Bankakreppa

Biðu sömu örlaga og Ísland

2.11.2009 Ef danska ríkið hefði ekki lagt Hróarskeldubanka til 10 milljarða danskra króna, 249 milljarða íslenskra króna, af skattfé almennings hefði Danmörk getað endað líkt og Ísland. Þetta segir framkvæmdastjóri Mybankers, John Norden, í sjónvarpsviðtali við vefvarp Børsen. Meira »

Vilja að bankarnir endurgreiði aðstoðina

12.10.2009 Belgísk stjórnvöld munu væntanlega krefja belgíska banka sem fengu stuðning frá ríkinu vegna fjármálakreppunnar um að endurgreiða 500 milljónir evra hið minnsta af lánunum. Þetta kom fram í máli aðstoðarforsætisráðherra landsins, Laurette Onkelinx, á ráðstefnu Sósíalistaflokksins í gær. Segir hún tíma kominn til að bankarnir greiði fyrir kreppuna sem þeir ollu. Meira »

Merki um siðrof í þjóðfélaginu

6.10.2009 Greina má merki um visst siðrof, það er virðingarleysi fyrir fulltrúum ríkisvaldsins, á útrásartímabilinu, að því er segir í stöðuskýrslu sem unnin var fyrir forsætisráðuneytið. Hins vegar bendi tölur til þess að hér ríki ekki almennt siðrof. Fram kemur í skýrslunni að leiða megi líkur að því að ef rannsóknin á bankahruninu gengur hratt, ef niðurstaðan er trúverðug og ef réttlætinu verður fullnægt þá muni það verða til þess að efla traust á stofnunum ríkisins. Meira »

Eignir metnar á 775 milljarða

1.10.2009 Skilanefnd Kaupþings banka mat eignir bankans á 775 milljarða króna þann 30. júní sl. en í lok síðasta árs voru þær metnar á 666 milljarða króna. Er þetta aukning um rúm 16% eða 109 milljarða á sex mánuðum. Þetta kemur fram í nýjum fjárhagsupplýsingum um bankann. Meira »

Auknar álögur á íbúa Grimsby

30.9.2009 Skattgreiðendur í Norð-Austur Lincolnskíri þurfa að greiða reikning upp á 16 þúsund pund aukalega vegna skýrslu sem unnin var um fjárfestingar sveitarfélagsins í íslensku bankanna. Þetta kemur fram á vefnum This is Grimsby í dag. Alls átti héraðið sjö milljónir punda inn á reikningum íslensku bankanna. Meira »

Lánastefna Glitnis svipuð og Kaupþings

29.9.2009 Lánastefna Glitnis var ekki ósvipuð þeirri og stunduð var hjá Kaupþingi, segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, í samtali við Bloomberg fréttastofuna. Eitt ár er í dag frá því að tilkynnt var um að ríkið myndi eignast 75% hlut í Glitni. Meira »

Kröfuhafar fá 22-36% upp í kröfur

28.9.2009 Kröfuhafar Glitnis munu fá 22-36% upp í kröfur sínar, samkvæmt upplýsingum Bloomberg fréttastofunnar frá skilanefnd Glitnis. Bankinn var sá fyrsti sem ríkið yfirtók fyrir tæpu ári síðan. Meira »

Hvers vegna? Hvað svo?

26.9.2009 Eitt ár verður á þriðjudaginn frá því að Glitnir hrundi, fyrstur viðskiptabankanna þriggja. Bankahrunið átti sér langan aðdraganda og margar samvinnandi orsakir. Sterkt gengi krónunnar, ört vaxandi kaupmáttur og auðvelt aðgengi að lánsfé stuðlaði að stóraukinni einkaneyslu og vexti fyrirtækja. Fasteignaverð rauk upp á örfáum árum og viðskiptahallinn einnig. Meira »

FME rannsakar allsherjar markaðsmisnotkun banka

24.9.2009 Fjármálaeftirlitið hefur nú til rannsóknar hvort föllnu bankarnir; Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing, hafi kerfisbundið reynt að halda verði eigin hlutabréfa uppi fyrir hrun bankakerfisins á síðasta ári og þannig sent misvísandi skilaboð til markaðarins, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira »

