BK-44 málið

Sérstakur saksóknari ákærði fjóra fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu bankans til félagsins BK-44 í nóvember 2007.

Ranglega aftur að sakborningi

4.12.2015 Dómararnir í svonefndi BK-44 voru ekki alfarið á einu máli þegar dómur í málinu var kveðinn upp í Hæstarétti í gær og skilaði einn dómaranna, Ólafur Börkur Þorvaldsson, séráliti þess efnis að vísa bæri málinu frá héraðsdómi hvað varðaði einn hinna ákærðu. Meira »

Dómar í BK-44 máli mildaðir

3.12.2015 Hæstiréttur mildaði dóm héraðsdóms í svokölluðu BK-44 máli. Birkir Krist­ins­son og Elmar Svavars­son voru dæmdir í fjögurra ára fangelsi, en þeir hlutu fimm ára dóm hvor í héraðsdómi. Dómur yfir Jó­hann­esi Bald­urs­syni var mildaður úr fimm árum í þrjú ár. Meira »

Allir hafa áfrýjað til Hæstaréttar

25.6.2014 Elmar Svavarsson, Jóhannes Baldursson og Magnús Arnar Arngrímsson hafa allir áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem féll á mánudag í svokölluðu BK-44-máli, til Hæstaréttar. Meira »

„Ekki réttur dómur“

23.6.2014 „Við teljum að dómarinn sé í villu um staðreyndir,“ segir Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Elmars Svavarssonar sem var dæmdur í 5 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í BK-44 málinu svo kallaða. Meira »

Birkir áfrýjar til Hæstaréttar

23.6.2014 „Dómurinn kom Birki verulega á óvart, þar sem hann átti von á því að málinu yrði vísað frá eða hann sýknaður,“ segir Ólafur Eiríksson verjandi Birkis Kristinssonar sem var í dag dæmdur í 5 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hlutdeild í BK-44 málinu svonefnda. Áfrýjun verður lögð fram í dag. Meira »

Birkir í fimm ára fangelsi

23.6.2014 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Birki Kristinsson, Elmar Svavarsson og Jóhannes Baldursson í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að BK-44-málinu svonefnda. Þá var Magnús Arnar Arngrímsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Dæmt var fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í tengslum við lán til BK-44. Meira »

Upplýsingar í dómi Hæstaréttar rangar?

7.6.2014 Starfsmaður slitastjórnar Glitnis hefur staðfest við lögmann Birkis Kristinssonar að félagið BK-44 hafi aðeins fengið peningamarkaðslán að fjárhæð 3.8 milljarða króna í nóvember 2007 en ekki einnig rúmlega 17 milljarða króna lán skömmu síðar, eins og segir í nýlegum dómi Hæstaréttar. Meira »

Fá upplýsingar um gríðarhá lán

4.6.2014 Dómkvaddir matsmenn í máli Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins gegn Glitni banka fá upplýsingar um nærri níutíu milljarða króna lánveitingar til nokkurra félaga á síðari hluta ársins 2007 og fyrri hluta árs 2008. Í flestum tilvikum voru lánin notuð til að kaupa hluti í Glitni, með veði í bréfunum. Meira »

BK-44 ekki neitt skúffufélag

28.5.2014 Eignarhaldsfélagið BK-44 var með sex milljarða króna í eigið fé, samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2007. Verjandi Birkis Kristinssonar, eiganda BK-44, gerði þetta að umtalsefni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þegar málflutningur í BK-44-málinu fór fram. Meira »

Hagar sér bara eins og miðlari

28.5.2014 „Hann hagar sér bara eins og verðbréfamiðlari,“ sagði Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Elmars Svavarssonar í BK-44-málinu. Hann sagði Elmar ekki í hafa verið í aðstöðu til að taka ákvarðanir í umræddu máli en tekið við fyrirmælum yfirmanna sinna og framkvæmt það sem honum var gert að gera. Meira »

Á sjö síðum af tvö þúsund

28.5.2014 „Samtímagögn sýna að skjólstæðingur minn átti enga aðild að þessu máli,“ sagði Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baldurssonar í BK-44-málinu. Hann tók saman möppu úr tvö þúsund skjölum sem lögð voru fram af hálfu sérstaks saksóknara og er nafn Jóhannesar á sjö þeirra. Meira »

Fangelsi fyrir minnisleysi?

28.5.2014 „Sérstakur saksóknari fer fram á fjögurra ára fangelsi yfir skjólstæðingi mínum fyrir að muna ekki eftir aðdraganda að sendingu einfalds tölvupóstar,“ sagði Helgi Birgisson, verjandi Magnúsar Arnar Arngrímssonar sem ákærður er í svonefndu BK-44-máli, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

Ekkert var uppfyllt

28.5.2014 Engin lánabeiðni var útbúin, engar tryggingar lágu fyrir, ekki var samið um lánakjör, ekkert mat gert á áhættu eða endurgreiðslugetu og tilgangur lánsins lá ekki fyrir. Glitnir gat aðeins tapað. Þetta sagði sérstakur saksóknari vegna lánveitingar til BK-44 og uppgjörs á viðskiptum við sama félag. Meira »

Varla gert til að fela slóðina

27.5.2014 Tveir starfsmenn á afleiðuborði Glitnis banka gátu ekki útilokað við skýrslutöku fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa í nóvember 2007 fengið meldingu um valrétti, hvort sem er á minnismiða eða í gegnum spjallforrit, vegna lánveitingar til félagsins BK-44 og gleymt að færa hann í kerfi bankans. Meira »

Óskráð samskipti með spjallforriti

27.5.2014 Starfsmenn Glitnis banka áttu í miklum samskiptum í gegnum spjallforritið MSN á meðan bankinn var starfandi. Þau samskipti voru ekki skráð og eru því ekki á meðal þeirra gagna sem sérstakur saksóknari lagði hald á við húsleitir sínar í tengslum við rannsókn á lögbrotum frömdum innan bankanna. Meira »

Vissi ekki af tveggja milljarða tapi

26.5.2014 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, fékk ekki vitneskju um uppgjör eignarhaldsfélagsins BK-44 í júlí 2008 sem fól í sér tveggja milljarða króna tap fyrir Glitni banka. Hann sagðist ekkert hafa þekkt til 3,8 milljarða króna lánveitingar Glitnis banka til BK-44 í nóvember 2007. Meira »

Aðalmeðferð í BK-44 málinu í júní

1.2.2014 Sérstakur saksóknari, verjendur og dómari féllust við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær á að aðalmeðferð í BK-44 málinu svonefnda fari fram fyrstu vikuna í júní. Í málinu eru fjórir fyrrverandi starfsmenn Glitnis ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga. Meira »

Birkir neitar sök

11.12.2013 Birkir Kristinsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, neitaði sök er fyrirtaka fór fram í máli sérstaks saksóknara sem hefur ákært fjóra fyrirverandi starfsmenn Glitnis vegna 3,8 milljarða króna lánveitingar bankans til félagsins BK-44. Birkir var sá eini sem átti eftir að taka afstöðu til ákærunnar. Meira »

Mál á hendur Birki heldur áfram

31.10.2013 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun frávísunarkröfu Birkis Kristinssonar en hann er einn fjögurra starfsmanna Glitnis sem sérstakur saksóknari ákærði vegna 3,8 milljarða króna lánveitingar bankans til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Úrskurðurinn er ekki kæranlegur og heldur málið því áfram. Meira »

Glitnismenn neituðu sök

4.9.2013 Þrír starfsmenn sem allir störfuðu hjá Glitni banka neituðu sök þegar mál sérstaks saksóknara gegn þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mennirnir eru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot gegn lögum um ársreikninga. Meira »

Starfsmenn Íslandsbanka sendir í leyfi

3.7.2013 Íslandsbanki hefur sent tvo starfsmenn í leyfi en sérstakur saksóknari gaf út ákæru á hendur þeim fyrir síðustu helgi. Mennirnir eru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot gegn lögum um ársreikninga. Tveir menn til viðbótar eru ákærðir er fjórmenningarnir störfuðu allir hjá Glitni banka. Meira »