Borgarlínan

Tekist á um grundvallaratriði borgarlínu

7.2. Þegar kemur að því að meta grundvallaratriði varðandi hagkvæmni borgarlínu eru þeir Þorsteinn Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur og Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur á öndverðu meiði. Á fundi um borgarlínu í dag mátti sjá þá miklu gjá sem er á milli andstæðinga og hvatamanna hennar. Meira »

Segir áhrif borgarlínu ofmetin

1.2. „Umferð einkabíla mun ekki minnka jafn mikið og ferðum með einkabílum fækkar.“   Meira »

Skattarnir aldrei meiri

24.1. Útreikningar Samtaka iðnaðarins (SI) benda til að skatttekjur af íbúa í Reykjavík hafi verið um 700 þúsund krónur árið 2016. Það er um 50 þúsund krónum meira en 2007 sem lengi var metárið. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

21.1. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Borgarlínan „skynsamlegasta lausnin“

20.1. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi, segir að þó að borgarlínan sé ekki lausn við öllu í tengslum við samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sé hún „algjörlega hluti af lausninni“. Segir hún að sjálfkeyrandi bílar breyti þar engu um, enda þurfi þeir líka rými á vegunum. Meira »

Fundað um borgarlínu í beinni

18.1. Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum. Meira »

Færri taka strætó en spáð var

29.6. Farþegum strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mun minna á síðustu árum en spáð var. Þeim fjölgaði um 18,8% árin 2011 til 2015 en þá jukust framlög ríkis og sveitarfélaga um 45% að raunvirði. Meira »

Fleiri farþegar grundvöllur borgarlínu

7.6. Í dag eru um 4% af samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með almenningssamgöngum. Samkvæmt áætlunum um borgarlínu er gert ráð fyrir að hlutfallið fari upp í 12%. Þarf farþegafjöldinn fram til 2040 að fjórfaldast, en á sama tíma er gert ráð fyrir fjölgun íbúa um 70 þúsund. Meira »

Þrettán kjarnastöðvar

7.6. Þrettán kjarnastöðvar verða við áformaða borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Að auki verður fjöldi biðstöðva við borgarlínuna. Þetta má lesa úr nýjum tillögum að breyttu aðalskipulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ekkert fé eyrnamerkt borgarlínu

6.5. Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi framlög ríkisins til uppbyggingar borgarlínu. Meira »

Milljarðatugir í borgarlínu

3.5. Gangi áætlanir Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) eftir gæti undirbúningur að nýju samgöngukerfi hafist á næsta ári. Meira »

Skiptar skoðanir um borgarlínu

4.10.2016 Nýtt almenningssamgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu, borgarlínan, var til umræðu í borgarstjórn Reykjavíkur í dag. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri greindi frá heimsókn sinni og fleiri aðila til þriggja erlendra borga nýverið til að kynna sér fyrirmyndir í lestarmálum. Meira »

Kostnaður gæti orðið 21 milljarður

1.2. Fram kom á íbúafundi á Kjarvalsstöðum í kvöld, með íbúum í Norður­mýri, Holtum, Hlíðum, við Öskju­hlíð og við Hlemm í Reykjavík, að hugmyndir um að setja Miklubrautina í stokk myndu samkvæmt áætlunum kosta um 21 milljarð króna. Meira »

Gjöldin 3,65 milljónir á einbýlishús

24.1. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir innviðagjöld vegna borgarlínu ekki hafa komið til umræðu hjá sveitarfélaginu. Slík gjaldtaka sé samningsatriði við þá sem byggja upp viðkomandi svæði. Meira »

1,5 milljóna gjald á 100 fermetra íbúð

23.1. Reykjavíkurborg innheimtir sem svarar 1,5 milljónum króna í innviðagjald á hverja 100 fermetra í fyrirhuguðum íbúðum í Furugerði við Bústaðaveg. Gjaldið kemur til viðbótar gatnagerðargjaldi. Það nemur samtals um 50 milljónum króna. Meira »

Borgarlína og spítali

21.1. Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

„Þetta birtist ekki allt í einu einn daginn“

18.1. Borgarlínan er langtímaverkefni og enn á undirbúningsstigi segir Hrafn­kell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnti verkefnið og forsendur þess á fundi á vegum Hafnarfjarðarbæjar í dag. Meira »

Skoða fjórar leiðir Borgarlínu

22.8. Tvær leiðir eru taldar ákjósanlegastar fyrir borgarlínu frá Firði, verslunarmiðstöðinni í Hafnarfirði, um Hafnarfjörð og í átt til Garðabæjar. Þetta kemur fram í skýrslu Mannvits – verkfræðistofu. Meira »

Meirihluti nýrra íbúða við borgarlínu

8.6. Fram til ársins 2040 er gert ráð fyrir að 66% af allri íbúðauppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu verði í 400-600 metra radíus frá nýrri borgarlínu sem stefnt er að því að byggja. Auka þarf nýtingarhlutfall á svæðunum mikið og verða kröfur um bílastæði minnkaðar. Meira »

Borgarlínan mun kosta 63-70 milljarða

7.6. Kostnaður við uppbyggingu borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu mun nema 63-70 milljörðum króna, en áætlað er að byggja kerfið upp í áföngum. Endanlegar tillögur um legu línunnar eiga að liggja fyrir síðsumars í ár og undirbúningur fyrsta áfanga að ljúka í byrjun árs 2018. Meira »

Andvígur nýjum innviðagjöldum

17.5. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn sé andvígur innheimtu nýrra gjalda til að fjármagna borgarlínuna. Hins vegar sé rétt að efla almenningssamgöngur. Meira »

Mun þrýsta upp íbúðaverði

4.5. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir fyrirhugað innviðagjald munu bætast við lóðaverð. Gjaldinu er ætlað að standa straum af uppbyggingu borgarlínu að hluta. Meira »

Almenningssamgöngur aðskildar

27.2. Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins hefur samþykkt og sent sveitarfélögunum verkefnalýsingu vegna breytinga á svæðisskipulagi til að gera ráð fyrir hágæðakerfi almenningssamgangna, svokallaðri borgarlínu. Meira »

Leita góðra fyrirmynda í lestarmálum

23.9.2016 Fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og stofnana sem tengjast samgöngum eru á leið í ferð til að kynna sér reynslu þriggja borga beggja vegna Atlantsála af umgjörð léttlestarkerfa. Svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir fyrst og fremst verið að horfa til góðra fyrirmynda. Meira »