Börnin í fyrsta sæti hjá Krumma

Leikfanga- og leiktækjaverslunin Krumma er með mikið úrval af leiktækjum …
Leikfanga- og leiktækjaverslunin Krumma er með mikið úrval af leiktækjum fyrir alla vilja þau fleiri aðgengilega leikvelli þar sem allir geta skemmt sér saman. Ljósmynd/Aðsend

„Hugmyndafræði okkar er einföld; við leggjum áherslu á börn og við viljum að fólk velji af kostgæfni það sem það kaupir fyrir börnin,“ segir Christy Book-Tsang framkvæmdastjóri Krumma sem má með sanni segja að sé einstakt fyrirtæki í Grafarvogi sem býður upp á hágæða leiktæki og leikföng. Margir þekkja Krumma líka undir nafninu Barnasmiðjan sem var upphaflegt nafn fyrirtækisins sem Hrafn Ingimundarson og Elín Ágústsdóttir stofnuðu árið 1986 og reka enn undir sömu kennitölu. Krumma á því 40 ára afmæli á næsta ári en velgengni þeirra má ekki síst rekja til einstakrar sýnar þeirra á leikvelli, leikföng og fjölskyldur.

„Við viljum fleiri aðgengilega leikvelli sem gera fjölskyldum kleift að skemmta sér saman. Við höfum barist fyrir aðgengi allra að leiksvæðum undanfarinn áratug. Það er sérstaklega mikilvægt á opnum svæðum þar sem allir ættu að vera velkomnir og geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við seldum fyrstu hjólastólaróluna og hjólastólahringekjuna árið 2018. Síðan þá höfum við aukið úrval okkar af leiktækjum fyrir alla og erum sömuleiðis að betrumbæta úrvalið enn frekar til að tryggja að leiktækin okkar hvetji fólk til að leika sér saman.“

Aðalheiður Ásmundsdóttir, Christy Book-Tsang, Hilda Björk Línberg og Sonja Rúdólfsdóttir …
Aðalheiður Ásmundsdóttir, Christy Book-Tsang, Hilda Björk Línberg og Sonja Rúdólfsdóttir Jónsson hjá Krumma þar sem börnin eru sett í fyrsta sæti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Leiktæki hönnuð af útsjónarsemi gera öllum kleift að njóta sömu skemmtunar. Til að nefna dæmi þá erum við með hringekju frá Kompan sem hefur breiðan inngang, slétt við jörðu og hönnun sem er í raun mjög einföld. Hjólastólanotendur geta farið inn og út mjög auðveldlega og það er líka pláss til að festa hjólastóla. Þetta er ein af okkar söluhæstu vörum því þetta er einmitt leiktæki sem hentar öllum. Útsjónarsemi í hönnun lækkar oftast kostnaðinn við fjárfestinguna og sömuleiðis dregur hún úr viðhaldskostnaði, sem er eitt af því sem við lítum alltaf til.“

Hæð og uppsetning á útitónlistartækjunum sem Krumma býður upp á …
Hæð og uppsetning á útitónlistartækjunum sem Krumma býður upp á eru góð fyrir aðgengi og henta öllum. Þrjár kynslóðir geta búið til tónlist saman. Ljósmynd/Aðsend

Fjölbreyttir leikvellir sameina samfélög

Krumma er líka farin að kynna leiksvæði fyrir allar kynslóðir þar sem fólk á öllum aldri getur leikið sér saman en þannig leiksvæði má til dæmis finna í Danmörku og Asíu. „Það er mikil þörf og margvíslegur ávinningur af því að taka tillit til fólks á öllum aldri þegar við hönnum útisvæði og leiksvæði. Sem foreldri langar mig að gera meira en bara horfa á börnin mín leika sér á leikvellinum. Væri ekki frábært ef ég gæti æft á meðan börnin mín leika sér?

Krumma býður til dæmis upp á nýjustu æfingatækin sem jafnast á við þau sem finnast á líkamsræktarstöðvum sem og breitt úrval af útihljóðfærum þar sem afar, ömmur, foreldrar og börn geta öll spilað saman og samfélög geta komið saman. Hæðin og uppsetningin á útihljóðfærunum er ekki eingöngu góð fyrir aðgengi heldur hentar hún öllum.

