Framúrskarandi þjónusta á rafgeymum

Það er mannauðurinn sem gerir Skorra að góðu fyrirtæki og …
Það er mannauðurinn sem gerir Skorra að góðu fyrirtæki og hér má sjá starfsfólkið, talið frá vinstri: Kári Gunnar Stefánsson, Lárus Björnsson, Björn Finnbogason og Gísli Friðriksson. mbl.is/Eyþór

Um áratugaskeið hefur verslunin Skorri þjónustað bíleigendur með TUDOR rafgeyma en verslunin var stofnuð árið 1978 og hefur síðan þá verið leiðandi í þjónustu í öllu því sem viðkemur rafgeymum, alveg frá einkabílum til atvinnu- og frístundatækja. Einnig er þar hægt að sérpanta varaaflsrafgeyma fyrir orkufyrirtæki og fyrirtæki sem þjónusta þau.

Lárus Björnsson rekstrarstjóri segir að Skorri einsetji sér að vera framúrskarandi í þjónustu á rafgeymum og því tengdu enda starfi hjá Skorra sérþjálfaðir starfsmenn sem hafa áratuga reynslu af þjónustu við viðskiptavini með rafgeyma.

„Við rekum hraðþjónustu þar sem við mælum og skiptum um rafgeyma fyrir bíleigendur. Í flestum tilvikum þarf ekki að panta tíma en ef viðskiptavinir vilja getur fólk komið með bílinn og skilið hann eftir. Við höfum síðan samband þegar hann er tilbúinn sem er yfirleitt innan dags. Skipting á rafgeymi getur tekið frá tíu mínútum og allt upp í 45 mínútur. Ef skiptin taka 45 mínútur er betra að skilja bílinn eftir.“

Skorri einsetur sér að vera framúrskarandi í þjónustu á rafgeymum …
Skorri einsetur sér að vera framúrskarandi í þjónustu á rafgeymum og því tengdu enda starfa hjá Skorra sérþjálfaðir starfsmenn sem hafa áratugareynslu af þjónustu við viðskiptavini með rafgeyma. Ljósmynd/Aðsend

Ókeypis mæling á rafgeymum

Þá segir Lárus að eins sé hægt að koma með bílinn til Skorra til að mæla rafgeyminn, eigandanum að kostnaðarlausu án þess að kaupa nýjan rafgeymi. „Það sem við gerum þá er að bíll er keyrður inn á þjónustuverkstæði okkar og hafður í gangi.

Þá er hleðsluspenna frá bíl að rafgeymi mæld. Því næst mælum við rafgeyminn með álagsmæli og eftir það mælum við með digital viðnámsmæli sem les uppgefið kaldræsiþol rafgeymisins. Síðan er niðurstaðan prentuð út og þá er einfalt að sjá hvort allt sé í lagi,“ segir Lárus sem sjálfur hefur starfað hjá fyrirtækinu í fjóra áratugi.

„Það er ekki sjálfgefið að vera hjá svona góðu fyrirtæki en það er mannauðurinn sem gerir fyrirtækið gott. Við höfum einsett okkur það að gera Skorra að fjölskylduvænu og ánægjulegu fyrirtæki að vinna fyrir. Starfsmenn eru þjálfaðir í að veita viðskiptavinum ráðgjöf í að fá það besta sem völ er á af vöruúrvali Skorra sem hentar hverju sinni.“

Hægt er að koma með bílinn til Skorra til að …
Hægt er að koma með bílinn til Skorra til að mæla rafgeyminn, eigandanum að kostnaðarlausu án þess að kaupa nýjan rafgeymi. mbl.is/Eyþór

Rafgeymar fyrir allar tegundir bíla og faratækja

TUDOR rafgeymar eru viðurkennd gæðavara en Lárus talar um að bílar hafi breyst mikið á síðustu tíu árum eða svo. Það sé því nauðsynlegt að eiga mikið úrval af rafgeymum fyrir alls kyns bíla. „Fyrir utan hinn venjulega bensín- og dísilbíl eru komnir hybrid-bílar, plug-in hybrid og svo auðvitað rafmagnsbílar sem allir hafa líka 12 volta rafgeymi eins og bensín- og dísilbílar.

Svo eru margir bílar með svokölluðum Stop-Start búnaði þar sem bílarnir drepa á vélinni reglulega, til dæmis þegar stoppað er á ljósum, og fara svo sjálfvirkt aftur í gang um leið og ekið er af stað. Þessir bílar þurfa sérstaka rafgeyma sem gerðir eru fyrir þetta álag.

TUDOR rafgeymar eru viðurkennd gæðavara og Skorri hefur það að …
TUDOR rafgeymar eru viðurkennd gæðavara og Skorri hefur það að markmiði að hafa mikið úrval af rafgeymum á lager fyrir allar gerðir af farartækjum. mbl.is/Eyþór

Skorri hefur alltaf haft það að markmiði að hafa mikið úrval af rafgeymum á lager fyrir allar gerðir af farartækjum, bílum, mótorhjólum, vinnuvélum og öðrum atvinnutækjum. Með reglulegum innflutningi er tryggt að vera ávallt með nýja vöru á lager því rafgeymar hafa ekki endalaust geymsluþol í hillu. Þannig höfum við alltaf lagt mikið upp úr traustri og faglegri þjónustu og til að mynda sendum við alla gamla og ónýta rafgeyma til endurvinnslu erlendis í gegnum traust þjónustufyrirtæki.“

Verslunin Skorri var stofnað árið 1978 og hefur þjónustað bíleigendur …
Verslunin Skorri var stofnað árið 1978 og hefur þjónustað bíleigendur með TUDOR rafgeyma síðan þá. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert