„Klassíkin fellur aldrei úr gildi“

Arnar Árnason tók við stöðu framkvæmdastjóra Tengi í haust af …
Arnar Árnason tók við stöðu framkvæmdastjóra Tengi í haust af Þóri Sigurgeirssyni sem hefur stýrt fyrirtækinu í þrjá áratugi. mbl.is/Eyþór

„Ég trúi því að góð hönnun endist – bæði þegar kemur að notkun og útliti,“ segir Arnar Árnason, nýr framkvæmdastjóri Tengi. „Það er í raun það sem hefur haldið Tengi á toppnum í fjörutíu ár – þessi blanda af gæðum, þjónustu og ábyrgð.“

Arnar tók við stöðu framkvæmdastjóra í haust af Þóri Sigurgeirssyni, sem hefur stýrt fyrirtækinu í þrjá áratugi og gegnir nú starfi stjórnarformanns. Arnar hefur verið hjá Tengi í átta ár, lengst af sem sölu- og markaðsstjóri, og þekkir fyrirtækið út og inn.

Arnar ræðir í viðtalinu um stefnumótun, þróun baðherbergja og gildi …
Arnar ræðir í viðtalinu um stefnumótun, þróun baðherbergja og gildi traustra vara. mbl.is/Eyþór

„Við fórum í gegnum stefnumótunarvinnu á síðustu mánuðum til að stilla fyrirtækið betur upp fyrir framtíðina,“ segir hann. „Tengi hefur alltaf verið sterkt vörumerki en það þarf að þróast eins og allt annað. Við viljum skerpa á því sem við stöndum fyrir – að vera leiðandi í gæðum og framúrskarandi þjónustu.“

Hann brosir og bætir við: „Þetta eru breytingar í skipulaginu en ekki í sál fyrirtækisins.“

„Við viljum skerpa á því sem við stöndum fyrir – …
„Við viljum skerpa á því sem við stöndum fyrir – að vera leiðandi í gæðum og framúrskarandi þjónustu.“ mbl.is/Eyþór

Frá litlu fjölskyldufyrirtæki að markaðsleiðtoga

Tengi var stofnað árið 1981 af hjónunum Sigurjóni G. Sigurjónssyni og Önnu Ásgeirsdóttur og hefur alla tíð verið í fararbroddi í hreinlætis- og blöndunartækjum fyrir bað og eldhús. „Við höfum alltaf verið íslenskt fyrirtæki með sterkar norrænar rætur,“ segir Arnar.

Árið 1985 hóf Tengi samstarf við sænska framleiðandann Mora, og það samstarf stendur enn. „Það er í raun magnað – fjörutíu ára samstarf sem byggir á trausti og samhljómi í gildum. Mora leggur sama metnað í gæði líkt og við gerum og það er lykillinn að okkar samstarfi.“

Arnar bendir á að traustið sem viðskiptavinir sýni Tengi sé ekki tilviljun. „Við höfum þjónustustjóra í fullu starfi, tryggjum varahluti og eftirfylgni. Þegar þú setur upp blöndunartæki eða salerni þá er það fjárfesting til margra ára. Þá verðurðu að geta treyst því að þjónustan verði til staðar.“

Snjöll salerni – hreinlætisbylting á leiðinni

Þegar talið berst að þróun baðherbergja segir hann að næstu ár muni markast af nýrri tækni og aukinni áherslu á sjálfbærni og vellíðan.

„Við sjáum mikla breytingu í átt að svokölluðum skolsalernum, eða „shower toilets“ eins og þau eru kölluð erlendis,“ útskýrir hann. „Þau hafa hingað til verið lúxusvara en eru orðin aðgengilegri í verði og hönnun þannig að fleiri geta leyft sér þau.“

Tengi hefur hafið sölu á nýrri línu frá Geberit sem er leiðandi í hönnun og tækni á þessu sviði. „Þetta eru salerni sem skynja nærveru, opna setuna sjálf, hafa hitasetur, innbyggða lyktareyðingu og ambient-lýsingu. Þetta eru smáatriði sem gera stóran mun á daglegu lífi,“ segir Arnar.

Snjöll salerni eru komin til að vera að mati Arnars …
Snjöll salerni eru komin til að vera að mati Arnars en þau eru umhverfisvæn og mjög þægileg. Þetta skolsalerni er frá Geberit og heitir MERA Comfort. Ljósmynd/Aðsend

Hann bendir á að þessi þróun sé ekki bara spurning um þægindi heldur einnig um umhverfissjónarmið. „Í Asíu og víða í Evrópu eru skolsalerni staðall. Þau spara vatn og pappír og stuðla að betra hreinlæti. Við erum bara að byrja að taka þessa tækni inn hér heima.“

Klassík og gæði sem standast tímans tönn

Tengi hefur um áratugaskeið unnið með þekktum framleiðendum eins og Mora, Vola, Hansa, Unidrain og Geberit. „Við vinnum eingöngu með vörumerkjum sem við treystum,“ segir Arnar. „Þetta eru framleiðendur sem hugsa eins og við, að gæði séu ekki samningsatriði.“

Blöndunartækið Vola KV1 í eldhúsið er einstaklega glæsilegt.
Blöndunartækið Vola KV1 í eldhúsið er einstaklega glæsilegt. Ljósmynd/Aðsend

