Búvörusamningar

Ekki fengið nein svör frá ráðherra

8.2. Það er ágætt að vega saman sjónarmið neytenda og landbúnaðar, en samráðshópurinn um endurskoðun búvörusamninga er þó eftir sem áður of þröngur að mati Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Meira »

Horfið frá samráði með breytingunni

22.1. Samtök ungra bænda (SUB) gagnrýna harðlega þá ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að leysa upp samráðshóp sem endurskoða átti búvörusamninga og skipa þess í stað nýjan samráðshóp sem er tæplega helmingi fámennari. Meira »

Verði hluti af því að koma til Íslands

24.8. „Þó að ég sé alinn upp í sveit fer fjarri því að ég skilji íslenskt landbúnaðarkerfi – eða sýni því skilning í núverandi mynd.“ Svo hefst pistill Hjálmars Gíslasonar, vörustjóra hjá Qlik. Meira »

Boðuð lækkun á afurðaverði váboði

23.8. Boðuð lækkun á afurðaverði fyrir dilkakjöt í haust um allt að 35%, til viðbótar við tíundarlækkun í fyrra, er váboði fyrir bændur víða um landið. Váin er mikil á Ströndum þar sem sauðfjárbúskapur er undirstaða og að fáu öðru er að hverfa. Meira »

„Gömlu leiðirnar“ gangi ekki upp

22.8. „Við erum að reyna að horfa á þetta í stærra samhengi og reyna að koma með langtímalausnir þannig að við séum ekki alltaf að upplifa endurtekið efni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Komið verði til móts við bændur

21.8. „Ég hef lagt mikla áherslu á, hvað varðar þennan skammtímavanda varðandi kjaraskerðingu, að fókusa á bændur. Ekki milliliðina sem slíka heldur hvernig raunverulega við getum komið til móts við bændur sjálfa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira »

Metár í magni en bændum fækkar

23.4. Algjört metár var í mjólkurframleiðslu á síðasta ári þegar framleiddar voru um 150 milljónir mjólkurlítra. Hefur ársframleiðslan aukist um einhverjar 25 milljónir lítra á tíu árum, og það á sama tíma og kúabændum hefur fækkað ár frá ári. Meira »

Mótmæla skipan í samráðshóp

14.12.2016 Samtök iðnaðarins mótmæla skipan landbúnaðarráðherra í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga í samræmi við bráðabirgðaákvæði við búvörulög. Þetta segir í fréttatilkynningu frá SI en lögin voru samþykkt á Alþingi í september. Meira »

Ráðherra á svig við vilja Alþingis

19.11.2016 Stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði mótmælir því harðlega að enginn fulltrúi afurðastöðva sé tilnefndur í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Hún telur að með skipan ráðherra í hópinn fari hann á svig við vilja Alþingis. Meira »

Guðrún leiðir samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga

18.11.2016 Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga er fullskipaður og er það í samræmi við ákvæði nýrra búvörulaga. Sex karlar og sex konur eiga sæti í hópnum sem á að ljúka störfum fyrir lok árs 2018. Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir er formaður hópsins. Meira »

Meirihluti andvígur búvörusamningunum

26.9.2016 Meirihluti landsmanna, eða 62,4%, segist vera andvígur búvörusamningunum en 16,3% sögðust vera þeim fylgjandi í nýrri könnun MMR, sem var gerð dagana 20. til 26. september. Meira »

Forsetinn hefur staðfest búvörulög

22.9.2016 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur staðfest búvörulögin með undirskrift sinni og þar með nýjan búvörusamning.  Meira »

Forstjórinn biðjist afsökunar

16.9.2016 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra telur að Finnur Árnason, forstjóri Haga, eigi að biðja bændur og íslensku þjóðina afsökunar á ummælum sínum um dýraníð. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 en rætt var við ráðherrann í réttum í Hrunamannahreppi. Meira »

Vilja búvörulögin í þjóðaratkvæði

14.9.2016 Rúmlega 1.500 undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun á netinu þar sem skorað er á Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, að vísa nýsamþykktun lögum um búvörusamninga í þjóðaratkvæðagreiðslu. Meira »

Búvörulögin samþykkt á Alþingi

13.9.2016 Frumvarp Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um búvörusamning voru samþykkt á Alþingi í dag með 19 atkvæðum gegn sjö. Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Meira »

