Brexit

Tilbúin að veita Bretum lengri frest

08:11 Ursula von der Leyen, sem freistar þess nú að fá samþykki Evrópuþingsins sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segist reiðubúin til þess að veita Bretum lengri frest til útgöngu úr sambandinu. Meira »

Styðja flokkinn fari Bretland úr ESB

11.7. Verði Boris Johnson næsti leiðtogi breska Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands og takist honum í kjölfarið að leiða Breta úr Evrópusambandinu fyrir 31. október myndu þeir kjósendur flokksins, sem að undanförnu hafa lýst yfir stuðningi við Brexit-flokkinn í skoðanakönnunum, upp til hópa styðja hann á nýjan leik. Meira »

Boris henti sendiherranum fyrir vagninn

10.7. Boris Johnson er talinn vera undir miklum þrýstingi eftir að Sir Kim Darroch sagði af sér embætti sendiherra. Háttsettir aðilar í breska Íhaldsflokknum telja hann hafa hent sendiherranum fyrir vagninn með því að neita að taka upp hanskann fyrir hann í kappræðum þeirra Jeremy Hunt í gærkvöldi. Meira »

Hart tekist á hjá Johnson og Hunt

9.7. Hart var tekist á í sjónvarpskappræðum þeirra Boris Johnson og Jeremy Hunt í kvöld, en þar deildu þeir m.a. um Brexit og samskipti breskra stjórnvalda við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Neitaði Johnson t.a.m. að svara hvort hann myndi kalla sendiherra Bretlands heim frá Bandaríkjunum. Meira »

Vill nýtt þjóðaratkvæði

9.7. Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hefur skorað á næsta forsætisráðherra Bretlands, að leggja mögulegan samning um útgöngu landsins úr Evrópusambandinu eða mögulega útgöngu án samnings í þjóðaratkvæði. Meira »

Vænta stórra skrefa í átt að sambandsríki

6.7. Hvatamenn þess að Evrópusambandinu verði formlega breytt í sambandsríki gera sér vonir um að stór skref verði tekin í þá átt undir fyrirhugaðri nýrri forystu sambandsins. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph í dag. Meira »

Máli gegn Boris Johnson vísað frá

6.7. Dómstóll í Bretlandi vísaði í síðasta mánuði frá máli sem höfðað hafði verið gegn Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, einkum vegna ítrekaðra yfirlýsinga hans í aðdraganda þjóðaratkvæðisins 2016 þar sem meirihluti breskra kjósenda samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu, um að hægt yrði að verja 350 milljónum punda, sem færu til sambandsins í hverri viku vegna veru Breta innan þess, til heilbrigðiskerfisins í staðinn. Meira »

Fylgið í sögulegri lægð

4.7. Fylgi breska Verkamannaflokksins er í sögulegri lægð ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar fyrirtækisins YouGov, en samkvæmt þeim er flokkurinn nú fjórði stærsti flokkur Bretlands en hefur sögulega verið annaðhvort stærsti eða næststærsti flokkurinn. Meira »

Boris: Skaðsemi Brexit stórlega ýkt

2.7. Fullyrðingar um skaðsemi samningslausrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu eru stórlega ýktar að mati Boris Johnson, sem býður sig fram til formennsku í breska Íhaldsflokknum. Meira »

Kallaði Frakka skíthæla

28.6. Myndskeið þar sem Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra, kallar Frakka skíthæla (turds) vegna afstöðu þeirra til Brexit var klippt út úr heimildarmynd BBC að beiðni utanríkisráðuneytisins. Meira »

Tilkynna úrslit eftir mánuð

25.6. Tilkynnt verður um sigurvegara leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins þriðjudaginn 23. júlí að því er fram kemur í fréttatilkynningu flokksins í dag. Um 160 þúsund félagsmenn Íhaldsflokksins eru á kjörskrá. Meira »

Ekki gert án samvinnu

25.6. Boris Johnson, sem allt bendir til þess að verði næsti forsætisráðherra Bretlands, segir að Bretar geti ekki yfirgefið Evrópusambandið án þess að það sé gert í samvinnu við ESB til að koma í veg fyrir alvarleg áföll í kjölfar Brexit. Meira »

„Ekki vera bleyða“

24.6. Sky-fréttastofan mun að öllum líkindum aflýsa fyrirhuguðum kappræðum tveggja leiðtogaefna Íhaldsflokksins ef svo fer sem horfir að Boris Johnson neiti að taka þátt. Meira »

Boris ætti að „svara spurningum um allt“

23.6. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands og annar þeirra tveggja sem eftir standa í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins, sagði við Sky-fréttastofuna í dag að sá sem vilji verða forsætisráðherra Bretlands ætti að „svara spurningum um allt“. Meira »

Samband Bannon og Johnson

23.6. Steve Bannon, sem var einn helsti ráðgjafi Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta, segist hafa aðstoðað Boris Johnson við að semja ræðuna sem sá síðarnefndi flutti þegar hann sagði af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. Johnson hefur hingað til svarið af sér tengsl við Bannon. Meira »

