Saltvatnspottar sem selja sig sjálfir

Ari Steinn Kristjánsson framkvæmdastjóri Heitir pottar ehf segir Saltvatnspottana nánast …
Ari Steinn Kristjánsson framkvæmdastjóri Heitir pottar ehf segir Saltvatnspottana nánast selja sig sjálfir því gæði þeirra spyrjast hratt út. mbl.is/Karítas

„Saltvatnspottar eru um helmingur þeirra potta sem við seljum og það kæmi mér ekki á óvart að innan skamms verði meirihluti potta sem seljast hjá okkur saltvatnspottar. Oftast er það þannig að fólk hefur prófað pottana hjá einhverjum öðrum og vill síðan kaupa saltvatnspott hjá okkur. Þessir pottar eru svo geggjaðir að það spyrst hratt út. Það eru auðvitað bestu meðmælin,“ segir Ari Steinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Heitir pottar ehf.

„Besti sölumaðurinn okkar er alltaf kúnninn. Svo lengi sem við erum með góða þjónustu, góða vöru, góðar upplýsingar og fræðslu þá mun kúnninn mæla með okkur og þannig seljum við. Við leggjum alltaf áherslu á bestu þjónustuna, vera snöggir að bregðast við ef eitthvað kemur upp á og þessi jákvæðu meðmæli spyrjast fljótt út.“

Stærstu pottarnir hjá Heitir pottar eru einkar hentugir fyrir fjölskyldur, …
Stærstu pottarnir hjá Heitir pottar eru einkar hentugir fyrir fjölskyldur, góður pottur með risa leiksvæði. Ljósmynd/Aðsend

Einstök saltblanda úr dauðahafssöltum

Ari Steinn viðurkennir fúslega að saltvatnspottarnir selji sig næstum því sjálfir enda séu þeir einkar þægilegir í notkun og alveg sjálfvirkir á þann hátt að þeir hreinsa sig sjálfir. „Saltvatnspottar eru með sérstakri og einstakri saltblöndu sem er úr dauðahafssöltum.Það er magnesíum og steinefni í saltblöndunni sem hafa mjög góð áhrif á húðina og endurnæra hana alveg. Í raun er vitleysa að fara í sturtu eftir að hafa legið í saltvatnspotti frá Arctic Spas af því að vatnsgæðin eru svo mikil. Það er gott að leyfa saltblöndunni að liggja á húðinni eftir notkun því þá nærir hún húðina alla nóttina,“ segir Ari Steinn og bætir við að með kaupum á saltvatnspotti fylgi saltfata til að setja í pottinn.

„Svo þarf bara að kaupa fötu þegar skipta á um vatn og fatan kostar ekki mikið, hún er til dæmis mikið ódýrari en að kaupa klór. Salt er ódýrt og almennt er viðhald á saltvatnspottum ódýrt því það þarf bara að skipta um salt og svo að skipta um síur einu sinni til tvisvar á ári, allt eftir því hvað potturinn er notaður mikið.“

Saltvatnspottunum frá Arctic Spac fylgir app en það eru einu …
Saltvatnspottunum frá Arctic Spac fylgir app en það eru einu pottarnir á markaðnum sem bjóða upp á þann hugbúnað að geta bilanagreint pottinn strax í gegnum appið. Ljósmynd/Aðsend

Pottar sem hreinsa sig sjálfir

Ari Steinn talar um að sala saltvatnspottanna hafi verið sérstaklega mikil síðustu sex ár en reyndar hafi varan verið til í 15 ár hjá Arctic Spas. „Við tókum pottana ekki inn fyrr en það var komin tæplega áratugareynsla á markaðnum til að vera öryggir um að þetta væri nægilega góð vara fyrir okkar viðskiptavini. Síðan þá hefur salan aukist um sirka 20-30% á hverju ári. Það er svo mikill lúxus að vera með saltvatnspott því þetta er svo gott fyrir húðina, vatnið er tandurhreint og í bestu vatnsgæðum. Það er innbyggt hreinsikerfi í pottinum sem klýfur saltið sem er sett í vatnið og býr til náttúrulegan 100% hreinan klór.

