Facebook og Cambridge Analytica

Nýr „Hvers vegna sé ég þetta?-hnappur“

1.4. Facebook mun á næstunni virkja nýjan valmöguleika í fréttaveitu samfélagsmiðilsins sem útskýrir hvaða algóriþmar ráða því hvað sést á fréttaveitum notenda. Meira »

Cambridge Analytica flaggað fyrr en talið var

22.3. Starfsfólk samfélagsmiðilsins Facebook lýsti yfir áhyggjum af gagnasöfnun fyrirtækisins Cambridge Analytica þremur mánuðum fyrr en áður var talið. BBC segir upplýsingar um þetta að finna í bandarískum dómsskjölum. Meira »

Haga sér eins og „stafrænir glæpamenn“

18.2. Upplýsingafölsun á netinu verður sífellt margbrotnari og því þurfa fyrirtæki líkt og Facebook að innleiða sérstaka reglugerð til að takast á við falsfréttir. Þetta er mat Dami­an Coll­ins, formanns menn­ing­ar-, fjöl­miðla- og íþrótta­nefnd­ar breska þings­ins. Meira »

Facebook lögsótt í Washington DC

19.12. Saksóknari í Washington DC hefur lagt fram kæru á hendur Facebook í tengslum við Cambridge Analytica-skandalinn. Washington Post greindi frá þessu í dag og hefur eftir saksóknaranum Karl Racine að Facebook hafi láðst að vernda einkalíf notenda sinna. Meira »

Stofnendur Instagram hættir

25.9. Stofnendur samfélagsvefjarins Instagram, Kevin Systrom og Mike Krieger, eru báðir hættir hjá fyrirtækinu, samkvæmt heimildum New York Times en Facebook keypti Instagram fyrir sex árum síðan fyrir milljarð Bandaríkjadala. Meira »

Facebook sektað í Bretlandi

10.7. Bresk eftirlitsstofnun um upplýsingamál (Information Commisioners Office, ICO) ætlar að leggja 500 þúsund punda sekt á samskiptamiðilinn Facebook vegna Cambrigde Analytica-skandalsins. Það yrði hæsta sekt þessarar tegundar nokkru sinni í Bretlandi. Meira »

Zuckerberg biður Evrópubúa afsökunar

22.5.2018 Mark Zucker­berg, stofn­andi Face­book, baðst afsökunar þegar hann sat fyrir svörum á fundi með þing­mönnum Evr­ópuþings­ins í Brussel í dag. Zuckerberg upplýsti að 2,7 milljónir evrópskra Facebook-notenda voru meðal þeirra sem Cambridge Analytica notfærði sér. Meira »

Fór fram á gjaldþrotaskipti

18.5.2018 Breska fyrirtækið Cambridge Analytica hefur farið fram á gjaldþrotaskipti í Bandaríkjunum að því er fram kemur í frétt AFP-fréttastofunnar. Meira »

Reyndu að letja til kosningaþátttöku

17.5.2018 Fyrirtækið Cambridge Analytica hélt úti auglýsingaherferðum sem voru ætlaðar til þess að draga úr kosningaþátttöku ákveðins hóps kjósenda í bandarísku forsetakosningunum. Þetta fullyrti uppljóstrarinn Christopher Wylie í yfirheyrslu hjá Bandaríkjaþingi. Meira »

Zuckerberg til í að funda með þingmönnum ESB

16.5.2018 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur samþykkt að mæta á fund þingmanna Evrópuþingsins til að svara spurningum þeirra um notkun á persónuupplýsingum notenda samfélagsmiðilsins. Meira »

Facebook bannar 200 öpp

14.5.2018 Facebook hefur bannað um 200 smáforritum (öppum) að nota samfélagsmiðlinn í tengslum við rannsókn á misnotkun á persónuupplýsingum notenda. Meira »

Hneykslismálið breytir ekki Facebook-notkun

6.5.2018 Flestir Facebook-notendur í Bandaríkjunum halda tryggð við samfélagsmiðilinn þrátt fyrir fréttir af notkun fyrirtækisins Cambridge Analytica á persónuupplýsingum þeirra til að aðstoða Donald Trump við að hafa sigur í bandarísku forsetakosningunum. Meira »

Afhendi gögn um bandaríska kjósendur

5.5.2018 Bresk eftirlitsnefnd um upplýsingamál (ICO) hefur skipað fyrirtækinu Cambridge Analytica, sem notaði persónuupplýsingar milljóna Facebook-notenda til að aðstoða Donald Trump við að sigra bandarísku forsetakosningarnar, að afhenda gögn sín um bandaríska kjósendur. Meira »

Cambridge Analytica lýsir sig gjaldþrota

2.5.2018 Breska fyrirtækið Cambridge Analytica, sem nýtti persónuupplýsingar milljónir Facebook notenda, til að aðstoða Donald Trump við að fara með sigur af hólmi í bandarísku forsetakosningunum, tilkynnti í dag að það hafi hætt allri starfsemi. Meira »

Þjörmuðu að Zuckerberg

11.4.2018 Spurningaflóðið jókst og nefndarmenn trufluðu Mark Zuckerberg, forstjóra og stofnanda Facebook, ítrekað í svörum sínum þegar hann kom öðru sinni fyrir þingnefnd á Bandaríkjaþingi í dag. Meira »

