Plastbarkamálið

Tómas snýr aftur um áramótin

22.12. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir snýr aftur til starfa á Landspítalanum um áramótin. Hann var sendur í leyfi 7. nóvember „í ljósi heildarhagsmuna“ eins og það var orðað vegna aðildar hans að plastbarkamálinu. Óskar Einarsson lungnalæknir er snúinn aftur til starfa eftir leyfi. Meira »

Vill að vísindasiðanefnd útbúi reglur

21.12. Landspítalinn hefur sent vísindasiðanefnd bréf þar sem óskað er eftir að útbúnar verði leiðbeinandi reglur um mörkin milli gagnarannsókna annars vegar og vísindarannsókna á mönnum hins vegar. Meira »

Taka mál Macchiarini upp að nýju

20.12. Ríkissaksóknari Svíþjóðar ætlar að skoða mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini að nýju. Þar á meðal ákæru sem fallið var frá á hendur honum varðandi manndráp. Meira »

Hafnar því að hafa beitt blekkingum

5.12. Skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Guðbjartsson lækni í svonefndu plastbarkamáli eins og Tómas hefur haldið fram. Plastbarkaígræðsla hafi verið varaáætlun við uppskurð á sjúklingi Tómasar, Andemariam Beyene. Meira »

Ekkert mál haft jafnmikil áhrif á mig

2.12. Í þrjú ár hefur plastbarkamálið minnt á sig á hverjum degi í lífi Tómasar Guðbjartssonar. Hann segir frá atburðarás og þeim tilfinningum sem málið hefur vakið. Það sé erfitt að kyngja því að hafa látið blekkjast. Meira »

Var hótað uppsögn eftir plastbarkamálið

17.11. Engin endir virðist vera á hneykslismálum í tengslum við plastbarkaígræðslur sem ítalski læknirinn Paolo Macciarini framkvæmdi m.a. á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Dagens Nyheter segir að læknunum sem opinberuðu málið hafi verið hótað uppsögnum eftir að þeir greindu frá grunsemdum sínum. Meira »

„Ég vissi mjög lítið um Macchiarini“

13.11. Birgir Jakobsson, landlæknir og fyrrverandi framkvæmdastjóri Karolinska, segist ekki hafa komið að ráðningu Ítalans Paolos Macchiarinis þótt hann hafi skrifað undir ráðningarsamninginn. Meira »

Gríðarlegt áfall að dragast inn í málið

10.11. „Við helgum okkur varðveislu lífs svo það er okkur öllum sem hér störfum gríðarlegt áfall að dragast inn í mál, með hvaða hætti sem það kann að hafa verið, sem hefur einhvern snertiflöt við ályktun um að sú helgi hafi verið rofin,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, um plastbarkamálið svonefnda. Meira »

„Hver í andskotanum ertu?“

8.11. Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini er maðurinn sem blekkti Tómas Guðbjartsson til að breyta texta í tilvísun sjúklings, undir því yfirskini að þau skjöl væru ætluð siðanefnd. Macchiarini á að baki ótrúlega sögu blekkinga og svika þegar kemur að einkalífinu. Meira »

„Harma að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu“

7.11. „Ég harma að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu í samskiptum við Karolinska sjúkrahúsið og Paolo Macchiarini sem ég lagði of mikið traust á,“ segir skurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson, í yfirlýsingu sem hann hefur sent á fjölmiðla. Meira »

Sendur í leyfi frá Landspítala

7.11. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir hefur verið sendur í leyfi frá störfum á Landspítalanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum og er gert „í ljósi heildarhagsmuna“ eins og það er orðað. Meira »

Rannsakar málið frekar

7.11. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir skólann munu afla frekari gagna vegna plastbarkamálsins. Ótímabært sé að ræða aðgerðir vegna nýrrar skýrslu um málið. Meira »

Harmar aðkomu sína að greininni

6.11. Óskar Einarsson, lungnalæknir á Landspítalanum, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu nefndar Landspítala (LSH) og Háskóla Íslands (HÍ) um svonefnt „plastbarkamál“ þar sem fram kemur meðal annars að hann hafi ekki komið að þeirri ákvörðun að leitað var til Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð varðandi annað álit á meðferðarrúrræði fyrir Erítreumanninn Andemariam Teklesenbet Beyene. Meira »

Blekktur til að breyta tilvísun

6.11. Tómas Guðbjartsson var blekktur af Paolo Macchiarini í aðdraganda plastbarkaaðgerðar sem Ítalinn gerði á sjúklingi Tómasar. Tómas hafði farið þess á leit við Karolinska-sjúkrahúsið að fá faglegt mat sérfræðinga þess á því hvort laserskurður á krabbameini í lunga eða uppskurður væri mögulegur. Meira »

Skýrsla vegna plastbarkamáls kynnt

3.11. Skýrsla nefndar í plastbarkamálinu verður kynnt í Norræna húsinu á mánudaginn. Þetta kemur fram á vefsíðu Landspítalans.  Meira »

Sekir um vísindalegt misferli

2.11. Sænska siðanefndin Centrala etikprövningsnämnden hefur komist að þeirri niðurstöðu að ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini og meðhöfundar hans að vísindagreinum um plastbarkaígræðslur í menn hafi gerst sekir um vísindalegt misferli við greinaskrifin. Meira »

