Brexit

Brexit-samkomulag í höfn

19.3. Samninganefndir breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins hafa náð samkomulagi um úrsagnarferli Bretlands úr Evrópusambandinu. Búið er að útfæra flest ágreiningsatriði samningsins en enn á eftir að útkljá nokkur, m.a. er snúa að Norður-Írlandi. Meira »

„Þið munið sjá eftir ákvörðun ykkar“

13.3. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, sagði í Evrópuþinginu í dag að sá dagur kæmi að Bretar myndu sjá eftir því að hafa sagt skilið við sambandið. Meira »

Hafnar kröfum Evrópusambandsins

28.2. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt kröfur Evrópusambandsins, um að Norður-Írland verði áfram innan tollabandalags sambandsins og undir löggjöf þess sett eftir útgöngu Breta, óásættanlegt. Meira »

130.000 íbúar ESB fluttu frá Bretlandi

22.2. Alls fluttust 130.000 ríkisborgarar Evrópusambandsins frá Bretlandi frá september 2016 til september 2017 og hefur talan hefur ekki verið hærri í áratug. Meira »

Rætt um réttindi Íslendinga í Bretlandi

16.2. Viðræður eru hafnar á milli stjórnvalda í Bretlandi annars vegar og ráðamanna á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein um gagnkvæm réttindi ríkisborgara landanna eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Meira »

Fá morðhótanir vegna Brexit

12.2. Breski ráðherrann Andrea Leadsom greindi frá því í dag á samfélagsmiðlum að hún hefði fengið sent bréf með morðhótunum vegna stuðnings hennar við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem gjarnan er kölluð Brexit. Meira »

Frakkar færu líklega úr ESB

22.1. Franskir kjósendur myndu líklega kjósa með því að yfirgefa Evrópusambandið ef haldin væri þjóðaratkvæðagreiðsla um það í Frakklandi með sama hætti og gert var í Bretlandi sumarið 2016. Meira »

Vill Árna Pál í Brexit-málið

17.1. Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, leggur það til á vefsíðu sinni að Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, verði fenginn til liðs við stjórnvöld vegna hagsmunagæslu Íslands í tengslum við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Meira »

Bretar velkomnir aftur í ESB

17.1. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, sagði í dag að hann myndi fagna viðleitni af hálfu Bretar til þess að ganga á ný í sambandið eftir að þeir hafa sagt skilið við það. Meira »

Gætu krafist endurskoðunar EES

16.1. Veiti Evrópusambandið Bretlandi betri viðskiptakjör en sem felast í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) kunna norsk stjórnvöld að fara fram á það að núverandi tengsl Noregs við sambandið verði endurskoðað. Meira »

Brexit án samnings þýðir mikinn samdrátt

15.1. Ef Bretar yfirgefa Evrópusambandið án samnings þá mun það leiða til 8,5% samdráttar í skosku hagkerfi, segir Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands. Meira »

Vegabréfin blá eftir Brexit

22.12. Er útgöngu Breta úr Evrópusambandinu verður lokið verða gefin út blá vegabréf með gylltum stöfum í landinu.  Meira »

Brexit á næsta stig

15.12. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa ákveðið að halda áfram viðræðum um útgöngu Breta úr sambandinu, Brexit. Þetta segir Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins. Meira »

Tapaði Brexit atkvæðagreiðslu eftir uppreisn

13.12. Breska þingið kaus nú í kvöld að þingmenn fái lagalega tryggingu á því að þingið fái að hafa lokaorðið varðandi þá samninga sem Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kunni að ná hjá Evrópusambandinu varðandi útgöngu Bretlands úr ESB. Meira »

Erfiðustu viðræðurnar fram undan

8.12. Evrópusambandið hefur varað við því í dag að þrátt fyrir sögulegt samkomulag um ákveðin ágreiningsmál við bresk stjórnvöld vegna útgöngu Bretlands úr sambandinu væru enn erfiðari viðræður fram undan varðandi tengslin þar á milli eftir útgönguna. Meira »

Samkomulag um útgöngu Breta

8.12. Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, er mætt á fund forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, í Brussel þar verið er að ganga frá samkomulagi um útgöngu Breta úr ESB. Meira »

Vonir um samkomulag síðar í vikunni

4.12. Breskum stjórnvöldum tókst ekki að ná samkomulagi við Evrópusambandið í dag um það hvernig verði staðið að útgöngu Bretlands úr sambandinu. Báðir aðilar lýstu því þó yfir að þeir væru bjartsýnir á að samningar tækjust síðar í vikunni. Meira »

Hindra Írar útgöngu Breta úr ESB?

