Plastbarkamálið

Leynd yfir plastbarkakostnaði

4.1. Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) þurfa ekki að upplýsa hver heildarkostnaður stofnunarinnar var vegna meðhöndlunar sem Andemariam Beyene fékk á Landspítalanum í kjölfar tilraunaaðgerðar þar sem plastbarki var græddur í hann, samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem birtur var í desember. Meira »

Fleiri gætu verið ákærðir

27.12. Saksóknari útilokar ekki að fleiri en læknirinn Paolo Macchiarini geta fengið stöðu grunaðs manns við endurupptöku sakamálarannsóknar plastbarkamálsins, en að það sé of snemmt að segja til um hverjir það gætu verið. Samkvæmt skriflegu svari sænska saksóknaraembættisins við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Rannsaka vinnubrögð Macchiarini á ný

11.12. Ríkissaksóknari í Svíþjóð hefur ákveðið að hefja á ný rannsókn á tveimur plastbarkaaðgerðum ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini og hvort slæleg vinnubrögð hans hafi valdið dauða tveggja sjúklinga. Meira »

Macchiarini enn í vísindaskrifum

13.7. Grein, þar sem ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini, var einn höfunda, birtist í virtu vísindatímariti þótt sænsk siðanefnd hafi sex mánuðum fyrr talið hann ábyrgan fyrir vísindalegu misferli vegna greinaskrifa hans og fleiri um plastbarkarannsóknir í blaðinu The Lancet árið 2011. Meira »

Plastbarkagreinar dregnar til baka

9.7. „Við fögnum þessari ígrunduðu og skýru niðurstöðu í óvenjulegu máli,“ segir ritstjórn vísindatímaritsins Lancet um úrskurð rektors Karólínsku stofnunarinnar. Í nýjustu útgáfu vísindatímaritsins eru tvær vísindagreinar eftir Paolo Macchiarini vegna plastbarkaígræðslu formlega dregnar til baka. Meira »

Er Karolinska að bjarga eigin skinni?

5.7. Úrskurður Karolinsku stofnunarinnar (Karolinska Institutet – KI) vegna plastbarkamálsins svonefnda hefur vakið viðbrögð í Svíþjóð. Gagnrýnendur segja m.a. að KI reyni að bjarga eigin skinni í úrskurðinum og hann veki margar spurningar. Meira »

Smæð þjóðfélagsins og tengsl til trafala

30.6. „Það eru of mörg mál sem rannsaka þarf sem falla á milli og þar á meðal er plastbarkamálið,“ segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin samþykkti 30. maí sl. að eftirlit með stjórnsýslu dómstóla og plastbarkamálið yrðu tekin upp aftur en ekkert hefur verið fjallað um plastbarkamálið frá 2016, segir varaformaður nefndarinnar. Meira »

„Það hefur verið þaggað niður í öllum“

29.6. „Það hefur ekki mátt segja neitt og það hefur verið þaggað niður í öllum sem hafa viljað rannsókn á þessu máli, jafnvel haft í hótunum við þá,“ segir læknir sem ekki vill koma fram undir nafni í samtali við mbl.is um plastbarkamálið. Meira »

Skoða plastbarkamálið að nýju

29.6. „Landspítali mun ráðfæra sig við Háskóla Íslands að nýju um [plastbarka]málið þegar skólinn hefur metið þessa nýju skýrslu Karolinska Institutet.,“ segir forstjóri Landspítala, Páll Matthíasson, í pistli á vef spítalans í dag. Meira »

Úrskurður Karólínska jákvæður

27.6. „Frá sjónarhóli vísindasiðfræði þá finnst mér úrskurður rektors Karólínska sjúkrahússins mjög mikilvægur og jákvæður í þeirri merkingu að hann er til þess fallinn að auka traust á vísindarannsóknum,“ segir Sólveig Anna Bóasdóttir, formaður vísindasiðanefndar Háskóla Íslands. Meira »

Tómas ósáttur við niðurstöðu rektors

26.6. „Þessi ákvörðun rektors er mér þungbær og ég er afar ósáttur við aðdraganda hennar og niðurstöðu,“ segir Tómas Guðbjartsson, læknir, í stöðufærslu á Facebook í dag um úrskurð rektors Karólínsku stofnunarinnar, Ole Petter Ottesen, þess efnis að Tómas hafi gerst sekur um vísindalegt misferli. Meira »

Tómas og Óskar nafngreindir í úrskurði

25.6. 38 læknar eru nafngreindir í úrskurði Karólínska háskólasjúkrahússins í Svíþjóð vegna plastbarkamálsins. Þar af eru sjö sagðir ábyrgir fyrir vísindalegu misferli. Einn þeirra er Tómas Guðbjartsson. Sex greinar um plastbarkaígræðslur sem birst hafa í vísindatímaritum hafa verið dregnar til baka. Meira »

Sagður ábyrgur fyrir vísindalegu misferli

25.6. Tómas Guðbjartsson, prófessor við Háskóla Íslands og yfirlæknir á Landsspítalanum, er einn sjö einstaklinga sem rektor Karólínska háskólasjúkrahússins hefur úrskurðað ábyrga fyrir vísindalegu misferli í sambandi við rannsókn. Þetta staðfestir Peter Andréasson, fjölmiðlafulltrúi stofnunarinnar. Meira »

HÍ beitir ekki viðurlögum gegn Tómasi

5.4.2018 Rektor Háskóla Íslands fellst á þá niðurstöðu í skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar vegna plastbarkamálsins að vinnubrögð Tómasar Guðbjartssonar, prófessors við læknadeild HÍ og yfirlæknis á Landspítalanum, hafi verið aðfinnsluverð. Meira »

