Chesterfield-málið

Í Chesterfield-mál­inu eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærðir fyr­ir lán til Chesterfield United Inc., Partridge Mana­gem­ent Group S.A. og eign­ar­halds­fé­laga þeirra, sam­an­lagt 510 millj­ón­ir evra haustið 2008. Það jafn­gilti nærri 70 millj­örðum króna miðað við gengi evru 7. októ­ber 2008. Sér­stak­ur sak­sókn­ari tel­ur að féð sé allt tapað Kaupþingi.

CLN-málið enn og aftur í héraðsdómi

11.2. Aðalmeðferð fer að nýju fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun í CLN-málinu svokallaða. Er þetta í annað skiptið sem aðalmeðferð málsins fer fram í héraði, en það hefur í raun þrisvar verið tekið fyrir af dómstólnum. Meira »

CLN-málið fær efnislega meðferð

6.11. Héraðsdómi Reykjavíkur ber að taka CLN-málið svokallaða, sem er einnig þekkt sem Chesterfield-málið, til efnismeðferðar. Þetta er niðurstaða Landsréttar og er hún þvert á úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í september, sem vísaði málinu frá. Meira »

CLN-málinu vísað frá

11.9. Héraðsdómur hefur úrskurðað um að vísa CLN-málinu svokallaða frá dómi, en málið er einnig þekkt sem Chesterfield-málið. Héraðssaksóknari hefur kært þá niðurstöðu til Landsréttar sem mun taka úrskurðinn fyrir síðar. Óljóst er enn fyrir hvað nákvæmlega 425 milljóna evra greiðsla var. Meira »

Ekki samningsbundnar greiðslur

13.6. Greiðslur Deutsche bank til Kaupþings og tveggja eignarhaldsfélaga upp á 400 milljónir evra, eða sem nemur um 50 milljörðum íslenskra króna, í árslok 2016 í tengslum við CLN-viðskipti voru ekki samningsbundnar greiðslur. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í héraðsdómi í gær. Meira »

Chesterfield-málinu frestað

7.11.2017 Ákveðið var að fresta dómsmeðferð í Chesterfield-málinu svokallaða. Saksóknari málsins staðfestir við mbl.is að málinu hafi verið frestað um ótiltekinn tíma meðan lögregla og ákæruvald rannsaki þau atriði sem Hæstiréttur taldi rétt að yrðu rannsökuð nánar þegar rétturinn ógilti héraðsdóm. Meira »

Hæstiréttur ómerkir Chesterfield dóminn

19.10.2017 Hæstiréttur hefur ómerkt sýknudóm héraðsdóms í Chesterfield málinu sem einnig hefur verið nefnt CLN-málið. Í málinu voru Hreiðar Már, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson ákærðir fyrir umboðssvik Meira »

Tvö atriði tekin fyrir í Chesterfield-máli

4.10.2017 Hæstiréttur Íslands hefur tekið ákvörðun um að mál verði eingöngu flutt um tvö atriði í svokölluðu Chesterfield-máli, sem einnig hefur verið nefnt CLN-málið, í munnlegum málflutningi réttarins sem er á dagskrá þann 11. október næstkomandi. Meira »

Kaupþings-mál á dagskrá Hæstaréttar

26.6.2017 Chesterfield-málið sem einnig hefur verið nefnt CLN-málið er komið á dagskrá Hæstaréttar, en aðalmeðferð málsins er áætluð 11. október á þessu ári. Allir hinir ákærðu í málinu voru sýknaðir í héraði. Meira »

Styrkir ekki kenningar ákæruvaldsins

10.3.2017 Fréttir þess efnis að Deutsche Bank hafi samið við þrotabú Kaupþings um greiðslu á 400 milljónum evra, eða sem samsvarar 46 milljörðum króna, vegna krafna þrotabúsins sem tengdust svokölluðum CLN-viðskiptum eru ekki til þess fallnar að styrkja kenningar ákæruvaldsins í máli gegn fyrrverandi yfirmönnum Kaupþings. Meira »

