Facebook og Cambridge Analytica

Þjörmuðu að Zuckerberg

11.4. Spurningaflóðið jókst og nefndarmenn trufluðu Mark Zuckerberg, forstjóra og stofnanda Facebook, ítrekað í svörum sínum þegar hann kom öðru sinni fyrir þingnefnd á Bandaríkjaþingi í dag. Meira »

Vildi ekki deila persónulegum upplýsingum

10.4. For­stjóri og stofn­andi Face­book, Mark Zucker­berg, kom fyr­ir þing­nefnd á Banda­ríkjaþingi í kvöld þar sem hann baðst afsökunar á því hvernig Facebook hefur tekið á vaxandi reiði eftir að ljóst var að fyrirtækið lak upplýsingum um milljónir notenda til fyr­ir­tæk­is­ins Cambridge Ana­lytica. Meira »

Bað þingmenn afsökunar

10.4. For­stjóri og stofn­andi Face­book, Mark Zucker­berg, bað bandaríska þingmenn afsökunar í dag þegar hann kom fyrir þingnefnd á Banda­ríkjaþingi. Meira »

Reyndist svikasíða með áströlsk tengsl

10.4. Stærsta Facebook-síðan sem talinn var hluti af „Black Lives Matter“ hreyfingunni reyndist vera svikasíða, sem sögð er stofnuð af hvítum, miðaldra manni sem er hátt settur í áströlsku verkalýðshreyfingunni að því er fréttastofa CNN greinir frá. Meira »

Ábyrgðin er mín segir Zuckerberg

10.4. Forstjóri og stofnandi Facebook, Mark Zuckerberg, segist bera persónulega ábyrgð á þeim mistökum sem urðu til þess að upplýsingar um milljónir manna láku frá notendum samfélagsmiðilsins til breska fyrirtækisins Cambridge Analytica, sem starfaði fyrir kosningaskrifstofu Donald Trump. Meira »

Wozniak segir skilið við Facebook

9.4. Steve Wozniak, meðstofnandi Apple, ætlar að hætta á Facebook vegna áhyggja af því hvernig samfélagsmiðillinn fer með persónuupplýsingar notenda sinna. Meira »

Fá að vita hvaða upplýsingum var deilt

9.4. 87 milljónir Facebook-notenda fá að vita í dag hvort upplýsingum um þá, sem safnað er af samfélagsmiðlinum, hafi verið deilt með fyrirtækinu Cambridge Analytica. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Guardian. Meira »

Facebook-gögn mögulega geymd í Rússlandi

9.4. Uppljóstrarninn Christopher Wylie segir að gögn sem Cambridge Analytica um notendur Facebook gætu hafa snert meira en 87 milljón notendur og einnig segir hann mögulegt að þau hafi verið vistuð í Rússlandi. Meira »

Enn eitt hneykslið skekur Facebook

9.4. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, á von á hvössum spurningum er hann mætir fyrir þingnefndir í vikunni. Enn eitt hneykslismálið, þar sem samstarfsaðili Facebook er sakaður um að stela gögnum, kom upp í gær. Meira »

Fengu upplýsingar um 2,7 milljónir í ESB

6.4. Breska ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica nýtti sér persónuupplýsingar um 2,7 milljóna facebooknotenda innan landa Evrópusambandsins. Talsmaður sambandsins greindi frá því í dag. Meira »

Zuckerberg ber vitni í næstu viku

4.4. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, mun bera vitni fyrir framan bandaríska þingnefnd 11. apríl vegna meintrar misnotkunar Cambridge Analytica á persónulegum upplýsingum á Facebook. Meira »

Eyddu hundruð rússneskra Facebook-síðna

3.4. Facebook greindi í dag frá því að lokað hefði verið á hundruð rússneskra Facebook-síðna og reikningum og færslum eytt, sem taldar voru tengjast svonefndri nettrölla-verksmiðju sem FBI telur hafa átt þátt í að búa til aðgerðasinna sem dreifðu pólitískum færslum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna. Meira »

Meiri vöxt þrátt fyrir fórnarkostnaðinn

30.3. Facebook hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að upp komst um að breska ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica hefði nýtt sér gögn um 50 milljónir facebooknotenda, m.a. í kosningabaráttu í Bandaríkjunum og Bretlandi. Facebook játaði mistök og sagði það á sína ábyrgð að vernda gögnin sem ráðgjafarfyrirtækið komst yfir. Meira »

Zuckerberg mun bera vitni fyrir þingi

28.3. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, mun bera vitni fyrir Bandaríkjaþingi. Þetta hefur CNN eftir heimildamönnum hjá Facebook. Þrýstingurinn frá þingmönnum, fjölmiðlum og almenningi sé orðin slíkur að ekki sé hægt að réttlæta það að mæta ekki.. Meira »

Hönnuðu hugbúnað til að greina repúblikana

27.3. Kanadíska hugbúnaðarfyrirtækið AggregateIQ bjó til hugbúnað sem notaður var til að bera kennsl á kjósendur Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum síðasta haust. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir Christopher Wylie, fyrrverandi starfsmanni Cambridge Analytica. Meira »

