Búsetuúrræði fatlaðra

Hneisa að bregðast íbúum Bjargs

2.11. Landssamtökin Geðhjálp og ÖBÍ lýsa yfir furðu sinni á því að meirihluti Seltjarnarnesbæjar skuli ætla að bregðast lögbundinni skyldu sinni að veita sjö karlmönnum með geðfötlun á Bjargi á Seltjarnarnesi þjónustu með því að beina því til ríkisins að semja um rekstur vistheimilisins. Meira »

Segja íbúa Bjargs ekki hafa gleymst

12.10. „Mánuðum saman höfum við aðstandendur Bjargs reynt að fá embættismenn og stjórnmálamenn Seltjarnarness til að ræða við okkur um framtíð heimilisins og við höfum boðist til að aðstoða þá við að finna hagkvæma lausn á vandanum en þeir hafa skellt við því skollaeyrum undir stjórn bæjarstjórans.“ Meira »

Ábyrgðin er hjá Seltjarnarnesbæ

12.10. Ásmundur Einar Daðason segir að viðræður hafi staðið yfir lengi við Seltjarnarnesbæ um rekstur á Bjargi og þær viðræður hafi ekki skilað árangri. Því hafi það verið þrautalending að senda málið til ráðuneytis sveitarstjórnarmála. Rekstur Bjargs hafi verið tryggður. Meira »

Tryggja verði íbúum Bjargs öryggi

12.10. „Stóra vandamálið er að það vofir yfir heimilinu að það verði leyst upp sem væri auðvitað skelfileg ógæfa fyrir heimilismennina,“ segir Hjörleifur Stefánsson, formaður Félags aðstandenda vistmanna á Bjargi, í samtali við mbl.is vegna heimilisins Bjargs á Seltjarnarnesi, sem rekið hefur verið af Hjálpræðishernum undanfarna áratugi, þar sem sjö karlmenn með geðklofagreiningu hafa búið. Meira »

Harma hvernig staðið er að málum

12.10. Samfylkingarfélagið á Seltjarnarnesi harmar hvernig staðið hefur verið að málum íbúa Bjargs af bæjarstjóra og meirihluta sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi. Meira »

„Hvernig gátu þeir gleymst svona?“

12.10. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir að það sé ótrúlegt hvernig það getur gerst að íbúar Bjargs hafi hreinlega gleymst í kerfinu og verið sviknir um bæði peninga og þjónustu svo árum skiptir. Meira »

Þeir einfaldlega gleymdust í kerfinu

11.10. Sjö menn með geðklofa á aldrinum 51 til 80 ára og búa á Seltjarnarnesi eru dæmi um fólk með flókinn vanda, sem eru fórnarlömb í togstreitu ríkis og sveitarfélaga, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Heimili þeirra er í uppnámi þar sem ekki hefur tekist að semja um hver eigi að greiða fyrir búsetu. Meira »