Nespresso leiðir nýja kaffimenningu á vinnustöðum

Birna Jónsdóttir og Lilja Jónsdóttir starfa á fyrirtækjasviði Nespresso og …
Birna Jónsdóttir og Lilja Jónsdóttir starfa á fyrirtækjasviði Nespresso og vinna með fjölmörgum fyrirtækjum landsins í að bjóða upp á ljúffengt kaffi í vinnunni. mbl.is/Eggert

„Gott kaffi er ekki aðeins drykkur – góður bolli eykur starfsánægju á vinnustöðum og styrkir tengsl milli starfsmanna,“ segir Birna Jónsdóttir, sölu- og þjónustustjóri Nespresso á fyrirtækjamarkaði.

Á síðustu árum hefur kaffimenning íslenskra vinnustaða tekið stórt stökk fram á við. Fyrirtæki leggja nú meiri áherslu en nokkru sinni fyrr á gæði, þjónustu og sjálfbærni þegar kemur að kaffi og Nespresso hefur orðið eitt af helstu vörumerkjum í þeirri þróun.

Fyrirtækjavélar frá Nespresso hafa notið mikillar ánægju meðal notenda enda mjög notendavænar og tryggja einstaka kaffiupplifun. „Viðhald og þrif eru í lágmarki þar sem kaffikorgurinn helst inni í hylkinu eftir notkun og dettur í söfnunarhólf sem losað er í endurvinnslupoka.

Í boði eru fyrirtækjavélar í mismunandi stærðum, allt frá smærri gerðum sem henta vel fyrir fyrirtæki með allt að 15 starfsmenn í daglegri kaffidrykkju, miðlungsstórar vélar sem henta frá 15 – 80 manns og stærri vélar sem starfa líkt og sjálfvirkt kaffihús. Þær henta fyrirtækjum með 80 starfsmenn eða fleiri og hafa reynst afar vinsælar enda bjóða þær upp á bæði hágæða kaffi og mjólkurdrykki,“ segir Birna.

Á síðustu árum hefur kaffimenning íslenskra vinnustaða tekið stórt stökk …
Á síðustu árum hefur kaffimenning íslenskra vinnustaða tekið stórt stökk fram á við. Fyrirtæki leggja nú meiri áherslu en nokkru sinni fyrr á gæði, þjónustu og sjálfbærni þegar kemur að kaffi og Nespresso hefur orðið eitt af helstu vörumerkjum í þeirri þróun. Ljósmynd/Aðsend

Kaffi sem hluti af menningu fyrirtækja

Birna segir að hrifning Íslendinga á góðu kaffi sé orðin samofin daglegu lífi á vinnustöðum landsins. „Við sjáum að kaffi er orðið miðpunktur í menningu fyrirtækja. Fyrir framan kaffivélarnar verða til augnablikin þar sem fólk hittist, skiptist á hugmyndum og byggir upp tengsl,“ segir hún.

Nespresso hefur á undanförnum árum lagt aukna áherslu á fyrirtækjamarkaðinn hér á landi og þjónustar nú bæði mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og fjölmörg minni rekstrarfyrirtæki og stofnanir.

„Við mannfólkið erum alls konar og höfum mismunandi skoðun á því hvernig kaffi við viljum. Sumir vilja kaffið sitt sterkt á meðan aðrir vilja hafa það milt. Nespresso leysir það með því að bjóða upp á fjölbreytta möguleika og mikið úrval af mismunandi tegundum af kaffi - allt frá espresso til lungo,“ segir Birna.

Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi með góðri …
Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi með góðri kaffivél frá Nespresso. Ljósmynd/Aðsend

Frá baunum að fullkomnum bolla

Nespresso býður fyrirtækjum bæði kaup- og leiguleiðir á vélum í öllum stærðarflokkum. „Við erum með vélar sem henta öllum stærðum fyrirtækja, allt frá einum starfsmanni og upp úr.  Flest fyrirtæki velja leiguleiðina þar sem við veitum góða þjónustu og sjáum um viðhald véla okkar,“ útskýrir Birna.

Þjónustan er eitt af því sem Nespresso leggur mesta áherslu á. „Við leggjum metnað í að bregðast hratt við öllum erindum. Nespresso rekur öflugt dreifikerfi á Íslandi þar sem viðskiptavinum stendur til boða heimsending næsta virka dag eftir pöntun í vefverslun okkar. Við afhendingu pantana eru notuð hylki jafnframt tekin til baka sem styrkir hringrás endurvinnslu hér á landi.

Ef kaffivél bilar fá fyrirtækin strax lánað tæki í staðinn. Við viljum tryggja að enginn dagur líði án kaffis og að sem minnst bið sé svo starfsfólkið líði ekki fyrir kaffiskort á meðan gert er við vélina,“ segir hún og brosir.

