100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

1.500 gestir heimsóttu Alþingi myndasyrpa

20.6.2015 Um 1.500 gestir heimsóttu Alþingi í dag, en húsið var opið almenningi í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna. Var sýning í húsinu tileinkuð konum á Alþingi og kosningarrétti kvenna. Meira »

Hlutföllin á haus í Hörpu myndasyrpa

19.6.2015 Kastljósinu var beint að „sjaldséðum fyrirmyndum“ á tónlistarhátíðinni Höfundur óþekktur í Hörpu í kvöld. Titillinn er tilvísun í fjöldann allan af vísnakverum og nótnablöðum þar sem höfundur er skráður óþekktur. Þannig hafi þjóð-og mannfræðilegar rannsóknir bent til þess að í lang flestum tilfellum sé um kvenmenn að ræða en ekki hafi þótt mikilvægt að skrásetja þeirra verk á jafns við karlmenn. Meira »

„Femínismi er ekki mamma þín“

19.6.2015 Fólk á öllum aldri og toga kom saman á Austurvelli í dag til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Margir létu nægja að hlusta á ræður og skoða sig um en nokkuð var um einstaklinga og hópa sem skildu sig frá mannhafinu með áberandi stuðningi við ákveðin málefni innan jafnréttisumræðunnar. Meira »

„Létu sér nægja að vera skemmtilegar“ myndasyrpa

19.6.2015 „Svo afar fátt af því sem okkur finnst sjálfsagt í daglegu lífi hefur komið inn í samfélag okkar eins og regn af himnum ofan,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir í áhrifamikilli ræðu í dag. Ræðuna flutti hún af svölum Alþingishússins fyrir fullum Austurvelli. Meira »

Stytta af Ingibjörgu afhjúpuð

19.6.2015 Rétt í þessu var afhjúpuð stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni til þess að taka sæti á þingi á Íslandi, á Austurvelli við hátíðlega athöfn. Í máli forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar, kom fram að styttan væri jafnframt fyrsta heila höggmyndin af nafngreindri konu í Reykjavík. Meira »

Ein gegn Jafnréttissjóði

19.6.2015 Á hátíðarfundi Alþingis sem fram fór í morgun var, að loknu ávarpi þingforseta, tekið fyrir eitt dagskrármál, þ.e. Jafnréttissjóð Íslands. Var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að einu undanskildu. Sigríður Á. Andersen, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Meira »

„Við erum allar fallegar“

19.6.2015 „Ég er að taka fyrir þessa hluta af líkamanum sem mörgum konum finnst ekki vera fallegir,“ segir listakonan Hildur Henrýsdóttir um verk sín á sýningu í tilefni kosningarafmælisins þar sem tekist er á við staðalímyndir tengdar kvenlíkamanum og undirstrikað að allar konur séu fallegar og einstakar. Meira »

Enn fjarlægur draumur víða um heim

19.6.2015 „Hið lýðræðislega samfélag, aðalsmerki okkar tíma, hornsteinn stjórnskipunarinnar var á engan hátt sjálfsagt eða auðvelt í mótun. Og er enn draumur milljóna, jafnvel milljarða kvenna og karla sem víða um veröld búa við höft og helsi, fátækt og kúgun.“ Meira »

„Merkisdagur í okkar sögu“

19.6.2015 „Nítjándi júní 1915 er merkisdagur í okkar sögu. Í dag minnumst við þess að eitthundrað ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Jafnframt er þess að minnast að þennan dag fengu hjú, kaupstaðarborgarar, þurrabúðarmenn og lausamenn sömu réttindi.“ Meira »

Fyrsti heiðursdoktor deildarinnar

19.6.2015 Anna Guðrún Jónasdóttir, prófessor í stjórnmála- og kynjafræði við Háskólann í Örebro í Svíþóð, var í gær gerð að heiðursdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fyrst allra. Meira »

Víða lokað á morgun

18.6.2015 Leikskólar, félagsmiðstöðvar, frístundaklúbbar og frístundaheimili eru meðal þess sem lokað verður fyrr vegna hátíðarhalda morgundagsins. Þá verður því fagnað að hundrað ár eru liðin frá því að konur og vinnumenn, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt til Alþingis. Meira »

Gefa frí eftir hádegi 19. júní

12.6.2015 Lífeyrissjóður verzlunarmanna heiðrar aldarafmæli kosningaréttar kvenna með því að gefa öllu starfsfólki sjóðsins frí eftir hádegi þann 19. júní. Skrifstofa sjóðsins verður því lokuð eftir hádegi þann dag. Meira »

Gefa frí í Kópavogi 19. júní

10.6.2015 Starfs­mönn­um Kópavogsbæjar verður veitt frí frá klukkan 13 þann 19. júní. Starfsmönnum gefst því kostur á að taka þátt í hátíðarhöldum sem skipulögð hafa verið til að fagna 100 ára af­mæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Meira »

Karlar víki fyrir konum 19. júní

5.6.2015 Karlkyns þingmenn og varaþingmenn ættu að víkja sæti þannig að aðeins konur sitji á hátíðarþingfundi 19. júní þegar hundrað ár verða liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, lagði þetta til á þingi nú í morgun. Meira »

Hafnarfjörður veitir frí

24.4.2015 Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar verði gefið frí frá hádegi 19. júní 2015 í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna. Meira »

Landsbankinn veitir frí og lokar útibúum

16.4.2015 Landsbankinn hefur ákveðið að veita starfsfólki sínu frí eftir hádegi þann 19. júní til að taka þátt í skipulögðum hátíðahöldum þegar þess verður minnst að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Öll útibú bankans verða lokuð og önnur starfsemi í lágmarki. Meira »

Gefa starfsfólki frí og loka stofnunum

16.4.2015 Starfs­mönn­um Mosfellsbæjar verður veitt frí eft­ir há­degi þann 19. júní til að fagna 100 ára af­mæli kosn­inga­rétt­ar ís­lenskra kvenna. Meira »

VÍS gefur frí á kvennadaginn

15.4.2015 Tryggingafélagið VÍS mun gefa öllu starfsfólki sínu frí eftir hádegi 19. júní næstkomandi til að fagna aldarafmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Hvetur félagið starfsfólk til að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins, en með þessu er félagið að verða við hvatningu ráðamanna um frí þennan dag. Meira »

Gefur frí og lokar útibúum

15.4.2015 Starfsmönnum Íslandsbanka verður veitt frí eftir hádegi þann 19. júní til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Meira »

Veiti frí eftir hádegi 19. júní

14.4.2015 Ríkisstjórnin hvetur vinnuveitendur, jafnt á almennum vinnumarkaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum, til þess að veita starfsmönnum sínum frí 19. júní eins og kostur sé svo þeir geti tekið þátt í skipulögðum hátíðahöldum þann dag sem áformuð eru í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Meira »