Árás í Stokkhólmi

Hlaut lífstíðardóm fyrir hryðjuverk

7.6. Rak­hamat Aki­lov, sem myrti fimm manns í Stokkhólmi í apríl á síðasta ári með því að aka flutn­inga­bíl niður fjöl­farna göngu­götu, var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðin. Meira »

Kveða upp dóm vegna hryðjuverkaárásar

7.6. Í Stokkhólmi í dag verður kveðinn upp dómur yfir Rakhamat Akilov, hælisleitanda frá Úsbekistan, sem myrti fimm manns í borginni á síðasta ári með því að aka flutningabíl niður fjölfarna göngugötu. Sveigði Akilov bílnum til og frá til að aka niður sem flesta. Meira »

Biður um að vera ekki framseldur

3.5. „Hvenær ætla að þeir að byrja að berja mig,“ voru fyrstu orðin sem Rakhmat Kilov, sem varð fimm að bana í árás í miðborg Stokkhólms í apríl í fyrra, sagði við lögmann sinn. Meira »

„Gerði þetta því mig verkjar í hjartað“

20.2. Rakhmat Akilov, hælisleitandinn frá Úsbekistan sem myrti fimm manns í Stokkhólmi á síðasta ári, segist hafa viljað hefna fyrir þátttöku Svía í baráttunni gegn Ríki íslams. „Ég gerði þetta því mig verkjar í hjartað og sálina vegna þeirra sem hafa þjáðst vegna sprenginga NATO,“ sagði Akilov. Meira »

Lýsir sig sekan af árásinni í Stokkhólmi

13.2. Rakhmat Akilov, hælisleitandi frá Úsbekistan sem myrti fimm manns er hann ók niður gangandi vegfarendur í Stokkhólmi í apríl í fyrra, játaði fyrir rétti í dag að hafa viljað aka niður „trúleysingja“. Meira »

„Nú er tímabært að deyja“

30.1. Úsbekinn Rakhmat Akilov var formlega ákærður í dag fyrir hryðjuverk í miðborg Stokkhólms í apríl í fyrra. Hann hafði undirbúið árásina mánuðum saman og daginn sem hann keyrði vörubíl inn í mannþröng þá hafði hann hlaðið niður áróðursmynd á símann sinn og sagði „nú er tímabært að deyja“. Meira »

Akilov formlega ákærður á morgun

29.1. Rakhmat Akilov sem játaði að hafa framið hryðjuverk í Stokkhólmi í apríl í fyrra verður væntanlega ákærður á morgun. Akilov játaði að hafa ekið vörubíl inn í mannþröng á Drottningargötu með þeim afleiðingum að fimm létust og fjölmargir særðust. Meira »

Þrjú þúsund öfgafullir ofbeldismenn í Svíþjóð

3.7. Um tvö þúsund öfgafullir íslamistar eru búsettir í Svíþjóð að sögn yfirmanns sænsku öryggislögreglunnar (Säpo), Anders Thornberg. Þetta er tíföldun á innan við áratug. Meira »

Tala látinna komin í fimm

28.4.2017 Tala látinna eftir árásina í Stokkhólmi 7. apríl hækkaði í fimm í morgun er Marie Kinde, 66 ára kennari og bæjarfulltrúi Græningja í Trollhättan, lést af völdum áverka sem hún hlaut í árásinni í miðborg Stokkhólms. Meira »

Ekki grunaður um aðild að árás

26.4.2017 Sænska lögreglan hefur látið ungan mann lausan sem var handtekinn á sunnudag grunaður um að tengjast árásinni í Stokkhólmi fyrr í mánuðinum. Að sögn lögreglu liggur hann ekki lengur undir grun. Meira »

Vildi berjast með Ríki íslams

12.4.2017 Karlmaður sem framdi hryðjuverk í miðborg Stokkhólms á föstudaginn sem kostaði fjóra lífið reyndi að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Sýrlandi. Maðurinn, Rakhmat Akilov, var hins vegar tekinn höndum þegar hann reyndi að fara yfir landamæri Tyrklands og Sýrlands og í kjölfarið sendur aftur til Svíþjóðar vegna stöðu hans þar sem flóttamanns. Meira »

