„Tóku upp magnað ferðalag um hálendi Íslands“

SONAX er 75 ára í ár en vörumerkið hefur í …
SONAX er 75 ára í ár en vörumerkið hefur í gegnum árin verið duglegt að gera lifandi fræðslu um vörur sínar. Ljósmynd/Aðsend

Sigríður Guðmundsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Danól, segir áhugavert að fylgjast með lifandi fræðslu SONAX sem nýverið tók upp mynd og fimm stiklur þar sem farið var um hálendi Íslands og koma SONAX-vörurnar þar sterkt inn.

SONAX er 75 ára í ár en vörumerkið hefur í gegnum árin verið duglegt að gera lifandi fræðslu um vörur sínar og í dag kemur út mynd um ferðalagið og fimm stiklur sem tengjast henni. Myndin er um ferðalag sem tekið var upp á Íslandi þar sem tveir ungir Bandaríkjamenn fara upp í óbyggðir á vel búnum jeppa til að afhenda SONAX-vörurnar, og sýna svo hvernig er best að ná óhreinindum af bílnum á ferðalaginu,“ segir Sigríður Guðmundsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Danól.

Hún segir flesta Íslendinga þekkja vörumerkið SONAX sem hefur boðið upp á hágæða þýskar bílahreinsivörur í 75 ár. „Í raun fæst SONAX út um allt land, svo það eru miklar líkur á að við höfum rekist á vörumerkið þar sem við verslum. Ég veit að eldri kynslóðir þekkja SONAX og hafa mjög góða reynslu af því og nú er kominn tími á að koma vörunum í hendurnar á yngri kynslóðum sem fyrirtækið er markvisst að vinna að með herferðinni sem væntanleg er nú á næstunni á samfélagsmiðlum.“

Sigríður þekkir mjög vel til SONAX í gegnum störf sín sem vörumerkjastjóri hjá Danól og segir að það sem standi upp úr í sínum huga sé hversu mikil vörumerkjavitund er í landinu þegar kemur að vörumerkinu. „Það á bæði við um neytendur og innkaupaaðila. Það ríkir mikið traust á SONAX og má segja að allir hafi á einhverjum tímapunkti notað vörurnar og eru fastir viðskiptavinir sem fylgjast spenntir með nýjum vörum sem koma reglulega á markaðinn.“

Bandaríkjamennirnir tveir sem fóru upp á hálendi Íslands með SONAX-vörurnar …
Bandaríkjamennirnir tveir sem fóru upp á hálendi Íslands með SONAX-vörurnar eru miklir bílaáhugamenn. Ljósmynd/Aðsend

Glansþvottalögurinn og Beast-felguhreinsirinn ­vinsælt

Hvaða vörur eru vinsælastar á Íslandi frá SONAX?

„SONAX-glansþvottalögurinn er alltaf mjög vinsæll en hann leysir upp óhreinindi án þess að hafa áhrif á bónhúðina á lakkinu. SONAX-svampurinn er einnig alltaf mjög vinsæll, enda er hann fjölhæfur og hentar vel við að bera bón, vax eða önnur efni á bílinn.

Beast-felguhreinsirinn er einnig mjög vinsæll enda hafa óhreinindi ekki roð við honum. Maður úðar jafnt og vel á felguna og lætur efnið standa í tvær til fjórar mínútur. Liturinn á efninu breytist þá úr tærum lit í rauðan og nær fullri virkni. Þá skolar maður efnið af með háþrýstidælu eða öflugri úðabyssu. Í raun eru allar vörur að seljast vel frá SONAX og mæli ég með því við alla að fara á heimasíðuna okkar SONAX.is og skoða myndbönd þar um hvernig er best að nota efnin og hvaða efni henta best fyrir þig og bílinn þinn,“ segir Sigríður.

Hvað getur þú sagt okkur meira um herferð SONAX sem tekin var upp á Íslandi?

„Þetta eru sem sagt ein mynd og fimm stiklur um tvo unga Bandarikjamenn sem eru að fara í sinn fyrsta leiðangur um landið. Í rauninni er grunnhugmyndin sú að þeir eru að koma sendingu til Íslands upp á hálendið. Þetta er mjög góð landkynning fyrir okkur á sama tíma og við fáum nákvæmar leiðbeiningar um hvernig er best að halda bílunum okkar við,“ segir hún.

Íslenskt landslag er stórbrotið og fallegt. Eins og þessar ljósmyndir …
Íslenskt landslag er stórbrotið og fallegt. Eins og þessar ljósmyndir sýna. Ljósmynd/Aðsend

Gaman að dytta að bílnum með SONAX

Það er ef til vill ekki nægilega mikið talað um það hér á landi hvað vegirnir geta verið kröfuharðir fyrir bílana okkar að sögn Sigríðar. „Svo ekki sé talað um veðrið og ástíðarbreytingarnar. Leiðirnar sem við þurfum stundum að keyra um á landinu vöktu athygli hjá þýska vörumerkinu, skítugu fjallavegirnir, moldin, árnar og að sjálfsögðu stórbrotna náttúran okkar.“

Sigríður segir mikilvægt þegar fólk fjárfesti í góðum bílum, að þeim sé haldið vel við. „Hreinn bíll gerir allt betra. Það á við bæði innan bílsins og að utan. Að mínu mati er gríðarlega mikilvægt þegar þú ert á dýru tæki að halda því við því ef þú ert á skítugum bíl þá geta myndast rispur á bílnum.“

Sigríður segir mismunandi eftir landsvæðum hversu oft við ættum að þrífa bílana okkar. „Grunnreglan er sú að við eigum að halda bílunum okkar hreinum. Svo er alltaf gott að gera bílinn kláran fyrir sumarið og eins þarf að huga að bílnum á haustin, fyrir frostið og kuldann. Að passa að bóna bílana vel áður en saltið leggst á þá á veturna.

Ég er á því að við eigum að vera sérfræðingar í okkar bílum og vil ég því hvetja alla til að fylgjast með SONAX á samfélagsmiðlum og kynna sér bestu leiðirnar til að þrífa bílinn og halda honum við. Að mínu mati er bara mjög gaman að dytta að bílnum reglulega þegar maður er með réttu efnin og þekkinguna til að nota þau,“ segir Sigríður Guðmundsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Danól.

SONAX er með allar þær vörur sem við þurfum til …
SONAX er með allar þær vörur sem við þurfum til að halda bílunum hreinum allan ársins hring. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert