskunni og í þjónustu við viðskiptavini okkar.

Við gætum ekki verið heppnari með starfsfólk á öllum okkar stöðum sem meðhöndlar hráefnin svo vel og heldur uppi góðu þjónustustigi.“

„Svo má ekki gleyma því að við erum frumkvöðlar í eðli okkar og erum dugleg að koma fram með nýjungar, þó að við séum hvergi nærri á pari við það sem við vorum í upphafi. Við gerum alltaf eitthvað nýtt á hverju ári, og erum nú sem dæmi nýbyrjuð að bjóða upp á nautalund á matseðlinum okkar þannig að við séum með aðeins fínni steikur líka fyrir þá sem vilja slíkt.“

Black Garlic Style 200 gramma nautalund með steiktum sveppum og …
Black Garlic Style 200 gramma nautalund með steiktum sveppum og bakaðri kartöflu eða frönskum er nýr réttur á matseðli American Style. Ljósmynd/Aðsend

„Annað áhugavert sem við gerum er að við erum alltaf með ákveðna hamborgara á hverjum árstíma sem býr til stemningu og laðar fólk til okkar. Sem dæmi um þetta er Horror Style-borgarinn okkar sem við bjóðum upp á árlega þegar Hrekkjavakan er. Margir koma sérstaklega að fá sér þann borgara sem ég skil mjög vel þar sem hann er mjög góður!“

Afmælistilboð í júní á American Style

Hvað getur þú sagt okkur um afmælistilboðið á American Style?

„Afmælistilboðið eru fjórir hamborgarar, sem fólk getur valið úr, ásamt frönskum og gosi sem kostar aðeins 2.695 krónur. Hamborgararnir eru: Cheese Style, Kevin Bacon, Bearnie Style og BBQ Style. Þetta eru allt gæða 120 gramma borgarar sem eru mjög vinsælir hjá okkur.“

Hamborgaratilboð American Style í júní er val á milli Cheese …
Hamborgaratilboð American Style í júní er val á milli Cheese Style, Kevin Bacon, Bernie Syle og BBQ Style með frönskum, sósu og gosi á aðeins 2.695 krónur. Ljósmynd/Aðsend

María Rún segir markmiðið að halda í það góða sem staðurinn hefur byggt upp á síðustu áratugum. „Slagorðin okkar eru gæði og góð þjónusta og ef það er í lagi þá lifa staðirnir af og jafnvel blómstra. Vörumerkið okkar er mjög sterkt og það lifa í hugum fólks margar góðar minningar frá máltíðum á American Style. Frá upphafi hefur áherslan okkar verið á börn og fjölskyldufólk og enn þann dag í dag fá börnin ís í eftirrétt, ef þau klára matinn sinn. Ég trúi því að það borgi sig að fjárfesta í börnunum okkar því, eins og á mínu heimili, þá stjórna þau vanalega hvert ferðinni er heitið þegar kemur að því að velja stað til að fara út að borða á,“ segir hún og brosir.

Kevin Bacon er 120 gramma borgari með beikoni, osti, gúrku, …
Kevin Bacon er 120 gramma borgari með beikoni, osti, gúrku, lauk, papriku, salati og sósu. Hann kemur með frönskum og gosi og er á tilboði í þessum mánuði á 2.695 krónur. Ljósmynd/Aðsend

Mannauðsmálin hafa heillað Maríu Rún lengi. „Ég var búin að vera framkvæmdastjóri mannauðs hjá fyrirtækinu í sex ár, þegar nýir eigendur komu inn og réðu mig sem forstjóra. Ég var því farin að þekkja fyrirtækið vel. Það er ekki algengt að mannauðsstjórar færist í forstjórastöður en kannski verður meira um það í framtíðinni. Því auðvitað snýst fyrirtækjarekstur og stjórnun í enda dags alltaf um fólk og samvinnu,“ segir María Rún Hafliðadóttir, forstjóri Hringanes ehf. að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert