Brexit

Ekki of seint að „bjarga Brexit“

Í gær, 21:12 Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sagði í dag að það væri ekki of seint að „bjarga Brexit“. Hann gagnrýndi einnig Theresu May forsætisráðherra fyrir hálfkák í málinu. Meira »

Hvatti May til að höfða mál gegn ESB

15.7. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, til að kæra Evrópusambandið í stað þess að semja við sambandið um útgöngu Breta. Frá þessu greindi May í samtali við breska ríkisútvarpið BBC í morgun. Meira »

May ekki á útleið

10.7. Forsætisráðherra Bretlands,Theresa May, fundaði með ríkisstjórn landsins í morgun en þetta er fyrsti ríkisstjórnarfundurinn frá því tveir ráðherrar yfirgáfu ríkisstjórnina vegna þess hvernig staðið er að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Meira »

Jeremy Hunt tekur við af Boris Johnson

9.7. Jeremy Hunt, heilbrigðisráðherra Breta, mun taka við af Boris Johnson sem utanríkisráðherra landsins. Johnson sagði af sér fyrr í dag. Meira »

„Draumurinn um Brexit að deyja“

9.7. Boris Johnson, fráfarandi utanríkisráðherra Bretlands, sagði eftir að hann tilkynnti afsögn sína úr ráðherrastól fyrr í dag að „draumurinn um Brexit væri að deyja“. Meira »

Stökkva frá borði

9.7. „Þetta er eins og stýrimaðurinn og vélstjórinn stökkvi frá borði um leið og það gefur á bátinn,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur við mbl.is. Boris Johnson utanríkisráðherra Bretlands og David Davis, ráðherra útgöngu úr Evrópusambandinu, hafa sagt af sér. Meira »

Boris Johnson segir af sér

9.7. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Fréttastofan Sky greinir frá þessu. Afsögnin kemur í kjölfar óánægju harðlínumanna í útgöngumálum með nýja áætlun stjórnar Theresu May um hvernig samskiptum Evrópusambandsins og Breta skuli háttað eftir útgönguna. Meira »

Dominic Raab nýr Brexit-ráðherra

9.7. Dominic Raab, húsnæðisráðherra Breta, hefur verið skipaður ráðherra útgöngu úr Evrópusambandinu. Hann tekur við af David Davis sem sagði af sér í gær vegna óánægju með nýja áætlun Theresu May forsætisráðherra um hvernig útgöngunni skal háttað. Meira »

Brexit-ráðherra hættur

9.7. David Davis, ráðherra útgöngumála í bresku ríkisstjórninni, hefur sagt af sér. Aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá því að Theresa May tryggði stuðning ríkisstjórnarinnar við Brexit-áætlun sína. Mörgum þykir áætlunin of mild. Meira »

Þolinmæði viðskiptalífsins á þrotum

3.7. Þolinmæði viðskiptalífsins í Bretlandi er á þrotum vegna þess hve hægt miðar í Brexit-viðræðum stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðskiptaráði Bretlands, British Chambers of Commerce (BCC). Meira »

Vilja kjósa á ný um Brexit

23.6. Tugþúsundir mótmælenda streymdu út á götur Lundúna í dag og kröfðust þess að kosið yrði um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í annað sinn. Meira »

Airbus íhugar að yfirgefa Bretland

22.6. Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur varað við því að félagið gæti yfirgefið Bretland ef landið gengur úr innri markaði Evrópusambandsins og tollabandalagi án þess að gera útgöngusamning. BBC greinir frá. Meira »

Forðast viðskiptahindranir vegna Brexit

19.6. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, leiddi umræðu um samskiptin við Bandaríkin og mikilvægi alþjóðaviðskipta á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Visegradríkjanna í Stokkhólmi í dag. Meira »

Breskir þingmenn hafna EES

14.6. Meirihluti þingmanna í neðri deild breska þingsins hafnaði því í atkvæðagreiðslu í gær að Bretland skyldu sækjast eftir því að vera áfram aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eftir að landið hefur yfirgefið Evrópusambandið. Meira »

May stendur af sér Brexit-frumvarp

13.6. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hrósaði sigri í þinginu í gær þegar frumvarp um „þýðingarmikla atkvæðagreiðslu“ (e. meaningful vote) var fellt með 324 atkvæðum gegn 298. Frumvarpið hefði gefið neðri deild breska þingsins aukið vægi í samningaviðræðum Bretlands við Evrópusambandið. Meira »

