Birna Brjánsdóttir

Aðferðir lögreglu gagnrýndar

23.11. Aðferðir lögreglumanna í skýrslutökum yfir Thomas Møller Olsen, sem Landsréttur dæmdi í dag í 19 ára fangelsi vegna morðsins á Birnu Brjánsdóttur, eru gagnrýndar í dóminum. Meira »

Föt og púsl ekki hluti af sakarkostnaði

23.11. Landsréttur fjallar um sakarkostnað í dómi sínum yfir Thomas Frederik Møller Olsen, sem var dæmdur í 19 ára fangelsi í dag fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Meira »

Thomas Møller dæmdur í 19 ára fangelsi

23.11. Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Ol­sen hefur verið dæmdur til 19 ára fangelsisvistar í Landsrétti fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur 14. janúar í fyrra og fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Dómur Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrra var staðfestur. Meira »

Dómur yfir Thomasi Møller kveðinn upp í dag

23.11. Dómur yfir grænlenska skipverjanum Thomasi Møller Ol­sen verður kveðinn upp í Landsrétti klukkan 14:00 í dag. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra og stórfellt fíkniefnabrot en Thomas áfrýjaði dómnum. Meira »

Dregur sekt Møller Olsen í efa

29.10. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsen fyrir Landsrétti, sagði í munnlegum málflutningi sínum að „uppleggið hjá ákæruvaldinu“ og þeim sem rannsökuðu morðið á Birnu Brjánsdóttur hefði verið að þar sem Thomas hefði eytt tíma í að þrífa Kia Rio-bílaleigubílinn, hlyti hann að vera sekur. Meira »

Refsing héraðsdóms „síst of þung“

29.10. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði í munnlegum málflutningi sínum í máli Thomasar Møller Olsen nú síðdegis, að sönnunargögn málsins sýndu að enginn skynsamlegur vafi væri uppi um hvort Thomas hefði svipt Birnu Brjánsdóttur lífi. Því bæri Landsrétti að sakfella hann. Meira »

Breytir engu í framburði sínum

29.10. Thomas Møller Olsen kom fyrir Landsrétt í morgun og staðfesti þar þann framburð sem hann veitti fyrir dómi í héraði. Hann sagðist engu vilja bæta við, né breyta. Skýrslutökum í málinu er nú lokið. Meira »

Aðalmeðferð yfir Thomasi hefst í dag

29.10. Í dag hefst aðalmeðferð í Landsrétti í dómsmáli gegn Thom­asi Møller Ol­sen, sem í héraði var dæmd­ur í nítj­án ára fang­elsi fyr­ir að hafa myrt Birnu Brjáns­dótt­ur 14. janú­ar í fyrra. Gert er ráð fyrir að skýrslutökur standi yfir í dag, en ekki er ljóst hvort málflutningur klárist í dag eða á morgun. Meira »

Þarf ekki að máta úlpuna í dómsal

24.10. Thomas Møller Ol­sen mun ekki þurfa að máta úlpu við aðalmeðferð í Landsrétt, en deilt er um hvort hann hafi getað klæðst henni. Mátaði Thomas úlpuna hjá lögreglu og verða myndir af því lagðar fram. Þetta var meðal þess sem kom fram í undirbúningsþinghald í dag, en aðalmeðferð fer fram í næstu viku. Meira »

Takmarka umfjöllun beint úr dómsal

24.10. Umfjöllun fjölmiðla frá aðalmeðferð í dómsmáli gegn Thomasi Møller Ol­sen, sem dæmd­ur var í nítj­án ára fang­elsi fyr­ir að hafa myrt Birnu Brjáns­dótt­ur 14. janú­ar í fyrra og stór­fellt fíkni­efna­brot, verður takmörkuð þegar vitnaleiðslur fara fram. Meira »

Thomas vill mæta aftur í skýrslutöku

20.9. Thomas Møller Ol­sen, sem dæmdur var í nítj­án ára fang­elsi fyr­ir að hafa myrt Birnu Brjáns­dótt­ur í janú­ar í fyrra og stór­fellt fíkni­efna­brot, mun mæta í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti þegar það verður tekið fyrir. Mun hann auk þess máta úlpu sem deilt er um í málinu. Meira »

Þinghald í máli Thomasar á þriðjudag

5.9. Undirbúningsþinghald í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen, sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur, mun fara fram í Landsrétti 11. september næstkomandi. Meira »

Kílómetrafjöldinn passar við nýtt mat

10.7. Óútskýrður akstur Thomasar Møller Olsen að morgni 14. janúar er 190 kílómetrar, en ekki að lágmarki 140 kílómetrar eins og hafði komið fram við aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi. Þar með er opið fyrir að Thomas hafi getað ekið alla leið að Óseyrarbrú, en ekki bara að Vogaósum. Meira »

Komið fyrir í Ölfusá

6.7. Líkami Birnu Brjánsdóttur var settur í Ölfusá, við Óseyrarbrú, þaðan sem hann rak á einni viku upp í fjöru skammt vestan við Selvogsvita, þar sem hann fannst eftir mikla leit 20. janúar 2017. Meira »

Áttu ekkert með að setja krans á leiðið

28.3. Áhöfn togarans Polar Nanuk, sem lagði nýverið blómsveig á leiði Birnu Brjánsdóttur, átti ekkert með að gera það án samráðs og leyfis hjá nánustu aðstandendum. Þetta segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma. Meira »

Lögðu krans á leiði Birnu

20.3. Skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq létu fyrir skömmu leggja krans á leiði Birnu Brjánsdóttur. Vildu skipverjarnir með þessu minnast þess að rúmt ár er frá láti Birnu. Meira »

Fær ekki upplýsingar um mál Birnu

8.1.2018 Úrskurðanefnd upplýsingamála hefur hafnað beiðni einstaklings sem vildi fá aðgang að gögnum sakamáls hjá embætti héraðssaksóknara sem tengdist morði á Birnu Brjánsdóttur, en Thomas Møller Olsen var dæmdur í 19 ára fangelsi í héraðsdómi vegna þess. Meira »

Málið sem skók íslensku þjóðina

23.12.2017 Gríðarlegt álag er á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að miðað við verkefnin sem hafa komið upp á undanförnum misserum hefðu 100 manns nóg að gera. Starfsmenn deildarinnar eru aftur á móti aðeins 45 talsins. Meira »

Nýr matsmaður fenginn í mál Thomasar

1.12.2017 Fyrir viku síðan úrskurðaði héraðsdómur að fenginn yrði nýr matsmaður til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir í sjó. Í haust var Thomas Møller Ol­sen fundinn sekur um að hafa myrt Birnu, en deilt er um hvar Birnu var komið fyrir og hvort Thomas hafi getað gert það. Meira »

Mál Thomasar fer líklega fyrir Landsrétt

1.11.2017 Allar líkur eru á því að áfrýjun Thomasar Møller Olsen, sem var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og umfangsmikið fíkniefnasmygl, fari fyrir Landsrétt en ekki Hæstarétt. Meira »

Spurningum ósvarað um lögmæti handtöku

9.10.2017 Dr. Bjarni Már Magnússon, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir spurningum ósvarað í tengslum við handtöku lögreglu á Thomas Möller Olsen, sem nýlega var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að bana Birnu Brjánsdóttur. Meira »

Thomas áfrýjar dómi

9.10.2017 Verjandi Thomasar Møller Olsen hefur fyrir hans hönd áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. Þar var Thomas dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að hafa myrt Birnu Brjáns­dótt­ur 14. janú­ar á þessu ári og stórfellt fíkniefnabrot. Meira »

Efast um lögmæti handtökunnar

8.10.2017 Bjarni Már Magnússon, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, telur vafa leika á lögmæti handtöku Thomasar Möllers Olsens um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Meira »

„Ákærði á sér engar málsbætur“

29.9.2017 „Ákærði á sér engar málsbætur,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness sem kveðinn var upp í dag. Niðurstaða dómsins er að Thomas Möller Olsen, skipverji á togaranum Polar Nanoq, sæti nítján ára fangelsi fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Meira »

Ásetningur og alvarleiki þyngdu dóminn

29.9.2017 Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari segir að í dómsorði komi fram að alvarleiki brotsins og ásetningurinn sem fólst í því að koma líki Birnu fyrir í sjó hafi þyngt dóminn yfir Thom­asi Möller Ol­sen. Meira »

