Akureyrarflugvöllur

Fljúga áfram til Akureyrar

22.1.2018 Ferðaskrifstofan Super Break, sem um miðjan mánuðinn hóf beint flug frá Bretlandi til Akureyrar, mun halda áfram að fljúga norður. Tveimur flugvélum af þremur á vegum ferðaskrifstofunnar var snúið til Keflavíkur í síðustu viku vegna þess að ekki var hægt að lenda á Akureyri. Meira »

Millilandaflug verði tryggt í sessi

19.1.2018 Bæjarráð Akureyrar hefur skorað á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og Isavia að grípa nú þegar til nauðsynlegra ráðstafana til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Meira »

Aftur snúið frá Akureyri til Keflavíkur

19.1.2018 Boeing 737 vél Enter Air sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli núna um klukkan 13 í dag hefur verið snúið til Keflavíkur, en þetta er önnur flugferðin af þremur hjá flugfélaginu á viku sem endar í Keflavík í stað Akureyrar. Meira »

Ályktað um aðflug

19.1.2018 Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum að taka undir bókun Ferðamálafélags Eyjafjarðar um að tryggja þurfi öruggt aðflug að Akureyrarflugvelli. Meira »

Fjárveiting tryggð til ILS-aðflugsbúnaðar

18.1.2018 Þörf er á fullkomnari aðflugsbúnaði á Akureyrarflugvelli ef hann á að geta þjónað reglulegu millilandaflugi eins og heimamenn vilja. Þá er þörf á því að stækka flugstöðina og flughlaðið. Meira »

Flugfélagið án tekna í einn mánuð á ári

16.1.2018 Í fyrra var 7,2% af öllum flugum Air Iceland connect aflýst og árið 2016 var 9,2% af öllum flugum aflýst. Hlutfallslega þýðir það að félagið þarf að loka í um 30 daga á ári þar sem engar tekjur koma en á sama tíma þarf að greiða laun og jafnvel bætur. Meira »

Gætu þurft að loka flugvöllum

16.1.2018 Á næstu þremur árum þarf að taka ákvörðun um hvað menn vilja gera með innanlandsflugkerfið og setja þarf frekari fjármuni í uppbyggingu flugvalla á landsbyggðinni eigi ekki að þurfa að loka völlum og leggja innanlandsflugið niður að einhverju leyti. Meira »

185 komu frá Cardiff til Akureyrar

12.1.2018 Fyrst beina flugið frá Bretlandi til Akureyrar á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break var í dag. Boeing 737-800-vél lenti í hádeginu með 185 farþega og var tekið á móti hópnum með viðhöfn. Bæjarstjórinn á Akureyri og ráðherra ferðamála klipptu á borða eftir að farþegar gengu frá borði. Meira »

Fagna flugi en vilja hætta með strætó

13.11.2017 Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, telur ekki grundvöll fyrir áframhaldandi rekstri almannasamgangna, nema til komi stóraukið framlag frá ríkinu til rekstrarins. Var ákveðið á aðalfundi sveitarfélaganna að fela stjórn Eyþings að nýta uppsagnarákvæði samningsins. Meira »