Skuldabréf bankanna hækka

24.9.2009 Skuldabréf gömlu bankanna, sem þeir gáfu út á sínum tíma til að fjármagna þá, hafa hækkað nokkuð á markaði að undanförnu. Bréfin féllu gríðarlega mikið í verði við fall bankanna fyrir tæpu ári og urðu nánast verðlaus. Meira »

Lokauppgjöri Landsbankans frestað

23.9.2009 Samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins þarf fjármögnun Nýja Landsbanka Íslands (NBI) og útgáfa fjármálagernings um lokauppgjör vegna ráðstöfunar eigna og skulda Landsbanka Íslands til NBI að vera lokið í síðasta lagi þann 9. október. Meira »

Endurgreiðslur til kröfuhafa Kaupþings

8.9.2009 Kröfuhafar Kaupþings banka myndu fá greiddar um 20% af því sem þeir áttu hjá bankanum þegar hann hrundi ef eignir hans yrðu gerðar upp nú samkvæmt frétt Bloomberg fréttastofunnar. Meira »

Samningar í næstu viku

5.9.2009 Unnið var að því í gær að ná fram efnislegu samkomulagi stjórnvalda og skilanefndar Glitnis um uppgjör vegna eigna sem færðar voru úr Glitni yfir í Íslandsbanka í kjölfar bankahrunsins á síðasta ári, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira »

Vissi ekki um lán til Al-Thani

26.8.2009 Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista og fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi, sagði í viðtali við Kastljós að hann hefði ekki vitað að bankinn hafi lánað Mohamed bin Khalifa Al-Thani, bróður emírsins í Katar, fyrir kaupum á hlut í Kaupþingi. Lánið hafi ekki komið á borð stjórnar bankans. Meira »

Lýður: Mannorðsmorð leyfð

26.8.2009 Þau skemmdarverk sem unnin hafa verið á heimilum einstaklinga í viðskiptalífinu og lekinn úr lánabók Kaupþings á Wikileaks var á meðal þess sem Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista fjallaði um í ræðu sinni á aðalfundi félagsins í morgun. Meira »

Fjölmiðlar gagnrýndir á aðalfundi

26.8.2009 Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, var harðorður í garð íslenskra fjölmiðla og bloggara í ræðu sinni á aðalfundi félagsins í morgun. Sagði hann að mikilli umræðu hafi verið þyrlað upp í fjölmiðlum um yfirtökutilboð félags í eigu hans og bróður hans, BBR, í Exista. Auk þess sem margt í rekstri Exista hafi verið gert tortryggilegt í umræðu undanfarinna mánaða. Meira »

Aðgerðir sem hitta í mark

21.8.2009 Aðgerðir til aðstoðar heimilunum og fyrirtækjunum í landinu, til viðbótar við þær sem nú þegar hefur verið gripið til, verða að hitta í mark, að sögn Kristrúnar Heimisdóttur, lögfræðilegs ráðgjafa félagsmálaráðherra. Hún segir að hugsanlegar frekari aðgerðir verði að skila sér til þeirra sem á þurfi að halda og jafnframt stuðla að því að koma hagkerfinu í gang á ný. Meira »

Biðst afsökunar fyrir Straum

21.8.2009 Forsendurnar sem áætlanir stjórnenda Straums-Burðaráss miðuðu við í tengslum við endurskipulagningu bankans einblíndu um of á erlendar aðstæður, segir Óttar Pálsson, forstjóri Straums-Burðaráss, í grein sem hann skrifar og birt er í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Brotið hafi verið gegn EES

21.8.2009 Í kæru, sem lögð hefur verið fyrir Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) fyrir hönd fjölda erlendra fjármálafyrirtækja, eru íslensk stjórnvöld sökuð um að gera upp á milli kröfuhafa viðskiptabankanna þriggja sem og SPRON og Sparisjóðabankans. Meira »

Opnað fyrir Ísland á ný

19.8.2009 Þriðja stærsta greiðslutryggingarfélag heims, Coface, hefur staðfest skriflega að fyrirtækið sé tilbúið til að tryggja greiðslur íslenskra fyrirtæki á sama hátt og gildir með fyrirtæki í öðrum löndum, að því er fram kemur á vef Viðskiptaráðs Íslands. Enn sem komið er hafa þau tvö stærstu, Euler Hermes og Atradius, ekki opnað fyrir Ísland. Meira »

Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar

18.8.2009 Útgerðarmaðurinn og eigandi Toyota á Íslandi, Magnús Kristinsson, hefur samið við skilanefnd gamla Landsbankans um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við bankann verði afskrifaður. Hann mun þurfa að greiða þrotabúi gamla Landsbankans það litla sem hann var persónulega ábyrgur fyrir. Þetta kemur fram í DV í dag. Meira »

Ókunnugt um viðræðuslit

18.8.2009 „Novator, félag Björgólfs Thors, hefur verið í viðræðum við Kaupþing um lausn um greiðslur og er félaginu ekki kunnugt um að þeim viðræðum hafi verið slitið,“ segir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Novators, við Morgunblaðið vegna fréttar RÚV í gær um að Kaupþing ætli ekki að fella niður skuld Björgólfsfeðga við bankann. Meira »

Djúpt vantraust

16.8.2009 „Reykjavik vonast til að Icesave-samningurinn endurreisi traust á efnahagskerfi landsins nærri ári eftir að þrír helstu viðskiptabankar landsins hrundu. En í könnun meðal 60 stærstu fjármálastofnana kemur í ljós hversu djúpt vantraustið er." segir á vefsíðu Financial Times í dag. Meira »

Breyttir tímar hjá Stanford

16.8.2009 Fyrir 2 árum var breski kaupsýslumaðurinn Kevin Stanford einn ríkasti maðurinn í verslunargeiranum í Bretlandi með eignir metnar á 220 milljónir punda. Nú er öldin önnur og hefur fyrirtæki í hans eigu, Brookes Chauffeur Services, verið gert að leita nauðsamninga vegna skulda upp á 300 þúsund pund. Meira »

Telegraph: Ekkert venjulegt hrun

15.8.2009 Ísland: hvaða ljótu leyndarmál bíða þess að vera ljóstrað upp í bráðnuninni? Svona hljóðar fyrirsögn á vef breska blaðsins Telegraph í kvöld. Þar segir að tæpu ári eftir hrun íslensku bankanna sé rotið eðli þeirra smátt og smátt að koma í ljós. Ljóst sé að hrun þeirra sé ekkert venjulegt hrun. Meira »

Samson ehf. seldi aldrei hlut í bankanum

15.8.2009 Vegna fréttar í Morgunblaðinu laugardaginn 15. ágúst um að embætti sérstaks saksóknara kanni hvort stórir hluthafar í Landsbankanum hafi losað stöður í bankanum föstudaginn 3. október vilja fyrrum eigendur Samson ehf., sem átti ríflega 40% í bankanum, taka fram að félagið seldi aldrei hlutabréf í Landsbankanum. Meira »

Athuga viðskipti eigenda

15.8.2009 Embætti sérstaks saksóknara kannar nú hvort stórir hluthafar í Landsbankanum hafi losað stöður sínar í bankanum föstudaginn 3. október, þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. Meira »

Endurfjármögnun banka tryggð

14.8.2009 Fjármögnun Íslandsbanka og Nýja Kaupþings af hálfu ríkistjórnar Íslands hefur verið tryggð. Verður eigið fé Íslandsbanka 65 milljarðar króna og Nýja Kaupþings 72 milljarðar króna, sem lagt er fram í formi ríkisskuldabréfa og tryggir báðum bönkum 12% eiginfjárhlutfall. Meira »

FME gerir ekki athugasemd við ráðningu

11.8.2009 Fjármálaeftirlitið gerir ekki athugasemd við ráðningu Ársæls Hafsteinssonar og Sigurjóns Geirssonar sem ráðgjafa skilanefndar Landsbankans. Að sögn Gunnars Þ. Andersen, forstjóra FME, geta skilanefndir bankanna ráðið þá til starfa sem þær vilja á eigin ábyrgð. Meira »

Ársæll og Sigurjón starfa áfram

11.8.2009 Ársæll Hafsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og Sigurjón Geirsson sem var yfir innri endurskoðun Landsbankans, hafa verið ráðnir sem ráðgjafar skilanefndar bankans en Fjármálaeftirlitið vék þeim nýverið úr skilanefndinni þar sem störfum skilanefndarinnar væri að ljúka. Meira »