Heitirpottar.is hefur þrefaldað starfsemi sína á undanförnum árum og sérhæfir sig nú í fallegum, tæknivæddum og vel einangruðum pottum sem passa jafnvel á svalirnar og litla palla.
Ari Steinn Kristjánsson segir að Íslendingar séu að uppgötva nýjan lúxus í eigin heimahúsum. Það þarf hvorki stóran garð né sundlaugar til að njóta þess að slaka á í heitum potti. Ný kynslóð potta frá Heitirpottar.is hefur gert það að verkum að fólk með takmarkað pláss – hvort sem er á svölum, litlum pöllum eða í minni íbúðum getur nú skapað sér sína eigin heilsulind heima hjá sér.
„Við höfum séð mikla breytingar á síðustu árum. Fólk vill meiri lífsgæði heima hjá sér og nýtir hvern fermetra betur til þess,“ segir Ari Steinn.
Fyrirtækið hefur vaxið hratt síðustu ár. Ari segir að það sé ekki síst vegna metnaðar sem hann erfði frá föður sínum, Kristjáni Berg Ásgeirssyni. „Við erum svokallaðir „Allt eða ekkert menn“. Við viljum ekki vera númer tvö. Ef við ætlum að gera eitthvað þá ætlum við að vera langbestir í því,“ segir hann og brosir.
Heitirpottar.is hefur sérhæft sig í lúxuspottum í mörg ár en nýjustu áherslurnar snúa að því að bjóða lausnir sem henta fólki með takmarkað pláss án þess að slaka á í gæðum eða hönnun.
„Fólk sem býr í fjölbýli með svalir eða litla palla vill líka njóta þess að fara í pottinn. Við viljum að allir geti fundið lausn sem hentar þeim,“ segir Ari Steinn.
Þegar pottur er settur á svalir eða lítinn pall þarf að taka tillit til fleiri þátta en þegar hann fer í stóran garð. Rafmagnstengingar eru til dæmis oft veikari í fjölbýlishúsum og rýmið minna. Ari Steinn segir að fyrirtækið taki mið af því í allri hönnun sinni.
„Við höfum tekið inn potta sem þurfa ekki jafn öflugt rafmagn en eru samt með mjög öflugan hitara. Þeir henta því fullkomlega fyrir svalir og minni palla,“ útskýrir hann.
Flutningurinn sjálfur reynist sjaldnast vandamál. „Við höfum yfir tuttugu ára reynslu af að flytja og afhenda potta. Við vinnum með allar gerðir kranabíla, notum hífibúnað og getum komið pottum fyrir á flestum svölum. Þetta kemur tilbúið og er híft á sinn stað. Það eina sem þarf er sæmilegt aðgengi,“ segir Ari Steinn og bætir við að lausnirnar henti líka vel fyrir þá sem búa í þakhæðum eða penthouse-íbúðum.
Minnsti og einn vinsælasti potturinn sem Heitirpottar.is býður upp á í dag heitir „Cute Spa“ – tveggja manna pottur sem hefur slegið í gegn hjá fólki sem hefur lítið pláss. „Þessi pottur hefur verið sérstaklega vinsæll í Airbnb-íbúðum og hjá þeim sem vilja rómantískan og notalegan pott fyrir tvo,“ segir Ari Steinn.
Hönnunin er bæði falleg og tæknileg: „Þetta eru háþróaðir pottar þar sem skelin er hluti af klæðningunni, úr sama efni og bátar eru byggðir – eða trefjagleri. Þeir eru sterkbyggðir, slitsterkir og ótrúlega fallegir, með möguleika á marmaraáferð eða perluskugga,“ segir hann.
Ari leggur áherslu á að það sé ekki bara útlitið sem skiptir máli heldur líka orkunýtni og einfalt viðhald. „Við höfum þrefaldað einangrunina í þessum pottum og gert dæluna öflugri svo þeir halda hita betur. Við höfum einnig sett í þá betri hreinsibúnað sem heldur vatninu tandurhreinu,“ segir hann.
Margir halda að það sé flókið að koma heitum potti fyrir á svölum, en Ari Steinn segir að það sé alls ekki raunin. „Það þarf bara innstungu fyrir rafmagn og síðan er hægt að tengja slöngu til að tæma pottinn. Það er allt hannað til að vera eins einfalt og hægt er fyrir notandann,“ segir hann.
Viðhaldið er líka minna en í hefðbundnum rafmagnspottum. „Þessir litlu pottar eru hannaðir með einfaldleika og orkunýtni í huga. Þeir eru fullkomnir fyrir þá sem vilja lúxus án vesens,“ bætir hann við.
Fyrirtækið býður nú yfir sjö mismunandi gerðir af pottum í flokki lítilla og miðlungsstórra potta. Þeir henta bæði litlum fjölskyldum og þeim sem leigja út gistingu og vilja auka aðdráttarafl eignarinnar með potti.
„Við sjáum mikla eftirspurn frá Airbnb-rekstraraðilum sem vilja bjóða gestum sínum upp á pott. Það eykur verðmæti eignarinnar og reynslu gesta,“ segir Ari Steinn.
Í boði eru bæði pottar sem henta tveimur einstaklingum og stærri gerðir fyrir þrjá til fimm. „Sumir eru nettari fyrir minnstu svalirnar, aðrir með rúmgóð sæti og hægt að vera fleiri ofan í pottinum. Við eigum lausnir fyrir alla,“ segir hann.
Heitirpottar.is býður ekki aðeins upp á potta. Fyrirtækið hefur einnig lagt mikla áherslu á þjónustu og fylgihluti. „Við erum með allt sem þarf – hreinsiefni, varahluti og aukahluti á lager. Þjónustan fyrir og eftir sölu er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur. Það er lykillinn að því hvers vegna okkur gengur svona vel,“ segir Ari Steinn.
Fyrirtækið heldur líka vel í viðskiptavini sína. „Við sjáum mikið af fólki koma aftur til okkar. Margir byrja á potti, bæta svo við sánu og köldum potti. Það er algengt að fólk vilji fá allan pakkann hjá okkur,“ segir hann.
Ari Steinn segir að bæði pottar og sánur njóti sívaxandi vinsælda á Íslandi. „Við erum pottþjóð og pottaæðið hefur alltaf verið til staðar, en sprenging er í sölu á sánu núna. Við teljum að það muni halda áfram næstu árin þar til það jafnast út,“ segir hann.
Viðskiptavinir koma úr öllum aldurshópum en stærsti hópurinn er á aldrinum 30 til 50 ára. „Það hefur þó verið gaman að sjá hvað ungt fólk er farið að sækja mikið í að kaupa sinn fyrsta pott eða sánu. Það sýnir að þetta er orðið hluti af lífsstíl okkar,“ segir hann.
Ari Steinn hvetur fólk til að skoða pottana í eigin persónu áður en til fjárfestingarinnar kemur. „Við erum með um 60 potta í sýningarsalnum okkar á Fosshálsi 13 og mælum eindregið með að fólk kíki við. Þá getur fólk mátað, prófað og fundið hvað hentar sér og fjölskyldunni best,“ segir hann.
Þar má sjá bæði litlu pottana og stærri gerðir og fá leiðsögn frá starfsfólki. „Þannig tekur fólk bestu ákvörðunina. Við leggjum mikið upp úr persónulegri ráðgjöf og viljum að fólk finni lausn sem hentar því fullkomlega,“ segir Ari Steinn framkvæmdastjóri Heitirpottar.is að lokum.