Hætt við ákærur gegn Macchiarini

12.10. Mál sænska ákæruvaldsins á hendur ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini hefur verið fellt niður. Macchiarini hafði verið ákæður fyrir að vera valdur að dauða þriggja sjúklinga sem hann gerði plastbarkaaðgerð á á Karolínska sjúkrahúsinu. Meira »

Allir sjúklingarnir látnir

20.3. Allir sjúklingarnir sem ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini gerði plastbarkaaðgerð á á Karolinska sjúkrahúsinu eru látnir. Yesim Cetir, 26 ára, lést á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum en hún hefur dvalið á sjúkrahúsi allt frá því hún yfirgaf heimalandið, Tyrkland, árið 2012 til þess að fara í aðgerðina. Meira »

Nefndin ekki stofnuð

22.9.2016 Rannsóknarnefnd um plastbarkamálið svonefnda verður ekki stofnuð á yfirstandandi þingi vegna tímaþröngar. Þetta kemur fram í minnisblaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem hefur verið sent heilbrigðisráðherra. Meira »

„Þungbærar“ og tilhæfulausar ásakanir

19.9.2016 Tómas Guðbjartsson læknir segir Birgi Jakobsson landlækni vanhæfan til að fjalla um barkaígræðsluna á Karolinska-sjúkrahúsinu opinberlega. Hann segir „þungbært að vera endurtekið borinn tilhæfulausum ásökunum í tilteknum fjölmiðlum á meðan málið er til rannsóknar.“ Meira »

Vilja skoða barkaígræðslumál betur

13.9.2016 Ekki hefur verið ákveðið hvort hafin verði rannsókn á vegum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis á aðkomu íslenskra stofnana eða starfsmanna þeirra að plastbarkamálinu svonefnda. Þetta segir Birgir Ármannsson, varaformaður nefndarinnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Kannast ekki við beiðni um álit

8.9.2016 Hvorki Embætti landlæknis né Siðfræðistofnun Háskóla Íslands kannast við að hafa verið beðin um álit frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna tengsla Land­spít­al­ans við mál ít­alska skurðlækn­is­ins Paolo Macchi­ar­ini. Meira »

Óska eftir áliti vegna máls Macchiarini

6.9.2016 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur óskað eftir áliti frá Embætti landlæknis og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands vegna tengsla Landspítalans við mál ítalska skurðlækn­is­ins Paolo Macchi­ar­ini. Meira »

Rektorar reknir úr nóbelsnefndinni

6.9.2016 Tveir fyrrverandi rektorar Karólínska háskólans í Stokkhólmi hafa verið leystir frá störfum í sænsku nóbelsnefndinni vegna tengsla þeirra við mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. Meira »

Stjórn Karólínska leyst frá störfum

5.9.2016 Sænsk stjórnvöld hafa leyst stjórn Karólínska stofnunarinnar í Svíþjóð frá störfum eftir að rannsókn leiddi í ljós að hún hefði sýnt vanrækslu er hún réði skurðlækninn Paolo Macchiarini til starfa og leyfði honum að gera aðgerðir á sjúklingum. Meira »

Íhuga rannsókn vegna plastbarkamáls

12.8.2016 Fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins munu í dag mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og fara yfir rökstuðning fyrir því hvort skipa eigi rannsóknarnefnd til þess að fara yfir hugsanlega aðkomu Íslendinga að hinu svonefnda plastbarkamálinu sem hefur verið til rannsóknar í Svíþjóð. Meira »

Tómas fagnar rannsókn málsins

31.5.2016 „Til að taka af öll tvímæli þá fagna ég því að þetta flókna mál sé rannsakað, líkt og aðrir samstarfsmenn mínir á Landspítala, en forsendur slíkra rannsókna hljóta þó að vera að rannsakendur hafi aðgang að nauðsynlegum gögnum bæði hérlendis og í Svíþjóð,“ segir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor, í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í kvöld. Meira »

Fékk rétta greiningu og tilvísun

31.5.2016 Starfsfólk Landspítalans mun veita sjálfstæðri rannsóknarnefnd Alþingis allar upplýsingar um aðkomu spítalans að meðferð manns sem lést eftir umdeilda barkaígræðslu verði hún stofnuð, að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans. Könnun spítalans sjálfs hafi ekki leitt í ljós mistök. Meira »

Rétt að rannsaka barkaígræðslu

30.5.2016 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra telur rétt að Alþingi taki til skoðunar hvort ástæða sé til þess að koma á fót rannsóknarnefnd til þess að rannsaka aðkomu íslenskra stofnana að meðferð sjúklings sem undirgekkst umdeilda barkaígræðslu árið 2011 við Karolinska háskólasjúkrahúsið í Svíþjóð. Meira »

Barkaígræðslulæknir rekinn

23.3.2016 Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi hefur rekið ítalska lækninn Paolo Macchiarini. Ástæðurnar sem gefnar eru í yfirlýsingu frá sjúkrahúsinu eru meðal annars þær að Macchiarini hafi skaðað orðspor þess en hann gerði umdeildar barkaígræðsluaðgerðir sem íslenskir læknar tóku meðal annars þátt í. Meira »