Aurum Holding-málið

Í málinu eru ákærðir þeir Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson, einn aðaleigandi bankans, Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri Glitnis banka. Þeim er gefið að sök umboðssvik eða hlutdeilt í umboðssvikum vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis banka til félagsins FS38 í júlí 2008. Lánið var veitt til að fjármagna að fullu kaup FS38 ehf. á 25,7% hlut Fons hf. í Aurum Holdings Limited.

Aurum Holding ekki fyrir Hæstarétt

14.12. Hæstiréttur hafnaði í gær beiðni ríkissaksóknara um að dómstóllinn taki Aurum Holding-málið svo nefnda fyrir. Málið hefur í fjórgang verið tekið fyrir af dómstólum frá því það hófst fyrst fyrir sex árum síðan. Meira »

Feginn að komið sé að endimörkum

24.10. „Þetta er í þriðja skipti sem fjölskipaður dómur hefur sýknað Jón í þessu máli. Ég vona að það sé nú endir þessa alls,“ segir Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, um sýknudóminn í Aurum Holding-málinu fyrr í dag. Meira »

59 milljónir falla á ríkissjóð

24.10. Allur málskostnaður vegna Aurum Holding-málsins verður greiddur af íslenska ríkinu, en alls eru það tæpar 59 milljónir króna. Þrír sakborningar voru sýknaðir í dag, er Landsréttur kvað upp dóm sinn. Meira »

Allir sýknaðir í Aurum-málinu

24.10. Landsréttur sýknaði í dag alla þrjá sakborningana í Aurum-málinu svokölluðu, þá Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, og Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var aðaleigandi bankans í gegnum eignarhaldsfélagið FL Group. Meira »

„Ég er bara lítill fjárfestir“

10.10. Meðal tölvupósta sem Morgunblaðið hefur undir höndum í tengslum við Aurum Holding- og Stím-málin eru samskipti Guðnýjar Sigurðardóttur, fyrrverandi lánastjóra Glitnis, og Pálma Haraldssonar, kenndan við Fons hf., frá 15. nóvember 2007. Póstarnir þeirra á milli bera titilinn „Project Stím“ en þar sendir Guðný samantekt yfir Project Stím og „heildarstrúktúr vegna kaupa á 4,3% láns í GLB [Glitni] og 4,1% láns í FL.“ Meira »

Hinn góði eigandi Glitnis

10.10. Hinn 22. maí 2008 sendir Jón Ásgeir póst á Lárus Welding og Bjarna með verkefnalista um þau mál sem hann vill að verði kláruð. Efst á þeim lista er „Goldsmith v Fons“ sem Glitnir þarf að klára í vikunni samkvæmt póstinum. Meira »

Hærri upphæð en flestir eignast

10.10. Af tölvupóstssamskiptum milli starfsmanna í lánanefnd Glitnis, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, er ljóst að Glitnir banki er fullmeðvitaður um að milljarðurinn sem Jón Ásgeir fengi úr Aurum-málinu myndi fara í að borga yfirdrátt hans. Jón Ásgeir fékk á árinu 2008 sífellt að hækka yfirdrátt sinn. Meira »

Kemur upp úr skúffu saksóknara

10.10. Augljóst er að uppruni gagna í umfjöllun um Aurum-málið, sem birt er í Morgunblaðinu í dag, er beint úr skúffu saksóknara. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jón Ásgeir Jóhannesson sendi frá sér í morgun, en þar kveður hann reynt með skrifunum að hafa áhrif á dómsniðurstöðu sem væntanleg er í Aurum-málinu. Meira »

Greiddi yfirdrátt Jóns Ásgeirs

10.10. Pálmi Haraldsson, kenndur við Fons hf., segist ekki hafa vitað af því fyrr en einu til einu og hálfu ári seinna að einn milljarður króna, sem Jón Ásgeir fékk í tengslum við Aurum Holding-málið svokallaða, hafi farið í að greiða yfirdrátt hins síðarnefnda hjá Glitni. Meira »

Aurum fer fram fyrir Stím í röðinni

27.9. Málflutningur í Aurum-holding málinu kláraðist fyrir Landsrétti í gær eftir tveggja daga þinghald. Verjendur hinna ákærðu kröfðust sýknu eða frávísunar, en ákæruvaldið fór fram á fangelsi yfir þeim þremur sem ákærðir eru, frá tveimur árum upp í fimm ár. Meira »