Hann nefnir danska vörumerkið Vola sem dæmi. „Blöndunartækin þeirra voru hönnuð af Arne Jacobsen fyrir hálfri öld. Útlitið hefur ekki breyst og samt seljast þau eins og heitar lummur. Það er vegna þess að góð hönnun eldist ekki. Klassíkin fellur einfaldlega aldrei úr gildi.“

Vörur frá Vola fást í Tengi og eru rómaðar fyrir …
Vörur frá Vola fást í Tengi og eru rómaðar fyrir gæði og fegurð. mbl.is/Eyþór

Arnar segir að fyrirtækið leggi áherslu á hagkvæmni bæði í gæðum og verði. „Við erum ekki í ódýrasta hlutanum af markaðnum, en við bjóðum hagkvæmar lausnir sem endast. Iðnaðarmenn á landinu vita það og mæla gjarnan með vörum okkar við sína viðskiptavini. Það er besta markaðssetning sem hægt er að fá.“

Arne Jacobsen hefur sannað og sýnt að góð hönnun eldist …
Arne Jacobsen hefur sannað og sýnt að góð hönnun eldist ekki og klassíkin fellur einfaldlega aldrei úr gildi. mbl.is/Eyþór

Baðherbergið sem hönnunarrými

Arnar segir að heimilishönnun sé að breytast hratt. „Eldhúsin eru orðin hluti af stofunni og baðherbergið er ekki lengur bara nytjarými heldur hönnunarrými. Það á að vera fallegt, eins og hvert annað herbergi.“

Hann bendir á að frístandandi baðker, glersturtur og lágstemmd lýsing séu orðin vinsæl. „Fólk vill skapa stemningu, ekki bara virkni. Sum baðker eru meira eins og listaverk – þau eru valin fyrir útlit og tilfinningu en ekki bara notagildi.“

Tengi hefur um árabil boðið upp á danskar sturtulausnir frá Unidrain sem fann upp sturturennuna fyrir tveimur áratugum. „Það er fyrirtæki sem við höfum unnið með í tuttugu ár. Þeir settu staðalinn sem allir miða við í dag, bæði hvað varðar hönnun og vatnsfræði,“ segir Arnar stoltur.

Sum baðker eru meira eins og listaverk eins og þessi …
Sum baðker eru meira eins og listaverk eins og þessi fallega hönnunarvara frá Kaldewei sýnir. Ljósmynd/Aðsend

Fagleg ráðgjöf og samspil tækni og fegurðar

„Þegar þú ferð í að endurnýja baðherbergi er mikilvægt að fá ráðgjöf,“ segir Arnar. „Þættir eins og vatnsflæði, afkastageta sturtutækis og niðurfalls skipta máli. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að ráðgjafar okkar hafi þekkingu á samspili allra þátta.“

Hann segir að þekking sé það sem greini Tengi frá mörgum öðrum aðilum á markaðnum. „Við seljum ekki bara vörur – við seljum hugarró. Við vitum að allt virkar saman þegar það er komið upp. Það er þjónusta sem borgar sig til lengri tíma.“

Fagmenn velja vörur úr Tengi því þær endast og auðvelt …
Fagmenn velja vörur úr Tengi því þær endast og auðvelt er að fylgja þeim eftir í viðhaldi. mbl.is/Eyþór

Þrjár verslanir um land allt

Tengi rekur nú þrjár verslanir; í Kópavogi, Selfossi og Akureyri þar sem ný og stærri verslun var opnuð á Sjafnargötu í fyrra.

„Verslunin á Akureyri er stórglæsileg og hún sýnir vel þá þróun sem við stefnum í áttina að hér fyrir sunnan,“ segir Arnar. „Við munum í náinni framtíð endurnýja verslunina okkar í Kópavogi í sama anda. Ég lofa góðri upplifun fyrir viðskiptavini okkar, ekki bara verslun.“

Fyrirtækið hefur nú um fimmtíu starfsmenn. „Við erum fjölskyldufyrirtæki þrátt fyrir að við höfum verið að stækka með árunum. Starfsfólkið okkar er hjartað í rekstrinum og hefur ótrúlega mikla þekkingu og ástríðu.“

Tengi rekur nú þrjár verslanir – í Kópavogi, Selfossi og …
Tengi rekur nú þrjár verslanir – í Kópavogi, Selfossi og Akureyri þar sem ný og stærri verslun var opnuð á Sjafnargötu í fyrra. Þessi ljósmynd er tekin úr glæsilegum sýningarsal verslunarinnar á Akureyri. Ljósmynd/Aðsend

Samspil hönnunar og gæða

Þegar viðtalið dregur að lokum segir Arnar að það sem skipti mestu máli sé að halda í kjarnann – gæði, áreiðanleika og fagmennsku.
„Við viljum að fólk hugsi um baðherbergið sem fjárfestingu í lífsgæðum. Þetta snýst ekki bara um efni og hönnun, heldur um vellíðan og virðingu fyrir daglegu lífi.“

Hann horfir yfir sýningarsalinn þar sem nýjustu vörurnar blika í ljósi og brosir. „Við fylgjumst með tískustraumum en pössum að standa alltaf vörð um gæðin. Því það sem er vel gert – það endist. Klassíkin fellur aldrei úr gildi,“ segir Arnar Árnason, framkvæmdastjóri Tengi að lokum. 

Það er ákveðið listform að hanna vöru sem fer vel …
Það er ákveðið listform að hanna vöru sem fer vel með nýjustu straumum á sama tíma og hún er klassísk. Það hefur Vola tekist. mbl.is/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert