Biggest Loser Ísland 4 - Kynning á keppendum

Fékk unglingaveikina og hékk í sjoppunni

21.9.2017 „Ég er búinn að vera að leita eftir smá sparki í rassgatið í smá tíma til að reyna að koma mér í form,“ segir Almar Þór Þorgeirsson, keppandi í Biggest Loser Ísland. Fyrsti þátturinn hefst í kvöld. Meira »

Engu að tapa nema aukakílóunum

21.9.2017 „Ég sá bara auglýsingu og ákvað að slá á þetta bara og prófa. Ég hafði engu að tapa, nema kannski kílóum, ef ég næði að komast inn,“ segir Daria Richardsdóttir, keppandi í Biggest Loser Ísland sem hefur göngu sína að nýju í kvöld. Meira »

Sterkari fyrir vikið í kjölfar eineltis

21.9.2017 „Ég hef alltaf verið stærri en hinir og var alveg strítt og lögð í einelti fyrir það,“ segir Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir, keppandi í Biggest Loser Ísland. Hún lét stríðnina og þó aldrei á sig fá. Meira »

Keppnin „gott spark í rassgatið“

20.9.2017 „Þetta hjálpaði mikið og var gott spark í rassgatið miðað við hvað maður var kominn út í,“ segir Hjörtur Aron Þrastarson um þátttöku sína í Biggest Loser Ísland. Hjörtur er 27 ára gamall og starfar í álverinu á Reyðarfirði en hann flutti úr höfuðborginni og austur á firði árið 2008. Meira »

„Alltaf liðið vel í eigin líkama“

20.9.2017 Helsta ósk Eyglóar Jóhannsdóttur með þátttöku sinni í Biggest Loser Ísland var að hún gæti fundið leið til þess að halda jafnvægi og liðið vel. Líkamsformið var farið að há henni dálítið í lífi og starfi en aðallega óttaðist hún þó að verða sjúklingur vegna ofþyngdar. Meira »

Í fráhvörfum frá „sykurdraslinu“

20.9.2017 „Jórunn frænka mín var að hvetja mig í þetta,“ segir hinn 19 ára gamli Svanur Áki Ben Pálsson, um hvernig það kom til að hann ákvað að skrá sig til leiks í fjórðu þáttaröðinni af Biggest Loser Ísland sem hefur göngu sína á morgun. Meira »

„Eitt það erfiðasta sem ég hef gert í lífinu“

17.9.2017 „Ég er búin að þurfa að leita mér núna aðstoðar annars staðar, hjá sálfræðing og svoleiðis og ég er alveg bara opin með það,“ segir Ólafía Kristín Norðfjörð, keppandi í Biggest Loser. Meira »

„Ég hef alltaf verið feiti gaurinn“

15.9.2017 „Ég var alltaf feiti strákurinn í bekknum,“ segir Guðjón Bjarki Ólafsson sem er meðal keppenda í fjórðu þáttaröðinni af Biggest Loser Ísland sem hefur göngu sína 21. september. Meira »

Ekki bara „feitabollur að væla“

14.9.2017 „Ég var orðinn 196 kíló þegar ég var sem mestur og var í lyftingum en mig langaði ekkert að vera svona þungur. Þetta var farið að hafa áhrif á allt sem ég gerði,“ segir Ragnar Anthony Svanbergsson. Ragnar er einn tólf keppenda í fjórðu þáttaröðinni af Biggest Loser Ísland. Meira »

Allt fór úr böndunum eftir sambandsslit

13.9.2017 „Þetta háði mér rosalega í samskiptum við annað fólk almennt. Mér fannst ég ekki nógu góð fyrir einn né neinn,“ segir Dagný Ósk Bjarnadóttir, keppandi í Biggest Loser Ísland. Meira »

Stundaði allar íþróttir sem voru í boði

13.9.2017 „Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki tekið þátt. Það var bara þetta eða þá að ég væri bara komin á endastöð,“ segir Arna Vilhjálmsdóttir, þátttakandi í Biggest Loser Ísland. Meira »

Vissi ekki að hann væri skráður

12.9.2017 „Ég var skráður af vinnufélögum mínum í keppnina, þeir sögðu mér ekki frá því,“ segir Helgi Már Björnsson sem er meðal keppenda í fjórðu þáttaröð Biggest Loser Ísland sem senn hefur göngu sína. „Ég fékk bara símhringingu og það var bara spurt hvort ég vildi koma í viðtal og ég sagði bara já.“ Meira »