Banaslys á Árskógssandi

Orsakir slyssins enn óljósar

23.2. Rannsókn lögreglunnar á banaslysinu við höfnina á Árskógssandi í fyrra er á lokastigi. Rannsóknin hefur ekki leitt í ljós afgerandi niðurstöðu um orsakir slyssins. Svo virðist sem bifreiðinni hafi ekki verið hemlað áður en hún lenti út af bryggjunni og í sjóinn. Ekkert bendir til bilunar í bifreiðinni. Meira »

Kantbiti bryggjunnar of stuttur

6.12. Fjórum umferðarstöplum hefur verið komið fyrir við enda ferjubryggjunnar á Árskógssandi vegna banaslyssins sem varð þar í síðasta mánuði. Meira »

Fjölskyldan sem lést var pólsk

6.11. Fólkið sem lést er bifreið þess lenti í sjónum við höfnina á Árskógssandi sl. föstudag var fjölskylda frá Póllandi, búsett í Hrísey til nokkurra ára. Um var að ræða sambýlisfólk, 36 og 32 ára, og fimm ára dóttur þeirra. Meira »

Leiðindaveður þegar bíllinn fór í sjóinn

6.11. Lögreglan á Norðurlandi rannsakar enn tildrög banaslyssins á Árkógssandi en þrennt lést þegar bíll fór í sjóinn þar síðdegis á föstudag. Meira »

Minningarathöfn í Hrísey í kvöld

6.11. Minningarathöfn verður haldin klukkan 18.00 í Hríseyjarkirkju í kvöld þar sem fjölskyldunnar sem fórst á Árskógs­sandi á föstudagskvöld verður minnst. Meira »

Rannsaka aðdraganda slyssins

6.11. Talið er að fólkið sem lést þegar bifreið þess hafnaði úti í sjó við höfnina á Árskógssandi síðdegis á föstudaginn hafi verið á leiðinni til Hríseyjar með Hríseyjarferjunni Sævari. Meira »

Rætt við nokkur vitni vegna banaslyss

5.11. Þegar hefur verið rætt við nokkra sem urðu vitni að banaslysinu á Árskógssandi í fyrrakvöld og enn á eftir að ræða við fleiri vitni. Nánari upplýsinga er ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Meira »

Voru á leiðinni í Hríseyjarferjuna

4.11. Talið að foreldrar með ungt barn hafi verið á leiðinni í Hríseyjarferjuna Sævar þegar bíll þeirra fór í sjóinn við ferjubryggjuna í gær með þeim afleiðingum að þau létust. Einhver hálka var á svæðinu þar sem slysið varð en rannsókn stendur yfir á slysstaðnum. Nokkur vitni voru að slysinu. Meira »

Þrjú létust eftir að bíll fór í sjóinn

3.11. Maður, kona og barn, sem voru flutt á Sjúkrahús Akureyrar fyrr í kvöld eftir að bifreið þeirra fór í sjóinn við höfnina á Árskógssandi, hafa verið úrskurðuð látin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Ekki er hægt að greina frá nöfnum hinna látnu að svo stöddu. Meira »

Bíll í sjóinn á Árskógssandi

3.11. Bíll fór fram af bryggjunni á Árskógssandi um klukkan hálfsex síðdegis í dag. Þrír voru í bílnum og er verið að flytja þá á sjúkrahúsið á Akureyri. Frá þessu er greint á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Meira »