„Mig langar að sækja um hér!“

Jón Kristinn Jónsson, sérfræðingur á sölu- og markaðssviði Árvakurs, tók viðtal við Kristínu Amy Dyer, eiganda og framkvæmdastjóra Dyer ehf, sem rekur meðal annars Tropic.is, á FKA-viðburði sem nýverið var haldinn í höfuðstöðvum Árvakurs.

„Eftir að ég kom í FKA þá hef ég kynnst rosalega flottum konum sem hafa verið algjörar klappstýrur og stutt mig mjög mikið. Þannig að ég myndi segja að ég sé í FKA fyrst og fremst vegna tengslanetsins, en síðan líka bara í rauninni að vera í þessu umhverfi, að læra af konum á svipuðum stað eða sem eru komnar lengra,“ segir Kristín Amy Dyer, formaður FKA Framtíðar og eigandi Dyer ehf.

„Öll reynsla er dýrmæt, líkt og í stjórnarsetu minni í FKA Framtíð, þá er ég búin að vera í kringum konur sem eru að fara að verða vinkonur mínar út lífið.“

Kristín Amy Dyer ásamt Sjöfn Þórðardóttur, umsjónarkonu Matarvefs mbl.is.
Kristín Amy Dyer ásamt Sjöfn Þórðardóttur, umsjónarkonu Matarvefs mbl.is. mbl.is/Hafsteinn Snær

„Ef þú ert í atvinnu áttu fullt erindi“

Kristín Amy segir að í hvert skipti sem hún mætir á FKA-viðburð þá fyllist hún af orku.

„Það er svo gaman og mikil stemning hjá okkur. Þú ert í kringum konur sem eru kannski á svipuðum stað og þú, sem eru að vinna í, sem dæmi, framþróun. Það er mjög gefandi - þú ferð af viðburðum mjög valdefldur.“

Konfettísprengja dreifði glimmerskrauti yfir salinn þar sem Regína Ósk söng …
Konfettísprengja dreifði glimmerskrauti yfir salinn þar sem Regína Ósk söng fagra tóna hljómsveitarinnar ABBA. mbl.is/Karítas

Hversu mikilvægt er það fyrir ungar konur að geta gengið í samtök eins og FKA Framtíð?

„Við erum einmitt að reyna að vera aðgengilegar öllum og ég tala mikið um að ef þú ert í atvinnu þá hefurðu fullt erindi í FKA. Ég hvet alla sem ég tala við að koma í félagið því það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka.

Við erum með marga viðburði þar sem finna má ýmiss konar fræðslu svo þú færð heilt haf af nýrri þekkingu og svo, eins og ég nefndi áðan, er það tengslanetið sem er eiginlega það besta sem þú getur eignast, ekki síst ef þú ert í eigin rekstri eins og ég er,“ segir Kristín Amy.

Í FKA kynnist þú öðrum konum á svipuðum stað og …
Í FKA kynnist þú öðrum konum á svipuðum stað og eflir tengslin að mati Kristínar Amy. mbl.is/Árni Sæberg

Svo skemmtilegt að hana langar að sækja um

Ertu að sjá Árvakur í öðru ljósi en þú bjóst við áður en þú komst?  

„Ég er búin að elska Árvakur í dágóðan tíma en að sjálfsögðu er öðruvísi að koma hingað. Mér finnst hafa verið tekið mjög vel á móti okkur og ég sé að hér er klárlega fagfólk innanhúss. 

Mig langar að sækja um hér!“

Á þriðja hundrað félagskonur sóttu Hádegismóa heim og fengu kynningu …
Á þriðja hundrað félagskonur sóttu Hádegismóa heim og fengu kynningu á starfsemi Árvakurs og húsakynnum útgáfufyrirtækisins, auk þess sem hlýtt var á fjörug söngatriði. mbl.is/Karítas

Mikilvægt að hafa gaman og að mynda tengsl

Er eitthvað sérstakt sem þú tekur út úr viðburðinum hér í kvöld?

„Ég er náttúrulega mjög mikill aðdáandi Spursmála þannig að mér fannst algjör snilld að heimsækja það. Regína söngkona, vá partí. Það sem mér finnst skipta máli er að við erum hér, ekki bara í dragtinni að drekka „búbblur“ og að ræða um stjórnmál eða hvað er að gerast í sjávarútveginum heldur að hafa gaman saman og ég held að við þurfum meira af Árvaks-samstarfi.“

 

Stefán Einar Stefánsson tók á móti FKA-konum í myndverinu þar …
Stefán Einar Stefánsson tók á móti FKA-konum í myndverinu þar sem Spursmál er tekið upp í höfuðstöðvum Árvakurs. mbl.is/Hafsteinn Snær
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert