Á leið til lífs

Á hverju ári flýja tugþúsundir heimaland sitt í þeirri von að lifa af. Ástæðurnar eru fjölmargar en fólkið á það sameiginlegt að telja það einu leiðina til að komast af. 

Gröf óþekkta flóttamannsins

24.11. Í kirkjugarðinum í Catania hvíla 260 óþekktir flóttamenn. Oft gengur illa að bera kennsl á þá sem farast á flóttanum, ekki síst vegna þess hversu margir eru skilríkjalausir og einir á ferð. Rauði krossinn í Catania er farinn að safna lífsýnum þeirra með aðstoð lögreglunnar. Meira »

„Mín ítalska móðir“

15.11. Lengi hefur loðað við unga ítalska karlmenn að þeir fari seint úr foreldrahúsum – vilji helst búa sem lengst á „hótel mömmu“. UNICEF, í samstarfi við umboðsmann barna í sikileysku borginni Palermo, hefur komið á laggirnar nýrri útfærslu á ítölsku móðurinni fyrir börn sem eru fylgdarlaus á flótta. Meira »

„Ég er á lífi“

10.11. „Ég stóð vart undir mér lengur vegna vannæringar og ég hefði alveg eins getað verið dauð. Enda þráði ég að deyja og taldi að það væri eina lausnin til þess að losna úr þessu helvíti. Ég var lifandi dauð,“ segir Fatou Sanneh, flóttamaður frá Gambíu sem komst við illan leik til Sikileyjar. Meira »

Úr fangelsi í framboð

25.5. Nazanin Askari kom til Íslands sem pólitískur flóttamaður árið 2012 eftir að hafa sætt pyntingum og fangelsisvist fyrir skoðanir sínar í heimalandinu, Íran. Hún flúði land þegar hún átti yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að berjast fyrir réttindum kvenna. Meira »

Fólkið gerði líf okkar bærilegt

1.10.2017 Rosemary Atieno Odhiambo og Paul Ramses Oduor búa í Hafnarfirði ásamt börnum sínum, Fidel Smára og Rebekkah Chelsea sem eru 9 og 7 ára. Börnin eru bæði fædd hér en Rosemary og Paul eru bæði frá Kenýa Sú velvild sem þau fundu hjá Íslendingum gerði líf þeirra bærilegt á dimmum dögum í þeirra lífi. Meira »

Íslenskan er hans mál

30.9.2017 Halldór Nguyen var 25 ára gamall þegar hann kom hingað til lands fyrir 38 árum. Hann er farinn að hugsa á íslensku enda hefur hann búið lengur á Íslandi en í Víetnam. „Þetta gerist ósjálfrátt,“ segir Halldór. Meira »

Á ekki afturkvæmt til Íraks

30.9.2017 Mohammed Salam al-Taie kom heldur óvenjulega leið til Íslands þar sem hann kom hingað frá Kína. Þar hafði hann búið í nokkur ár. Ekki var óhætt fyrir hann að snúa aftur til Íraks og því sá hann tvo kosti í stöðunni. Sækja um alþjóðlega vernd í Kanada eða Íslandi. Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

24.9.2017 Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

Varð loksins frjáls manneskja

24.9.2017 Líkt og margir aðrir flóttamenn sem hingað hafa komið vissi Zahra Mesbah sayed Ali ekkert um Ísland áður en hún kom hingað en neyðin rak fjölskylduna áfram. Hún segir helstu breytinguna á hennar lífi vera þá að hér öðlaðist hún sjálfstæði og réttindi. „Ég átti hvergi heima fyrr en ég kom hingað.“ Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

23.9.2017 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Kom hingað til að lifa af

23.9.2017 Majid Zarei vissi ekki að hann væri á Íslandi fyrr en hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Majid var handtekinn á flugvellinum og eyddi tveimur vikum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Meira »

Smyglararnir selja fólki von

1.6.2017 Þrátt fyrir að hægt hafi á flóttamannastraumnum til Evrópu hafa yfir 50 þúsund manns komið sjóleiðina til Evrópu það sem af er ári. Flestir koma til Ítalíu en nokkur þúsund hafa komið til Grikklands. Meira »

Þetta eru bara börn

31.5.2017 Hún er ellefu ára gömul og kemur frá Sýrlandi. Vegna stríðsins í heimalandinu gat hún ekki gengið í skóla í fjögur ár þrátt fyrir að þrá fátt jafn heitt og það að læra. Meira »

Ekki hægt að horfa á fólk deyja

25.5.2017 Yfir ein milljón flóttamanna kom til Lesbos á rúmu ári. Örvæntingarfullt fólk, einkum Sýrlendingar, sem hafði lagt allt í sölurnar til þess að komast í burtu frá stríðinu. Í dag er Lesbos biðsalur fólks eftir betra lífi þar sem margir bíða í meira en ár eftir því að komast til meginlandsins. Meira »

Sagði ekki orð í tvö ár

27.11.2016 Áður en stríðið hófst voru þau hamingjusöm fjölskylda í Damaskus en stríðið hefur eyðilagt allt, segir Hiba Al Jarki, sem kom hingað til lands í janúar. Fjölskyldan missti allt og upplifði hluti sem eru eiginlega of skelfilegir til þess að hægt sé að tala um þá. Enda hætti dóttir hennar að tala. Meira »

„Farið heim til ykkar“

4.9.2016 „Landamærin verða ekki varin með blómum og krúttlegum leikföngum. Landamæri þarf að verja með lögreglu, hermönnum og vopnum,“ segir Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Múslimum sem eru fæddir og uppaldir í álfunni er sagt að fara heim til sín þó svo heima hafi alltaf verið í Evrópu. Meira »

„Þú ert dauður”

4.9.2016 Samúðarbylgja gekk yfir Evrópu fyrir ári síðan. Fréttir bárust af tugum flóttamanna sem köfnuðu í kæligámi flutningabifreiðar. Svo birtust myndir af líki Aylan litla á tyrkneskri strönd. Landamæri Evrópu voru opnuð í fulla gátt tímabundið. Nú er búið að skella í lás og vandamálið horfið eða hvað? Meira »

Í upphafi var orðið svo kom blóðið

3.9.2016 Stríðið í Sýrlandi hefur kostað hundruð þúsunda almennra borgara lífið og hrakið milljónir af heimilum sínum. Þetta byrjaði allt með saklausu veggjakroti unglingspilta sem væntanlega hafa ekki búist við því að orð þeirra um að vilja losna við valdhafanna hefði þessi skelfilegu áhrif. Meira »