11 ára Ebba var fjórða fórnarlamb Akilovs

12.4.2017 Hin 11 ára gamla Ebba Åkerlund var eitt fórn­ar­lamb hryðju­verka­árás­ar­inn­ar í miðborg Stokkhólms á föstu­dag. Er hún sú síðasta þeirra sem er nafngreind, en áður var búið að greina frá því að hin sænska Lena Wahlberg, Bretinn Chris Bevingt­on og Belginn Maïlys Dereym­a­eker, hefðu farist. Meira »

Þurfum að vera við öllu búin

11.4.2017 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að við þurfum að vera undirbúin vegna mögulegrar hryðjuverkaógnar í kjölfar hryðjuverkanna sem framin voru í Stokkhólmi á föstudag. Hún bendir á að auknu fé hafi verið varið til löggæslu í fyrra og ár. Meira »

Óábyrgt að auka ekki viðbúnað

11.4.2017 Það væri óábyrgt að auka ekki þjálfun og viðbúnaðargetu íslenskra lögreglumanna vegna hugsanlegra hryðjuverka hér á landi. Þetta segir Gylfi Hammer Gylfason, settur aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra. „Þetta er alltaf að færast nær okkur.“ Meira »

Lena var eitt fórnarlamb Akilovs

11.4.2017 Lena Wahlberg, 69 ára kona frá Ljungskile í Svíþjóð er þriðja fórnarlamb hryðjuverkaárásarinnar á föstudag sem búið er að nafngreina. Fjórir létust þegar Úsbekinn Rakhmat Akilov ók inni mannþröng í miðborg Stokkhólms. Hann var færður fyrir dómara í morgun og játaði ábyrgð á árásinni. Meira »

Sótti um landvist undir öðru nafni

10.4.2017 Þegar Rakhmat Akilov sótti um leyfi til landvistar í Svíþjóð árið 2014, gerði hann það undir allt öðru nafni: Rahmatjon Kurbonov. Þetta kemur fram í frétt Aftonbladet. Nú, þremur árum síðar, er hann grunaður um að hafa ekið vörubíl yfir gangandi vegfarendur í Stokkhólmi og þannig orðið að minnsta kosti fjórum að bana. Meira »

Vill herða hryðjuverkalöggjöfina

10.4.2017 Dómsmálaráðherra Svíþjóðar, Morgan Johansson, segist munu leitast við að herða löggjöf landsins gagnvart hryðjuverkum. Þetta kemur fram í samtali hans við fréttastofu AFP. Meira »

Samstaðan hefur aukist í Stokkhólmi

10.4.2017 Erling Ormar Vignisson, sem er búsettur í Stokkhólmi, segir að samstaðan á meðal almennings hafi aukist eftir hryðjuverkaárásina sem var framin í borginni fyrir helgi. „Fólk lítur meira í kringum sig og brosir til náungans. Það kemur upp þessi þörf fyrir samstöðu,“ segir hann. Meira »

„Menn eru að jafna sig á þessu“

10.4.2017 „Menn eru að jafna sig á þessu og lífið er að færast í eðlilegt horf,“ segir Bryndís Kjartansdóttir, staðgengill sendiherra Íslands í Svíþjóð, spurð út í andrúmsloftið eftir hryðjuverkaárásina í Stokkhólmi á föstudag. Meira »

„Þið eruð ekki ein, við hugsum til ykkar“

10.4.2017 Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfen, ávarpaði mannfjölda fyrir utan ráðhúsið í Stokkhólmi þar sem þeirra var minnst sem létust í hryðjuverkaárásinni í borginni á föstudaginn þar sem fjórir létu lífið og 15 særðust þegar vörubifreið var ekið á gangandi vegfarendur. Meira »

