Búrma

Mótmælendur á Búrma fá langa dóma

11.11.2008 Á þriðja tug manna sem handteknir voru fyrir að mótmæla herforingjastjórninni á Búrma voru í dag dæmdir í 65 ára fangelsi hver. Mótmælendurnir, 23 talsins, voru dæmdir fyrir herrétti í Insein fangelsinu í úthverfi Yangon í morgun, samkvæmt upplýsingum AFP fréttastofunnar frá ættingjum þeirra. Meira »

Mat dreift með happdrætti

3.6.2008 Fólk sem flúið hefur hörmungasvæðin í Búrma skýrir frá því að herinn noti happdrætti til stýra því hver fái mat og hver ekki. Meira »

Fórnarlömb fellibyls þvinguð til síns heima

2.6.2008 Stjórnvöld í Burma þvinga fórnarlömb fellibylsins aftur til heimkynna sinna til að sýna umheiminum að þau hafi ástandið undir stjórn, að sögn hjálparstarfsmanna. Meira »

Hjálparstarfið tekur nokkur ár

29.5.2008 Viðbrögð við neyðarbeiðnum Alþjóða Rauða krossins í kjölfar hamfaranna í Búrma og Kína á liðnum vikum hafa verið mikil samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum á Íslandi. Telur Rauði krossinn að hjálparstarfið muni taka nokkur ár, bæði í Búrma og Kína. Meira »

Fá loksins neyðaraðstoð

27.5.2008 Rúmlega ein milljón fórnarlamba fellibylsins Nargis sem reið yfir Búrma í byrjun maí fékk loks aðstoð í dag frá hjálparstarfsmönnum, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Í síðustu viku náðist samkomulag við herforingjastjórnina í Búrma um að alþjóðlegum hjálparstarfsmönnum yrði hleypt inn í landið. Meira »

Þjóðarsorg í Búrma

19.5.2008 Herforingjastjórnin í Búrma hefur tilkynnt um að þriggja daga þjóðarsorg hefjist á morgun vegna fellibyljarins Nagris. Samkvæmt opinberum tölum eru 78 þúsund látnir og 55 þúsund er enn saknað eftir að fellibylurinn reið yfir landið í byrjun maí. Meira »

Yfir 34 þúsund látnir á Búrma

13.5.2008 Stjórnvöld á Búrma hafa greint frá því að 34.273 séu látnir í kjölfar fellibyljarins Nargis og 27.836 er enn saknað, samkvæmt frétt í ríkisútvarpi landsins. Sameinuðu þjóðirnar telja að mun fleiri hafi farist og að 1,5 milljón manna séu í lífshættu á hamfarasvæðunum. Meira »

Hjálpargögn á leiðinni til Búrma

13.5.2008 Herforingjastjórnin á Búrma hefur ákveðið að heimila flutning á frekari hjálpargögnum frá Bandaríkjunum inn í landið. Er talið að með þessu aukist líkur á því að stjórnvöld á Búrma heimili víðtækt hjálparstarf í landinu, tíu dögum eftir að fellibylurinn Nargis reið yfir landið. Meira »

Bandaríkjamenn senda hjálpargögn til Búrma

12.5.2008 Fyrsta vélin með hjálpargögn frá Bandaríkjunum fór áleiðis til Búrma í nótt. Vélin flaug frá Taílandi til Yangon á Búrma og verða tvær flutningavélar sendar þangað til viðbótará morgun á vegum Bandaríkjamanna. Meira »

Íslendingur stýrir stuðningi Microsoft við Búrma

12.5.2008 Gísli Rafn Ólafsson, einn af stjórnendum alþjóðasveitar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og UNDAC meðlimur er nú staddur í Bangkok, Taílandi á vegum Microsoft, en hann starfar fyrir fyrirtækið sem ráðgjafi í notkun tölvutækni við að samhæfa viðbrögð við náttúruhamförum. Leiðir Gísli stuðning Microsoft við hjálparstarfið á Búrma. Meira »

40% látinna á Búrma börn

7.5.2008 Talið er að 40% þeirra sem létust eða er saknað eftir að fellibylur reið yfir Búrma á laugardag séu börn, samkvæmt upplýsingum frá alþjóðlegu hjálparsamtökunum Save the Children. Meira »

Yfir 22 þúsund látnir á Búrma

6.5.2008 Talið er að yfir 22 þúsund manns hafi látist í fellibylnum Nagris sem reið yfir Búrma um helgina, samkvæmt frétt í ríkisútvarpi landsins. Talið er að tala látinna eigi eftir að hækka enn frekar en yfir 40 þúsund manns er saknað. Hundruð þúsunda íbúa eru án vatns og húsaskjóls. Meira »

Ekki sátt um ákvörðun herforingjastjórnarinnar

11.2.2008 Talsmaður bandaríska forsetaembættisins, Dana Perino, segir að ákvörðun herforingjastjórnarinnar á Búrma um að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu í maí um nýja stjórnarskrá, sem gera á kleift að halda lýðræðislegar kosningar árið 2010, sé ekki fullnægjandi. Meira »

Hvetur þjóðir heims til að fordæma mannréttindabrot á Búrma

4.1.2008 Forsetafrú Bandaríkjanna, Laura Bush, hvatti í dag þjóðir heims til þess að beita herforingjastjórnina á Búrma þrýstingi og fordæma gegndarlaus mannréttindabrot í landinu. Hún hvatti jafnframt herforingjastjórnina til þess að láta helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar Aung San Suu Kyi, lausa úr haldi. Meira »

Forsetafrú Bandaríkjanna gagnrýnir herforingjastjórnina í Búrma

10.12.2007 Forsetafrú Bandaríkjanna, Laura Bush, hvatti herforingjastjórnina í Búrma til þess að láta Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, lausa úr haldi og hvatti nágrannaríki Búrma til þess að auka þrýsting á stjórnvöld í Búrma að auka pólitískt frelsi í landinu á fundi í Washington í dag. Meira »

Fær að skoða aðstæður á Búrma í fyrsta skipti í fjögur ár

11.11.2007 Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Paulo Sergio Pinheiro, er kominn til Búrma, er það í fyrsta skipti í fjögur ár sem herforingjastjórnin heimilar honum að koma til landsins. Vonast Pinheiro til þess að fá tækifæri til þess að ræða við pólitíska fanga í landinu og komast að því hve margir létust í mótmælum gegn stjórnvöldum sem hófust í september. Meira »

Fyrsti fundur Suu Kyi með flokksfélögum í þrjú ár

9.11.2007 Leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Búrma, Aung San Suu Kyi, átti fund með þremur flokksmönnum sínum í morgun og er þetta í fyrsta skipti í þrjú ár sem herforingjastjórnin heimilar að hún ræði við flokksfélaga sína. Meira »

Ibrahim Gambari fundar með Aung San Suu Kyi

8.11.2007 Sendimaður Sameinuðu þjóðanna, Ibrahim Gambari, er á fundi með Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar á Búrma en hingað til hefur heimsókn hans til Búrma ekki borið neinn merkjanlegan árangur. Gambari kom til Búrma á laugardag og er búist við að hann yfirgefi landið síðar í dag. Meira »

Forsætisráðherra Búrma látinn

12.10.2007 Forsætisráðherra Búrma, Soe Win, er látinn eftir erfið veikindi, samkvæmt frétt frá ríkisfréttastofu Búrma en hann hafði gegnt embætti forsætisráðherra Búrma frá árinu 2004. Soe Win, 59 ára, þjáðist af bráða hvítblæði og hefur Thein Sein gegnt starfi forsætisráðherra í veikindum hans. Meira »

Laura Bush vill að herforingjastjórnin í Búrma víki

10.10.2007 Forsetafrú Bandaríkjanna, Laura Bush, hefur kallað eftir því að herforingjastjórnin í Búrma víki til hliðar og hætti herferð sinni gagnvart íbúum landsins. Þá kallar hún eftir því að teknir verði upp lýðræðislegir hættir í landinu. Þetta kemur fram í bandaríska dagblaðinu Wall Street Journal í dag. Meira »

Áhrifamenn hvetja kínversk stjórnvöld til aðgerða á Búrma

5.10.2007 Tuttugu áhrifamenn í stjórnmálum víða um heim, þar á meðal Lionel Jospin, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands og Mary Robinson, fyrrum forseti Írlands, hvetja kínversk stjórnvöld til þess að beita áhrifum sínum til þess að þrýsta á herforingjastjórnina á Búrma að hefja viðræður við stjórnarandstöðuna. Meira »

Mótmælenda leitað á Búrma

3.10.2007 Sjónvarpsstöð á vegum herforingjastjórnarinnar á Búrma greindi frá því í dag að hermenn leituðu nú mótmælenda og voru herbílar á ferð um götur stærstu borgar Búrma, Yangon, í nótt. Kölluðu hermenn í gjallarhorn að þeir væru með myndir af mótmælendum og að þeir yrðu handteknir. Meira »