Aguila 440 kaffivélin er glæsilegasta vél Nespresso. Barista-vélin er gædd …
Aguila 440 kaffivélin er glæsilegasta vél Nespresso. Barista-vélin er gædd nýjustu tækni sem tryggir bestu gæði í hverjum bolla. Ljósmynd/Aðsend

Sjálfbærni í verki

Birna bendir á að sjálfbærni sé órjúfanlegur hluti af starfseminni – og Nespresso á Íslandi hafi nýlega stigið stórt skref á því sviði með samstarfi við Íslenska gámafélagið. „Við höfum komið á fót fullkomnu endurvinnsluferli fyrir kaffihylki. Þegar fyrirtæki fá nýtt kaffi sent til sín safnar Pósturinn, Dropp eða starfsfólk Nespresso notuðum hylkjum og skilar þeim til okkar í Skútuvog. Þaðan fara þau í flokkun og endurvinnslu hjá Íslenska gámafélaginu,“ útskýrir hún.

Kaffið sjálft er nýtt í moltugerð en álið fer í áframhaldandi endurvinnslu þar sem það nýtist í framleiðslu á nýjum vörum, allt frá pennum til hjóla og fleira. „Endurvinnsla á áli krefst aðeins um 5% af þeirri orku sem þarf til að framleiða jómfrúarál (e.virgin aluminium). Þannig tryggjum við að hvert hylki fái annað líf og að kolefnisfótspor starfseminnar minnki verulega,“ segir Birna.

Birna bendir á að sjálfbærni sé órjúfanlegur hluti af starfseminni …
Birna bendir á að sjálfbærni sé órjúfanlegur hluti af starfseminni – og Nespresso á Íslandi hafi nýlega stigið stórt skref á því sviði með samstarfi við Íslenska gámafélagið Ljósmynd/Aðsend

Gæði og nákvæmni á hverju stigi

Að sögn Birnu er það sem greinir Nespresso frá öðrum framleiðendum sú nákvæmni sem lögð er í hvert skref. „Við bjóðum upp á einn bolla í einu – þar sem hvert hylki er geymt í áli. Ein ástæða þess að Nespresso var valið umhverfisvænsti kaffiframleiðandi í heiminum af World Finance árin 2021 og árið 2024 er meðal annars sú að þegar hellt er upp á bolla er notast við nákvæmlega það magn af vatni, rafmagni og kaffi sem þarf og ekkert fer til spillis. Nespresso-kaffið er líka í hæsta gæðaflokki - því þarf minna af kaffinu til að búa til hinn fullkomna bolla,“ segir hún.

Álhylkin gegna einnig mikilvægu hlutverki í að varðveita gæði kaffisins. „Þau verja kaffið gegn súrefni, ljósi, raka og bakteríum sem annars myndi draga úr bragði og gæðum. Þannig eru hámarksgæði kaffisins tryggð,“ bætir hún við.

Þjónusta sem byggir á trausti

Birna segir að þjónustan sé lykillinn að langtímasambandi við viðskiptavini. „Við vinnum með fyrirtækjum sem hafa verið með okkur frá upphafi. Það sýnir hversu mikið traust hefur byggst upp. Við veitum þjónustu sem einfaldar lífið og tryggir ánægju starfsmanna,“ segir hún og bætir við að fyrirtækin meti stöðugleika og áreiðanleika. 

Nespresso – sameiginleg upplifun á vinnustað

Fyrir marga er kaffivél Nespresso orðin hjarta vinnustaðarins og bendir Birna á að fyrirtæki séu farin að hugsa meira um staðsetningu vélanna. „Þær eru ekki lengur faldar í horni eldhússins. Þær eru settar á miðlæga staði þar sem fólk hittist, sem eykur tengsl og skapar jákvæðan vinnustaðaanda.“

Fyrir marga er kaffivél Nespresso orðin hjarta vinnustaðarins.
Fyrir marga er kaffivél Nespresso orðin hjarta vinnustaðarins. Ljósmynd/Aðsend

Framtíðin er bragðgóð og ábyrg

Nespresso hefur byggt upp sterka stöðu á íslenskum markaði og þar sem þau þjónusta yfir þúsund fyrirtæki á dag halda þau áfram að þróa þjónustu sína í takt við breyttar þarfir fyrirtækja. „Við erum stöðugt að skoða nýjar lausnir sem bæta bæði upplifun notenda og minnka umhverfisáhrif. Samspil nýsköpunar og ábyrgðar verður sífellt mikilvægara,“ segir Birna.

Hún leggur áherslu á að á bak við hvern bolla standi bæði vísindi og ástríða. „Kaffi er listform en það er líka vísindi. Að ná fullkomnu jafnvægi í bragði, hitastigi og áferð er nákvæmnisverk. Það er þessi blanda ástríðu og tækni sem gerir Nespresso að því vörumerki sem það er í dag.