Skipar tvo formenn í nýjan búvöruhóp

8.2. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga, en hann leysti fyrri hóp upp í desember. Fækkar Kristján í hópnum frá því síðast, en núna eru átta fulltrúar í samráðshópnum í stað þrettán. Meira »

Álykta um afurðaverð

28.8. Sveitarstjórn Skaftárhrepps telur að lækkun afurðaverðs til sauðfjárbænda muni koma illa niður á sauðfjárbænum í sveitarfélaginu. Meira »

Boða til auka-aðalfundar

23.8. „Okkur voru kynntar einhverjar lauslegar tillögur, þær eru ekki útfærðar og við erum náttúrlega bara að bíða eftir útfærslunni,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is. Meira »

„Við auðvitað stöndum við samninga“

22.8. „Við auðvitað stöndum við samninga, það er algjör eining um það,“ segir fjármálaráðherra. Mikilvægt sé að horfa til lausna til framtíðar hvað varðar þann vanda er steðjar að sauðfjárrækt í landinu. Meira »

Uppkaup á ærgildum möguleg

22.8. Uppkaup ríkisins á ærgildum eru meðal þeirra tillagna sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett fram til lausnar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Staðið verður við búvörusamninginn

19.8. Stjórnvöld hafa ekki annað í hyggju en að standa við búvörusamninginn sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Mikilvægt sé hins vegar að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Fjölga í samráðshópi og skipta um formann

31.1.2017 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur breytt skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga, „með það fyrir augum að stuðla að meiri sátt og víðtækara samkomulagi um frekari uppbyggingu íslensks landbúnaðar,“ eins og það er orðað í fréttatilkynningu. Meira »

Mótmæla skipan samráðshóps

19.11.2016 Stjórn Samtaka afurðastöðva í mólkuriðnaði mótmælir því harðlega að enginn fulltrúi afurðastöðva sé tilnefndur í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Meira »

„Bandalag um óbreytt ástand“

18.11.2016 „Mér sýnist að þarna sé verið að mynda enn eitt bandalagið um óbreytt ástand,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, um skipun samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga. Í hópnum eiga neytendur þrjá fulltrúa, ráðuneytið fimm, Bændasamtökin þrjá og atvinnulífið einn. Meira »

Karlar ánægðari með búvörusamninga

30.9.2016 Meirihluti landsmanna er óánægður við umdeilda búvörusamninga sem samþykktir voru á Alþingi nýverið. Þetta eru niðurstöður netkönnun sem gerð var dagana 21. - 28. september 2016 af Þjóðarpúlsi Gallup. Meira »

Sauðfjárbændur verði áfram fátækir

22.9.2016 Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi nýja búvörusamninga á Alþingi í dag og sagði þá þýða að enn verði við lýði verðsamráð í mjólkuriðnaði. Hún sagði samningana festa það í sessi að sauðfjárbændur verði áfram fátækir. Meira »

ASÍ segir búvörusamninga vonbrigði

17.9.2016 Alþýðusamband Íslands segir búvörusamningana sem voru samþykktir á Alþingi á dögunum vera mikil vonbrigði fyrir neytendur og að samningarnir muni festa í sessi óbreytt kerfi til næstu 10 ára. Meira »

„Bera vott um fjandsamlegt viðhorf“

15.9.2016 Ummæli Finns Árnasonar, forstjóra Haga, um bændur og dýraníð bera vott um fjandsamlegt viðhorf til bænda. Þetta segir Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands, í yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu samtakanna í dag. Meira »

Sigmundur undrast æsinginn

14.9.2016 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, furðar sig á því hvers vegna sumir láti búvörusamningana, sem voru samþykktir á Alþingi í gær, fara í skapið á sér. Sigmundur segir þetta 13 milljarða króna í neytendastyrki sem skili sér að miklu leyti aftur til ríkisins. Meira »

Gerir athugasemdir við tollverndina

1.9.2016 Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sat hjá við atkvæðagreiðslu um búvörusamningana í 2. umræðu. Hún segir gagnrýni sína bæði beinast að beinum ríkisstyrkjum að fjárhæð 13,5 milljarða króna árlega næstu tíu árin en þó einkum að gríðarlegri tollvernd. Meira »