Leiðbeiningar vegna beinna útsendinga

Við tökum við streymi vegna beinna útsendinga á tvo vegu, annars vegar svonefnt iframe og hinsvegar slóð að viðkomandi streymi.

Iframe

Ef um iframe er að ræða fáum við kóða sendan, t.d. "<iframe src="http://mbl.is/streymi"></iframe>".
Í því tilfelli dugar einnig slóð að síðu sem hægt er að nota í iframe: "http://mbl.is/streymi".

Slóð að streymi

Ef um slóð að beinu streymi er að ræða þarf það að falla að einhverri af eftirfarandi flutningsreglum:
HLS
RTMP
DASH

Gætið að því að opna þarf fyrir „Cross-site Scripting“ ef um streymislóð er að ræða.

Almennar reglur:

Spilarinn sem notaður í streymi, hvort sem er í iframe eða slóð að streymi þarf að styðja HTML5-spilun. Þetta er mikilvægt þar sem mörg snjalltæki styðja ekki Flash-spilun.

Gögnin þurfa að berast til okkar a.m.k. sólarhring fyrir birtingu til að hægt sé að prófa streymið.

Frekari upplýsingar:

Hægt er að senda allar tæknilegar fyrirspurnir á netdeild@mbl.is.