Biskupskjör 2012

Fyrsti kvenbiskupinn vígður

20.6.2012 Séra Agnes M. Sigurðardóttir verður vígð sem 57. biskup Íslands á sunnudaginn kemur í Hallgrímskirkju, talið frá Ísleifi Gissurarsyni, fyrsta biskupnum í Skálholti, sem vígður var árið 1056 af páfanum í Róm. Biskupsembættið hefur því verið lengst við lýði allra stjórnunarembætta á Íslandi. Meira »

Framboðsfrestur rann út í dag

29.2.2012 Engir bættust við á síðustu stundu í hóp frambjóðenda til biskupsembættis, en framboðsfrestur rann út í dag. Alls hafa átta boðið sig fram og ekki er útséð um að þeir verði fleiri, þar sem endanlegur fjöldi frambjóðenda mun liggja fyrir eftir tvo daga vegna þess að einhverjir gætu tilkynnt um framboð sín bréflega. Meira »

Gunnar Sigurjónsson býður sig fram

5.2.2012 Sr. Gunnar Sigurjónsson hefur lýst yfir framboði sínu til embættis biskups. Gunnar er prestur í Digraneskirkju í Kópavogi.  Meira »

Reglum um kosningar breytt

4.2.2012 Aukakirkjuþingi er lokið, en á því var samþykkt að breyta reglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa. Forseti kirkjuþings vill að allir trúnaðarmenn kirkjunnar fái kosningarétt. Meira »

Kjörskrá í biskupskjöri lögð fram

1.2.2012 Kjörskrá vegna biskupskjörs hefur verið lögð fram. Á kjörskránni eru 492. Frestur til að gera athugasemd við kjörskránna rennur út 9. febrúar. Meira »

Þórhallur gefur kost á sér

31.1.2012 Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis biskups Íslands.  Meira »

Gefur kost á sér í biskupskjöri

29.1.2012 Agnes M. Sigurðardóttir, prestur í Bolungarvík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti biskups Íslands.  Meira »

Ekki rafræn kosning í biskupskjöri

27.1.2012 Tillaga verður lögð fram á aukakirkjuþingi sem kemur saman 4. febrúar um að ekki verði viðhöfð rafræn kosning við kjör biskups Íslands. Kjörstjórn telur ákveðin tormerki á að kosningar verði rafrænar eins og starfsreglur kveða á um. Meira »

Þórir Jökull býður sig fram í embætti biskups

25.1.2012 Þórir Jökull Þorsteinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis biskups Íslands.   Meira »

Stefnir í allt að sex biskupskosningar

21.1.2012 Svo getur farið að sex biskupskosningar fari fram á Íslandi næstu sex mánuðina.   Meira »

Sigurður Árni verður í kjöri

20.1.2012 Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti biskups Íslands.   Meira »

Kristján Valur verður í kjöri

19.1.2012 Séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti biskups Íslands, en reiknað er með að kjörið fari fram í mars. Meira »

Þörf á miklu umbótatímabili

18.1.2012 „Kirkjan þarf alltaf á siðbót að halda og framundan er þörf mikils umbótatímabils í Þjóðkirkjunni,“ segir í yfirlýsingu sem Sigríður Guðmarsdóttir sóknarprestur í Guðríðarkirkju hefur sent frá sér en hún greindi frá því í dag að hún hyggist gefa kost á sér til embættis biskups Íslands í kosningum næsta vor. Meira »

Séra Sigríður í framboð

18.1.2012 Séra Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur við Guðríðarkirkju í Grafarholti, ætlar að gefa kost á sér til embættis biskups Íslands. Þetta kom fram í viðtali við hana í Síðdegisútvarpinu á Rás 2. Meira »

Biskupskjörið undirbúið

18.1.2012 Kirkjuráð beindi í dag þeim tilmælum til kjörstjórnar við væntanlegt biskupskjör að lögð yrði fram kjörskrá er miðaðist við 1. febrúar. Meira »