Gefa Facebook 2 vikur til að svara

27.3. Evrópusambandið hefur gefið forsvarmönnum Facebook tveggja vikna frest til að svara fyrirspurnum sambandsins vegna hneykslismáls sem upp kom nýlega er greint var frá því að fyrirtæki hafi nýtt sér persónuupplýsingar Facebook-notenda, m.a. til að aðstoða Donald Trump við að ná kjöri sem Bandaríkjaforseti. Meira »

Biðst afsökunar í heilsíðuauglýsingum

25.3. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur beðist afsökunar á gagnalekanum sem varð hjá fyrirtækinu í heilsíðuauglýsingum í nánast öllum dagblöðum Bretlands í dag. Meira »

Virði Facebook fallið um 5.800 milljarða

24.3. Vikan hefur verið stormasöm hjá Mark Zuckerberg og félögum hjá Facebook en fyrir viku greindu fjölmiðlar frá því að breskt ráðgjafarfyrirtæki, Cambridge Ana­lytica, hefði nýtt per­sónu­upp­lýs­ing­ar 50 millj­ón Face­book not­enda til að út­búa um­fangs­mik­inn gagna­grunn um banda­ríska kjósendur án vitn­eskju Facebook. Meira »

Húsleit hjá Cambridge Analytica

23.3. Breskir rannsakendur hafa hafið húsleit í skrifstofum fyrirtækisins Cambridge Analytica. Hæstiréttur í London veitti í dag leyfi fyrir húsleitinni. Meira »

„Minnist þess ekki“ að hafa keypt gögn

23.3. Steve Bannon, sem var einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „minnist þess ekki“ að hafa keypt persónuupplýsingar frá Facebook er hann vann fyrir ráðgjafafyrirtækið Cambridge Analytica. Meira »

Mark Zuckerberg rýfur þögnina

21.3. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur rofið þögnina vegna gagnasöfnunar fyrirtækisins Cambridge Analytica. Hann segir að Facebook hafi gert mistök og að samfélagsmiðillinn verði að bæta sig til að geta tekist á við vandann. Meira »

Gerður að blóraböggli af Facebook

21.3. Cambridge Analytica ýkti stórlega þátt sinn í því að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna haustið 2016 og hefði ekki getað haft afgerandi áhrif á kosningarnar. Þetta segir fræðimaðurinn sem lét fyrirtækið fá upplýsingarnar. Meira »

Hélt erindi í Hörpu um „umdeilda markaðstækni“

21.3. „Miðað við það sem ég hef séð á þessum eina degi sem ég hef verið á Íslandi er fólk mjög meðvitað um hvernig nota megi gögn, mikilvægi þeirra, hvernig þau hafa áhrif á hið stafræna og áhrif á aðra geira,“ sagði Alexander Nix, fyrrverandi forstjóri Cambridge Analytice, fyrir um hálfu ári í Hörpu. Meira »

Svona voru gögn Facebook misnotuð

21.3. Hlutabréf í Facebook hafa lækkað verulega eftir að upp komst að gögn um notendur samfélagsmiðilsins voru misnotuð til að koma á framfæri upplýsingum, stundum röngum, um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Meira »

„Sláandi og hryllileg tilhugsun“

21.3. Það var alvanalegt að fjöldi fyrirtækja nýtti sér aðferðir á borð við þær sem Cambridge Analytica gerði til að safna upplýsingum um Facebook notendur, segir fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins. Hann hafi varað stjórnendur við, en þeir hafi ekki viljað vita af vandanum. Meira »

Lögðu grunninn að sigri Trumps

21.3. Breska fyrirtækið Cambridge Analytica stjórnaði allri kosningabaráttu Donalds Trump á netinu og hreykir sér af því að hafa komið honum á forsetastól m.a. með auglýsingaherferðum um „gjörspilltu Hillary“. Meira »

Forstjóri Cambridge Analytica rekinn

20.3. Breska ráðgjafafyrirtækið Cambridge Analytica hefur rekið forstjóra sinn, Alexander Nix, vegna tengsla hans við gagnaleka af Facebook. Meira »

Facebook „bálreitt“ vegna gagnaleka

20.3. Samskiptamiðillinn Facebook er „bálreiður“ eftir að hafa verið „svikinn“ vegna misnotkunar á gögnum af ráðgjafafyrirtækinu Cambridge Analytica sem safnaði saman upplýsingum um 50 milljónir notenda Facebook. Meira »

Vilja leita á skrifstofum Cambridge

20.3. Breska upplýsinganefndin hefur sótt um leitarheimild til þess að leita á skrifstofum ráðgjafarfyrirtækisins Cambridge Analytica í London. Meira »

Facebook lokar síðu uppljóstrarans

19.3. Facebook hefur lokað síðu Christopher Wylie, eins stofnanda Cambridge Analytica fyrirtækisins, en Wylie var jafnframt sá sem greindi frá því að fyrirtækið hefði misnotað persónuupplýsingar sem það komst yfir í gegnum Facebook. Hann fullyrðir að Facebook hafi vitað af misnotkuninni í 2 ár. Meira »