Banaslys við Núpsvötn

Brýrnar helsti veikleikinn

19.4. Brýrnar eru helsti veikleiki vegakerfisins á Suðurlandi, það blasir við. Þetta segir Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur. Ólafur mun sjá um úttekt á umferðaröryggi á Suðurlandi. Meira »

Bráðabirgðaniðurstöður liggja fyrir

7.1. Rannsókn á banaslysinu á brúnni Súlu yfir Núpsvötn þar sem tvær konur og eitt ungt barn létust stendur enn yfir. Bráðabirgðaniðurstöður réttarkrufninga liggja fyrir en rannsókn á bílnum stendur enn yfir. Meira »

Kann að hafa valdið slysinu

3.1. „Það að einhver hafi réttarstöðu grunaðs manns segir í rauninni ekkert annað en það að hann kunni að hafa með einhverjum hætti brotið gegn umferðarlögum þannig að hann hafi valdið mannsbana af gáleysi.“ Meira »

Ökumaðurinn man ekki málsatvik

3.1. Lögreglumenn ræddu í gær við ökumann jeppans sem fór í gegn­um vegrið á brúnni Súlu yfir Núpsvötn milli jóla og ný­árs með þeim af­leiðing­um að tvær kon­ur og eitt ungt barn lét­ust. Hann man ekki eftir atburðinum. Meira »

Búið að ræða við ökumanninn

2.1. Nú fyrir skemmstu var tekin skýrsla af ökumanni Toyota Land Cruiser-jeppans sem fór í gegnum vegrið á brúnni Súlu yfir Núpsvötn milli jóla og nýárs með þeim afleiðingum að tvær konur og eitt ungt barn létust. Áður hafði skýrsla verið tekin af farþeganum sem er jafnframt bróðir ökumannsins. Meira »

Ekki einkamál Vegagerðarinnar

2.1. Það hafði verið til skoðunar að lækka hámarkshraða á einbreiðu brúnni yfir Núpsvötn áður en banaslys varð á henni í síðustu viku. Þetta segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Meira »

Von á bráðabirgðaniðurstöðu krufninga

2.1. „Það er verið að vinna í einstökum þáttum,“ segir Odd­ur Árna­son, yf­ir­lög­regluþjónn lög­regl­unn­ar á Suður­landi, um rannsókn á tildrögum slyssins sem varð við Núpsvötn milli jóla og nýárs þegar jeppi fór í gegn­um vegrið á brú með þeim af­leiðing­um að þrír lét­ust og fjór­ir slösuðust. Meira »

Enn ekkert hægt að staðfesta

30.12. Rannsóknarnefnd samgönguslysa vinnur enn að gagnaöflun og rannsókn á mögulegum tildrögum slyssins sem varð við Núpsvötn fyrir helgi þegar Toyota Land-Cruiser jeppi fór í gegnum vegrið á brúnni Súlu með þeim afleiðingum að þrír létust og fjórir slösuðust. Meira »

Segir mikilvægast að vinna saman

29.12. „Við komu var nokkuð ljóst að um umfangsmikið slys væri að ræða. Maður var sleginn til að byrja með, en fljótur að fara af stað með þá vinnu sem þurfti að hefja,“ segir Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur. Meira »

Búið að tala við annan bróðurinn

29.12. Búið er að tala við annan bróðurinn sem var í Toyota Land Cruiser-jepp­an­um sem fór í gegn­um vegrið á brúnni Súlu yfir Núpsvötn í fyrradag. Ekki hefur verið hægt að tala við hinn bróðurinn enn. Meira »

„Hræðilegt áfall“

28.12. Fjölskylda svilkvennanna tveggja og barnsins sem létust í slysinu við Núpsvötn segir í yfirlýsingu sinni að um „hræðilegt áfall“ hafi verið að ræða. Fram kemur að þau séu „afar sorgmædd“ yfir því sem gerðist, að því er BBC greindi frá. Meira »

Bíða þess að ná tali af bræðrunum

28.12. Lögreglan á Suðurlandi bíður þess að ná tali af bræðrunum sem voru í bifreiðinni sem fór fram af brúnni við Núpsvötn í gær. Í bílnum voru bræðurnir tveir, eiginkonur þeirra og þrjú börn. Konurnar tvær létu lífið og ellefu mánaða ungabarn. Meira »

Bílstóllinn laus og barnið ekki í honum

28.12. Barnabílstóll var laus í bílnum í umferðarslysinu við Núpsvötn í gær þegar að var komið. Ungbarnið sem lést var ekki í honum þegar lögreglan mætti á vettvang. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

„Maður biður bara um fyrirmæli“

28.12. „Margt af því fólki sem er að bregðast við slysum sem þessu er ekki með neina þjálfun í þessu, þó að það sé þrautþjálfað fólk inn á milli,“ segir björgunarsveitarmaður sem var á meðal þeirra fyrstu á slysstað við Núpsvötn í gær. Hann segir þörf á því að viðbragðsaðilar á svæðinu fái betri búnað. Meira »

Ferðafólkið nafngreint í breskum miðlum

28.12. Bresk dagblöð greina í dag frá nöfnum fólksins sem var um borð í Land Cruiser-bifreiðinni sem steyptist fram af brúnni yfir Núpsvötn í gær. Meira »

„Of snemmt að gefa út yfirlýsingar“

28.12. „Það er of snemmt að gefa út yfirlýsingar um möguleg tildrög slyssins,“ segir Sævar Helgi Lárusson, hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, í samtali við mbl.is. Rannsókn á vettvangi er lokið í bili og Landcruiser-jeppinn verður skoðaður líklega í næstu viku. Meira »

