Breytingar á klukku

Hverju myndi það breyta að seinka klukkunni um klukkustund þegar skammdegið hellist yfir landsmenn? Spurningin brennur á mörgum þar sem ýmis lýðheilsuleg vandamál eru rakin til þess að dagsbirtan sé of sein á ferðinni yfir vetrartímann.

Birt­u­stund­um myndi fækka um 130 á ári

12.3. Verði klukkunni seinkað um eina stund mun birtustundum á vökutíma, milli 07 og 23, fækka um 130 á ári í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn dr. Þórðar Arasonar jarðeðlisfræðings. Meira »

Svefnvandi meira en klukka

5.3. Tryggvi Helgason barnalæknir segir að ekki sé annað að heyra af umræðunni en að svefnvandi unglinga væri auðleyst mál með klukkubreytingu og í raun val um hvort við fræddum þjóðina um mikilvægi svefnsins eða bara einfaldlega breyttum klukkunni og þá væri sá vandi úr sögunni. Meira »

Gæti leikið golfiðkendur grátt

4.3. Breytingar á staðartíma á Íslandi, nánar tiltekið seinkun klukkunnar, sem nú er til umræðu í samráðsgátt stjórnvalda, gæti orðið til þess að sá tími sem unnt er að leika átján holur að loknum fullum vinnudegi styttist um tvær til þrjár vikur. Þetta segir formaður Golfklúbbs Reykjavíkur. Meira »

Vitlaus klukka hefur áhrif á marga

21.2. Það að seinka sólarupprás og sólsetri getur leitt til þess að líkamsferlum getur seinkað. „Það er bara þannig. Það hefur verið sýnt fram á þetta í fjölmörgum rannsóknum á mönnum, dýrum og plöntum. Þú getur fundið þetta hvar sem er í lífríkinu,“ segir Björg Þorleifsdóttir, lektor við læknadeild Háskóla Íslands. Meira »

Nauðsynlegt að breyta klukkunni

28.1. Karl Ægir Karlsson, prófessor í taugavísindum, segir að á Íslandi þurfi fólk að sofa meira og að það sé einkennilegt að klukkan fylgi ekki hnattstöðu. Meira »

LED-lýsing getur haft áhrif á svefn

27.1. Sævar Helgi Bragason veit sitthvað um áhrif LED-lýsingar og segir mikilvægt að velja perur sem gefi hlýja lýsingu. Hvaða áhrif hefur öll þessi lýsing og hvar er hana að finna? Meira »

Fór ekki fyrr að sofa í Svíþjóð

26.1. Steinunn Þórðardóttir læknir er þakklát fyrir síðdegisbirtuna. „Eftir að hafa búið í Svíþjóð í mörg ár þar sem birtir fyrr en hér á morgnana í skammdeginu en dimmir hins vegar mjög snemma seinnipartinn þá vel ég frekar íslensku klukkuna eins og hún er núna.“ Meira »

Er morgunbirtan blárri en kvöldbirtan?

24.1. Breyting á klukkunni úr sumartíma yfir í réttan tíma miðað við hnattstöðu Íslands, svokallaðan vetrartíma, hefur verið áberandi í umræðunni eftir að opnað var fyrir umsagnir á samráðsgátt Stjórnarráðsins um grein­ar­gerðina „Staðar­tími á Íslandi — stöðumat og til­lög­ur“ en alls hafa 1.187 umsagnir borist á tveimur vikum. Meira »

Mikill meirihluti vill seinkun klukku

18.1. Rúm 63% Íslendinga eru hlynnt því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er, en rúm 36% vilja óbreytta stöðu klukkunnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Meira »

Breyting fjölgar ekki birtustundum

16.1. Vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru birtustundir fáar í boði á Íslandi um hávetur og þeim fjölgar ekki með breytingu á stillingu klukkunnar, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Nú í morgunsárið er norðanátt allsráðandi á landinu og kalt í veðri. Meira »

Fíllinn fer úr postulínsbúðinni

14.4. Brexit er áskorun fyrir hin smærri ríki Evrópu; innan Evrópusambandsins sem utan. Endurskipulagning sambandsins eftir útgöngu Breta er líkleg til að færa Þjóðverjum og Frökkum ennþá meiri völd í hendur og tryggja ítök þeirra í álfunni, undir forystu Þjóðverja. Meira »

Dagsbirtan með breyttri klukku

28.11.2015 Umræða um breytingar á klukku fóru hátt í fyrra. mbl.is gerði myndskeið þar sem sýnt var fram á hvernig mögulegar breytingar myndu koma út. Það var gert á þessum sama degi í fyrra og því er ekki úr vegi að rifja það upp. Meira »