Tíu úrskurðir og dómar í sama málinu

25.9. Aurum-málið hefur nú verið í samtals sex ár fyrir dómstólum hér á landi og gæti tekið lengri tíma fari það á ný fyrir Hæstarétt. Úrskurðir og dómar í tengslum við rekstur málsins eru samtals orðnir tíu og hafa þar af níu þeirra fengið úrlausn Hæstaréttar. Meira »

Deilt um afskipti Jóns af Glitni

25.9. Allir ákærðu mættu í dómsal í Landsrétti í Aurum-holding málinu sem hófst í morgun. Fyrsti klukkutíminn fór í skýrslutöku saksóknara yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, en ljóst var strax frá upphafi að grunnt var á því góða milli þeirra, enda hefur nú verið tekist á fjórum sinnum í dómsal í málinu. Meira »

Fjórða atrenna í Aurum-málinu í dag

25.9. Aðalmeðferð í Aurum-holding-málinu svokallað hefst nú í dag fyrir Landsrétti og mun þinghald standa í tvo daga. Málið hefur verið tekið fyrir á öllum dómstigum og er þetta í fjórða skiptið sem málið kemur til úrlausnar dómstóla. Meira »

Nýr kafli í Aurum Holding-málinu

8.5. Undirbúningsþinghald fór fram í Landsrétti í Aurum Holding-málinu svokallaða í gær. Stefnt er á að aðalmeðferð í málinu fari fram í september, en áður en það gerist þarf Landsréttur að taka ákvörðun um þau atriði sem tekist var á um í gær. Ákærðir í málinu eru Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding og Magnús Arnar Arngrímsson. Meira »

Jón Ásgeir svarar Grími Grímssyni

30.5.2017 Jón Ásgeir Jóhannesson segir gögn sem hann leggur fram á heimasíðu sinni sýna fram á óheiðarleika Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Svarar hann þar með orðum Gríms í viðtali á Rás 2 um helgina þar sem Grímur sagðist ósáttur með að vera sagður óheiðarlegur. Meira »

Áfrýjuðu ekki hluta Bjarna

3.1.2017 Ríkissaksóknari hefur áfrýjað Aurum-málinu svokallaða til Hæstaréttar, en dæmt var í málinu í lok nóvember á síðasta ári. Þetta á við um hluta Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Lárusar Welding og Magnúsar Arnar Arngrímssonar, en hlut Bjarna Jóhannessonar var ekki áfrýjað. Meira »

Segir héraðsdóm hafa lesið í fordæmi

24.11.2016 Ólafur Hauksson héraðssaksóknari segir að með sakfellingarhluta í dómi sínum í Aurum-málinu í dag hafi héraðsdómur lesið í fyrri fordæmi Hæstaréttar varðandi umboðssvik. Nú þurfi að fara yfir málið og skoða hvort sýknan yfir hlutdeildarmönnum passi við fordæmi Hæstaréttar. Meira »

Lánið veitt án fullnægjandi trygginga

24.11.2016 Sex milljarða lán Glitnis til einkahlutafélagsins FS38, sem var eignalaust félag með takmarkaða ábyrgð, til kaupa á bréfum í skartgripafélaginu Aurum Holding var án fullnægjandi trygginga og ekkert hald er í þeirri vörn að bankinn hafi verið betur staddur eftir lánveitinguna. Meira »

Lárus sakfelldur en Jón Ásgeir sýknaður

24.11.2016 Lárus Welding, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is var dæmdur í eins árs fangelsi fyrir þátt sinn í Aurum-málinu svokallaða. Jón Ásgeir Jóhannesson var aftur á móti sýknaður í málinu. Magnús Arn­ar Arngrímsson, fyrrverandi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, var dæmdur í 2 ára fangelsi. Meira »

„Óheiðarlegur og þú ert valdníðingur“

29.10.2016 Í fjölmörgum hrunmálum sem farið hafa fyrir dómstóla má skynja mikla reiði og gremju ákærðu gagnvart ákæruvaldinu, enda hafa allir lýst sig saklausa af ákærum sem embætti héraðssaksóknara hefur sett fram. Í Aurum-málinu mátti skynja talsverða gremju sem kristallaðist vel í ásökunum gegn saksóknara. Meira »