Ímyndaðu þér þrjár kynslóðir að búa til tónlist saman úti í náttúrunni. Þetta eru einfaldir hlutir til að bæta við á opin svæði þar sem ávinningurinn er gríðarlegur. Það er okkur mjög hugleikið að útbúa opin svæði þar sem allir eru velkomnir og geta notið sín. Við höfum mikla ástríðu fyrir þessu og fyrir því að sameina fólk, til dæmis með fjölbreyttum leikvallatækjum en þannig getum við sameinað samfélög.“

Hjá Krumma er hægt að finna gæðavörur sem leggja áherslu …
Hjá Krumma er hægt að finna gæðavörur sem leggja áherslu á þroska barna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gæðavörur fyrir börn

Krumma er líka með leikfangaverslun og Christy talar um að þau vandi sig við að velja bestu vörurnar sem leggja áherslu á þroska barna. „Þess vegna bjóðum við ekki alltaf upp á tískuvörur heldur bjóðum við upp á leikföng sem efla þroska barna. Hugsun okkar í því sem við kaupum og seljum er að við viljum að fólk sé meðvitað um hvað það er að kaupa, sem er á vissan hátt svolítið óvanalegt í leikfangabransanum því oft er lögð áhersla á að kaupa sem mest en við viljum að fólk kaupi það sem er gott fyrir börnin. Við viljum bjóða gæðavörur fyrir börn og setjum þau alltaf í forgang.

Við leggjum mikla áherslu á kubba en galdurinn við kubba er opinn leikur. Þú getur skapað, eyðilagt og endurskapað aftur og aftur. Þetta er þá hringrás sköpunar, að nota hendurnar og ímyndunaraflið til að byggja eitthvað upp og til að sameina mismunandi efni, til dæmis mismunandi kubba og smáhluti þar sem þú ert að byggja og skapa þinn eigin heim. Við erum með mikið af opnum efniviði í búðinni okkar; trékubba, plastkubba, segulkubba sem og dýr, bíla og annað sem hægt er að nota með því sem börnin eru að byggja.“

Galdurinn við kubba er opinn leikur og hjá Krumma er …
Galdurinn við kubba er opinn leikur og hjá Krumma er hægt að fá smáhluti sem passa vel í kubbaleikinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Minna viðhald á leiktækjum með endurunnu efni

Ljóst er að Krumma er góður valkostur fyrir fólk sem leitar að gæðavörum fyrir börn enda segir Christy að þar séu börnin alltaf sett í fyrsta sætið. „Við leggjum líka mikla áherslu á sjálfbærni til að mynda í efnisvali. Viður hefur lengi verið vinsæll meðal kaupenda eða hönnuða því það er náttúrulegt efni og við seljum mikið af því í dag.

En við bjóðum líka upp á hágæða, endingargott og eiturefnalaust endurunnið efni sem er mun betra fyrir umhverfið og krefst minna viðhalds. Af hverju að fella tré þegar við erum með endurunnið efni sem er hægt að nota með minna viðhaldi. Í raun þarf ekkert að gera við þetta efni í mörg ár og litirnir í leiktækjunum breytast heldur ekki. Þeir flagna ekki af vegna vinda og sands,“ segir Christy og bætir við að Krumma bjóði líka upp á mikið úrval af Svansvottuðum leiktækjum.

„Við höfum bæði framleitt okkar eigin leiktæki og flutt inn einstök leiktæki undanfarin 40 ár. Stór viðskiptavinahópur okkar eru líka leikskólar og skólar enda seljum við hágæða og sjálfbær húsgögn fyrir skólaumhverfið, til að mynda húsgögn frá Community Playthings. Þau eru þekkt fyrir að endast í áratugi á leikskólum og í skólum.“

Krumma er fyrsta stoppið fyrir þá sem leita að gæðavörum …
Krumma er fyrsta stoppið fyrir þá sem leita að gæðavörum fyrir börn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert