Borgarlínan

Fagnar breiðri sátt um borgarlínu

1.12. „Þetta er mjög stór áfangi í að koma borgarlínunni af stað og það er fagnaðarefni að náðst hafi breið samstaða ríkis og sveitarfélaga,“ segir Dagur B. Eggertsson um niðurstöður skýrslu sem viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sem kynntar voru ríkisstjórn og fulltrúum sveitarstjórna í gær. Meira »

Viðræðuhópur skilar niðurstöðum

20.11. Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað niðurstöðum sínum til ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Léttlestir og rafvagnar til umræðu

17.10. Fulltrúi frá franska samgöngulausnafyrirtækinu Alstom ræddi á fundi um borgarlínu í dag. Fyrirtækið hannar kerfi bæði fyrir rafdrifna strætisvagna og léttlestir en það var fransk-íslenska viðskiptaráðið sem stóð fyrir fundinum og hann sóttu m.a. fulltrúar frá sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Samþykkt að tryggja framgang borgarlínu

18.9. Borgarstjórn samþykkti rétt í þessu að fela umhverfis- og skipulagssviði að hefja fjögur verkefni til að tryggja framgöngu borgarlínu sem hágæðakerfis almenningssamgangna. Meira »

Bættar almenningssamgöngur bæta loftgæði

23.5. Hjólaborgir eins og Kaupmannahöfn, Amsterdam og Ósló eru með öruggustu og hreinustu samgöngukerfin af 13 höfuðborgum Evrópu, samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin er af Greenpeace. Róm er verst samkvæmt könnuninni sem kynnt var í fjölmiðlum í gær. Meira »

Ræddu saman um borgarlínu

15.5. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í forsætisráðuneytinu í dag.  Meira »

Vilji til að skoða Borgarlínu

8.5. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ríkisstjórnin sé tilbúin að skoða Borgarlínu í samstarfi við Reykjavíkurborg. Þetta kom fram í svari til Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Meira »

Eðlilegt skref í átt að Borgarlínu

8.5. „Þetta er bara eðlilegt skref í þessu ferli sem við erum í. Við erum að klára þann áfanga sem sveitarfélögin eru sammála um að klára. Svo eru fleiri skref framundan,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri svæðisskipulagsnefndar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Telja hugmyndir um borgarlínu hæpnar

3.4. Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur samþykkt svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið sem gerir ráð fyrir svokallaðri borgarlínu þótt bærinn hafi áður hafnað því að borgarlínan nái inn á Seltjarnarnes. Meira »

Tekist á um grundvallaratriði borgarlínu

7.2.2018 Þegar kemur að því að meta grundvallaratriði varðandi hagkvæmni borgarlínu eru þeir Þorsteinn Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur og Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur á öndverðu meiði. Á fundi um borgarlínu í dag mátti sjá þá miklu gjá sem er á milli andstæðinga og hvatamanna hennar. Meira »

Kostnaður gæti orðið 21 milljarður

1.2.2018 Fram kom á íbúafundi á Kjarvalsstöðum í kvöld, með íbúum í Norður­mýri, Holtum, Hlíðum, við Öskju­hlíð og við Hlemm í Reykjavík, að hugmyndir um að setja Miklubrautina í stokk myndu samkvæmt áætlunum kosta um 21 milljarð króna. Meira »

Segir áhrif borgarlínu ofmetin

1.2.2018 „Umferð einkabíla mun ekki minnka jafn mikið og ferðum með einkabílum fækkar.“   Meira »

Gjöldin 3,65 milljónir á einbýlishús

24.1.2018 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir innviðagjöld vegna borgarlínu ekki hafa komið til umræðu hjá sveitarfélaginu. Slík gjaldtaka sé samningsatriði við þá sem byggja upp viðkomandi svæði. Meira »

Skattarnir aldrei meiri

24.1.2018 Útreikningar Samtaka iðnaðarins (SI) benda til að skatttekjur af íbúa í Reykjavík hafi verið um 700 þúsund krónur árið 2016. Það er um 50 þúsund krónum meira en 2007 sem lengi var metárið. Meira »