Fengu óskýrar fyrstu upplýsingar

28.12. Fyrstu viðbragðsaðilar sem komu á vettvang banaslyss við Núpsvötn í gær unnu stórkostlega vinnu þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Erfitt var að fá nákvæmar upplýsingar um slysið í fyrstu meðal annars vegna tungumálaörðugleika, segir Haukur Grönli sem var í aðgerðarstjórn á Selfossi í samtali við mbl.is. Meira »

Annar mannanna hringdi eftir aðstoð

28.12. Farþegarnir fjórir sem komust lífs af eftir slysið á brúnni við Núpsvötn í gær, tveir karlmenn og tvö börn á aldrinum 7 til 9 ára, voru öll með meðvitund þegar viðbragðaðilar komu á vettvang. Annar mannanna náði að hringja og tilkynna um slysið. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, í samtali við mbl.is. Meira »

Stúlkan sem lést ekki orðin ársgömul

28.12. Konurnar sem létust í umferðarslysinu við Núpsvötn í gær voru fæddar árin 1979 og 1981. Stúlkan sem einnig lét lífið í slysinu var fædd í janúar á þessu ári og hafði því ekki náð eins árs aldri. Meira »

„Þetta voru bræður mínir tveir“

28.12. Indverska dagblaðið Times of India fjallar í dag um banaslysið við Núpstaðavötn og ræðir við bróður mannanna sem nú liggja á Landspítalanum. Blaðið segir örvæntinguna ekki hafa leynt sér hjá þriðja bróðurnum, Sarvesh Laturia, í símaviðtali. Meira »

Einbreiðar brýr sérstakt vandamál

28.12. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að einbreiðar brýr séu sérstakt vandamál í vegakerfi þjóðarinnar. Sérstaklega hafi verið rætt um þær í tengslum við samgönguáætlun sem nú sé til meðferðar í þinginu. Ekki liggi þó fyrir að fundað verði sérstaklega um atburði gærdagsins. Meira »

Vonar að hægt verði að ræða við mennina

28.12. Lögreglan á Suðurlandi vonar að hægt verði að ræða í dag við ferðamennina tvo sem fluttir voru á Landspítalann í gær eftir alvarlegt bílslys við Núpsvötn í gærmorgun. Þrír létust í slysinu, eiginkonur mannanna tveggja og eitt barn. Þá voru tvö börn einnig flutt alvarlega slösuð á Landspítalann. Meira »

Brúin „langt frá því“ ásættanleg

27.12. Flest slys á einbreiðum brúm á Íslandi hafa orðið á brúnni yfir Núpsvötn og eru þau orðin fjórtán talsins frá árinu 2000, þar af eru tvö alvarleg. Hvorki brúin né vegrið hennar uppfylla nýjustu staðla segir forstöðumaður hönnunardeildar hjá Vegagerðinni í samtali við mbl.is. Meira »

Eiginkonurnar létust báðar í slysinu

27.12. Ferðamennirnir sem lentu í umferðarslysinu við Núpsvötn í morgun voru allir breskir ríkisborgarar fæddir á Indlandi. Tveir bræður voru í bílnum og fjölskyldur þeirra. Eiginkonur þeirra létust báðar og eitt mjög ungt barn. Þetta staðfestir fulltrúi indverska sendiráðsins í samtali við mbl.is. Meira »

„Þungt um og yfir jólahátíðina“

27.12. Fjórir voru sendir úr liði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins suður á land í morgun og þá var einn sjúkrabíll sendur úr borginni á Selfoss til að manna stöður þar, að sögn Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra. Meira »

Fara á vettvang banaslyss á morgun

27.12. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer á vettvang banaslyssins á brúnni yfir Núpsvötn snemma í fyrramálið þar sem þrír einstaklingar létust í morgun og fjórir til viðbótar slösuðust. Þetta staðfestir Sævar Helgi Lárusson, hjá rannsóknarnefndinni, í samtali við mbl.is. Brúargólfið verður rannsakað. Meira »

Aðkoman að slysinu „hræðileg“

27.12. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir að aðkoman að slysinu við Núpsvötn hafi verið hræðileg og að aðstæður á vettvangi hafi verið afar erfiðar. Verulega tók á alla björgunaraðila að sjá hversu illa fólkið var slasað. Meira »

Ungt barn og tveir fullorðnir létust

27.12. Eitt ungt barn og tveir fullorðnir, allt erlendir ríkisborgarar létust í umferðarslysi sem varð á brúnni yfir Núpsvötn í morgun. Fjórir einstaklingar, tveir fullorðnir og tvö börn á aldrinum 7 til 9 ára, einnig erlendir ríkisborgarar, voru fluttir með þyrlum til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Meira »

Allir slasaðir komnir á spítala

27.12. Kranabíll er kominn á brúna yfir Núpsvötn og verður hann notaður til að hífa jeppa bresku fjölskyldunnar upp á brúna svo hægt sé að koma honum af vettvangi. Áfram verður lokað fyrir umferð á Suðurlandsvegi í báðar áttir á meðan rannsókn á vettvangi fer fram. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Meira »

Breskir fjölmiðlar fjalla um slysið

27.12. Breskir fjölmiðlar fjalla um bílsslysið sem varð við brúna við Núpsvötn í morgun. Ferðamennirnir þrír sem létust í slysinu voru með breskt ríkisfang. Meira »