Barnavernd

Auglýsa eftir forstjóra Barnaverndarstofu

17.1. Starf forstjóra Barnaverndarstofu hefur verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 28. janúar 2019. Þetta kemur fram á vefsíðu félagsmálaráðuneytisins. Forstjóri Barnaverndarstofu stýrir starfi stofnunarinnar og heyrir undir félags- og barnamálaráðherra. Meira »

Fleiri voru ósáttir við Barnaverndarstofu

2.10. Kvartanir bárust velferðarráðuneytinu vegna framgöngu Braga Guðbrandssonar, þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, vegna fleiri mála en barnaverndarmáls í Hafnarfirði, en velferðarráðuneytið komst nýverið að niðurstöðu um að Bragi hefði ekki farið út fyrir starfssvið sitt vegna þess máls. Meira »

Sakar ráðuneytið um „klúður“

27.9. „Velferðarráðuneytið klúðraði einföldustu stjórnsýsluatriðum í athugun sinni á þessum alvarlegu árekstrum innan stjórnkerfisins í einum viðkvæmasta málaflokki sem til er,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Meira »

Tilefni til að biðjast afsökunar

27.9. „Það hafa stór orð verið látin falla í þessu máli og mér finnst alveg tilefni til þess að þeir sem hafa gert það sýni úr hverju þeir eru gerðir og biðjist afsökunar á þeim,“ segir Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, í samtali við mbl.is. Meira »

Fór ekki út fyrir verksvið sitt

26.9. Velferðarráðuneytið telur að Bragi Guðbrandsson hafi ekki farið út fyrir verksvið sitt sem forstjóri Barnaverndarstofu í tengslum barnaverndarmál í Hafnarfirði vegna samskipta við föðurafa barns sem til umfjöllunar var hjá barnaverndaryfirvöldum. Meira »

Kærð fyrir að rannsaka ekki kynferðisbrot

26.9. Lögmaður hefur lagt fram kæru til ríkissaksóknara og héraðssaksóknara vegna málsmeðferðar lögreglu eftir tilkynningar barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar um möguleg kynferðisbrot föður stúlknanna. Telur lögmaður málsmeðferðina hafa verið óeðlilega og tilkynningar um brot ekki rannsökuð. Meira »

Píratar draga hæfi ráðuneytis í efa

10.6. Þingflokkur Pírata telur að velferðarráðuneytið sé ekki réttur aðili til þess að rannsaka samskipti Barnaverndarstofu og barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu. Píratar draga í efa hæfi ráðuneytisins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu sem þingflokkur Pírata sendi frá sér síðdegis í gær. og 9 fyrir Meira »

Ráðuneytið samþykkir beiðni Braga

8.6. Velferðarráðuneytið hefur samþykkt beiðni Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu, um endurupptöku á athugun ráðuneytisins á kvörtunum þriggja barnaverndarnefnda. Meira »

Verið „afskaplega sársaukafullt“

8.6. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segist vera afskaplega ánægður með meginniðurstöður úttektar á málsmeðferð velferðarráðuneytisins á máli hans og Barnaverndarstofu. Ríkisstjórnin hefur staðfest að málið muni ekki hafa áhrif á framboð hans til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Athugasemdir gerðar við ráðuneytið

8.6. Athugasemd er gerð við hvernig velferðarráðuneytið tók á málum Barnaverndarstofu og forstjóra stofnunarinnar, Braga Guðbrandssonar. Velferðarráðuneytið gerði ekki nægjanlega mikið til þess að kanna hvort kvartanir hafi átt rétt á sér. Þetta er niðurstaða úttektar á störfum velferðarráðuneytisins. Meira »

Verklag ráðherra tekið fyrir

5.5. Verklag félags- og jafnréttismálaráðherra við yfirstjórn barnaverndarmála og upplýsingagjöf til Alþingis var tekið fyrir á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær. Þetta staðfestir Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar. Meira »

Bragi telur sig njóta trausts

2.5. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, telur sig njóta trausts til framboðs til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna og telur að umfjöllun um afskipti hans að barnaverndarmáli í Hafnarfirði hafi ekki skaðað sig. Meira »

„Rétta nefndin“ fjalli um Ásmund

2.5. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, beindi því til forseta Alþingis að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, fari yfir það hvort félags- og jafnréttismálaráðherra hafi uppfyllt lagaskyldu sína gagnvart Alþingi í máli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Meira »

Niðurstaðan gæti haft áhrif á framboð

2.5. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi að niðurstaða óháðrar úttektar á tilteknum málum á sviði barnaverndar hér á landi geti haft áhrif á framboð Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Lokaður fundur eftir bréf frá lögfræðingi