Var í helgarferð að hitta vini

10.4.2017 Hin belgíska Maïlys Dereymaeker var í helgarheimsókn í Stokkhólmi til að hitta góða vini. Hún náði aldrei að hitta þá því hún var fyrsta fórnarlamb Rak­hmat Aki­lov er hann ók inn í mannfjölda í miðborg Stokkhólms á föstudag. Bretinn Chris Bevington, sem einnig lést í árásinni, starfaði hjá Spotify. Meira »

„Ég keyrði á trúleysingja“

10.4.2017 „Ég keyrði á trúleysingja,“ sagði Rakhmat Akilov, sem stóð að árásinni í miðborg Stokkhólms, að því er Aftonbladet hefur eftir heimildarmanni. Gaskútar, naglar og kemísk efni fundust í bílnum eftir árásina og Akilov segir skipunina hafa komið beint frá Sýrlandi. Meira »

Játar og er ánægður með verkið

9.4.2017 Sá sem grunaður er um að hafa verið undir stýri vöru­flutn­inga­bílsins sem var ekið inn í mann­fjölda í Stokk­hólmi á föstudag er sagður hafa játað glæpinn. Þessu er greint frá í sænska fjölmiðlinum Expressen. Meira »

Svíar syrgja og svara með ást

9.4.2017 Allt að 50.000 manns söfnuðust saman í Stokkhólmi í dag undir borða „ástarhátíðar“ gegn hryðjuverkum, tveimur dögum eftir að maður varð fjórum að bana þegar hann ók flutningabifreið inn í mannfjölda í miðborginni. Sænskir miðlar segja grunaða Rakhmat Akilov, byggingaverkamann og fjögurra barna föður. Meira »

2 handteknir og 5 í yfirheyrslum

9.4.2017 Búið er að nafngreina Bretann sem lést í árásinni í miðbæ Stokkhólms á föstudag. Hann hét Chris Bevington og var 39 ára. Belgísk kona lést einnig í árásinni og tveir Svíar og var annar þeirra 11 ára gömul stúlka. Þá hefur einn til viðbótar verið handtekinn grunaður um að eiga þátt í árásinni. Meira »

Búið að vísa árásarmanninum úr landi

9.4.2017 Búið var að vísa manninum, sem grunaður er um að hafa orðið fjórum að bana er hann ók flutningabíl inn í mannfjölda í miðborg Stokkhólms á föstudag, úr landi. Þetta staðfesti sænska lögreglan á blaðamannafundi í dag. Maðurinn er 39 ára Úsbeki og var hann handtekinn í einu úthverfa Stokkhólms. Meira »

Búið að bera kennsl á lík þriggja

9.4.2017 Búið er að bera kennsl á lík þriggja af þeim fjórum sem fórust er flutningabíl var ekið inn í mannfjölda við Åhléns City-versl­un­ar­miðstöðina í miðborg Stokkhólms á föstudag. 11 ára stúlka og belgísk kona eru í meðal hinna látnu. Þá hafa sjö manns verið teknir til yfirheyrslu í tengslum við málið. Meira »

11 ára stúlka meðal fórnarlambanna

8.4.2017 Ellefu ára stúlka er sögð vera í hópi þeirra fjögurra sem fórust í hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi í gær. Sænska dagblaðið Expressen hefur eftir ættingja stúlkunnar að hún hafi verið á leið heim úr skólanum þegar hún varð fyrir flutningabílnum sem árásarmaðurinn ók. Meira »

Drottningagatan opnuð á ný

8.4.2017 Búið er að opna Drottningagötuna í Stokkhólmi fyrir umferð á ný, en gatan hefur verið lokuð fyrir umferð frá árásinni í gær. Þá hefur verið boðað til sérstakrar kærleiksstundar á Sergels torgi á morgun. Meira »

3 teknir í bíl tengdum árásarmanninum

8.4.2017 Sænska lögreglan handtók nú síðdegis þrjá einstaklinga í í Kungsholmen í Stokkhólmi í tengslum við hryðjuverkaárásina í gær. Þá var einn til viðbótar handtekin í fjölmennri lögregluaðgerð í Vårberg. Meira »