Brottkast fiskafla

Kleifaberg heldur aftur til veiða

30.1. Frystitogarinn Kleifaberg RE-70 lagði úr höfn í gær og hefur stefnan verið tekin á Barentshaf. Skipið var í ársbyrjun svipt veiðileyfi þar sem talið var að áhöfnin hefði stundað brottkast afla. Meira »

Myndavélar á við marga eftirlitsmenn

26.1. Stjórnendur Fiskistofu taka undir margt af því sem fram kemur í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á starfsemi stofnunarinnar. Eftirlit á sjó er einn þessara þátta og segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri að það þurfi að efla með auknum mannafla, en jafnframt að nýta tæknina í auknum mæli. Meira »

Fiskistofa ítrekað bent á vandann

23.1. Stjórnendur Fiskistofu hafa ítrekað bent á þann vanda sem við er að etja vegna eftirlits með fiskveiðum. Þeir telja skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlitshlutverk Fiskistofu vandaða og að hún bendi réttilega á margvíslega erfiðleika í þessum efnum. Meira »

Veiðileyfissviptingu frestað

21.1. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið að fresta réttaráhrifum ákvörðunar Fiskistofu um að svipta togarann Kleifaberg RE 70 veiðileyfi sínu í tólf vikur vegna brottkasts, á meðan kæra Útgerðarfélags Reykjavíkur (ÚR) er til skoðunar. Meira »

Veikburða og óskilvirkt eftirlit

17.1. „Á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem Ríkisendurskoðun aflaði er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla […] er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri,“ er meðal þess sem kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fiskistofu. Meira »

„Mjög ósáttir við framgöngu Fiskistofu“

8.1. Útgerðarfélag Reykjavíkur mun senda erindi til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, að líkindum á morgun, þar sem kærð verður ákvörðun Fiskistofu um að svipta fiskiskipið Kleifaberg leyfi til fiskveiða í tólf vikur. Meira »

Svipta Kleifaberg RE-70 veiðileyfi

4.1. Fiskiskipið Kleifaberg, sem gert er út af Útgerðarfélagi Reykjavíkur (ÚR), hefur verið svipt leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni í tólf vikur vegna brottkasts, samkvæmt ákvörðun Fiskistofu. Leyfissviptingin tekur gildi 4. febrúar. Meira »

Stjórn SUS mótfallin myndavélaeftirliti

15.8. Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) andmælir harðlega tillögum sjávarútvegsráðherra um víðtækt og umfangsmikið myndavélaeftirlit Fiskistofu með sjávarútvegi. Meira »

Myndavélar og flygildi verði notuð

9.8. Fiskistofu verður heimilt að vakta löndun og vigtun afla með rafrænum eftirlitsmyndavélum, auk þess sem hún mun geta nýtt sér fjarstýrð loftför við eftirlitsstörf, verði væntanlegt frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra að veruleika. Meira »

Ónýttar aflaheimildir á við brottkast

27.11.2017 Á hverju ári brenna inni aflaheimildir í ufsa innan fiskveiðikerfisins, svo skiptir þúsundum tonna. Þetta er fullyrt í tilkynningu frá smábátafélaginu Hrollaugi á Hornafirði, sem fordæmir allar gerðir brottkasts á sjávarafla. Meira »

„Haltu kjafti, taktu þátt“

25.11.2017 „Þegar lítill kvóti er til staðar er glórulaust að hirða eitthvað annað en stóran fisk. Smáum og miðlungstórum fiski er hent í hafið aftur. Undantekningarlaust.“ Þetta er meðal þess sem Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Bæjarlistans á Akureyri og fyrrverandi sjómaður, skrifar á Facebook. Meira »

Mjög dregið úr brottkasti

24.11.2017 Mjög hefur dregið úr brottkasti á liðnum árum segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á Facebook-síðu sinni. Vísar hún þar til funda sem hún hefur átt í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um brottkast og vigtunarmál með ráðuneytisstarfsmönnum, forstjóra Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu þar sem fram hafi komið að allar rannsóknir bentu til þess að dregið hafi mjög úr. Meira »

Fordæmir umgengni um auðlindina

23.11.2017 Landssamband smábátaeigenda fordæmir þá dæmalausu umgengni um sjávarauðlindina sem fram kom í fréttaþættinum Kveik sem sýndur var í RÚV á þriðjudag. Meira »

Aðgangi að auðlind fylgir ábyrgð

23.11.2017 „Þó svo það megi finna að regluverkinu og árangri eftirlitsins leysir það ekki skipstjórnarmenn og útgerðarmenn undan ábyrgðinni sem fylgir því að hafa aðgang að auðlindinni og mikilvægt að hafa í huga að þeir verða að axla ábyrgðina á gjörðum sínum.“ Meira »

Skipstjórinn fagnar rannsókninni

22.11.2017 „Ég fagna þessari rannsókn af heilum hug,“ segir Víðir Jónsson, skipstjóri til 20 ára á Kleifabergi. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims, sagði fyrr í kvöld að hann hygðist á morgun kæra myndband sem birt var í kvöldfréttum RÚV til lögreglu. Meira »

„Verður kært strax í fyrramálið“

22.11.2017 „Það þarf að rannsaka þetta. Þetta er kolólöglegt,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við mbl.is. Hann vill komast til botns í því hvernig myndband, sem tekið var um borð í Kleifabergi, varð til og hver stóð að baki brottkastinu sem í því birtist. Meira »

„Brottkast og svindl er ólíðandi“

22.11.2017 „Stjórnin fordæmir hverskonar sóun á verðmætum við meðhöndlun okkar helstu náttúruauðlindar,“ segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka fiskvinnslu og útflytjenda, SFÚ. Tilefnið er fréttaskýringaþáttur Kveiks, sem sýndur var á RÚV í gær, en í honum voru sýndar myndir af miklu brottkasti afla. Meira »

„Fæ líka pósta með ábendingum“

22.11.2017 „Ég ákvað að hitta í fyrramálið sjómannaforystuna og útgerðarmenn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en í ráðuneytinu var í morgun haldinn fundur vegna þeirra upplýsinga sem fram komu í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. Meira »

Segir áhyggjur af brottkasti að mestu óþarfar

22.11.2017 „Það er miður að ekki hafi verið leitað sjónarmiða þeirra sem nýta auðlindina, sjávarútvegsfyrirtækja eða hagsmunasamtaka þeirra,“ segir í tilkynningu frá Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, vegna fréttaskýringaþáttarins Kveiks, sem sýndur var á RÚV í kvöld. Meira »

„Subbuskapur af verstu gerð“

21.11.2017 „Ég hef verið á mörgum skipum. Alls staðar hefur verið brottkast,“ sagði sjómaðurinn Trausti Gylfason í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV nú í kvöld. Þar var sýnt myndefni sem Trausti tók úti á sjó á árunum 2008-2011 og sýndi mikið brottkast á fiski, en brottkast er bannað með lögum. Meira »