Mannanöfn, áfengi og breytt klukka

10.7.2015 Fyrir utan þingmál á nýafstöðnu löggjafarþingi sem kalla má hefðbundin voru nokkur slík sem vöktu sérstaka athygli fyrir þær sakir að vera á einhvern hátt öðruvísi. Bæði lagafrumvörp og þingsályktunartillögur. Meira »

Óvíst um afdrif klukkutillögu

13.5.2015 Ekki hefur verið ákveðið hvort að þingsályktunartillaga um að seinka klukkunni um eina klukkustund verði afgreitt úr velferðarnefnd á þessu þingi, að sögn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, formanns nefndarinnar. Síðustu gestirnir komu á fund nefndarinnar vegna málsins í morgun. Meira »

Ungmenni eru víða þungsvæf

1.3.2015 „Rétt er að benda á, að svefnhöfgi unglinga að morgni til er þekkt vandamál í öðrum löndum, einnig þeim sem seinka klukkunni að vetri til. Það sýnir að stilling klukkunnar er ekki rót vandans,“ segir í niðurlagi umsagnar Þorsteins Sæmundssonar stjörnufræðings og Gunnlaugs Björnssonar stjarneðlisfræðings um þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar. Meira »

Breytt klukka send til umsagnar

25.2.2015 „Málið var tekið formlega á dagskrá í nefndinni í morgun og sent út til umsagnar. En þess utan er auðvitað öllum frjálst að senda inn umsögn um það sem vilja,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, í samtali við mbl.is. Meira »

Hver eru áhrif „klukkubreytingar“?

6.1.2015 Í rannsókn sem hefst í vikunni verða svefnvenjur Íslendinga skoðaðar og hvort með breyttri klukku gæti brottfall úr framhaldsskólum landsins orðið minna. Meira »

Man þegar sumartíminn var festur

10.12.2014 Breytingar á klukku hafa verið ofarlega í huga fólks að undanförnu en færri muna eftir því þegar þegar árið skiptist í sumartíma og vetrartíma á árabilinu 1917 til 1968 þegar sumartíminn var festur til frambúðar hér á landi. Það gerir Örnólfur Thorlacius þó sem var menntaskólakennari á þeim tíma. Meira »

Svona dimmir með breyttri klukku

7.12.2014 Hverju myndi það breyta að seinka klukkunni um klukkustund þegar skammdegið hellist yfir landsmenn? Spurningin brennur á mörgum þar sem ýmis lýðheilsuleg vandamál eru rakin til þess að dagsbirtan sé of seint á ferðinni yfir vetrartímann. Yrði klukkunni seinkað myndi húma fyrr eins og hér sést. Meira »

Stilling klukkunnar alltaf málamiðlun

1.12.2014 „Ég hef miklar efasemdir um neikvæð heilsufarsleg áhrif af fljótri klukku. Í því sambandi er athyglisvert að svefnhöfgi unglinga virðist engu minna vandamál í þeim löndum þar sem klukkunni er seinkað að vetri til,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur. Meira »

Svona birtir með breyttri klukku

30.11.2014 Hverju myndi það breyta að seinka klukkunni um klukkustund þegar skammdegið hellist yfir landsmenn? Spurningin brennur á mörgum þar sem ýmis lýðheilsuleg vandamál landsmanna eru rakin til þess að dagsbirtan sé of sein á ferðinni yfir vetrartímann. Við á mbl.is prufuðum að flýta klukkunni á föstudag. Meira »

Líkar vel að mæta seinna

28.11.2014 Nemendur 6.-10. bekkja Ingunnarskóla eru alsælir með að byrja skólann kl. 8.30 á morgnanna í stað þess að mæta kl. 8.10. Foreldrar og kennarar eru sömuleiðis ánægðir með tilhögunina, að sögn skólastjórans. Meira »

Mjög brýnt að seinka klukkunni

27.11.2014 Það er mjög brýnt lýðheilsumál að seinka klukkunni um eina klukkustund. Við erum að skapa okkur vanda með núverandi fyrirkomulagi sem hefur meðal annars slæmar afleiðingar fyrir heilsu fólks. Þetta sagði Björg Þorleifsdóttir, lektor við Læknadeild Háskóla Íslands á fyrirlestri sínum um klukkuþreytu. Meira »

bbbVilja seinka klukkunni um klukkutíma

2.11.2014 Þingmenn vilja forða okkur frá þeirri nöpru tilfinningu að þurfa að vakna í svartamyrkri til að mæta í skóla eða vinnu.  Meira »