„Allt í einu orðinn að aðalmanni“

29.10.2016 Magnús Arnar Arngrímsson, einn hinna ákærðu í Aurum-málinu, var „allt í einu orðinn að aðalmanni þrátt fyrir takmarkaða aðkomu að málinu sem lánanefndarmaður“. Þetta sagði verjandi hans í málsvarnarræðu sinni við lok aðalmeðferðar á fimmtudaginn. Meira »

Bættu í raun tryggingastöðu bankans

27.10.2016 Ráðstöfun Glitnis á 6 milljörðum vegna viðskipta með Aurum bætti tryggingarstöðu bankans með því að fá betri veð fyrir ótryggðum útlánum sem tengdust félaginu Fons. Ekki er rétt hjá ákæruvaldinu að lánveitingin hafi aukið fjártjónshættu bankans. Þetta kom fram í málflutningi verjanda Lárusar Welding Meira »

Tvisvar átti að selja Aurum til Gnúps

27.10.2016 Á því tímabili þegar viðræður áttu sér stað um að selja hlut Fons í skartgripakeðjunni Aurum árið 2008 kom tvisvar upp sú hugmynd að selja hlutinn inn í félagið Gnúp eða dótturfélag þess. Meira »

„Einfaldlega glórulaus lánveiting“

27.10.2016 Tölvupóstsamskipti Jóns Ásgeirs Jóhannessonar við fyrrverandi bankastjóra Glitnis sýna að hann knúði áfram samþykki fyrir lánamálum innan bankans. „Hann hafði mikil, bein og óeðlileg afskipti af bankanum.“ Þetta kom fram í málflutningi saksóknara í Aurum-málinu sem fram fór í gær. Meira »

Vill þunga dóma í Aurum-máli

26.10.2016 Saksóknari í Aurum-málinu fór fram á Jón Ásgeir Jóhannesson verði dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir þátt sinn í málinu, en hann var ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum við 6 milljarða lánveitingu í tengslum við kaup á hlut í skartgripafyrirtækinu Aurum. Sagði hann Jón Ásgeir hafa brotið skilorð. Meira »

Átta voru með stöðu sakbornings

26.10.2016 Í heild voru átta manns með stöðu sakbornings meðan rannsókn Aurum Holding málsins stóð yfir. Í lokin voru fjórir ákærðir í málinu, eða helmingur sakborninga. Þá voru 27 vitni í málinu. Þetta kom fram í inngangi Ólafs Haukssonar, saksóknara í málinu, við málflutning hans í héraðsdómi í dag. Meira »

Gögnin sem ekki fóru í málið

26.10.2016 Nokkuð var um að gögn sem ákærðu og verjendur þeirra telja grundvallargögn í Aurum-málinu hafi ekki skilað sér í gögn málsins. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir yfirlögregluþjóninum Grími Grímssyni, sem stýrði rannsókn sérstaks saksóknara í málinu. Meira »

„Ertu ekki bara að segja ósatt?“

25.10.2016 Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis og annar þeirra sem sömdu um friðhelgi í hrunmálunum, bar í dag vitni í Aurum-málinu svokallaða. Verjandi í málinu gekk nokkuð hart fram gegn honum og spurði hann miðað við málsatvik, friðhelgi og önnur gögn hvort hann væri að segja ósatt. Meira »

Segir Damas hafa samþykkt kaupverðið

24.10.2016 Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, bar í dag vitni í Aurum-málinu sem flutt er í annað skiptið fyrir héraðsdómi. Sagði hann að miðað við samningaviðræður á sínum tíma hefði hann talið að fyrirtækið Damas frá Dubai hefði verið búið að samþykkja verðmat á Aurum upp á um 100 milljón pund. Meira »

Bar ekki saman um veigamikil atriði

21.10.2016 Vitnisburður forsvarsmanna Aurum skartgripakeðjunnar árið 2008 og forsvarsmanna fjárfestingafélags frá Dubai sem ætlaði að kaupa hlut Fons í keðjunni bar ekki saman um veigamikil atriði þegar vitnaleiðslur héldu áfram í Aurum-málinu fyrir héraðsdómi í dag. Meira »