Brexit

May: Tölum um Brexit

Í gær, 23:34 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, vill setjast niður með Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, og ræða möguleg úrlausnarefni á stöðunni sem upp er komin í breskum stjórnmálum eftir að þingið hafnaði Brexit-samningi ríkisstjórnarinnar og ESB. Meira »

Hammond sakaður um einspil

Í gær, 17:07 Fjármálaráðherra Bretlands, Philip Hammond, hefur verið harðlega gagnrýndur í kjölfar þess að símtali hans við forystumenn í bresku viðskiptalífi var lekið þar sem hann sagði meðal annars að komið yrði í veg fyrir það að Bretar færu úr Evrópusambandinu án þess að samið yrði um sérstakan útgöngusamning við sambandið. Meira »

Frakkar búa sig undir Brexit án samnings

Í gær, 13:51 Frönsk stjórnvöld hafa virkjað áætlanir sínar um viðbrögð við því ef Bretland yfirgefur Evrópusambandið 29. mars án þess að fyrir liggi sérstakur útgöngusamningur við sambandið. Þetta kemur fram í frétt AFP um málið. Meira »

Útilokar Brexit án samnings

Í gær, 08:29 Fjármálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, Philip Hammond, fullvissar leiðtoga breskra stórfyrirtækja um að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings sé ólíkleg og að líklegra sé að Bretar nýti ekki rétt sinn til útgöngu 29. mars. Meira »

Boðar til samráðs um framhaldið

í gær Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hvetur breska þingmenn til þess að „setja eiginhagsmuni til hliðar“ og „vinna saman á uppbyggilegan hátt“ að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Meira »

Vantraust á ríkisstjórn May fellt

í fyrradag Meirihluti þingmanna í neðri deild breska þingsins felldi í kvöld vantrauststillögu á ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra sem Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lagði fram í gær. Vantrauststillagan var felld með 325 atkvæðum gegn 306. Meira »

Þröng staða hjá May

í fyrradag „Theresa May er auðvitað í mjög þröngri stöðu. En það er þó ljóst að hún muni standa af sér vantrauststillögu sem liggur fyrir þinginu,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við HÍ. Formaður utanríkismálanefndar telur áhrif niðurstöðunnar í gær ekki endilega vera svo mikil. Meira »

Vill að „uppvakningastjórn“ May víki

í fyrradag Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, vera „uppvakningaríkisstjórn“ (e. zombie government) sem geti ekki stjórnað og segir hann brýnt að stjórnin víki. Meira »

Cameron ræddi við blaðamenn á hlaupum

í fyrradag David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, sér ekki eftir að hafa boðað til atkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu fyrir rúmum tveimur árum. Meira »

Merkel segir enn tíma til að semja

í fyrradag „Það er enn tími til að semja,“ segir Angela Merkel, kanslari Þýskalands, um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hins vegar þurfi að bíða átekta og sjá hvaða skref Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst stíga, nái hún að standa af sér vantrauststillögu gegn ríkisstjórn hennar sem greidd verða atkvæði um á breska þinginu í kvöld. Meira »

Greiða atkvæði um vantraust í kvöld

í fyrradag Klukk­an sjö að staðar­tíma í kvöld munu bresk­ir þing­menn greiða at­kvæði um vantraust á ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, aðeins sólarhring eftir að þingið hafnaði Brexit-samningi stjórnarinnar og Evrópusambandsins. Meira »

Engin ástæða til að fresta Brexit

í fyrradag Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, segir frestun á Brexit vera út í hött. „Hún væri eingöngu eðlileg ef samningur er í augsýn á milli ESB og Bretlands,“ sagði Maas í viðtali við útvarpsstöðina Deutschlandfunk. Meira »

Svartsýni um að samkomulag náist

í fyrradag Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðum við bresk stjórnvöld um útgöngu Breta úr ESB, segir að hættan á að ekki náist samkomulag hafi aldrei verið jafn mikil og nú. Meira »

Vaxandi líkur á útgöngu án samnings

15.1. Höfnun mikils meirihluta þingmanna í neðri deild breska þingsins á samningi Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Evrópusambandið um útgöngu landsins úr því hefur aukið enn á líkurnar á því að Bretar segi skilið við sambandið án sérstaks samnings. Meira »

Mikið áfall fyrir May

15.1. „Munurinn er meiri en menn gátu ímyndað sér,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, í samtali við mbl.is vegna atkvæðagreiðslunnar í neðri deild breska þingsins í kvöld þar sem samningur Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um útgöngu landsins úr Evrópusambandinu var felldur með miklum mun. Meira »

