Brexit

Íhuga tillögu um lengri aðlögunartíma

í gær Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, staðfesti í morgun að bresk stjórnvöld íhuga að fallast á að framlengja aðlögunartíma eftir Brexit ef þörf þykir, til að ganga frá nýjum viðskiptasamningi við Evrópusambandið. Meira »

Bretar verði fátækari og áhrifaminni

í fyrradag Sir John Major, forsætisráðherra Bretlands á árunum 1990-1997, segir að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu muni leiða til þess að Bretar verði fátækari og áhrifaminni í alþjóðasamfélaginu. Meira »

Fái upplýsingar um lífshættulegt ástand

17.10. Ef nýtt frumvarp um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, nær fram að ganga, verður hægt að nálgast einstaklinga að fyrra bragði og veita þeim upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra sem kemur í ljós við vísindarannsóknir eða við framkvæmd gagnarannsókna. Meira »

Mikilvæg mál enn óleyst

14.10. Dominic Raab, Brexit-samningamaður Breta, ræddi við Michel Barnier, fulltrúa ESB í Brexit-málum í dag í Brussel. Það kom lítið út úr fundinum. Landamæramál Írlands og Norður-Írlands voru rædd. Meira »

Brexit-samningur 90% tilbúinn

8.10. Samningur á milli Bretlands og Evrópusambandsins um útgöngu landsins úr sambandinu er 90% tilbúinn að sögn Simons Coveney, utanríkisráðherra Írlands. Forystumenn Evrópusambandsins sögðu nýverið að samningur gæti legið fyrir á næstu dögum. Meira »

Vilja að May hætti við Brexit

7.10. Tugir breskra tónlistarmanna, þar á meðal Ed Sheeran og Rita Ora, rita opið bréf til Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í breska dagblaðið Observer þar sem þeir skora á hana að hætta við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Meira »

Vaxandi líkur á Brexit-samningi

6.10. Evrópusambandið hefur ítrekað að það sé reiðubúið að semja við Bretland um víðtækan fríverslunarsamning vegna útgöngu landsins úr sambandinu. Meira »

Dansandi May vakti lukku

3.10. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og nú óumdeild dansdrottning, var létt í spori þegar hún steig á svið á landsfundi Íhaldsflokksins sem fram fer í Birmingham. Meira »

Guðlaugur Þór ræddi við Jeremy Hunt

3.10. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, ræddu samskipti Íslands og Bretlands og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (Brexit) á fundi sínum í Birmingham í morgun. Meira »

May og Johnson takast á

30.9. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þeir sem styðja ekki áætlun hennar um útgöngu Breta úr sambandinu, sem er kennd við sveitasetur forsætisráðherra, Chequers, eru í pólitískum hráskinnaleik um framtíð Bretlands. Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra, lýsir yfir stríði við May. Meira »

Flestir vilja fríverslunarsamning

25.9. Flestir Bretar vilja víðtækan fríverslunarsamning við Evrópusambandið, eftir að Bretland hefur sagt skilið við sambandið, af þeim sem taka afstöðu til helstu leiða sem rætt hefur verið um samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar. Sextán prósent vilja vera áfram í Evrópusambandinu. Meira »

Deilir við ráðherra sína um fríverslun

25.9. Meirihluti ráðherra í ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, er hlynntur því að gera víðtækan fríverslunarsamning við Evrópusambandið í anda fríverslunarsamnings Kanada við sambandið. May er þeim hins vegar ósammála. Meira »

Undirbúa kosningar til bjargar Brexit

23.9. Aðstoðarmenn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, eru byrjaðir á laun að undirbúa þingkosningar í nóvember næstkomandi. Er þetta gert í því skyni að bjarga Brexit-viðræðunum og tryggja áframhaldandi veru May á valdastóli. Meira »

May: ESB verður að sýna Bretum virðingu

21.9. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir ESB verða að sýna Bretum meiri „virðingu“ í samningaviðræðum um útgöngu Bretlands úr ESB. Segir May „ekki ásættanlegt“ að leiðtogar ESB hafni svo „seint í samningaferlinu“ áætlun sinni, án þess að leggja til annan valkost. Meira »

Líkir Brexit við tilhugalíf broddgalta

21.9. Samskipti milli ráðamanna Evrópusambandsins og Bretland hefur verið þyrnum stráð en Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, seg­ir að samningaviðræður um útgöngu Breta úr sambandinu séu nú farnar að minna á tilhugalíf tveggja broddgalta. Meira »

„Værum ekki á byrjunarreit“

20.9. Ef ekki nást samningar um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu gæti liðið einhver tími þar til tækist að ljúka tvíhliða langtímasamningi við Ísland. Utanríkisráðherra segir markvissa vinnu undanfarin misseri þýða að viðræður við Breta ættu að geta gengið hratt fyrir sig. Meira »

Segir tillögur Breta ekki ganga upp

20.9. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir að tillögur Breta um milliríkjaviðskipti milli þeirra og ríkja ESB eftir að Bretland gengur úr sambandinu „muni ekki ganga upp“. Meira »

Verður Bretum dýrt að semja ekki

17.9. Efnahagur Bretlands mun verða fyrir „verulegum kostnaði“ ákveði bresk stjórnvöld að yfirgefa Evrópusambandið án samnings. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) varar við þessu í árlegri skýrslu sinni um útlitið í efnahagsmálum Bretlands. Meira »

Fær ekki stuðning Verkamannaflokksins

14.9. Breski Verkamannaflokkurinn hyggst ekki styðja tillögu Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að samningi um útgöngu landsins úr Evrópusambandinu sem kennd hefur verið við sveitasetur ráðherrans, Chequers, né nokkurn samning byggðan á henni. Meira »

Segir húsnæðisverð geta lækkað um þriðjung

14.9. Seðlabankastjóri Bretlands hefur varað bresk stjórnvöld við því að náist ekkert samkomulag um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu kunni húsnæðisverð að hrynja og efnahagskerfi landsins að verða fyrir verulegu áfalli. Meira »

Fyrstu skref um útgöngu að skýrast

10.9. Michel Barnier, aðal­samn­ingamaður ESB í viðræðum um út­göngu Breta úr sam­band­inu, segir að samkomulag um fyrstu skref útgöngu Breta úr sambandinu muni liggja fyrir í byrjun nóvember. Meira »

„Sprengjuvesti“ vafið um stjórnarskrána

9.9. Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, gagnrýndi forsætisráðherrann Theresu May í pistli sínum í morgun og sagði hana hafa „vafið sprengjuvesti“ um bresku stjórnarskrána, sem stjórnvöld ESB í Brussel gætu sprengt upp þegar þeim sýndist. Meira »

Franski flotinn í viðbragðsstöðu

5.9. Frönsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að franski flotinn sé í viðbragðsstöðu og verði sendur á vettvang komi til frekari átaka á milli franskra og breskra sjómanna í Ermarsundinu. Meira »

Barnier býður Bretum fríverslun

4.9. Evrópusambandið hefur varað Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við því að tillaga hennar að samningi um útgöngu landsins úr sambandinu sé „dauð“ og hvatt hana til þess að semja um viðtækan fríverslunarsamning þess í stað. Meira »

Segir Breta fá sama og ekkert

3.9. Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, segir að tillaga Theresu May, forsætisráðherra landsins, varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þýði að Bretar fái sama og ekkert eftir samningaviðræðurnar og að ESB muni standa með pálmann í höndunum. Meira »

„Þýddi endalok innri markaðarins“

2.9. Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins vegna útgöngu Bretlands úr sambandinu, segir að Bretar geti ekki valið það besta sem fylgir því að taka þátt í innri markaði þess en sleppt því sem þeir vilja ekki. Slíkt myndi þýða endalok hans. Meira »

Búa sig undir það versta

2.9. Bankastjóri Royal Bank of Scotland, Ross McEwan, segir að bankinn sé setja á laggirnar nýtt útibú í Amsterdam til þess að þjóna viðskiptavinum í Evrópu og að bankinn búi sig undir það versta vegna Brexit. Meira »

Vill nota EFTA tímabundið

2.9. Breski þingmaðurinn Nick Boles hefur kallað eftir því Bretland gerist tímabundið aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) í gegnum Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) eftir að landið yfirgefur Evrópusambandið sem gert er ráð fyrir að gerist í lok mars á næsta ári. Meira »

„Samningamaður, en ekki veðmálamaður“

31.8. Ráðherra Brexit-mála í ríkisstjórn Theresu May, Dominic Raab, segist bjartsýnn á að samningar um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu náist fljótlega. Raunar segir hann að stefnt sé að því að samkomulag liggi fyrir í október, en að enn sé mikið verk óunnið. Meira »

Panasonic fer frá London til Amsterdam

30.8. Japanska tæknifyrirtækið Panasonic ætlar að flytja höfuðstöðvar sínar í Evrópu frá Bretlandi til Amsterdam í október á sama tíma og það styttist í útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Meira »