Vildi ekki deila persónulegum upplýsingum

10.4.2018 For­stjóri og stofn­andi Face­book, Mark Zucker­berg, kom fyr­ir þing­nefnd á Banda­ríkjaþingi í kvöld þar sem hann baðst afsökunar á því hvernig Facebook hefur tekið á vaxandi reiði eftir að ljóst var að fyrirtækið lak upplýsingum um milljónir notenda til fyr­ir­tæk­is­ins Cambridge Ana­lytica. Meira »

Bað þingmenn afsökunar

10.4.2018 For­stjóri og stofn­andi Face­book, Mark Zucker­berg, bað bandaríska þingmenn afsökunar í dag þegar hann kom fyrir þingnefnd á Banda­ríkjaþingi. Meira »

Reyndist svikasíða með áströlsk tengsl

10.4.2018 Stærsta Facebook-síðan sem talinn var hluti af „Black Lives Matter“ hreyfingunni reyndist vera svikasíða, sem sögð er stofnuð af hvítum, miðaldra manni sem er hátt settur í áströlsku verkalýðshreyfingunni að því er fréttastofa CNN greinir frá. Meira »

Ábyrgðin er mín segir Zuckerberg

10.4.2018 Forstjóri og stofnandi Facebook, Mark Zuckerberg, segist bera persónulega ábyrgð á þeim mistökum sem urðu til þess að upplýsingar um milljónir manna láku frá notendum samfélagsmiðilsins til breska fyrirtækisins Cambridge Analytica, sem starfaði fyrir kosningaskrifstofu Donald Trump. Meira »

Wozniak segir skilið við Facebook

9.4.2018 Steve Wozniak, meðstofnandi Apple, ætlar að hætta á Facebook vegna áhyggja af því hvernig samfélagsmiðillinn fer með persónuupplýsingar notenda sinna. Meira »

Fá að vita hvaða upplýsingum var deilt

9.4.2018 87 milljónir Facebook-notenda fá að vita í dag hvort upplýsingum um þá, sem safnað er af samfélagsmiðlinum, hafi verið deilt með fyrirtækinu Cambridge Analytica. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Guardian. Meira »

Facebook-gögn mögulega geymd í Rússlandi

9.4.2018 Uppljóstrarninn Christopher Wylie segir að gögn sem Cambridge Analytica um notendur Facebook gætu hafa snert meira en 87 milljón notendur og einnig segir hann mögulegt að þau hafi verið vistuð í Rússlandi. Meira »

Enn eitt hneykslið skekur Facebook

9.4.2018 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, á von á hvössum spurningum er hann mætir fyrir þingnefndir í vikunni. Enn eitt hneykslismálið, þar sem samstarfsaðili Facebook er sakaður um að stela gögnum, kom upp í gær. Meira »

Fengu upplýsingar um 2,7 milljónir í ESB

6.4.2018 Breska ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica nýtti sér persónuupplýsingar um 2,7 milljóna facebooknotenda innan landa Evrópusambandsins. Talsmaður sambandsins greindi frá því í dag. Meira »

Zuckerberg ber vitni í næstu viku

4.4.2018 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, mun bera vitni fyrir framan bandaríska þingnefnd 11. apríl vegna meintrar misnotkunar Cambridge Analytica á persónulegum upplýsingum á Facebook. Meira »

Eyddu hundruð rússneskra Facebook-síðna

3.4.2018 Facebook greindi í dag frá því að lokað hefði verið á hundruð rússneskra Facebook-síðna og reikningum og færslum eytt, sem taldar voru tengjast svonefndri nettrölla-verksmiðju sem FBI telur hafa átt þátt í að búa til aðgerðasinna sem dreifðu pólitískum færslum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna. Meira »

Meiri vöxt þrátt fyrir fórnarkostnaðinn

30.3.2018 Facebook hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að upp komst um að breska ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica hefði nýtt sér gögn um 50 milljónir facebooknotenda, m.a. í kosningabaráttu í Bandaríkjunum og Bretlandi. Facebook játaði mistök og sagði það á sína ábyrgð að vernda gögnin sem ráðgjafarfyrirtækið komst yfir. Meira »

Zuckerberg mun bera vitni fyrir þingi

28.3.2018 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, mun bera vitni fyrir Bandaríkjaþingi. Þetta hefur CNN eftir heimildamönnum hjá Facebook. Þrýstingurinn frá þingmönnum, fjölmiðlum og almenningi sé orðin slíkur að ekki sé hægt að réttlæta það að mæta ekki.. Meira »

Hönnuðu hugbúnað til að greina repúblikana

27.3.2018 Kanadíska hugbúnaðarfyrirtækið AggregateIQ bjó til hugbúnað sem notaður var til að bera kennsl á kjósendur Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum síðasta haust. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir Christopher Wylie, fyrrverandi starfsmanni Cambridge Analytica. Meira »

Gefa Facebook 2 vikur til að svara

27.3.2018 Evrópusambandið hefur gefið forsvarmönnum Facebook tveggja vikna frest til að svara fyrirspurnum sambandsins vegna hneykslismáls sem upp kom nýlega er greint var frá því að fyrirtæki hafi nýtt sér persónuupplýsingar Facebook-notenda, m.a. til að aðstoða Donald Trump við að ná kjöri sem Bandaríkjaforseti. Meira »