Það sem er skemmtilegt við saltvatnspottana er að þeir eru lyktarlausir, það er engin klórlykt þótt það sé klór í vatninu því 100% náttúrulegur klór er lyktarlaus. Saltvatnspottarnir frá Arctis Spas framleiða 100% hreinan náttúrulegan klór í algjöru lágmarki því klórinn er framleiddur eftir þörfum. Það þarf því ekkert að sjá um pottinn, það þarf bara að fylla hann af vatni með garðslöngu, setja saltið í hann og það dugar í tíu mánuði. Potturinn sér um að halda góðum vatnsgæðum og það eina sem þarf að gera er að slappa af og njóta.“

Það er mikill lúxus að vera í saltvatnspotti frá Arctic …
Það er mikill lúxus að vera í saltvatnspotti frá Arctic Spas því vatnið er í bestu vatnsgæðum með sérstakri saltblöndu sem er úr dauðahafssöltum. Það er magnesíum og steinefni í saltblöndunni sem hafa mjög góð áhrif á húðina og endurnæra hana alveg. Ljósmynd/Aðsend

Tilkynning í símann ef potturinn bilar

Öllum saltvatnspottum frá Arctic Spas fylgir app sem hægt er að hlaða upp í símann en appið er með því háþróaðasta á markaðnum í dag því þar er hægt að fylgjast með pottinum og stjórna honum hvaðan sem er úr heiminum. „Potturinn er tengdur við netið á heimilinu og það er því lítið mál að fara í símann, stilla pottinn og fylgjast með honum. Það er hægt að lækka hitann eða leyfa pottinum að sjá alveg um sig. Ef eitthvað kemur upp á þá berst tilkynning beint í símann og eins fáum við hjá Heitum pottum líka tilkynningu. Þannig tryggjum við langbestu þjónustuna því við getum líka fylgst með pottinum og verið snöggir að laga. Þetta eru einu pottarnir á markaðnum sem bjóða upp á þennan hugbúnað að við getum strax bilanagreint pottinn og kannað hvað er að,“ segir Ari Steinn.

Saltvatnspottar frá Heitir pottar eru alveg sjálfvirkir og hreinsa sig …
Saltvatnspottar frá Heitir pottar eru alveg sjálfvirkir og hreinsa sig því sjálfir. Ljósmynd/Aðsend

Fjölskyldupottur með leiksvæði

Aðspurður hvaða litir séu vinsælastir í pottum segir Ari Steinn að á Íslandi séu dekkri litir mun vinsælli en ljósir litir sem sé fyndið því alls staðar annars staðar séu hvítir pottar vinsælastir. „Við Íslendingar virðumst sækja frekar í dekkri liti. Reyndar fílum ég og pabbi ljósa liti, að hafa allt svona glimrandi og flott því ljósi liturinn endurkastar betur heldur en sá dökki. Hins vegar eru dekkri litir praktískari því ef það fer sandkorn eða eitthvað annað í pottinn þá sést það ekki eins vel. Dökki liturinn felur það betur. Hvað stærð varðar þá eru það 5-6 manna og 7-8 manna pottar sem eru langvinsælastir hjá okkur. En við eigum vitanlega 3-4 manna og allt upp í 20 manna potta,“ segir Ari Steinn og hlær þegar blaðamaður hváir.

„Það kemur mörgum á óvart hvað við seljum mikið af þessum stóru pottum sem við köllum partýpotta. Þetta eru pottar sem er tilvalið fyrir krakkana að leika í. Það er talað um þá sem 20 manna potta en í raun er þetta bara fjölskyldupottur með risa leiksvæði. Það er svakaleg upplifun að leika sér í svona potti, hvort sem maður er krakki eða fullorðinn. Og þetta vekur alveg upp krakkann í manni, að leika í svona stórum potti,“ segir Ari Steinn kampakátur að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert