Boko Haram

Nígerísku hryðjuverkasamtökin Boko Haram eru ein hættulegustu hryðjuverkasamtök í heimi en árásir þeirra beinast oft gegn ungu fólki sem vill ganga menntaveginn.

Virtur af páfa og hinsegin fólki

15.1. Mikil sorg ríkir í Póllandi í kjölfar dauða Pawel Adamowicz, borgarstjóra Gdansk. Adamowicz var ungur er hann hóf afskipti af stjórnmálum og átti þátt í að skipuleggja stúdentamótmæli árið áður en kommúnistastjórnin féll. Hann var heiðraður af páfa og virtur af hinsegin fólki. Meira »

Skúbbuðu hernaðarleyndarmáli á forsíðu

7.1. Nígeríski herinn er sakaður um að ráðast gegn frjálsum fjölmiðlum, í kjölfar þess að hermenn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur fjölmiðils þar í landi, tóku tvo blaðamenn höndum og lögðu hald á tölvur vegna forsíðufréttar um fyrirhugaðar aðgerðir hersins gegn hryðjuverkahópnum Boko Haram. Meira »

Hauwa Liman var drepin í nótt

16.10. Vígamenn úr sveitum Boko Haram drápu Hauwa Liman sem starfaði fyrir Rauða krossinn í Nígeríu í nótt. Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins, fjallaði um mál starfssystur sinnar í erindi í Háskóla Íslands í gær. Hún var 24 ára gömul þegar hún var drepin. Meira »

Enn óttast um líf 111 nígerískra stúlkna

26.2.2018 Enn er ekki vitað hvar 111 nígerískar stúlkur eru niðurkomnar eftir að hryðjuverkasamtökin Boko Haram réðust inn í skólann þeirra og numdu þær á brott í síðustu viku. Skólinn mun ekki opna á ný og kallað er eftir aukinni öryggisgæslu. Meira »

111 stúlkna saknað í Nígeríu

21.2.2018 111 stúlkna er saknað í norðausturhluta Nígeríu eftir að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Boko Harem gerðu árás á skóla þeirra. Meira »

Fékk 15 ár fyrir ránið á skólastúlkunum

13.2.2018 Dómstóll í Nígeríu dæmdi í dag einn liðsmanna Boko Haram til fangelsisvistar fyrir þátttöku sína í ráninu á 214 stúlkum frá Chibok. Maðurinn, Haruna Yahaya, er sá fyrsti sem sem hlýtur dóm fyrir þátttöku sína í þessu fjölmenna mannráni. Meira »

Sex látnir í sjálfsmorðsárás

28.12.2017 Sex létust og að minnsta kosti 13 særðust alvarlega í sjálfsmorðsárás á markaði í norðurhluta Nígeríu í dag. Hryðjuverkasamtökin Boko Haram eru sökuð um árásina. Meira »

Boko Haram myrtu 20 manns

30.10.2017 Hryðjuverkasamtökin Boko Haram myrtu að minnsta kosti 20 manns í árásum í Kamerún og Nígeríu í dag. 11 manns var „slátrað“ í þorpinu Gouderi í norðurhluta Kamerún, að sögn varnarliða. Meira »

Boko Haram skáru 9 manns á háls

22.9.2017 Hryðjuverkasamtökin Boko Haram myrtu níu manns nýverið. Hinir myrtu voru bændur sem höfðu hafst við í flóttamannabúðum. Höfðu þeir ákveðið að fara aftur heim til sín til að huga að býlum sínum þar sem að ástandið hafi verið nokkuð „friðsælt“ um tíma þegar hryðjuverkasamtökin létu til skarar skríða. Meira »

Fá að ganga aftur í skóla

18.8.2017 106 skólastúlkur sem rænt var af vígamönnum Boko Haram í bænum Chibok í apríl árið 2014 eru nú lausar úr haldi og munu ganga aftur í skóla frá og með septembermánuði. Meira »

Rændu tugum kvenna

4.7.2017 Vígamenn hryðjuverkasamtakanna Boko Haram rændu 37 konum og skáru níu manns á háls í þorpi í suðausturhluta Níger.  Meira »

Flýja vargöld í Nígeríu

14.5.2017 Yfir 480 flóttamönnum var bjargað á Miðjarðarhafinu í gær þegar þeir reyndu að komast yfir hafið frá Norður-Afríku. Sjö lík hafa fundist, samkvæmt upplýsingum frá ítölsku strandgæslunni í morgun. Meira »

Lengi í haldi eftir að hafa verið sleppt

9.5.2017 Ein af skólastúlkunum frá Chibok neitaði að snúa aftur þegar stjórnvöld sömdu um lausn hennar við hryðjuverkasamtökin Boko Haram. Hún er í dag gift einum vígamanna samtakanna og segist hamingjusöm. Meira »

Óttast að þeim verði útskúfað

8.5.2017 Sameinuðu þjóðirnar hvetja fjölskyldur þeirra 82 stúlkna sem hryðju­verka­sam­tök­in Boko Haram rændu árið 2014 í bæn­um Chi­bok að útskúfa þeim ekki. Stúlkurnar voru leystar úr haldi í dag þegar fangaskipti fóru fram. Meira »

Áttatíu Chibok-stúlkur lausar úr haldi

6.5.2017 Að minnsta kosti 80 skólastúlkum sem voru á meðal þeirra yfir 200 stúlkna sem var rænt af hryðjuverkasamtökunum Boko Haram árið 2014 í bænum Chibok hefur verið sleppt úr haldi. Meira »

Ekkert spurst til barnanna í Damasak

1.5.2017 Yngri bræður hinnar nígerísku Yagana Bukar voru í hópi 300 barna sem Boko Haram-hryðjuverkasamtökin rændu úr bænum Damasak í Nígeríu fyrir þremur árum. Ránið á þeim Mohammed, Sadiq og hinum börnunum í bænum vakti hins vegar ekki sams konar reiði alþjóðasamfélagsins og ránið á skólastúlkunum frá Chibok. Meira »

Tíu ára framdi sjálfsvígsárás

31.1.2017 Tíu ára gömul nígerísk stúlka lést þegar sjálfsvígssprengjuvesti sem hún klæddist sprakk í bænum Banki í Borno-ríki skammt frá landamærum Kamerún. Meira »

7-8 ára sprengdu sig í loft upp

11.12.2016 Tvær ungar stúlkur, sjö eða átta ára, sprengdu sjálfar sig í loft upp á markaði í norðausturhluta Nígeríu í dag. Þær létust báðar. Einn til viðbótar féll í sprengingunni og átján særðust. Meira »

Sjálfsvígsárásir í Nígeríu

18.11.2016 Tvær sjálfsvígsárásir voru gerðar skammt frá lögreglustöð í norðausturhluta Nígeríu í nótt. Enginn lést í árásunum nema fólkið sjálft, kona og karl. Meira »

Ein af nígersku skólastelpunum fundin

5.11.2016 Skólastelpa úr hópi þeirra 270 sem var rænt af hryðuverkasamtökunum Boko Haram í Chibok bænum í Nigeríu fannst í norðurhluta héraðsins með tíu mánaða gamalt barn, að því er kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Meira »

Nauðgað af lögreglu og hermönnum

31.10.2016 Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa sakað opinbera starfsmenn í Nígeríu um að hafa beitt konur og stúlkur sem dvelja í búðum fyrir fórnarlömb Boko Haram kynferðislegu ofbeldi. Meira »

Loksins komnar heim

17.10.2016 Eftir tvö og hálft ár eru þær loksins komnar í faðm fjölskyldunnar, 21 stúlka af þeim rúmlega 200 sem var rænt í Chibok í Nígeríu af vígasveitum Boko Haram, í apríl 2014 sameinaðist fjölskyldum sínum í gær. Það voru mörg tár sem féllu af hvörmum stúlknanna og fjölskyldna þeirra í gær. Meira »

21 skólastúlka laus úr haldi

13.10.2016 Tuttugu og ein af skólastúlkunum sem var rænt í Chibok af vígasamtökunum Boko Haram í apríl 2014 er laus úr haldi, samkvæmt upplýsingum frá nígerískum yfirvöldum. Ekki kemur fram hvernig stúlkurnar losnuðu frá vígamönnum. Meira »

Amina saknar eiginmannsins

17.8.2016 Amina Ali Nkeki, unga konan sem slapp úr klóm Boko Haram í maí, saknar eiginmannsins síns og vill hitta hann á ný. Henni var rænt frá Chibok í Nígeríu í apríl árið 2014 ásamt 275 öðrum skólastúlkum. Á meðan hún var í haldi hópsins var hún gift manni og ól barn. Meira »

Gefur von um að dóttirin sleppi á lífi

16.8.2016 „Að sjá barnið sitt standandi við hliðina á hryðjuverkamanni með skotfæri um hálsinn er ekki auðvelt fyrir móður,“ segir Ester Yakubu, móðir einnar stúlknanna sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram rændu í bænum Chibok í apríl árið 2014. Meira »

Chibok-stúlkurnar sjást í myndbandi

14.8.2016 Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa sent frá sér nýtt myndband. Þar er talið að stúlkur sjáist sem þau rændu í bænum Chibok í apríl árið 2014. Meira »

Neitar leiðtogaskiptum Boko Haram

4.8.2016 Greint var frá því í gær að nýr leiðtogi hefði tekið yfir hryðjuverkasamtökin Boko Haram. Fyrrum leiðtogi samtakanna, Abubakar Shekau, hefur nú stigið fram og segist enn vera við völd. Meira »

Nýr leiðtogi Boko Haram

3.8.2016 Ríki íslams segir í nýjasta tölublaði málgagns síns, al-Naba, að systursamtök þeirra í Nígeríu, Boko Haram, hafi nú fengið nýjan leiðtoga, Abu Musab al-Barnawi, en hann var áður talsmaður samtakanna. Meira »

Hefur annarri stúlku verið bjargað?

20.5.2016 Aðgerðarsinnar hafa dregið í efa fullyrðingar nígeríska hersins þess efnis að annarri skólastúlku frá Chibok hafi verið bjargað úr klóm hryðjuverkasamtakanna Boko Haram. Herinn hafði samband við leiðtoga hóps foreldra stúlknanna sem var rænt þegar Amina Ali fannst, en hópurinn hefur ekkert heyrt af seinni „björguninni.“ Meira »

Önnur stúlka frá Chibok laus úr haldi

19.5.2016 Stúlka sem hryðjuverkamenn Boko Haram rændu fyrir tveimur árum í nígeríska bænum Chibok fannst í dag en önnur stúlka úr sama hópi fannst í fyrradag. Þeim var báðum rænt úr heimavistarskóla í apríl 2014. Meira »