4.12. Deilan um landamæri Írlands og Bretlands kann að gera Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, ókleift að ná í dag samningi við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um útgöngu Bretlands úr sambandinu. Meira »

Mikilvægur Brexit fundur

4.12. Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, mun á fundi í Brussel í dag reyna að að ná samningi við forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, um skilnað Bretlands frá sambandinu. Meira »

Einfaldara að semja við Breta en ESB

11.11. Verði Bretland ekki áfram hluti af innri markaði Evrópusambandsins eftir að landið yfirgefur sambandið greiðir það fyrir nánara viðskiptasambandi við Bandaríkin. Þetta hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna. Meira »

29. mars 2019 klukkan 23

10.11. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að útganga Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, taki gildi föstudaginn 29. mars árið 2019 klukkan 23. Hún segir að tilraunir til þess að koma í veg fyrir Brexit verði ekki liðnar. Meira »

Fara út með eða án samnings

9.11. „Þegar við yfirgefum Evrópusambandið hættum við sjálfkrafa að vera aðilar að EES-samningnum í gegnum sambandið,“ segir David Jones, þingmaður á breska þinginu og fyrrverandi ráðherra. Engar líkur eru að hans áliti á að Bretar gætu sætt sig við samninginn sem Ísland er meðal annars aðili að. Meira »

Brexit álíka heimskulegt og Trump

25.10. Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg og fyrrverandi borgarstjóri New York segir að Brexit sé sennilega það heimskulegasta sem eitt einstakt ríki hefur afrekað fyrir utan það afrek bandarísku þjóðarinnar að kjósa Donald Trump sem forseta. Meira »

Vilja ekki aðra þjóðaratkvæðagreiðslu

23.10. Meirihluti Breta, eða 53%, vill ekki að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldið í Bretlandi um útgöngu landsins úr Evrópusambandinu eins og sumir þarlendir stjórnmálamenn hafa talað fyrir. Rúmur þriðjungur, eða 35%, er því hins vegar hlynntur. Meira »

Vill sjá metnaðarfulla Brexit-áætlun

19.10. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, vill að leiðtogar Evrópusambandsins setji fram „metnaðarfulla áætlun“ vegna samningaviðræðna á næstu vikum í tengslum við útgöngu Breta úr sambandinu. Meira »

Fríverslun forsenda farsældar Íslands

17.10. Forsenda þeirrar velmegunar sem Ísland hefur notið til þessa er fríverslun. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fundi Félags atvinnurekenda í morgun þar sem fjallað var um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sagði ráðherrann Ísland vera skólabókardæmi um mikilvægi fríverslunar. Meira »

Meira samstarf við Ísland eftir Brexit

17.10. Hvers vegna eru Bretar að yfirgefa Evrópusambandið? Þessari spurningu varpaði Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, fram í upphafi erindis sem hann flutti í morgun á fundi á vegum Félags atvinnurekenda þar sem rætt var um útgöngu landsins úr sambandinu. Meira »

Juncker og May vilja hraða Brexit viðræðum

16.10. Umræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu ættu að ganga hraðar á næstu mánuðum, segir í sameiginlegri yfirlýsingu Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Meira »

May og Juncker funda um Brexit

15.10. Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, mun fara til Brussel á morgun á fund forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker. Meira »

Trump ekki áhugasamur um fríverslun

15.10. „Þið eruð að semja um viðskipti við einhvern sem segist ekki trúa á milliríkjaviðskipti,“ segir Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í dag um mögulegan fríverslunarsamning á milli Bretlands og Bandaríkjanna í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Meira »