Við bjóðum fyrirtækjum, sem eru að velta fyrir sér að bjóða upp á betra kaffi á vinnustöðum, upp á ókeypis kynningarviku, þar sem við sjáum þeim fyrir Nespresso-fyrirtækjavél og nægum kaffibirgðum án allra skuldbindinga. Reynslan hefur sýnt að bæði starfsmenn og stjórnendur taka kynningunni fagnandi og starfsánægjan eykst enn frekar þegar vélin er tekin í leigu eða keypt sem tryggir áframhaldandi aðgang að hágæða kaffi.“

Hægt er að fá hirslur undir kaffihylkin. Þetta er stærsta …
Hægt er að fá hirslur undir kaffihylkin. Þetta er stærsta og glæsilegasta hirslan frá Nespresso sem algengt er að sjá í stærri fyrirtækjum. Ljósmynd/Aðsend

Helstu atriði úr nýrri stefnu Nespresso

Þegar Lilja Jónsdóttir, samstarfskona Birnu og lykilaðili í teymi Nespresso á fyrirtækjamarkaði, fer yfir helstu atriði úr nýrri stefnu Nespresso má heyra að sjálfbærni, endurvinnsla, þjónusta og tækninýjungar eru í öndvegi. „Nespresso er með innra kerfi sem gengur út á að votta alla bændur með „AAA Sustainable Quality“. Markmiðið er að tryggja langtímasamband við bændur og aðstoða þá við að framleiða kaffi í hæsta gæðaflokki með ábyrgum hætti ár eftir ár og með umhverfisvernd að leiðarljósi um leið og það er fjárhagslega hagkvæmt fyrir bændurna. Nespresso borgar öllu jöfnu hærra verð til þessara bænda en þeir eru samt ekki skuldbundnir til að selja sína vöru til Nespresso. Það er því mjög eftirsóknarvert að verða vottaður Nespresso-kaffibóndi og jákvætt fyrir báða aðila. Yfir 400 jarðræktarfræðingar starfa fyrir Nespresso til að styðja við þetta verkefni um heim allan.

Viðgerðar- og þjónustuteymi Nespresso tryggja að viðskiptavinir séu aldrei án kaffis. Viðbragðstími er skammur og þjónustan einstök. Nespresso leggur áherslu á stöðuga þróun nýrra véla og sjálfvirkra lausna sem tryggja gæði og einfaldleika,“ segir hún. 

„Við seljum ekki bara kaffi – við seljum upplifun“

Lilja segir að gildi vörumerkisins liggi í upplifuninni sem fylgir hverjum bolla. „Við seljum ekki bara kaffi – við seljum upplifun. Hver bolli er hluti af andrúmslofti, þjónustu og fagmennsku sem fyrirtæki vilja bjóða upp á í dag. Það er það sem gerir Nespresso að áreiðanlegum og eftirsóttum samstarfsaðila,“ segir hún og bætir við: „í Nespresso fyrirtækjakaffi (Professional kaffihylki) má finna tegundir af kaffi og allir geta því fundið eitthvað við sitt hæfi. Öðruvísi lag er á fyrirtækjahylkjum en á heimilishylkjunum og aðrar bragðtegundir en sömu góðu gæðin eru í öllum kaffihylkjagerðum frá Nespresso. Við bjóðum fyrirtækjum upp á fyrirtækjaaðgang á vefsvæði okkar þar sem hægt er að nálgast fyrri pantanir, reikninga og hreyfingaryfirlit. Einnig er gaman að segja frá því að ný vefverslun mun líta dagsins ljós núna í nóvember,“ segir hún. 

„Auðvelt er að finna kaffi við sitt hæfi í fyrirtækjalínunni en stigakerfi frá 5-12 er merkt á hvert kaffibox og segir til um ristun kaffibaunarinnar. Því hærra sem talan er því ristaðra er kaffið. Einnig kemur fram frá hvaða landi kaffið er og hvort kaffið henti best sem ristretto, espresso eða lungo-bolli. Nespresso býður upp á fjölmarga möguleika í stærð bolla og styrk því sumir vilja sterkan espresso á meðan aðrir vilja mildan stóran kaffibolla. Í raun geta allir fundið kaffi við sitt hæfi og það er um að gera að prufa sem flestar týpur til að finna sinn uppáhaldsbolla og njóta,“ segir Lilja.

„Við vinnum með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins og það sem þau segja okkur sífellt er einfalt: Þjónustan skiptir öllu máli. Við verðum að vera til staðar, hlusta og bregðast hratt við. Það er það sem heldur sambandi á lofti í lengri tíma og er oft og tíðum lykillinn að farsælu langtímaviðskiptasambandi,“ segja þær Birna og Lilja Jónsdætur hjá Nespresso að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert