Alþingiskosningar 2017

Vildu stýra fjórum nefndum

8.12.2017 Það ræðst af því hvort stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi þiggja boð stjórnarflokkanna um formennsku í þremur tilteknum fastanefndum þingsins, hvort þeir verða yfirhöfuð með formennsku í einhverri nefnd. Meira »

Mikill stuðningur við ríkisstjórnina

6.12.2017 Næstum átta af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, eða 78 prósent, segjast styðja ríkisstjórnina. En 22 prósent segjast ekki styðja hana. Meira »

Þing gæti komið saman um miðjan mánuð

3.12.2017 „Við erum að reyna að ná því náttúrulega eins hratt og við getum og það gæti orðið rétt fyrir miðjan mánuðinn,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, í samtali við mbl.is, aðspurð hvenær þing muni koma saman. Meira »

Pólitískur ráðherra, ekki fagráðherra

2.12.2017 Guðmundur Ingi Guðbrandsson tók við embætti umhverfisráðherra í gær. Hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Landverndar um árabil. Óhætt er að segja að innkoma Guðmundar sé óvenjuleg. Meira »

Kosið of snemma um stjórnarslit

2.12.2017 Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að kosning innan flokksins um það hvort slíta ætti ríkisstjórnarsamstarfinu hafi verið of snemma. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Katrín tekur við lyklavöldum

1.12.2017 Katrín Jakobsdóttir, nýr forsætisráðherra, tók við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu nú á tíunda tímanum. Katrín tók þá við lyklunum úr hendi Bjarna Benediktssonar, fráfarandi forsætisráðherra og nýs fjármálaráðherra. Meira »

Yngri stjórn og fleiri konur

1.12.2017 Meðalaldur í nýrri ríkisstjórn er 45,45 ár, sem er nokkuð lægri en í síðustu stjórn þar sem hann var 48 ár. Elsti ráðherrann er tvöfalt eldri en sá yngsti. Meira »

Allir sjá eitthvað jákvætt

1.12.2017 Forsvarsmenn stærstu hagsmunasamtaka landsins eru almennt jákvæðir á stefnumál nýrrar ríkisstjórnar.  Meira »

Nýir ráðherrar taka við lyklum á morgun

30.11.2017 Nýir ráðherrar taka við ráðuneytum sínum í fyrramálið þegar formleg skipti fara fram. Þau hefjast klukkan níu í fyrramálið og lýkur á hádegi. Katrín Jakobsdóttir tekur fyrst við lyklum í forsætisráðuneytinu kl. 9 í fyrramálið þar sem Bjarni Benediktsson afhendir henni lyklavöldin. Meira »

Ætla að efla stöðu brotaþola í kerfinu

30.11.2017 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði mikilvægt að þverpólitísk sátt ríkti um að brotaþolum kynferðisbrota yrði sinnt betur í stjórnkerfinu. Hún var spurð í Kastljósinu á Rúv í kvöld um gagnrýni Vinstri grænna á samskipti Bjarna Benediktssonar og Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru. Meira »

Flestir kjósendur vildu Framsókn í stjórn

30.11.2017 Flestir kjósendur vildu sjá Framsóknarflokk, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk í einhverri mynd í nýrri ríkisstjórn. Þrjú prósent kjósenda Vinstri grænna vildu sjá þá samsetningu flokka sem nú er að taka við. Meira »

Andrés Ingi virðir niðurstöðuna

30.11.2017 „Ég virði niðurstöðu flokksráðs og ætla að gá hvort ég geti ekki verið afl til góðs í þessum þingflokki sem verður bakland ríkisstjórnar,” segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. Meira »

Taka þarf á „bráðavanda“ bænda

30.11.2017 Kristján Þór Júlíusson, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokks, segist hlakka til að setja sig inn í málaflokkinn eftir að hann taki formlega við embættinu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir heldur áfram sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fagnar þeim áherslum á nýsköpun sem finna má í stjórnarsáttmála. Meira »

Ráðherrakapallinn opinberaður

30.11.2017 Skipting ráðuneyta nýrrar ríkisstjórnar og skipan ráðherra í ráðuneytin hefur nú verið staðfest. Formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, leiðir ríkisstjórnina í embætti forsætisráðherra, eins og áður hefur komið fram. Meira »

Dregið úr greiðsluþátttöku sjúklinga

30.11.2017 Geðheilbrigðisáætlun til 2020 verður hrint í framkvæmd á þessu kjörtímabili og hún fjármögnuð. Geðheilbrigðisþjónusta á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum úti um land verður efld og bráða- og barna- og unglingageðdeildum Landspítalans verður tryggt fjármagn til að standa undir rekstri þeirra. Meira »

