Amanda Knox

Amanda Knox óttast árásir á Ítalíu

15.6. Amanda Knox óttast að verða fyrir árásum og tilefnislausum ásökunum á Ítalíu eftir að hún sneri þangað aftur í fyrsta skipti síðan hún losnaði úr fangelsi árið 2011. Hún telur að dómstóll götunnar hafi mengað rannsókn málsins árið 2007. Meira »

Amanda Knox snýr aftur til Ítalíu

14.6. Amanda Knox er komin aftur til Ítalíu í fyrsta skipti eftir að hún losnaði úr fangelsi.  Meira »

Ítalska ríkið braut gegn Knox

24.1. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í dag ítalska ríkið til að greiða Amöndu Knox 18.400 evrur, jafnvirði um 2,5 milljóna króna, í skaðabætur vegna óréttlátrar málsmeðferðar. Meira »

Stefnir ítalska ríkinu fyrir MDE

19.5.2016 Hin bandaríska Amanda Knox sem í fyrra var sýknuð af ákæru um að hafa myrt breska námsmanninn Meredith Kercher á Ítalíu árið 2007 hefur stefnt ítalska ríkinu fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Meira »

Segir Knox hafa verið í íbúðinni

22.1.2016 Maður sem var dæmdur sekur um að hafa myrt breska konu í Ítalíu árið 2007 heldur því fram í nýju viðtali að hin bandaríska Amanda Knox, sem var sýknuð af morðinu í apríl á síðasta ári eftir fjögur ár í fangelsi, hafi verið inni í íbúð konunnar þegar hún var myrt. Meira »

Morðrannsókn harðlega gagnrýnd

7.9.2015 Æðsti áfrýjunardómstóll Ítalíu hefur gagnrýnt rannsókn lögreglu á morðinu á breska námsmanninum Meredith Kercher árið 2007. Dómstóllinn segir að augljós mistök hafi verið gerð. Dómstóllinn sýknaði Amöndu Knox og Raffaele Sollecito, fyrrverandi unnusta Knox, af morðákærunni í mars sl. Meira »

Amanda Knox aftur fyrir dóm

11.6.2015 Amanda Knox hefur ekki sagt sitt síðasta fyrir dómstólum á Ítalíu. Hún þarf að koma aftur fyrir dóm þar sem hún hefur verið ákærð fyrir meiðyrði í garð lögreglu en Knox sagði að lögregla hefði kúgað hana til að til að saka eiganda ölstofu um að hafa myrt Meredith Kercher. Meira »

Sýknuð eftir átta ára þrautagöngu

5.4.2015 Amanda Knox var dæmd í fangelsi ásamt kærasta sínum fyrir að hafa myrt sambýliskonu sína. Saksóknari lagði fram kenningar um djöfladýrkun og afbrigðilegar athafnir, sem voru bergmál frá rannsókn hans á raðmorðum Skrímslisins frá Flórens á liðinni öld og voru meira í ætt við skáldskap en veruleika. Meira »

„Sárið mun aldrei gróa“

30.3.2015 „Í dag líður mér eins og fanga sem hefur eftir sjö ár og fimm mánuði fengið frelsið að nýju,“ segir Raffaele Sollecito sem ásamt Amöndu Knox var sýknaður af morðinu á bresku stúlkunni Meredith Kercher árið 2007. Meira »

Þakklát fyrir að fá líf sitt aftur

28.3.2015 Amanda Knox sagðist vera „full af gleði“ eftir að hún og Raffaele Sollecito voru sýknuð í Hæstarétti Ítalíu í gær. Knox og Sol­lectio hafa þegar setið fjög­ur ár í fang­elsi fyr­ir morð á breska há­skóla­nem­an­um Meredith Kercher. Meira »

Knox og Sollectio voru sýknuð

27.3.2015 Am­anda Knox og Raffa­ele Sol­lectio voru sýknuð af Hæstarétti Ítalíu. Knox og Sol­lectio hafa þegar setið fjög­ur ár í fang­elsi fyrir morð á Meredith Kercher, breskri stelpu. Rudy Gu­ede, sem einnig var dæmd­ur vegna morðsins, afplán­ar 16 ára fang­els­is­dóm. Meira »

Von á niðurstöðu eftir hádegi

27.3.2015 Raffaele Sollectio hafði enga ástæðu til að myrða Meredith Kercher og ekki er hægt að tengja lífssýni sem fundust á vettvangi við hann. Þetta sagði lögfræðingur hans í Hæstarétti Ítalíu í morgun. Síðar í dag mun niðurstaða í máli hans og Amöndu Knox liggja fyrir. Meira »

Örlög Knox og Sollecito ráðast í dag

27.3.2015 Örlög Amöndu Knox og Raffaaele Sollecito ráðast í dag en þá mun Hæstiréttur á Ítalíu kveða upp dóm sinn í máli þeirra. Þau voru dæmd til 28 ára og 25 ára fangelsisvistar í janúar í fyrra fyrir morðið á hinni bresku Meredith Kercher árið 2007. Meira »

Örlög Knox ráðast á föstudag

25.3.2015 Ekki er von á niðurstöðu í máli Amöndu Knox og Raffaele Sollecito fyrr en á föstudag. Dómari í málinu vill gefa saksóknara og lögmönnum Knox og Sollecito nægan tíma til að greina frá röksemdum sínum. Meira »

Amanda Knox er áhyggjufull

25.3.2015 Raffaele Sollecito, fyrrverandi kærasti Amöndu Knox, vill að mál hans verði tekið fyrir að nýju og þá verði það aðskilið máli Knox. Lögmaður Knox ræddi við hana í gærkvöldi og sagði hún vera áhyggjufull vegna niðurstöðunnar sem er að vænta í dag. Meira »