2.5. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, segir að fundur nefndarinnar með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, hafi verið gagnlegur. Til stóð að fundurinn yrði opinn en bréf frá lögfræðingi, seint í gærkvöldi, breytti því. Meira »

Gera óháða úttekt á barnaverndarmálum

2.5. Að tillögu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hefur verið ákveðið að fram fari óháð úttekt á tilteknum málum á sviði barnaverndar hér á landi, sem verið hafa til umfjöllunar í velferðarráðuneytinu og hjá velferðarnefnd Alþingis. Niðurstaða úttektarinnar mun liggja fyrir í byrjun júní. Meira »

Treystir reglum réttarríkisins

2.5. „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið þetta tækifæri til að útskýra þessi mál eins og þau blasa við mér,“ sagði Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, við mbl.is, að loknum lokuðum fundi með Velferðarnefnd Alþingis. Meira »

Fundurinn verður lokaður

2.5. Tekin hefur verið ákvörðun um fundur velferðarnefndar með Braga Guðbrandssyni verði lokaður en ekki opinn eins og áður hefur verið boðað. Meira »

Grunnforsendan einfaldlega röng

1.5. Sú grunnforsenda í frétt Stundarinnar að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi haft afskipti af máli með það að markmiði að faðir barnsins fái aðgang að því er röng. „Það er verið að ætla mér gjörð sem ég er saklaus af,“ segir Bragi. Þetta vissu nefndarmenn hefðu þeir lesið gögnin. Meira »

Ásmundur svaraði öllum

1.5. Það voru mistök Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, að ganga ekki úr skugga um hvert hann sendir tölvupóst, segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, í samtali við mbl.is Meira »

„Mígleki“ upplýsingum til Stundarinnar

30.4. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í velferðarnefnd, segir það óðs manns æði að ætla sér að ræða trúnaðarmál í velferðarnefnd á meðan ekki er hægt að halda trúnað á tölvupósti á milli nefndarmanna, án þess að hann birtist í Stundinni. Meira »

Orð ráðherra „með ólíkindum“

30.4. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi ráðherra félagsmála, segir það „með ólíkindum“ að Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra kasti rýrð á vinnu embættismanna í velferðarráðuneytinu með því að segja rannsókn ráðuneytisins ekki hafna yfir gagnrýni. Meira »

Fundurinn með Braga verður opinn

30.4. Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, næstkomandi miðvikudag verður opinn.  Meira »

Rannsóknin ekki hafin yfir gagnrýni

30.4. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra félagsmála, segir að rannsókn ráðuneytisins á kvörtunum barnaverndarnefnda vegna afskipta Braga Guðbrandssonar af barnaverndarmálum sé ekki hafin yfir gagnrýni. Hann segist hafa verið boðinn og búinn að veita velferðarnefnd gögn um málið. Meira »

Ekki fengið fund með umboðsmanni

30.4. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur ekki fengið fund með umboðsmanni Alþingis vegna þeirra mála sem vikið er að í kvörtunum tveggja barnaverndarnefnda sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Meira »

Ásmundur vill óháða rannsókn

30.4. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur óskað eftir því að óháð rannsókn fari fram á máli Braga Guðbrandssonar og Barnaverndarstofu. Meira »

Telur réttara að Halldóra segi af sér

29.4. „Formaður félagsmálanefndar Alþingis vill að ráðherra segi af sér. En ég spyr væri ekki nær að formaður félagsmálanefndar segi af sér?“ spyr Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, á vefsíðu sinni í dag þar sem hann gagnrýnir Halldóru Mogensen, formann velferðarnefndar Alþingis. Meira »

Vill fara varlega í trúnaðargögnin

29.4. „Ég hef farið mjög varlega í það að afla mér of mikilla trúnaðarupplýsinga þar sem þetta er barnaverndarmál sem er hvað mikilvægast að trúnaður ríkir um,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi velferðarnefndar Alþingis, í samtali við mbl.is. Meira »

Fundar ekki með nefndinni á morgun

29.4. Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, mun ekki sitja fund velferðarnefndar Alþingis á morgun. Á fundinum verður fjallað um kvartanir barnaverndarnefnda til félagsmálaráðuneytisins undan Braga og Barnaverndarstofu í nóvember í fyrra og aðkomu ráðherra að þeim málum. Meira »

Bragi leitar til umboðsmanns Alþingis

29.4. Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis á morgun og óska eftir því að hann taki til skoðunar þau mál sem vikið er að í kvörtunum tveggja barnaverndarnefnda sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarið. Meira »