Ljóst að May ætti á brattann að sækja

15.1. „Það var ljóst frá því að ESB og Bretar kláruðu þennan samning að það yrði á brattann að sækja fyrir Theresu May. Það hefði komið mjög á óvart hefði samningurinn farið í gegn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um tíðindi kvöldsins frá Bretlandi. Meira »

Brexit-samningi May hafnað

15.1. Mikill meirihluti þingmanna í neðri deild breska þingsins hafnaði í kvöld samningi sem Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, gerði við Evrópusambandið um útgöngu landsins úr sambandinu. 432 atkvæði voru greidd gegn samningnum en 202 með. Meira »

Brexit-atkvæðagreiðslan í beinni

15.1. Þingmenn í neðri deild breska þingsins greiða atkvæði um klukkan hálfátta um það hvort samþykkja eigi útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra við Evrópusambandið, en til stendur að Bretar gangi úr sambandinu 29. mars. Meira »

Greiða atkvæði um Brexit í kvöld

15.1. Klukkan sjö að staðartíma í kvöld munu breskir þingmenn greiða atkvæði um Brexit-samning Theresu May forsætisráðherra. Útlit er fyrir að hún muni tapa atkvæðagreiðslunni í þinginu, að því er segir á vef BBC. Meira »

Komið að úrslitastundu hjá May?

14.1. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn í neðri deild breska þingsins í dag til þess að samþykkja samning hennar um útgöngu landsins úr Evrópusambandinu en til stendur að greidd verði atkvæði um hann annað kvöld. Meira »

May vill ekki fresta Brexit

14.1. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ekki eigi að fresta útgöngudegi Breta úr Evrópusambandinu en vill þó ekki útiloka það. Vaxandi kröfur hafa verið uppi um að Brexit verði frestað. Meira »

Ekkert Brexit fremur en enginn samningur

14.1. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, leitar nú allra leiða til þess að fá þingmenn til þess að styðja Brexit-samninginn. Forsætisráðherrann hyggst ávarpa þingið í dag þar sem hún mun vara við því að verði samningurinn ekki samþykktur sé líklegt að ekkert verði af Brexit. Meira »

Varar við stórslysi ef þingið hafnar Brexit

13.1. Breska ríkisstjórnin gerir nú hvað sem hún getur til að fá þingmenn til að fylkja liði um Brexit-samninginn sem Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, leggur fyrir þingið á þriðjudag eftir að hafa aflýst atkvæðagreiðslu um hann í desember. Meira »

Segja upp 5 þúsund manns

10.1. Jaguar Land Rover ætlar að fækka starfsmönnum um fimm þúsund í Bretlandi og verður tilkynnt um þetta í dag.  Meira »

May fær þrjá daga í stað 21

9.1. Breskir þingmenn samþykktu í atkvæðagreiðslu í dag að þvinga Theresu May forsætisráðherra til að vera að snögga að leggja fram nýja Brexit-áætlun ef hún tapar mikilvægri atkvæðagreiðslu í næstu viku um samning vegna útgöngu Breta úr ESB. Meira »

Meirihlutinn vill engan samning

4.1. Meirihluti þeirra sem skráðir eru í breska Íhaldsflokkinn vilja að Bretland segi skilið við Evrópusambandið án þess að fyrir liggi sérstakur útgöngusamningur við sambandið. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem fyrirtækið YouGov framkvæmdi. Meira »

Írland vill fjárhagsaðstoð frá ESB

3.1. Ríkisstjórn Írlands hefur farið fram á fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu upp á hundruð milljóna evra til þess að undirbúa landið fyrir þann möguleika að Bretland yfirgefi sambandið í lok mars án þess að gerður verði sérstakur útgöngusamningur. Meira »

Ræddu þjóðaratkvæði 1994

2.1. Þáverandi ríkisstjórn Bretlands ræddi um möguleikann á því að halda þjóðaratkvæði um veru landsins í Evrópusambandinu árið 1994 með það fyrir augum að bregðast við pólitískum þrýstingi frá andstæðingum aðildar Breta að sambandinu. Meira »

Segir Bretland skorta forystu

31.12. Sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi segir Breta skorta forystu þegar komi að útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Þetta er haft eftir Woody Johnson í breska ríkisútvarpinu BBC. Meira »

Helmingslíkur ef samningi verður hafnað

30.12. Liam Fox, ráðherra alþjóðaviðskipta í bresku stjórninni, segir helmingslíkur á því að Bretland muni ekki yfirgefa Evrópusambandið 29. mars ef þingmenn hafna Brexit-samningi Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í næsta mánuði. Meira »