Kaupþing sagt hafa fengið 46 milljarða

7.3.2017 Deutsche Bank samdi við Kaupþing um að greiða 400 milljónir evra, eða sem samsvarar 46 milljörðum króna, vegna krafna þrotabúsins sem tengdust svokölluðu CLN-máli. Með þessu fellur Kaupþing frá kæru og málið verður ekki rifjað upp í dómstólum. Meira »

Búið að áfrýja Chesterfield-máli

7.3.2016 Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi héraðsdóms í Chesterfield-málinu svokallaða sem einnig hefur verið nefnt CLN-málið. Í lok janúar á þessu ári sýknaði héraðsdómur alla ákærðu í málinu. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Dómarar ósáttir með saksóknara

26.1.2016 Í nýbirtum dómi í Chesterfield-málinu er saksóknari gagnrýndur fyrir að hafa látið mikinn fjölda óþarfra gagna fylgja með skjölum málsins, en þau voru samtals rúmlega 6.000 blaðsíður. Kemur fram í dómnum að ákæruvaldið hafi aðeins notað hluta þessara gagna til að byggja málatilbúnað sinn á. Meira »

Grundvallaratriði ekki gefinn gaumur

26.1.2016 Ákæran í Chesterfield-málinu byggðist á því að lán hefðu verið veitt án trygginga. „Ekki er að sjá að þessu mikilvæga atriði hafi verið gefinn sérstakur gaumur í rannsókn málsins.“ Þetta segir í dómsniðurstöðu málsins sem kveðin var upp í dag, en dómurinn var nokkuð afgerandi ákærðu í vil. Meira »

Niðurstaða dómsins skýr

26.1.2016 Niðurstaða dómsins er skýr og fullyrðingar um að lánað hafi verið til viðskiptanna án trygginga eru rangar. Þá fengu lögmenn verjenda í fyrsta skiptið raunverulegan aðgang að gögnum sem hafði afdrifaríkar afleiðingar um niðurstöðu dómsins. Þetta segir verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar. Meira »

Dómurinn komi mikið á óvart

26.1.2016 Dómurinn í Chesterfield-málinu kom saksóknara mikið á óvart. „Ég taldi þetta vera kýrskýrt,“ segir Björn Þorvaldsson, saksóknari í samtali við mbl.is eftir að dómurinn var kveðinn upp og vísaði til þess að málið væri keimlíkt Al-thani málinu þar sem þeir voru fundnir sekir á báðum dómsstigum. Meira »

Sýknaðir í Chesterfield-máli

26.1.2016 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg voru allir sýknaðir í héraðsdómi Reykjavíkur í Chesterfield málinu svokallaða. Meira »

„Hvað gerði hann?“

10.12.2015 Allir ákærðu í Chesterfield málinu fóru fram á frávísun málsins eða sýknu og til vara minnstu hugsanlegu refsingu, en í dag lauk aðalmeðferð málsins með málflutningi verjenda. Sögðu verjendur meðal annars að vísa ætti málinu frá þar sem ekki væri um hluthafatap að ræða heldur kröfuhafatap. Meira »

Kærir ákvörðun Páls

10.12.2015 Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, fyrrum stjórnarformanns Kaupþings, gagnrýndi ákvörðun fangelsismálastofnunar með það sem hann kallaði „grundvallaratriði sakaðs manns“ í málflutningi sínum í dag. Hefur hann lagt inn kæru til innanríkisráðuneytisins vegna höfnunar á flutningi ákærðu. Meira »

Vill refsiauka á Kaupþingsmenn

10.12.2015 Saksóknari í Chesterfield-málinu fer fram á að sakborningar verði dæmdir til allt að níu ára fangelsis, en vísar hann þar til refsiaukaákvæðis í almennum hegningarlögum sem heimilar að refsing sé aukin um helming hafi menn lagt í vana sinn að fremja brot. Meira »