Thomas Möller fær 19 ára dóm

29.9.2017 Grænlendingurinn Thomas Möller Olsen hefur verið dæmdur til 19 ára fangelsisvistar fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur 14. janúar á þessu ári. Dómur þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness nú rétt í þessu. Meira »

Dómur kveðinn upp í Birnumáli á morgun

28.9.2017 Á morgun kl. 13:30 verður dómur kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í máli héraðssaksóknara gegn Thomasi Fredrik Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur þann 14. janúar síðastliðinn. Meira »

Rökrétt að fara fram á 18 ár

1.9.2017 „Nú er það dómstóla að taka ákvörðun,“ sagði Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari eftir að dómþingi í aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Fredrik Møller Olsen sem ákærður er fyr­ir að hafa banað Birnu Brjáns­dótt­ur, var slitið í dag. Meira »

Gerir nokkrar athugasemdir í andsvari

1.9.2017 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sem sækir málið á hendur Thomasi Möller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur þann 14. janúar síðastliðinn gerir nokkrar athugasemdir við munnlegan málflutning verjanda í andsvari sínu. Meira »

Aðalmeðferð lokið í máli S-127

1.9.2017 Aðalmeðferð í sakamáli S-127/2017, máli ákæruvaldsins gegn Møller Olsen er nú lokið. Niðurstöðu er að vænta innan fjögurra vikna. Meira »

Aðalmeðferð í Birnumálinu

Síðasti dagur aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Møller Olsen.

Færslur uppfærast á tuttugu sekúndna fresti.

23.11.

Aðferðir lögreglu gagnrýndar

Aðferðir lögreglumanna í skýrslutökum yfir Thomas Møller Olsen, sem Landsréttur dæmdi í dag í 19 ára fangelsi vegna morðsins á Birnu Brjánsdóttur, eru gagnrýndar í dóminum.
Meira »

23.11.

Föt og púsl ekki hluti af sakarkostnaði

Landsréttur fjallar um sakarkostnað í dómi sínum yfir Thomas Frederik Møller Olsen, sem var dæmdur í 19 ára fangelsi í dag fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur.
Meira »

23.11.

Thomas Møller dæmdur í 19 ára fangelsi

Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Ol­sen hefur verið dæmdur til 19 ára fangelsisvistar í Landsrétti fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur 14. janúar í fyrra og fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Dómur Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrra var staðfestur.
Meira »

23.11.

Dómur yfir Thomasi Møller kveðinn upp í dag

Dómur yfir grænlenska skipverjanum Thomasi Møller Ol­sen verður kveðinn upp í Landsrétti klukkan 14:00 í dag. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra og stórfellt fíkniefnabrot en Thomas áfrýjaði dómnum.
Meira »

29.10.

Dregur sekt Thomasar Møller Olsen í efa

Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsen fyrir Landsrétti, sagði í munnlegum málflutningi sínum að „uppleggið hjá ákæruvaldinu“ og þeim sem rannsökuðu morðið á Birnu Brjánsdóttur hefði verið að þar sem Thomas hefði eytt tíma í að þrífa Kia Rio-bílaleigubílinn, hlyti hann að vera sekur.
Meira »

29.10.

Refsing héraðsdóms „síst of þung“

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði í munnlegum málflutningi sínum í máli Thomasar Møller Olsen nú síðdegis, að sönnunargögn málsins sýndu að enginn skynsamlegur vafi væri uppi um hvort Thomas hefði svipt Birnu Brjánsdóttur lífi. Því bæri Landsrétti að sakfella hann.
Meira »

29.10.

Breytir engu í framburði sínum

Thomas Møller Olsen kom fyrir Landsrétt í morgun og staðfesti þar þann framburð sem hann veitti fyrir dómi í héraði. Hann sagðist engu vilja bæta við, né breyta. Skýrslutökum í málinu er nú lokið.
Meira »

29.10.

Aðalmeðferð yfir Thomasi hefst í dag

Í dag hefst aðalmeðferð í Landsrétti í dómsmáli gegn Thom­asi Møller Ol­sen, sem í héraði var dæmd­ur í nítj­án ára fang­elsi fyr­ir að hafa myrt Birnu Brjáns­dótt­ur 14. janú­ar í fyrra. Gert er ráð fyrir að skýrslutökur standi yfir í dag, en ekki er ljóst hvort málflutningur klárist í dag eða á morgun.
Meira »