Tómas snýr aftur um áramótin

22.12.2017 Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir snýr aftur til starfa á Landspítalanum um áramótin. Hann var sendur í leyfi 7. nóvember „í ljósi heildarhagsmuna“ eins og það var orðað vegna aðildar hans að plastbarkamálinu. Óskar Einarsson lungnalæknir er snúinn aftur til starfa eftir leyfi. Meira »

Vill að vísindasiðanefnd útbúi reglur

21.12.2017 Landspítalinn hefur sent vísindasiðanefnd bréf þar sem óskað er eftir að útbúnar verði leiðbeinandi reglur um mörkin milli gagnarannsókna annars vegar og vísindarannsókna á mönnum hins vegar. Meira »

Taka mál Macchiarini upp að nýju

20.12.2017 Ríkissaksóknari Svíþjóðar ætlar að skoða mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini að nýju. Þar á meðal ákæru sem fallið var frá á hendur honum varðandi manndráp. Meira »

Hafnar því að hafa beitt blekkingum

5.12.2017 Skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Guðbjartsson lækni í svonefndu plastbarkamáli eins og Tómas hefur haldið fram. Plastbarkaígræðsla hafi verið varaáætlun við uppskurð á sjúklingi Tómasar, Andemariam Beyene. Meira »

Ekkert mál haft jafnmikil áhrif á mig

2.12.2017 Í þrjú ár hefur plastbarkamálið minnt á sig á hverjum degi í lífi Tómasar Guðbjartssonar. Hann segir frá atburðarás og þeim tilfinningum sem málið hefur vakið. Það sé erfitt að kyngja því að hafa látið blekkjast. Meira »

Var hótað uppsögn eftir plastbarkamálið

17.11.2017 Engin endir virðist vera á hneykslismálum í tengslum við plastbarkaígræðslur sem ítalski læknirinn Paolo Macciarini framkvæmdi m.a. á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Dagens Nyheter segir að læknunum sem opinberuðu málið hafi verið hótað uppsögnum eftir að þeir greindu frá grunsemdum sínum. Meira »

„Ég vissi mjög lítið um Macchiarini“

13.11.2017 Birgir Jakobsson, landlæknir og fyrrverandi framkvæmdastjóri Karolinska, segist ekki hafa komið að ráðningu Ítalans Paolos Macchiarinis þótt hann hafi skrifað undir ráðningarsamninginn. Meira »

Gríðarlegt áfall að dragast inn í málið

10.11.2017 „Við helgum okkur varðveislu lífs svo það er okkur öllum sem hér störfum gríðarlegt áfall að dragast inn í mál, með hvaða hætti sem það kann að hafa verið, sem hefur einhvern snertiflöt við ályktun um að sú helgi hafi verið rofin,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, um plastbarkamálið svonefnda. Meira »

„Hver í andskotanum ertu?“

8.11.2017 Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini er maðurinn sem blekkti Tómas Guðbjartsson til að breyta texta í tilvísun sjúklings, undir því yfirskini að þau skjöl væru ætluð siðanefnd. Macchiarini á að baki ótrúlega sögu blekkinga og svika þegar kemur að einkalífinu. Meira »

„Harma að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu“

7.11.2017 „Ég harma að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu í samskiptum við Karolinska sjúkrahúsið og Paolo Macchiarini sem ég lagði of mikið traust á,“ segir skurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson, í yfirlýsingu sem hann hefur sent á fjölmiðla. Meira »

Sendur í leyfi frá Landspítala

7.11.2017 Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir hefur verið sendur í leyfi frá störfum á Landspítalanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum og er gert „í ljósi heildarhagsmuna“ eins og það er orðað. Meira »

Rannsakar málið frekar

7.11.2017 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir skólann munu afla frekari gagna vegna plastbarkamálsins. Ótímabært sé að ræða aðgerðir vegna nýrrar skýrslu um málið. Meira »

Harmar aðkomu sína að greininni

6.11.2017 Óskar Einarsson, lungnalæknir á Landspítalanum, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu nefndar Landspítala (LSH) og Háskóla Íslands (HÍ) um svonefnt „plastbarkamál“ þar sem fram kemur meðal annars að hann hafi ekki komið að þeirri ákvörðun að leitað var til Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð varðandi annað álit á meðferðarrúrræði fyrir Erítreumanninn Andemariam Teklesenbet Beyene. Meira »

Blekktur til að breyta tilvísun

6.11.2017 Tómas Guðbjartsson var blekktur af Paolo Macchiarini í aðdraganda plastbarkaaðgerðar sem Ítalinn gerði á sjúklingi Tómasar. Tómas hafði farið þess á leit við Karolinska-sjúkrahúsið að fá faglegt mat sérfræðinga þess á því hvort laserskurður á krabbameini í lunga eða uppskurður væri mögulegur. Meira »

Skýrsla vegna plastbarkamáls kynnt

3.11.2017 Skýrsla nefndar í plastbarkamálinu verður kynnt í Norræna húsinu á mánudaginn. Þetta kemur fram á vefsíðu Landspítalans.  Meira »

Sekir um vísindalegt misferli

2.11.2017 Sænska siðanefndin Centrala etikprövningsnämnden hefur komist að þeirri niðurstöðu að ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini og meðhöfundar hans að vísindagreinum um plastbarkaígræðslur í menn hafi gerst sekir um vísindalegt misferli við greinaskrifin. Meira »