Tjáir sig ekki um lögregluútkall

22.6. Boris Johnson, sem þykir líklegastur til þess að verða kjörinn næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og taka þar með við af Theresu May sem forsætisráðherra, neitaði á framboðsfundi í Birmingham í dag að svara spurningum um meintar heimiliserjur hans og Carrie Symonds á fimmtudagskvöld. Meira »

Lögreglan á heimili Boris Johnson

22.6. Lögreglan var kölluð á heimili breska þingmannsins Boris Johnson og unnustu hans, Carrie Symonds, aðfararnótt föstudags vegna hávaða og rifrildis. Meira »

Brexit-samkomulagi verður ekki breytt

21.6. Leiðtogar Evrópusambandsins vara þann sem tekur við sem forsætisráðherra Bretlands við því að ekki sé í boði að hefja nýjar samningaviðræður um útgöngu Breta úr ESB. Skilnaðarsamningum verði ekki breytt. Meira »

Búa sig undir samningslaust Brexit

21.6. Bretar munu ganga úr Evrópusambandinu samningslausir 31. október nema breska þingið samþykki fyrirliggjandi útgöngusamning Theresu May eða boðað verði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild. Þetta er niðurstaða leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Meira »

Valið á milli Johnson og Hunt

20.6. Það verða þeir Boris Johnson fyrrverandi utanríkisráðherra og Jeremy Hunt núverandi utanríkisráðherra sem almennir flokksfélagar í breska Íhaldsflokknum munu velja á milli í allsherjarkosningum um næsta leiðtoga flokksins. Meira »

Sajid Javid úr leik

20.6. Sajid Javid innanríkisráðherra Bretlands helltist er úr leik í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir að niðurstöður nýjustu atkvæðagreiðslu flokksins liggja fyrir. Meira »

Boris Johnson enn líklegastur

20.6. Fátt virðist ætla að koma í veg fyrir að Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, verði meðal tveggja efstu í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Línur skýrast í dag þegar kosið verður á milli frambjóðendanna fjögurra sem eftir standa og þeim fækkað í þrjá og síðar tvo. Meira »

Raab heltist úr lestinni

18.6. Dom­inic Raab, fyrr­ver­andi ráðherra Brex­it-mála, heltist í dag úr lest þeirra sem sækjast eftir því að verða næsti leiðtogi Íhalds­flokks­ins og for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. Fimm standa eftir í baráttunni en tíu sóttust upphaflega eftir leiðtogahlutverkinu. Meira »

Johnson tók ekki þátt í kappræðum

16.6. Boris Johnson, sem þykir einna líklegastur til að standa uppi sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins, og þar með forsætisráðherra Bretlands, að loknu formannskapphlaupi flokksins, tók ekki þátt í kappræðum kandítatanna um Brexit á Channel 4 í Bretlandi í kvöld. Meira »

Enn eitt Brexit-frumvarpið fellt

12.6. Þverpólitískt frumvarp um að fela breska þinginu að taka stjórn á málefnum útgöngu Breta úr ESB hafi samningar um útgöngu ekki náðst 25. júní, var fellt með ellefu atkvæðum á breska þinginu í dag. 298 þingmenn kusu gegn en 309 með. Meira »

Samningslaust Brexit enn möguleiki

12.6. Tilraun þingmanna sem mótfallnir eru úrsögn Breta úr Evrópusambandinu án samnings töpuðu atkvæðagreiðslu um að taka dagskrárvaldið af meirihlutanum í breska þinginu í dag. Vildu þeir að tillaga um að Bretland myndi ekki yfirgefa ESB án samnings yrði lögð fyrir þingið 25. júní. Meira »

Tíu vilja í Downing-stræti 10

10.6. Öllum tíu frambjóðendum Íhaldsflokksins til embættis formanns flokksins tókst að safna gildum meðmælum frá átta þingmönnum flokksins. Skilafrestur var til klukkan 16 í dag og voru öll framboðin samþykkt. Meira »

Fjöldi frambjóðenda ræðst í dag

10.6. Í dag ræðst hverjir verða í framboði til embættis formanns breska Íhaldsflokksins. Ellefu flokksmenn hafa lýst yfir áhuga á að leiða flokkinn sem og bresku þjóðina í hlutverki forsætisráðherra og þurfa þau að skila inn meðmælum frá átta þingmönnum flokksins. Meira »

Hunt segir ESB tilbúið að semja á ný

9.6. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Breta, segir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi gefið í skyn að Evrópusambandið sé tilbúið að endursemja um útgöngusamning Breta úr sambandinu. Meira »

May hættir sem formaður Íhaldsflokksins

7.6. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hættir formlega sem leiðtogi Íhaldsflokksins í dag. Hún mun hins vegar sitja áfram sem forsætisráðherra þar til eftirmaður hennar hefur verið valinn. Meira »