Svandís og Guðmundur verða ráðherrar

30.11.2017 Ráðherrar VG í nýrri ríkisstjórn flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, verða auk hennar Svandís Svavarsdóttir sem verður heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson sem fer með umhverfismálin. Meira »

Jón yfirgaf Valhöll

30.11.2017 Jón Gunnarsson, samgönguráðherra seinustu ríkisstjórnar, yfirgaf Valhöll áður en þingflokksfundi flokksins, þar sem ráðherraskipanin var tilkynnt, var lokið. Líklegt er að hann hafi ekki hlotið ráðherraembætti fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í nýrri stjórn. Meira »

Lengra fæðingarorlof og hærri greiðslur

30.11.2017 Til stendur að lengja fæðingarorlof og hækka orlofsgreiðslur í fæðingarorlofi á þessu kjörtímabili, að fram kemur í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Er það liður í að auka jafnrétti kynjanna og brúa bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla, sem Alþingi hefur samþykkt að gera. Meira »

Vilja draga úr eignarhaldi ríkisins

30.11.2017 Íslenska ríkið verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun, en mun draga úr eignarhaldi sínu á fjármálafyrirtækjum miðað við það sem er í dag. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ríkisstjórnarsáttmálanum sem var undirritaður núna fyrir hádegi í dag. Meira »

Styrkja stöðu kærenda kynferðisbrota

30.11.2017 Nýrri áætlun um meðferð kynferðisbrota verður framfylgt á næsta kjörtímabili og hún jafnframt fjármögnuð að fullu. Með áætluninni er gert ráð fyrir að styrkja innviði réttarvörslukerfisins, styrkja stöðu brotaþola innan þess og efla og samhæfa þjónustu við brotaþola á landsvísu. Meira »

„Allir Íslendingar njóti góðs af“

30.11.2017 Veruleg umfjöllun er um kynjajafnrétti og úrbætur í þeim efnum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kynntur var á Listasafni Íslands nú fyrir skömmu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og verðandi forsætisráðherra, sagði að ýmislegt í þeim málaflokki myndi eflaust vekja athygli. Meira »

Svona skiptast ráðuneytin

30.11.2017 Ásamt því að stýra nýrri ríkisstjórn munu heilbrigðisráðuneytið og umhverfisráðuneytið falla í skaut Vinstri grænna. Fjármálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, ferðamála- og iðnaðarráðuneytið og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið munu vera á hendi Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Nýi stjórnarsáttmálinn kynntur — Beint

30.11.2017 Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Vinstri hreyf­ing­in – grænt fram­boð kynna nýjan stjórnarsáttmála í Listasafni Íslands klukk­an 10 í Lista­safni Íslands. Mbl.is verður á staðnum og mun senda beint frá fundinum. Meira »

Gleðst yfir nýrri ríkisstjórn

30.11.2017 „Glaður að heyra af nýrri ríkisstjórn undir góðri forystu Katrín Jakobsdóttir er vinkona mín, hreinlynd, trygglynd, dugmikil og skörp svo af ber. Við verðum ekki svikin af henni í forsætisráðuneytinu.“ Meira »

„Miklar tilfinningar í spilinu“

29.11.2017 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa þá bjargföstu trú að verk verðandi ríkisstjórnar muni bæta líðan fólks með uppbyggingu innviða og félagslegum stöðugleika. Það hafi ráðið afstöðu hans til stjórnarsáttmálans á flokksráðsfundi VG í kvöld. Meira »

„Betra en ég átti von á“

29.11.2017 „Þetta er í raun og veru kannski betra en ég átti von á, miðað við þá umræðu sem hefur verið innan hreyfingarinnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs um niðurstöður fundar flokkráðs VG sem fram fór í kvöld. Meira »

Sáttmálinn kynntur á morgun

29.11.2017 Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin – grænt framboð hafa boðað til blaðamannafundar á morgun klukkan 10 í Listasafni Íslands. Meira »

Samþykktu samninginn samhljóða

29.11.2017 „Það er ánægja með kraftmikinn stjórnarsáttmála sem fólk er sátt við,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is. Miðstjórn Framsóknarflokksins samþykkti stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar í kvöld. Meira »

Vinstri græn samþykktu sáttmálann

29.11.2017 Stjórn­arsátt­máli verðandi rík­is­stjórn­ar var samþykkt­ur á flokks­ráðsfundi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs sem fram fór á Grand hótel í kvöld. Meira »

Ekki einsdæmi í sögunni

29.11.2017 Misjafnar reglur gilda í stjórnmálaflokkum um stöðu þeirra þingmanna sem styðja ekki stjórnarsáttmála flokksins síns. Það er ekki einsdæmi í sögunni þrátt fyrir að slíkt sé ekki algengt. Meira »