Hörð gagnrýni á May

8.6. Utanríkisráðherra Bretlands, Boris Johnson, varar við því að hætta sé á að Bretland festist á sporbaug Evrópusambandsins og gagnrýndi það hvernig forsætisráðherra Bretlands, Thersea May, tekur á Brexit-málum. Meira »

Mikilvægt að Brexit fái farsælan endi

24.5. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ítrekaði mikilvægi þess að farsæl niðurstaða fáist Brexit-viðræður á fundi sínum með aðalsamningamanni Evrópusambandsins í Brussel í dag. Þá stýrði Guðlaugur Þór stýrði fundi EES-ráðsins í Brussel fyrir hönd EFTA-ríkjanna þriggja. Meira »

Verða líklega lengur í tollabandalagi

17.5. Bresk stjórnvöld hafa í hyggju að tilkynna Evrópusambandinu að Bretland sé reiðubúið til þess að vera áfram í tollabandalagi með sambandinu eftir árið 2021. Meira »

„Aðild að EES er dauð eftir þetta“

16.5. Möguleikinn á að Bretland gerist aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) utan Evrópusambandsins er endanlega úr sögunni eftir að Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fundaði með þingflokki sínum á dögunum. Meira »

Leyfið Bretum að gerast Belgar

3.5. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvetur belgísk stjórnvöld til að veita breskum starfsmönnum ESB, sem búsettir eru í Brussel, belgískan ríkisborgararétt. Um 1.100 Bretar starfa í Brussel fyrir ESB og hafa margir þeirra áhyggjur af stöðu sinni er Bretland gengur úr ESB í mars á næsta ári Meira »

Utanríkisráðherra ræddi Brexit við Davis

20.4. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti fund með David Davis, ráðherra útgöngumála í bresku ríkisstjórninni, í London í gær þar sem þeir ræddu gang viðræðna Breta og Evrópusambandsins um Brexit og fóru yfir áhrif útgöngunnar á Ísland og önnur EES-EFTA ríki. Meira »

Fíllinn fer úr postulínsbúðinni

14.4. Brexit er áskorun fyrir hin smærri ríki Evrópu; innan Evrópusambandsins sem utan. Endurskipulagning sambandsins eftir útgöngu Breta er líkleg til að færa Þjóðverjum og Frökkum ennþá meiri völd í hendur og tryggja ítök þeirra í álfunni, undir forystu Þjóðverja. Meira »

Gagnrýnir Brexit í listaverki

11.4. Nýtt listaverk bresku listakonunnar Tracey Emin er beint að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Um er að ræða 20 metra langt ljósaskilti sem á stendur: I Want My Time With You. Meira »

Ár þar til Bretar ganga úr ESB

29.3. Theresa May heimsækir í dag opinberlega fögur lönd Stóra-Bretlands; Skotland, England, Norður-Írland og Wales, af því tilefni að ár er þangað til Bretland gengur úr Evrópusambandinu, eða þann 29. mars 2019. Meira »

Brexit-samkomulag í höfn

19.3. Samninganefndir breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins hafa náð samkomulagi um úrsagnarferli Bretlands úr Evrópusambandinu. Búið er að útfæra flest ágreiningsatriði samningsins en enn á eftir að útkljá nokkur, m.a. er snúa að Norður-Írlandi. Meira »

„Þið munið sjá eftir ákvörðun ykkar“

13.3. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, sagði í Evrópuþinginu í dag að sá dagur kæmi að Bretar myndu sjá eftir því að hafa sagt skilið við sambandið. Meira »

Hafnar kröfum Evrópusambandsins

28.2. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt kröfur Evrópusambandsins, um að Norður-Írland verði áfram innan tollabandalags sambandsins og undir löggjöf þess sett eftir útgöngu Breta, óásættanlegt. Meira »

130.000 íbúar ESB fluttu frá Bretlandi

22.2. Alls fluttust 130.000 ríkisborgarar Evrópusambandsins frá Bretlandi frá september 2016 til september 2017 og hefur talan hefur ekki verið hærri í áratug. Meira »

Rætt um réttindi Íslendinga í Bretlandi

16.2. Viðræður eru hafnar á milli stjórnvalda í Bretlandi annars vegar og ráðamanna á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein um gagnkvæm réttindi ríkisborgara landanna eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Meira »

Fá morðhótanir vegna Brexit

12.2. Breski ráðherrann Andrea Leadsom greindi frá því í dag á samfélagsmiðlum að hún hefði fengið sent bréf með morðhótunum vegna stuðnings hennar við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem gjarnan er kölluð Brexit. Meira »