Ágúst Ólafur Ágústsson

Fengu erindi um mál Ágústs Ólafs

í fyrradag Erindi hefur borist til forsætisnefndar Alþingis þess efnis að vísa skuli máli Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar til siðanefndar Alþingis, rétt eins og máli þingmannanna sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í nóvember. Meira »

Helmingur hlynntur afsögn Ágúst Ólafs

10.1. Á bilinu 51-52% Íslendinga eru hlynnt afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Á milli 31% og 32% eru í meðallagi hlynnt/andvíg afsögn hans og um 17% andvíg. Meira »

Svara engu um tímasetningu endurkomu

3.1. Ekki liggur fyrir hvenær Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson og Ágúst Ólafur Ágústsson sem tóku sér leyfi frá þingstörfum í lok síðasta árs snúa til baka á Alþingi. Meira »

Samfylkingin hefur tekið fyrir fimm mál

15.12. Fimm mál hafa verið tekin fyrir hjá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar frá því að trúnaðarnefndin var sett á fót í febrúar fyrr á þessu ári. Frá því greinir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi, í samtali við mbl.is. Meira »

Líkaði við færslu Ágústs Ólafs með hvatvísu hjarta

15.12. Guðrún Ögmundsdóttir, formaður trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar, líkaði við Facebook-færslu Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, þar sem hann greindi frá því að hann hefði ákveðið að taka sér launalaust leyfi eftir að hafa verið áminntur af trúnaðarnefndinni, með því að setja við hana hjarta. Meira »

Vika er langur tími í pólitík

14.12. Vika er liðin frá því að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, birti á Facebook-síðu sinni yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði áreitt konu kynferðislega síðasta sumar. Mbl.is rekur hér atburðarás málsins til þessa. Meira »

Guðrún tjáir sig ekki

14.12. Guðrún Ögmundsdóttir, sem er formaður trúnaðarnefndar Samfylkingar, segist ekki vilja tjá sig um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingar. Meira »

Siðareglurnar nái varla yfir mál Ágústs

13.12. „Þessi mál eru að mörgu leyti ólík þó að bæði séu alvarleg. Ég held að siðareglur þingsins nái varla yfir hans mál,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, aðspurður hvort hann telji mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þess eðlis að siðanefnd Alþingis ætti að taka það fyrir. Meira »

„Misræmið byggir á ólíkri upplifun“

11.12. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að ætlun hans hafi aldrei verið að rengja frásögn Báru Huldar Beck eða draga úr sínum hlut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Meira »

Ágúst stóð einn að sinni yfirlýsingu

11.12. „Það er munur á þeim,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann er spurður um misræmi milli yfirlýsingar Ágústs Ólafs Ágústssonar og svars Báru Huldar Beck, þar sem hún segir Ágúst Ólaf gera minna úr atvikinu en hann hafi áður gengist við. Meira »

Reyndi ítrekað að kyssa hana

11.12. „Ágúst Ólafur reyndi ekki að kyssa mig tví­vegis heldur ítrek­að. Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neit­aði honum þá nið­ur­lægði hann mig með ýmsum hætti.“ Meira »

Gátu ekki sest á þing vegna anna

10.12. Tveir varamenn voru á undan Ellert B. Schram í röðinni eftir að ljóst var að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Hvorugur varamannanna sá sér fært að taka sæti á þingi fyrir jól. Meira »

Ellert B. Schram á þing í stað Ágústs

10.12. Ellert B. Schram tekur sæti á Alþingi í dag sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar.   Meira »

„Málinu á að vera lokið“

9.12. „Ástæðan fyrir því að þetta mál kemur fram er að það er farið í gegnum feril og málinu á þannig, að mínu mati, að vera lokið,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, um mál Ágústs Ólafs Ólafssonar í þjóðmálaþættinum Þingvöllum með Björtu Ólafsdóttur á K100 í morgun. Meira »

Ágúst tekinn af listanum

8.12. Forsætisnefnd Alþingis barst í lok nóvember erindi með tölvupósti frá hópi þingmanna þar sem óskað var eftir því að nefndin tæki Klaustursmálið til meðferðar vegna meintra siðabrota. Þar á meðal var Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Nafn hans hafði hins vegar verið fjarlægt af listanum í skriflegu erindi sem barst nefndinni 3. desember. Meira »

Kom Þorsteini ekki á óvart

8.12. „Ég ætla ekkert að tjá mig sérstaklega um mál Ágústar. Það hefur bara sinn gang og er auðvitað bara jafn sorglegt og hitt,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, í samtali við mbl.is. Það kom honum ekki á óvart að mál af svipuðum toga og Klaustursmálið kæmi upp í framhaldinu. Meira »

Vonar að Ágúst hafi fengið samþykki

8.12. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segist vona að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður flokksins, hafi birt yfirlýsingu og frásögn frá sínu sjónarhorni með samþykki þolandans, sem varð fyrir áreitni af hans hálfu. Meira »

Virða ákvörðun Ágústar Ólafs

7.12. „Við erum auðvitað mjög leið yfir því að þetta skyldi hafa gerst og við tökum því mjög alvarlega að Ágúst hafi hlotið áminningu,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is vegna áminningar sem trúnaðarnefnd flokksins veitti Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni hans. Meira »

Fer í leyfi í kjölfar áminningar

7.12. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka sér launalaust leyfi frá þingstörfum í tvo mánuði í kjölfar þess að trúnaðarnefnd flokksins veitti honum áminningu í síðustu viku vegna framkomu hans í garð konu í miðbæ Reykjavíkur í byrjun síðasta sumars. Meira »