Bílaleigan Procar

Getur kannað rétta kílómetrastöðu

12.3. Bílaumboðið Askja, sem er umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz- og KIA-bifreiðar á Íslandi, hefur ákveðið að bjóða eigendum slíkra bifreiða upp á að staðreyna að kílómetrastaða akstursmæla bifreiðanna gefi rétta mynd af raunverulegum akstri þeirra. Meira »

Gögnin frá Procar stemmdu ekki

12.3. Haft var eftir Jóni Trausta Ólafssyni, framkvæmdastjóra Öskju, í fréttaskýringaþættinum Kveik í Ríkisútvarpinu í kvöld að komið hefði í ljós að gögn frá lögmannsstofunni Draupni, sem annast málið fyrir Procar, stemmdu ekki. Meira »

Vilja bílaleigubíla í skoðun árlega

27.2. Samtök verslunar og þjónustu telja nauðsynlegt að auka tíðni aðalskoðunar bílaleigubíla eftir að í ljós kom að kílómetrasvindl væri stundað hér á landi. Samtökin segja eðlilegt að bílaleigubílar fái aðalskoðun ár hvert eins og leigubílar. Meira »

Lögregla hvött til að hraða rannsókn

26.2. Hagsmunaaðilar ræddu aðgerðir „til að bregðast við því óöryggi og tjóni sem hefur skapast vegna ólögmætrar sölu bílaleigubíla með falsaðri kílómetrastöðu“ á fundi á föstudag og hvetja meðal annars lögreglu til að hraða rannsókn á máli Procar. Meira »

Bregðast við með viðeigandi hætti

20.2. „Við erum að bregðast við með viðeigandi hætti,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, í samtali við mbl.is, spurð út í það hvort Samgöngustofa vinni að því að svipta einhverja bílaleigu starfsleyfi sínu. Meira »

Áhrif sviksamlegra aðgerða víðtæk

20.2. „Þessar fregnir eru sláandi og um leið sorglegt að aðilar fari slíkar leiðir í þeim eina tilgangi að hagnast á kostnað annarra,“ segir í tilkynningu frá bílaumboðinu Bernhard, vegna svindls bílaleigunnar Procar. Fyrirtækið hvetur áhyggjufulla viðskiptavini til að setja sig í samband. Meira »

Hyggst hafa samband við viðskiptavini

20.2. Bifreiðaumboðið BL hyggst hafa samband við alla viðskiptavini fyrirtækisins sem keypt hafa bifreiðar í gegnum það sem áður voru í eigu bílaleigunnar Procar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa átt við kílómetramæli fjölda bifreiða sem hún voru í hennar eigu sem síðan voru seldar áfram. Meira »

Tortryggnin hefur aukist

19.2. Vika er liðin frá því að fréttaskýringarþátturinn Kveikur uppljóstraði um svik bílaleigunnar Procar og Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar segist finna fyrir því að tortryggni þeirra sem eru að kaupa bíla hafi aukist. Hann segir ávinninginn af svindli sem þessu geta verið mikinn. Meira »

Hjálpa viðskiptavinum Procar

19.2. Bíleigendur sem eiga bíla af þeim tegundum sem Brimborg er umboðsaðili fyrir og hafa keypt þá af bílaleigunni geta haft samband við starfsmenn Brimborgar, sem munu „gera allt sem í þeirra valdi stendur við að komast að því hvort átt hafi verið við km. stöðu bílanna“. Meira »

Keyptu níu „svindl-bíla“ árið 2017

18.2. Rekstraraðilar bílaleigu sem keypti notaða bílaleigubíla af gerðinni Suzuki Jimny af bílaleigunni Procar árið 2017 voru undrandi og hálfslegnir er blaðamaður hafði samband og sagði þeim að átt hefði verið við kílómetramælana í a.m.k. níu bílum sem nú eru í eigu fyrirtækisins. Meira »

Svindlið nær allt til 2018

18.2. Gögn sem mbl.is hefur undir höndum og blaðamaður hefur borið saman við upplýsingar úr ökutækjaskrá Samgöngustofu, sýna að bílar frá Procar sem átt var við árið 2016 voru seldir alveg fram til áranna 2017 og 2018, bæði til fyrirtækja og einstaklinga. Meira »

„Þeir eru óheiðarlegir“

15.2. Alþjóðlega bílaleiguvefsíðan Auto Europe er hætt viðskiptum við íslensku bílaleiguna Procar. Sú ákvörðun var tekin í dag, að sögn forstjóra fyrirtækisins, Imad Khalidi, sem svaraði fyrirspurn mbl.is í kvöld. Meira »

Hætta samstarfi við Procar

15.2. Ferðasölufyrirtækið Guide to Iceland hefur slitið samstarfi sínu við bílaleiguna Procar, sem hefur orðið uppvís að umfangsmiklu svindli. Þetta staðfestir Ólafur Ólafsson, rekstrarstjóri hjá fyrirtækinu, í samtali við mbl.is. Meira »

Stjórnvöld verði að taka á málinu

14.2. „Við teljum mjög mikilvægt á þessu stigi að einhver opinber aðili stígi fram,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), í samtali við mbl.is um mál bílaleigunnar Procar. Meira »

Vísa Procar úr SAF

13.2. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa vísað bílaleigunni ProCar ehf. úr samtökunum og fara fram á eftirlitsúttekt til að eyða óvissu um sölu notaðra bílaleigubíla. Tilefnið er umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV í gærkvöldi þar sem fjallað var um bílaleiguna ProCar ehf. Meira »

Endurskoða starfsleyfi ef dómur fellur

13.2. Samgöngustofa hefur heimild til að endurskoða útgefin starfsleyfi bílaleiga ef grundvöll brestur. Til þess að fara í slíka endurskoðun þarf dómur að hafa verið felldur gagnvart viðkomandi fyrirtæki. Meira »

Tugir haft samband vegna Procar

13.2. Tugir manna hafa haft samband við Draupni lögmannsþjónustu í von um að fá bætur vegna viðskipta sinna við bílaleiguna Procar. Meira »

Funda í dag vegna Procar

13.2. Bílaleigunefnd Samtaka ferðaþjónustunnar mun funda í dag vegna umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um að bílaleigan Procar hafi átt við kílómetrastöðuna á bílum sínum áður en þeir voru leigðir út til ferðamanna og á endanum seldir. Meira »

Biðjast afsökunar og bjóða bætur

12.2. „Þessum inngripum í akstursskráningu bílanna var hætt árið 2015. Sá sem bar ábyrgð á þessari framkvæmd hefur hætt störfum og kemur ekki lengur nálægt rekstri fyrirtækisins. Þennan dómgreindar- og trúnaðarbrest er ekki hægt að afsaka en fyrirtækið hefur fullan vilja til að bæta hlut þeirra sem urðu sannanlega fyrir tjóni í þessum viðskiptum.“ Meira »

Bílaleiga sögð breyta kílómetrastöðu

12.2. Fyrrverandi starfmaður bílaleigunnar Procar sem ræddi við fréttaskýringarþáttinn Kveik á RÚV í skjóli nafnleyndar, segir að bílaleigan hafi átt við kílómetrastöðuna á bílaleigubílum, áður en þeir voru svo leigðir út til ferðamanna og á endanum seldir, sem notaðir bílar til neytenda hér á landi. Meira »