1,5 milljóna gjald á 100 fermetra íbúð

23.1.2018 Reykjavíkurborg innheimtir sem svarar 1,5 milljónum króna í innviðagjald á hverja 100 fermetra í fyrirhuguðum íbúðum í Furugerði við Bústaðaveg. Gjaldið kemur til viðbótar gatnagerðargjaldi. Það nemur samtals um 50 milljónum króna. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

21.1.2018 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Borgarlína og spítali

21.1.2018 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Borgarlínan „skynsamlegasta lausnin“

20.1.2018 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi, segir að þó að borgarlínan sé ekki lausn við öllu í tengslum við samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sé hún „algjörlega hluti af lausninni“. Segir hún að sjálfkeyrandi bílar breyti þar engu um, enda þurfi þeir líka rými á vegunum. Meira »

„Þetta birtist ekki allt í einu einn daginn“

18.1.2018 Borgarlínan er langtímaverkefni og enn á undirbúningsstigi segir Hrafn­kell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnti verkefnið og forsendur þess á fundi á vegum Hafnarfjarðarbæjar í dag. Meira »

Fundað um borgarlínu í beinni

18.1.2018 Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum. Meira »

Skoða fjórar leiðir Borgarlínu

22.8.2017 Tvær leiðir eru taldar ákjósanlegastar fyrir borgarlínu frá Firði, verslunarmiðstöðinni í Hafnarfirði, um Hafnarfjörð og í átt til Garðabæjar. Þetta kemur fram í skýrslu Mannvits – verkfræðistofu. Meira »

Færri taka strætó en spáð var

29.6.2017 Farþegum strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mun minna á síðustu árum en spáð var. Þeim fjölgaði um 18,8% árin 2011 til 2015 en þá jukust framlög ríkis og sveitarfélaga um 45% að raunvirði. Meira »

Meirihluti nýrra íbúða við borgarlínu

8.6.2017 Fram til ársins 2040 er gert ráð fyrir að 66% af allri íbúðauppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu verði í 400-600 metra radíus frá nýrri borgarlínu sem stefnt er að því að byggja. Auka þarf nýtingarhlutfall á svæðunum mikið og verða kröfur um bílastæði minnkaðar. Meira »

Fleiri farþegar grundvöllur borgarlínu

7.6.2017 Í dag eru um 4% af samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með almenningssamgöngum. Samkvæmt áætlunum um borgarlínu er gert ráð fyrir að hlutfallið fari upp í 12%. Þarf farþegafjöldinn fram til 2040 að fjórfaldast, en á sama tíma er gert ráð fyrir fjölgun íbúa um 70 þúsund. Meira »

Borgarlínan mun kosta 63-70 milljarða

7.6.2017 Kostnaður við uppbyggingu borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu mun nema 63-70 milljörðum króna, en áætlað er að byggja kerfið upp í áföngum. Endanlegar tillögur um legu línunnar eiga að liggja fyrir síðsumars í ár og undirbúningur fyrsta áfanga að ljúka í byrjun árs 2018. Meira »

Þrettán kjarnastöðvar

7.6.2017 Þrettán kjarnastöðvar verða við áformaða borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Að auki verður fjöldi biðstöðva við borgarlínuna. Þetta má lesa úr nýjum tillögum að breyttu aðalskipulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Andvígur nýjum innviðagjöldum

17.5.2017 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn sé andvígur innheimtu nýrra gjalda til að fjármagna borgarlínuna. Hins vegar sé rétt að efla almenningssamgöngur. Meira »

Ekkert fé eyrnamerkt borgarlínu

6.5.2017 Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi framlög ríkisins til uppbyggingar borgarlínu. Meira »

Mun þrýsta upp íbúðaverði

4.5.2017 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir fyrirhugað innviðagjald munu bætast við lóðaverð. Gjaldinu er ætlað að standa straum af uppbyggingu borgarlínu að hluta. Meira »

Milljarðatugir í borgarlínu

3.5.2017 Gangi áætlanir Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) eftir gæti undirbúningur að nýju samgöngukerfi hafist á næsta ári. Meira »