Ýtti kærustunni á undan sér

25.3.2015 Réttarhald í Hæstarétti Ítalíu, þar sem dómur í máli Amöndu Knox og Raffaele Sollecito verður kveðinn upp í dag, hófst kl. 9 í morgun að íslenskum tíma. Meira »

Niðurstaða í máli Knox í dag

25.3.2015 Hæstiréttur Ítalíu mun í dag taka fyrir mál Amöndu Knox og Rafaelle Sollecito. Þau voru dæmd í 28 ára og 25 ára fangelsi í janúar í fyrra fyrir morðið á hinni bresku Meredith Kercher í Perugia árið 2007 og er niðurstöðu Hæstaréttar að vænta í dag. Meira »

Verður Knox framseld til Ítalíu?

23.3.2015 Hæstiréttur Ítalíu mun á miðvikudag taka fyrir mál Amöndu Knox, sem var dæmd í 28 ára fangelsi í janúar í fyrra, fyrir morðið á Meredith Kercher í Perugia árið 2007. Komist dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að staðfesta dóminn, eru líkur á að hörð barátta verði háð um framsal Knox frá Bandaríkjunum. Meira »

Amanda Knox sögð vera trúlofuð

12.2.2015 Hin bandaríska Amanda Knox, sem dæmd var til 28 ára fangelsisvistar á Ítalíu fyrir rúmu ári er nú sögð vera trúlofuð bandarískum tónlistarmanni, Colin Sutherland. Þau eru bæði 27 ára en hann skrifaði henni reglulega þegar hún afplánaði fangelsisdóm á Ítalíu. Meira »

Rifust heiftarlega fyrir morðið

30.4.2014 Amanda Knox stakk Meredith Kercher til bana eftir heiftarlegt rifrildi þeirra á milli þar sem Kercher hafði sakað Knox um að stela af sér peningum. Meira »

Ný gögn í máli Knox

29.4.2014 Nú hafa ítalskir dómstólar gefið út 337 blaðsíðna langa útskýringu á dómi Amöndu Knox, en hún var dæmd fyrir morð á meðleigjanda sínum árið 2009. Meira »

Kvendjöfull með ásjónu engils

6.2.2014 Er hún kvendjöfull eða indæl og einföld? Allt frá því að Amanda Knox varð miðdepill morðmáls á Ítalíu árið 2007 hefur leyndarhjúpur umvafið persónu hennar. Ítalskur dómstóll dæmdi hana til 28 ára fangelsisvistar fyrir morðið á meðleigjanda sínum, Meredith Kercher, í síðustu viku. Meira »

Sollecito ætlar að berjast

3.2.2014 Raffaele Sollecito, fyrrverandi kærasti Amöndu Knox segist ætla að berjast, þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í 25 ára fangelsi síðastliðinn fimmtudag. „Ég reyni að vera eins jákvæður og mögulegt er í aðstæðum sem þessu,“ sagði Sollecito í samtali við CNN Meira »

Verður Amanda Knox framseld?

2.2.2014 Bandaríkin gætu þurft að framselja Amöndu Knox til Ítalíu, verði farið fram á það, en hún var á fimmtudag sakfelld fyrir morðið á Meredith Kercher. Meira »

Ætlaði hann að flýja?

1.2.2014 Rafaele Sollecito, fyrrverandi kærasti Amöndu Knox, neitar fyrir að hafa ætlað að flýja frá Ítalíu. Hann og Knox voru á fimmtudag sakfelld fyrir morðið á Meredith Kercher. Meira »

„Fer ekki af fúsum og frjálsum vilja“

31.1.2014 Amanda Knox, sem dæmd var til rúmlega 28 ára fangelsisvistar af ítölskum dómurum í gær fyrir morð á hinni bresku Meredith Kercher árið 2007, segist ekki ætla að fara af fúsum og frjálsum vilja frá Bandaríkjunum til Ítalíu. Meira »

Sollecito fannst við landamærin

31.1.2014 Lögregla á Ítalíu fann Raffaele Sollecito, fyrrverandi kærasta Amöndu Knox, nálægt landamærum Austurríkis í morgun en hann var ásamt Knox fundinn sekur um morðið á Meredith Kercher árið 2007 í gær. Meira »

Amanda döpur og óttaslegin

30.1.2014 Amanda Knox sem fyrr í kvöld var dæmd í 28 ára fangelsi fyrir morðið á Meredith Kercher árið 2007 sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem kemur fram að hún telji niðurstöðu dómstólsins í Flórens óréttaláta. Hún segist döpur og óttaslegin að hún hafi búist við öðru af ítalska dómskerfinu. Meira »

Amanda Knox dæmd fyrir morð

30.1.2014 Dómstóll í Flórens á Ítalíu dæmdi í kvöld Amöndu Knox í 28 ára fangelsi fyrir morðið á bresku stúlkunni Meredith Kercher á Ítalíu árið 2007. Fyrrverandi kærasti Amöndu, Raffaele Sollecito, var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir sama verknað. Meira »

Dæmt í máli Knox um mánaðamótin

9.1.2014 Dómur verður kveðinn upp að nýju í máli Amöndu Knox 30. janúar, samkvæmt yfirlýsingu fá ítalska dómstólnum þar sem málið er höfðað. Knox er sökuð um að hafa myrt bresku stúlkuna Meredith Kercher árið 2007. Meira »