Árás á dyraverði við Shooters

Segir Artur hafa hrint sér

11.1. Dyravörðurinn, sem er lamaður fyrir neðan háls eftir árás á skemmtistaðnum Shooters 26. ágúst, segir að Artur Pawel Wisocki hafi kýlt eða sparkað í sig með þeim afleiðingum að hann féll niður tröppurnar á staðnum. Artur heldur því fram að dyravörðurinn hafi dottið. Meira »

„Hann þarf aðstoð við nánast allt“

11.1. Sérfræðingur í taugalækningum sem starfar á Grensásdeild segir að dyravörðurinn sem hlaut mænuskaða eftir árás á skemmtistaðnum Shooters 26. ágúst í fyrra hafi verið mjög verkjaður og algjörlega ósjálfbjarga þegar hann kom á endurhæfingardeildina mánuði eftir atvikið. Meira »

Vissi ekki hvort vinur hans væri á lífi

11.1. Dyravörður sem varð fyrir árás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters 26. ágúst segist hafa fengið „mikið sjokk“ þegar hann sá félaga sinn liggja hreyfingarlausan eftir slagsmál við hóp manna. Meira »

„Ég sá ekki hver var að lemja hvern“

11.1. Dawid Kornacki, sem ákærður er fyrir sérstaklega hættulega árás ásamt þremur öðrum gegn dyraverði fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í lok ágúst, segir að mennirnir hafi ekki komið aftur á Shooters í þeim tilgangi að útkljá mál sín við dyraverðina. Meira »

„Mér hefur aldrei liðið svona illa“

11.1. Artur Pawel Wisocki, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás og að hafa hrint dyraverði á skemmtistaðnum Shooters 26. ágúst, neitar því að hafa hrint fórnarlambinu með þeim afleiðingum að það lamaðist. Hann játar annan hlut ákærunnar; sérlega hættulega líkamsárás gegn öðrum dyraverði. Meira »

Aðalmeðferð í Shooters-máli í dag

11.1. Aðalmeðferð í máli tveggja manna sem ákærðir eru fyrir al­var­lega lík­ams­árás gegn dyraverði á skemmti­staðnum Shooters 26. ág­úst hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

Játa að hafa ráðist á dyraverði

11.12. Tveir karlmenn sem ákærðir eru fyrir líkamsárás á dyraverði við skemmtistaðinn Shooters aðfaranótt sunnudags 26. ágúst í ár játa sök í öðrum tveggja ákæruliða. Seinni liðnum var hafnað að mestu. Meira »

Almannahagsmunir að hann gangi ekki laus

22.11. Héraðssakóknari hefur ákært mann fyrir tvær stórfelldar líkamsárásir á dyraverði á skemmtistaðnum Shooters í sumar. Annar dyravörðurinn er lamaður fyrir neðan háls eftir hrottalegt ofbeldi af hálfu árásarmannsins sem sætir gæsluvarðhaldi til 14. desember á grundvelli almannahagsmuna. Meira »

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna dyravarðarárásar

8.11. Landsréttur hefur staðfest framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters 26. ágúst sl. Dyravörðurinn er lamaður fyrir neðan höku eftir árásina. Meira »

Einn enn í haldi vegna árásar á dyraverði

15.10. Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um grófa líkamsárás á dyraverði fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 26. ágúst hefur verið framlengt til 2. nóvember. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhaldsins á grundvelli almannahagsmuna. Meira »

Eltur af manni í Armani-bol

20.9. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manni sem grunaður er um að hafa verið einn þeirra sem stórslösuðu dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti í lok ágúst er atburðarásinni þetta kvöld lýst frá sjónarhorni vitna. Einn situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Meira »

Einn enn í haldi vegna líkamsárásar

12.9. Einn sætir enn gæsluvarðhaldi vegna grófrar líkamsárásar á dyravörð fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 26. ágúst. Öðrum hefur verið sleppt úr haldi. Meira »

Forsetinn bræddi hjarta dyravarðar

2.9. „Við höfum fengið rosalega góð og jákvæð viðbrögð,“ segir Trausti Már Fal­kv­ard Trausta­son. Hann, Davíð Blessing og Jón Pétur Vágseið standa fyrir styrktartónleikum í kvöld fyrir dyravörðinn sem hlaut mænuskaða þegar ráðist var á hann fyrir utan skemmtistaðinn Shooters um síðustu helgi. Meira »

Leita tveggja manna vegna árásar

31.8. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja manna í tengslum við alvarlega líkamsárás sem dyravörður á skemmtistaðnum Shooters varð fyrir aðfaranótt sunnudags. Meira »

Funduðu með forseta vegna árásar

31.8. Ógn og öryggi í næturlífi Reykjavíkur var meðal þess sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi við þrjá dyraverði, Trausta Má Falkward, Jón Pétur Vágseið og Davið Blessing, á fundi á Bessastöðum í gær. Meira »

Hefur aldrei vitað annað eins

28.8. Þrír dyraverðir standa fyrir styrktartónleikum fyrir dyravörðinn sem hlaut mænuskaða þegar ráðist var á hann fyrir utan skemmtistaðinn Shooters aðfaranótt sunnudags. Einn þeirra segir hörkuna að aukast í miðbæ Reykjavíkur. Meira »

Miklar afleiðingar fyrir hinn særða

28.8. Rannsókn máls þar sem ráðist var á tvo dyraverði fyrir utan skemmtistaðinn Shooters aðfaranótt sunnudags miðar vel. Aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir að annar mannanna hafi orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Meira »

Óttast að dyravörður sé mænuskaddaður

27.8. Óttast er að dyravörðurinn sem varð fyrir grófri líkamsárás fjögurra manna fyrir utan skemmtistaðinn Shooters um helgina hafi orðið fyrir mænuskaða. Meira »

Grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð

27.8. Fjórir menn eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Samkvæmt heimildum mbl.is er dyravörðurinn alvarlega slasaður eftir árásina. Meira »