Banaslys við Jökulsárlón

Dómur vegna banaslyss staðfestur

5.4. Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Austurlands í máli karlmanns sem ákærður var fyrir manndráp af gáleysi vegna banaslyss sem varð við Jökulsárlón í ágúst 2015. Maður­inn neitaði sök fyr­ir héraðsdómi, sem dæmdi hann í tveggja mánaða skil­orðsbundið fang­elsi. Meira »

Krefst þyngri dóms í Jökulsárlónsmáli

6.3. Saksóknari fer fram á þyngri dóm í máli karlmanns sem dæmdur var sekur fyrir manndráp af gáleysi vegna banaslyss sem varð við Jökulsárlón í ágúst 2015. Aðalmeðferð í málinu hófst í Landsrétti í morgun. Meira »

Fyrirtækið ekki þurft að bera ábyrgð

19.1.2018 Jökulsárlónsmálið er komið á enda í réttarkerfinu eftir tæplega tveggja og hálfs árs málsmeðferð en ábyrgð fyrirtækisins, sem á og rekur bátinn, virðist lítil sem engin. Þetta segir Michael Boyd sem missti eiginkonu sína í slysinu. Hann hefur enga afsökunarbeiðni fengið vegna slyssins. Meira »

Segir dóminn of vægan

11.1.2018 Kanadamaðurinn Michael Boyd, sem missti eiginkonu sína í slysi við Jökulsárlón í ágúst 2015, telur dóminn sem karlmaður á þrítugsaldri fékk vegna slyssins of vægan. Einnig gagnrýnir hann seinagang íslenskra yfirvalda í málinu. Meira »

Dæmdur sekur fyrir manndráp af gáleysi

10.1.2018 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur sekur fyrir manndráp af gáleysi og dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna banaslyss sem varð við Jökulsárlón í ágúst 2015. Meira »

Aðalmeðferð í Jökulsárslónsmáli

15.11.2017 Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði yfir kanadíska konu við Jökulsárlón í ágúst 2015 segist saklaus af manndrápi af gáleysi sem hann er sakaður um. Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins sem nú fer fram í Héraðsdómi Austurlands. Meira »

Fá undanþágu til að stýra farþegaskipum

30.6.2017 Almennt er óheimilt að veita undanþágu til að gegna stöðu skipstjóra á farþega- og flutningaskipum, nema í neyðartilvikum, og má undanþáguna aðeins veita í eins skamman tíma og nauðsynlegt er. Meira »

Sagt að réttindin væru fullnægjandi

26.6.2017 „Ákærði telur að orsök slyssins verði ekki rakin til einhvers sem hann bar ábyrgð á. Hann er launþegi hjá fyrirtækinu og hver er ábyrgð þess að ráða fólk til starfa með tilskilin réttindi? Um er að ræða óhappatilvik og þá spyr maður um ábyrgð útgerðarinnar.“ Meira »

Skipstjórinn neitar sök

26.6.2017 Fjölskylda hinnar kanadísku Shelagh Donovan, sem lést þegar hún varð fyrir hjólabát við Jökulsárlón árið 2015, hefur fallið frá einkaréttarkröfu í máli gegn skipstjóranum sem stýrði bátnum. Í ákæru kom fram að fjölskyldan krefðist þess að maðurinn greiddi samtals um 44 milljónir króna í skaðabætur. Meira »

Krefjast 44 milljóna í skaðabætur

26.6.2017 Fjölskylda Shelagh D. Donovan, sem lést er hún varð fyrir hjólabát við Jökulsárlón árið 2015, krefur skipstjórann stýrði bátnum samtals um 44 milljónir króna í skaðabætur vegna slyssins. Þetta kemur fram í ákæru á hendur manninum sem mbl.is hefur undir höndum. Meira »

Réttindalaus með bilaða bakkmyndavél

23.6.2017 Skipstjóri hjólabáts, sem bakkað var á kanadíska fjölskyldu við Jökulsárlón í ágúst 2015 með þeim afleiðingum að kona lést, hafði ekki réttindi til stýra bátnum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag. Meira »

„Snýst um réttlæti fyrir konu mína“

15.4.2016 Michael Boyd missti eiginkonu sína í hörmulegu slysi við Jökulsárlón í ágúst þegar hjólabátur bakkaði á þau og táningsson á bílastæði við lónið. Eiginkonan, Shelagh, lést samstundis. Boyd segist ekkert hafa heyrt frá lögregluyfirvöldum né ferðaþjónustufyrirtækinu eftir slysið. Meira »

Nafn konunnar sem lést við Jökulsárlón

4.9.2015 Konan sem lést í slysi við Jökulsárlón 27. ágúst sl. hét Shelagh Denise Donovan, fædd 13. febrúar 1956.   Meira »

Nýjar merkingar eftir banaslysið

1.9.2015 Rekstraraðilar við Jökulsárlón hafa komið upp nýjum varúðarskiltum og girt af það svæði sem hjólabátum er jafnan ekið á milli þjónustumiðstöðvar og lónsins sjálfs. Meira »

Rannsaka aðstæður á vettvangi

28.8.2015 Vettvangsrannsókn lögreglu og Rannsóknarnefndar samgönguslysa er lokið við Jökulsárlón þar sem banaslys varð í gær. Ekki hafa fengist upplýsingar um tildrögin en á meðal þess sem er til rannsóknar er hvort aðstæður á vettvangi eru ófullnægjandi í ljósi þess mikla fjölda sem heimsækir lónið. Meira »

Sjónarvottar fengu áfallahjálp

28.8.2015 Rannsókn á banaslysi sem varð síðdegis í gær við Jökulsárlón stendur yfir, en fulltrúar frá lögreglunni á Suðurlandi og Rannsóknarnefnd samgönguslysa eru á vettvangi. Atburðarásin er óljós en unnið er að því að fá skýra mynd af tildrögum slyssins. Sjónarvottar hafa fengið áfallahjálp. Meira »

Lést við Jökulsárlón

27.8.2015 Erlend kona á sextugsaldri lést í slysi við Jökulsárlón í kvöld. Varð konan undir hjólabát á planinu við þjónustumiðstöð lónsins. Konan var við lónið með fjölskyldu sinni þegar slysið átti sér stað. Meira »

Alvarlegt slys við Jökulsárlón

27.8.2015 Síðdegis í dag varð alvarlegt slys við Jökulsárlón, að því er fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Tildrög slyssins eru óljós, en í fréttinni, sem var birt fyrir 45 mínútum, segir að viðbragðsaðliar séu enn við vinnu á vettvangi. Meira »