Bárðarbunga

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

20.7. Í morgun kl. 06:28 varð skjálfti af stærð 3,4 í sunnanverðri Bárðarbunguöskjunni. Lítið er um eftirskjálfta og enginn gosórói mælist. Meira »

Enginn gosórói enn

15.6. „Það er enginn gosórói eins og er,“ sagði Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, þegar Morgunblaðið náði af henni tali í gærkvöldi. Meira »

3,2 stiga skjálfti í Bárðarbungu

1.4. Í dag mældist 3,2 stiga jarðskjálfti við norðanverða öskjubrún Bárðarbungu. Engin gosórói er sjáanlegur.   Meira »

Mikil skjálftavirkni í Öræfajökli

28.3. Skjálftavirkni er enn viðvarandi í Öræfajökli. Það sem af er þessum mánuði hafa þar mælst alls fjórtán jarðskjálftar yfir 1,2 að stærð. Aðeins tvisvar áður hafa fleiri skjálftar mælst í mánuði, það var í haust. Meira »

4,1 stigs skjálfti í Bárðarbungu

22.3. Seint í gærkvöldi mældist 4,1 stigs jarðskjálfti í sunnanverðri Bárðarbunguöskjunni. Honum fylgdu nokkrir minni skjálftar en engin merki eru um gosóróa. Meira »

Stærsti jarðskjálftinn frá goslokum

30.1. Jarðskjálfti að stærð 4,9 mældist í norðanverðri Bárðarbunguöskju klukkan 19:24. Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur frá því að eldgosi lauk í Holuhrauni 28. febrúar 2015. Meira »

Þrír jarðskjálftar við Bárðarbungu

30.1. Þrír jarðskjálftar mældust norðaustur af Bárðarbungu síðdegis. Fyrsti skjálftinn var 3,7 að stærð og mældist klukkan 17:48. Annar skjálftinn mældist einungis sekúndu síðar og mældist sá skjálfti upp á 2,9. Stærsti skjálftinn reið yfir klukkan 18, hann mældist um fjóra kílómetra norðaustur af Bárðarbungu og var hann 3,8 að stærð. Meira »

Tveir skjálftar við Bárðarbungu í dag

15.1. Tveir skjálftar að stærð 3,5 og 3,3 urðu rétt við Bárðarbungu í Vatnajökli núna í morgun. Voru þeir á 5,3 til 6,8 kílómetra dýpi. Jarðskjálftafræðingur segir þetta dæmi um kvikusöfnun og örlitla lyftingu á öskjugólfi öskjunnar. Meira »

Skjálfti að stærð 4,1 í Bárðarbungu

24.12. Um hálf tólf í gærkvöldi varð skjálfti að stærð 4,1 í norðanverðri öskju Bárðarbungu. Var skjálftinn á 2,3 kílómetra dýpi. Enginn skjálfti hefur fylgt á sama svæði í kjölfarið, en þrír minniháttar skjálftar hafa mælst í nágrenni Herðubreiðar og Holuhrauns í nótt. Meira »

Engin merki um gosóróa

20.12. Tveir skjálftar, báðir yfir fjögur stig, riðu yfir við Bárðarbungu í nótt. Engin merki eru um gosóróa, segja sérfræðingar á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Tveir skjálftar í Bárðarbungu

20.12. Tveir fremur harðir jarðskjálftar urðu á svæðinu við Bárðarbungu á fimmta og sjötta tímanum í morgun, samkvæmt mælum Veðurstofu Íslands. Meira »

4,1 stigs skjálfti í Bárðarbungu

9.12. Jarðskjálfti sem mældist 4,1 stig varð í Bárðarbungu í Vatnajökli klukkan 6.19 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu og eru jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands nú að fara yfir þau gögn sem hafa borist. Meira »

Tveir skjálftar upp á 3,9 stig

21.11. Tveir jarðskjálftar urðu norðaustur af Bárðarbungu í Vatnajökli nú rétt fyrir klukkan tvö eftir hádegi. Mældust þeir báðir 3,9 stig. Meira »

Sá stærsti frá goslokum

27.10. Laust fyrir miðnætti mældust fjórir stórir skjálftar (yfir þremur að stærð) við norðurrima Bárðarbungu.   Meira »

Skjálfti að stærð 4,1 í Bárðarbungu

24.10. Jarðskjálfti af stærð 4,1 varð í Bárðarbunguöskjunni kl. 14.18. Kl. 14.54 varð skjálfti af stærð 3,4 á sömu slóðum. Enginn gosórói er sjáanlegur. Meira »

Engin merki um gosóróa

6.10.2017 Nokkrir jarðskjálftar hafa mælst við Grímsey í nótt sem og við Bárðarbungu en að sögn Bjarka Friis, jarðvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, eru engin merki um gosóróa. Litlir sem engir skjálftar hafa mælst undanfarnar tvær klukkustundir. Meira »

Skjálftahrina í Bárðarbungu

7.9.2017 Skjálftahrina hófst í Bárðarbungu klukkan 2:15 í nótt þegar skjálfti af stærð 4,1 mældist í norðanverðri öskjunni.  Meira »

Stórir skjálftar í Bárðarbungu

27.8.2017 Tveir frekar stórir jarðskjálftar mældust með þriggja mínútna millibili í Bárðarbungu í nótt, rétt fyrir klukkan tvö. Sá fyrri, 3,8 að stærð, varð klukkan 1.42 og sá seinni, 4,2 að stærð, þremur mínútum síðar. Meira »

Stærsti skjálftinn mældist 4,5

2.8.2017 Stærsti jarðskjálftinn sem mældist í skjálftahrinu í Bárðarbungu laust fyrir hádegi í dag var 4,5 að stærð. Skjálftinn varð klukkan 11:24 og átti upptök sín við norðurjaðar Bárðarbunguöskjunnar. Að sögn sérfræðings eru engin merki um gosóróa á svæðinu. Meira »

Skjálftahrina í Bárðarbungu

2.8.2017 „Hún er bara aðeins að minna á sig,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, um hrinu smáskjálfta í Bárðarbungu nú á tólfta tímanum í morgun. Enn á eftir að yfirfara mælingar en samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum var sá stærsti tæplega 4 að stærð. Meira »

Tveir stórir skjálftar í Bárðarbungu

20.5.2017 Tveir stórir jarðskjálftar urðu í Bárðarbungu í kvöld, nánar tiltekið í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni. Sá fyrri var af stærð 3,8, en sá seinni var 3,9 að stærð. Meira »

Skjálftahrina í Bárðarbungu

8.3.2017 Skammvinn jarðskjálftahrina mældist í suðurbrún Bárðarbungu öskjunnar í nótt. Stærstu skjálftarnir voru 3,9 og 4 stig.  Meira »

Ekki gosórói í Bárðarbungu

1.3.2017 Jarðskjálftahrina sem mældist í Bárðarbungu í morgun tengist ekki gosóróa á svæðinu, samkvæmt upplýsingum sérfræðings á veðurstofu Íslands. Meira »

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

1.3.2017 Fimm jarðskjálftar, sem allir eru þrjú stig eða meira, mældist í Bárðarbungu á tæpum klukkutíma í morgun. Stærsti skjálftinn mældist 4,1 stig en hann reið yfir tæplega níu í morgun. Meira »

Skjálftahrina í Bárðarbungu

30.1.2017 Skjálftahrina er nú í gangi í Bárðarbungu og er ekki ljóst hvort henni sé lokið. Stærsti skjálftinn hefur mælst 4,4 stig, samkvæmt bráðabirgðamælingum Veðurstofu Íslands. Þónokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, þar á meðal einn af stærðinni 3,5. Meira »

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

23.1.2017 Jarðskjálfti varð við Bárðarbungu nú á tíunda tímanum, en samkvæmt mælum Veðurstofunnar var hann 3,9 að stærð, um 6,1 kílómetra austsuðaustan við Bárðarbungu. Meira »

Skjálfti upp á 3,3 stig

6.1.2017 Jarðskjálfti, sem mældist 3,3 stig að stærð og átti upptök sín í suðaustanverðri Bárðarbunguöskjunni reið yfir klukkan 11:10 í morgun. Engin merki sjást um gosóróa. Meira »

Skjálftar í Bárðarbungu

1.1.2017 Nokkrir jarðskjálftar urðu við Bárðarbungu í Vatnajökli í gær. Þrír voru yfir þrír að stærð en sá stærsti mældist 3,9 stig.  Meira »

Skjálfti upp á 2,8 stig

21.12.2016 Jarðskjálfti sem mældist 2,8 reið yfir um hálfsex í morgun í Bárðarbunguöskjunni. Tveir skjálftar mældust þar í gærmorgun.  Meira »

Tveir skjálftar í Bárðarbungu

20.12.2016 Tveir jarðskjálftar, sem mældust 3 og 3,1 stig, urðu í Bárðarbunguöskjunni klukkan 9:36. Engir eftirskjálftar hafa verið og engin merki sjást um gosóróa, samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »