Árásir í Garðabæ

Drengurinn undir sakhæfisaldri

30.8. Drengurinn, sem gaf sig fram við lögreglu og var tekinn í skýrslutöku í dag, er sá sem lýst var eftir í fjölmiðlum vegna rannsóknar lögreglu á árásum á stúlkur í Garðabæ. Hann er 14 ára gamall. Lögregla segir að rannsókn málsins miði vel. Meira »

Unglingur gaf sig fram vegna árása

30.8. Núna fyrir hádegi mun verða tekin skýrsla af unglingspilti vegna rannsóknar lögreglu á árásum á ungar stúlkur í Garðabæ á síðustu dögum en drengurinn kom til lögreglu ásamt foreldrum sínum og gaf sig fram. Meira »

Lýst eftir manni vegna árása

29.8. Lögreglan leitar mannsins á meðfylgjandi mynd í tengslum við rannsókn á málum sem snúa að árásum á börn í Garðabæ síðustu daga. Meira »

„Óboðlegt að börn séu ekki örugg“

29.8. „Garðbæingum er eðli málsins samkvæmt mjög brugðið. Það er náttúrulega algerlega óboðlegt að börn og ungmenni séu ekki örugg í bæjarfélaginu sínu,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar. Árásir á ungar stúlkur í bænum að undanförnu hafa vakið sterk viðbrögð. Meira »

Foreldrar geri viðeigandi ráðstafanir

29.8. Áhyggjur hafa vaknað varðandi öryggi skólabarna í Garðabæ á leið heim úr skóla eða í frístundastarf. Í skólum í nágrenni við vettvang árása undanfarið hefur foreldrum verið bent á að ræða við börn og gera viðeigandi ráðstafanir. Meira »

Alvarlegt mál sem er í forgangi

29.8. „Þetta mál er í forgangi,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. Lög­regl­unni bár­ust tvær til­kynn­ing­ar um að veist hefði verið að stúlk­um í Garðabæ milli klukk­an 16.00 og 18.00 í gær. Meira »

Flygildi kannaði vettvang

29.8. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um að veist hefði verið að stúlkum í Garðabæ milli klukkan 16.00 og 18.00 í gær. Lögregla kannaði vettvang með hjálp flygildis í gær. Meira »

Aukið eftirlit vegna árása

28.8. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar tvö tilvik þar sem tilkynnt var að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag. Lögregla útilokar ekki að um sé að ræða tengsl á milli atvikanna og þeirra sem áður hafa verið tilkynnt í bænum. Meira »

Lögregla vill ræða við tvo vegna árásar

28.8. Lögreglan vill ná tali af manni sem var á gangi með ljósan hund og konu sem var að skokka í bleikri peysu, á göngustígnum neðan við og meðfram Gullakri og Góðakri í Garðabæ á milli klukkan 14:10 og 14:30 síðastliðinn fimmtudag, vegna árásar á stúlku. Meira »

Ráðist á stúlku í Garðabæ

24.8. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku, sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14:15.   Meira »

Málinu áfram haldið opnu

19.12.2017 Farið hefur verið yfir það hvaða leið tíu ára gömul stúlka og tvær vinkonur hennar fóru áður en ráðist var á stúlkuna í Garðabæ á síðdegis mánudaginn fyrir viku að sögn Helga Gunnarssonar lögreglufulltrúa og kannað með eftirlitsmyndavélar en ekkert komið út úr því. Meira »

Engar vísbendingar komið fram

15.12.2017 Lögregla er engu nær í að upplýsa árás þegar ráðist var á 10 ára stúlku í Garðabæ síðdegis á mánudag. Stúlk­an náði að sleppa en talið er að ger­and­inn sé pilt­ur á aldr­in­um 17-19 ára. Meira »

Óhugnanleg árás í Garðabæ óupplýst

13.12.2017 Ráðist var að 10 ára stúlku sem var á gangi í Garðabæ síðdegis á mánudag. Stúlkan náði að sleppa en talið er að gerandinn sé piltur á aldrinum 17-19 ára. Lögregla rannsakar málið. Meira »