Borgun

Í nóvember 2014 var 31,2% hlutur Landsbankans í félaginu Borgun hf. seldur til félagsins Borgun slf., en eigendur þessu eru félagið Or­bis Borg­un­ar slf., Stál­skip ehf., P126 ehf. sem er í eigu Ein­ars Sveins­son­ar í gegn­um móður­fé­lagið Charam­ino Hold­ings Lim­ited sem skráð er á Lúx­em­borg. Þá á fé­lagið Pét­ur Stef­áns­son ehf. einnig hlut í Borg­un slf., en for­svarsmaður þess er Sig­valdi Stef­áns­son. Söluverðmæti hlutarins var 2.184 milljónir. Gagnrýnt var að félagið hafi ekki farið í opið söluferli. Í janúar 2016 var upplýst um að Borgun auk Valitors myndu hagnast verulega vegna yfirtöku Visa international á Visa Europe. Sagði Morgunblaðið að um væri að ræða samtals á annan milljarð.

Von á ákvörðun um matsmenn í Borgunarmáli

7.12. Von er á því að dómari við héraðsdóm velji á mánudaginn tvo matsmenn til að leggja mat á ársreikninga Borgunar í dómsmáli Landsbankans gegn Borgun, fyrrverandi forstjóra félagsins og tveimur eignarhaldsfélögum. Meira »

Hvatti til breytts verklags

16.2. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir í Morgunblaðinu í dag að hún hafi gert athugasemdir við að aðeins hafi staðið til að boða fimm karla í viðtal í tengslum við ráðningu nýs forstjóra Borgunar. Meira »

Ekkert sem bendir til lögbrots

6.10.2017 Guardian hefur ekki séð nein gögn sem benda til þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi brotið lög með sölu á bréfum sínum í Sjóði 9. Bjarni seldi all­ar eign­ir sín­ar í Sjóði 9 hjá Glitni dag­ana fyr­ir banka­hrunið, eft­ir að hafa meðal ann­ars setið fund sem þingmaður um al­var­lega stöðu bank­ans. Meira »

Frávísunarkröfu Borgunar hafnað

30.6.2017 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag frávísunarkröfu Borgunar vegna málsóknar Landsbankans gegn fyrirtækinu.  Meira »

Engar vísbendingar um leka

6.3.2017 Engar vísbendingar eru um upplýsingaleka varðandi mál Borgunar segir í athugasemd á vef Fjármálaeftirlitsins vegna fréttar Morgunblaðsins varðandi málefni Borgunar í dag. Meira »

Borgun ekki upplýst um kæru

6.3.2017 Þrátt fyrir að fréttir hafi verið fluttar af því í Ríkisútvarpinu á þriðjudag í síðastliðinni viku, hefur Borgun ekki enn verið tilkynnt að Fjármálaeftirlitið hafi vísað máli tengdu fyrirtækinu til saksóknara í tengslum við athugun og athugasemdir vegna áreiðanleikakannana á erlendum viðskiptavinum. Meira »

Vill skýringar frá Borgun

1.3.2017 Íslandsbanki hefur krafið stjórnendur dótturfélags síns, Borgunar, skýringa eftir að Fjármálaeftirlitið vísaði starfsháttum þess til embættis héraðssaksóknara. Meira »

Mál Borgunar til héraðssaksóknara

28.2.2017 Fjármálaeftirlitið hefur sent vísun til embættis héraðssaksóknara vegna mál sem tengist eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Á föstudaginn var greint frá því að FME krefðist viðeigandi úrbóta hjá Borgun eftir að athugasemdir höfðu verið gerðar í 13 tilviku af 16 eftir skoðun FME. Meira »

„Seld langt undir eðlilegu verði“

16.2.2017 „Þetta staðfestir þá gagnrýni sem var haldið fram að þessi eining, sem greinilega var mjög arðbær, var seld langt undir eðlilegu verði,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Meira »

Landsbankinn stefnir Borgun

30.12.2016 Landsbankinn hefur stefnt Borgun hf., forstjóra Borgunar hf., BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun slf., en málið er höfðað til viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefndu. Meira »

Steinþór hættur hjá Landsbankanum

30.11.2016 Bankaráð Landsbankans og Steinþór Pálsson bankastjóri hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum hjá bankanum. Steinþór hefur verið bankastjóri frá 1. júní 2010. Meira »

Hyggst ekki segja af sér

23.11.2016 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hyggst ekki segja starfi sínu lausu í kjölfar skýrslu ríkisendurskoðunar varðandi eignasölu Landsbankans á árunum 2010 til 2016. Meira »

Vinnubrögðin sköðuðu orðsporið

21.11.2016 Landsbankinn hefði þurft að setja sér skýrar reglur um sölu annarra eigna en fullnustuegina fyrr en árið 2015 og þurft að fylgja betur þeim meginkröfum að selja mikilvægar eignir í opnu og gagnsæju söluferli. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar. Meira »

Handvömm Landsbankans

16.11.2016 Á fundum sem Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, átti með Ríkisendurskoðun í ágúst og september féllst hann á að líkast til hefði bankinn gleymt að spyrja forsvarsmenn greiðslukortafyrirtækisins Borgunar út í aðild þess að Visa Europe, þegar bankinn seldi 31,2% hlut sinn í fyrirtækinu 2014. Meira »

Fá ráðgjöf vegna hlutarins í Borgun

19.9.2016 Íslandsbanki hefur ráðið alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Corestar Partners ásamt fyrirtækjaráðgjöf bankans til ráðgjafar í tengslum við mótun framtíðarstefnu um eignarhlut bankans í Borgun. Meira »

Borgunarsala skilaði 6 milljörðum

22.8.2016 Hagnaður Íslandsbanka nam 13 milljörðum króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2016 samanborið við 10,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili 2015. Afkoman skýrist af sterkum grunntekjum og einskiptishagnaðar vegna sölu Borgunar á hlutabréfum í Visa Europe. Meira »

Höfða mál vegna Borgunar

12.8.2016 Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. Það er mat bankaráðs að bankinn hafi farið á mis við fjármuni í viðskiptunum þar sem bankanum voru ekki veittar nauðsynlegar upplýsingar. Meira »

Bíður eftir svörum frá Bankasýslu

2.5.2016 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist eiga von á því að Bankasýsla ríkisins muni upplýsa fljótlega um það sem máli skiptir varðandi söluna á hlut Landsbankans í Borgun, þar á meðal hvort verðmat hafi farið fram og hversu hátt það hafi þá verið. Meira »

Bankaráðið bar ábyrgð

29.4.2016 Athygli vakti í umræðum á Alþingi í dag þegar þingmaður Framsóknarflokksins sagði að það ætti að skipta út yfirstjórn Landsbankans vegna Borgunarmálsins. Hann sagði að yfirstjórnin bæri ábyrgð á klúðrinu, en ekki bankaráðsmennirnir fyrrverandi. Það er hins vegar ekki í samræmi við það sem kemur fram í samantekt bankans frá því í lok janúar. Meira »

„Þarf að skipta út yfirstjórn Landsbankans“

29.4.2016 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, krafðist þess á Alþingi í dag, að yfirstjórn Landsbankans, þar á meðal Steinþór Pálsson bankastjóri, verði skipt út vegna þeirra mistaka sem voru gerð í Borgunarmálinu svokallaða. Meira »

Fárviðri geisað um Landsbankann

15.4.2016 „Hafi stormur geysað á síðasta ári vegna áforma um nýjar höfuðstöðvar, þá má segja að fárviðri hafi tekið við vegna sölu á hlut í Borgun hf. Bankinn seldi hlutinn með hagnaði árið 2014 en við hefðum getað gert betur og iðrumst þess." Meira »

Nöfn tilnefndra bankaráðsmanna

12.4.2016 Tilkynnt hefur verið um tilnefningar sjö aðalmanna og tveggja varamanna í kosningu til bankaráðs fyrir aðalfund Landsbankans hf. fimmtudaginn 14. apríl nk. Aðeins tveir af fimm bankaráðsmönnum gáfu kost á sér til áframhaldandi setu. Meira »

Ný stefna um sölu eigna

31.3.2016 Bankaráð Landsbankans hefur eftir vandlega skoðun samþykkt aðgerðaáætlun til að efla stjórnarhætti bankans varðandi sölu eigna. Meira »

Borgunarsalan ekki í samræmi við lög

31.3.2016 Það er niðurstaða Fjármálaeftirlitsins að verklag Landsbankans við sölu á 31,2% eignarhlut í Borgun árið 2014 hafi verið áfátt og heilt á litið ekki til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann Meira »

Með óbeit á framsókn

19.3.2016 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að upplýsingar um umræðan um eignir eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, á Tortola, hafi komið illa við samstarfsflokkinn í ríkisstjórninni. Meira »

Ósammála meirihluta bankaráðs

17.3.2016 Aðeins tveir af sjö bankaráðsmönnum Landsbankans skrifuðu ekki undir yfirlýsingu sem fimm meðlimir ráðsins sendu frá sér í gær. Það voru þær Helga Björk Eiríksdóttir og Danielle Pamela Neben. Helga segist að hluta til hafa verið ósammála því sem fram kom í yfirlýsingunni. Meira »

FME hefur kært vegna fréttar

17.3.2016 Fjármálaeftirlitið (FME) hefur kært til héraðssaksóknara, að Morgunblaðið hafi búið yfir upplýsingum í mars í fyrra, um að Borgun hafi tekið út rúmlega 200 milljónir króna af reikningi sínum í Sparisjóði Vestmannaeyja, og birt frétt þessa efnis í Morgunblaðinu þann 31. mars 2015. Meira »

Steinþór: Stjórnun bankans óbreytt

16.3.2016 Stjórnun Landsbankans verður áfram með óbreyttum hætti þrátt fyrir að fimm af sjö bankaráðsmönnum bankans hafi tilkynnt að þeir muni ekki sækjast eftir endurkjöri á aðalfundi þann 14. apríl næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Steinþóri Pálssyni, bankastjóra. Meira »

Bankasýslan vildi reka Steinþór

16.3.2016 Rétt í þessu til­kynntu fimm af sjö bankaráðsmönn­um í bankaráði Lands­bank­ans um að þeir muni ekki gefa kost á sér til end­ur­kjörs á aðal­fundi bank­ans 14. apríl. Kemur fram í bréfi þeirra að Bankasýslan hafi viljað láta reka Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans í kjölfar Borgunarmálsins. Meira »

Gagnaöflun staðið yfir í nokkurn tíma

16.3.2016 Gagnaöflun og skoðun á mögulegri málsókn Landsbankans vegna sölunnar á hlut bankans í Borgun á árinu 2014 hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Athugun bankans leiddi í ljós að tilefni var til að hefja málsóknina samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Meira »