Bandarísk skúta í vanda

Fengu viðurkenningu fyrir björgun skútunnar

13.10. Charles D. Michel, aðmíráll og næstæðsti yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, sæmdi í gærmorgun skipverja á Árna Friðrikssyni, rannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunar, áhöfn flugvélar Isavia, TF-FMS, og starfsmenn í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar viðurkenningu fyrir þátt þeirra í að bjarga áhöfn bandarísku skútunnar Valiant í sumar. Meira »

„Maður þakkar heillastjörnum sínum“

7.8. „Undirbúningur, fagmennska og kjarkur voru uppskriftin að því sem gerði það að verkum að þetta óhapp endaði jafn vel og raun bar vitni,“ segir skipverji skútunnar sem lenti í háska skammt frá Íslandi. Meira »

TF-SIF tók ekki þátt í leitinni að skútunni

2.8. „Jú, við söknuðum vélarinnar þennan dag,“ segir Ásgrímur Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, spurður út í fjarveru flugvélar Landhelgisgæslunnar þegar kalla þurfti út flugvél Isavia til að leita að bandarísku skútunni sem sendi frá sér boð úr neyðarsendi fyrir viku. Meira »

Með fullan munn af sjó

31.7. Bandarísku skipverjarnir þrír, sem lentu í háska á skútu suðvestur af Íslandi í síðustu viku, sögðu við lögreglu að það hafi aðeins tekið um þrjár sekúndur fyrir skútuna að fara heilhring. Eru þeir gríðarlega þakklátir skipstjóranum um borð í Árna Friðrikssyni fyrir björgunarstörfin. Meira »

Skipverjarnir komnir í land

28.7. Skipverjarnir þrír á bandarísku skútunni sem lentu í vandræðum suðvestur af Íslandi aðfaranótt miðvikudags eru komnir í land. Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson, sem bjargaði þeim úr sjálfheldu, sigldi með þá til Grindavíkur í morgun. Meira »

Héldu að þeir væru að drukkna

27.7. Skipverjarnir þrír á bandarísku skútunni, sem lentu í vandræðum suðvestur af Íslandi aðfaranótt miðvikudags, eru allir þaulreyndir sjómenn, að sögn eiginkonu eins þeirra. Skútan var rafmagnslaus og með brotið mastur þegar rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son, sem hafði verið að störfum skammt frá, kom að skútunni. Meira »

Sekkur líklega á næstu klukkutímum

27.7. Ólíklegt er að náist að bjarga bandarísku skútunni sem lenti í vandræðum suðvestur af landinu aðfaranótt miðvikudags. Skipverjarnir eru enn um borð í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni en áætlað er að þeir komi í land í kvöld eða fyrramálið. Meira »

Rafmagnslausir með brotið mastur

26.7. Óljóst er hvert framhaldið verður með bandarísku skútuna sem lenti í vandræðum suðvestur af landinu í nótt. Landhelgisgæslan segir að það fari eftir ástandi hennar, en mastrið hafði brotnað og rafmagnslaust var um borð. Þrír voru um borð í skútunni og sluppu allir ómeiddir. Meira »

Skútan er fundin

26.7. Bandaríska skútan sem óttast var að hefði lent í vandræðum er fundin og allir þrír í áhöfninni eru um borð. Ekkert amar að þeim. Flugvél Isavia fann skútuna rétt fyrir klukkan ellefu í dag. Meira »

Tvær flugvélar til skútunnar

26.7. Flugvél Isavia hefur verið kölluð út vegna bandarísku skútunnar sem sendi frá sér boð úr neyðarsendi um klukkan hálffimm í nótt. Flugvélin er búin nákvæmum miðunarbúnaði og verður komin á vettvang um tíu. Einnig hefur Challenger-eftirlitsflugvél danska flughersins á Grænlandi verið kölluð út. Meira »

Sendi boð úr neyðarsendi

26.7. Bandarísk skúta sendi frá sér boð úr neyðarsendi um klukkan hálffimm í nótt. Landhelgisgæslan óskaði eftir að rannsóknaskipið Árni Friðriksson færi á vettvang en skipið var í þrjátíu sjómílna fjarlægð frá staðsetningu sendisins. Búist er við að hann komi á svæðið þá og þegar. Meira »