Allt önnur saga lykilvitnisins

9.12.2015 Halldór Bjarkar Lúðvíksson, sem gjarnan er talinn vera lykilvitni í Chesterfield-málinu mætti sem vitni fyrir héraðsdóm í dag. Var hann síðastur á vitnalistanum, en beðið hafði verið eftir framburði hans, enda ljóst að hann var „miðlæg persóna í atburðarrásinni.“ Meira »

Gestur fór í taugarnar á Sigurði

9.12.2015 Áralangt deilumál í tengslum við rannsókn á hrunmálunum svokölluðu hélt áfram í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar aðalmeðferð Chesterfield-málsins fór fram. Mætti Jón Óttar Ólafsson, fyrrum starfsmaður embættisins, sem vitni og fór yfir framkvæmd hlerana og rannsóknar. Meira »

Fá ekki flutning frá Kvíabryggju

9.12.2015 Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson mættu ekki í dómsal í morgun, en þeir fóru á Kvíabryggju í gær þar sem þeir afplána nú fyrri dóma. Meira »

„Ekki eðlilegur banka business“

8.12.2015 Það var ekkert sem benti til þess að Kaupþing fengi sjálft eitthvað út úr viðskiptunum með CLN skuldabréf sem Chesterfield-málið snýst um. Þá var einkennilegt að lána ákveðnum félögum sem stóðu ekki vel verulega háar fjárhæðir til kaupanna. Þetta kom fram í máli Sölva Sölvasonar sem bar vitni í dag. Meira »

Framburðurinn stangast á

8.12.2015 Viðskiptin með láns­hæfistengt skulda­bréf sem Kaupþing lánaði félaginu Harlow, félagi í eigu fjárfestisins Ólafs Ólafssonar, voru án áhættu fyrir hann og hagnaðurinn hefði bætt stöðu félagsins, sem á þeim tíma var með sjö milljarða jákvæða stöðu. Þetta sagði Ólafur sem vitni fyrir héraðsdómi í dag. Meira »

Skúli neitaði að svara spurningum

8.12.2015 Fjárfestirinn Skúli Þorvaldsson neitaði að svara spurningum saksóknara í Chesterfield-málinu sem nú er fyrir héraðsdómi, en Skúli er með réttarstöðu grunaðs manns í öðru máli sem er til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara og var nýlega dæmdur í svokölluðu Marple-máli. Meira »

Draumaviðskipti sem enginn gat tapað á

8.12.2015 Sönnunarfærslu saksóknara í Chesterfield-málinu skortir alveg og ekki er getið fyrir hvað er nákvæmlega ákært. Þetta segir Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, í Chesterfield-málinu. „Það er hægt að ákæra mig fyrir allt í heiminum,“ sagði Magnús m.v. framlögð gögn. Meira »

Umboðssvik eða góð viðskiptahugmynd?

7.12.2015 Í Chesterfield-málinu sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag takast á tvær mismunandi hliðar sem saksóknari og verjendur leggja upp með. Meðan saksóknari telur lánveitingar Kaupþingsmanna vera umboðssvik byggir vörn Kaupþingsmanna á að lánin hafi verið veitt í þeirri trú að engin áhætta hafi verið fyrir bankann. Meira »

Ákærður fyrir umboðssvik án umboðs

7.12.2015 Sigurður Einarssonar, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, segir að þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi sýknað hann af umboðssvikum í Al-thani málinu sé hann nú ákærður fyrir slíkt hið sama, þótt dómur Hæstaréttar væri skýr um að hann gæti ekki farið út fyrir umboð sitt þar sem hann hefði ekki umboð. Meira »

Lánið til Glitnis „hræðileg ákvörðun“

7.12.2015 Ákvörðun Seðlabanka Íslands að lána Glitni 600 milljónir evra og fá á móti stóran eignahluta í bankanum í lok september 2008 var versta aðgerð sem íslenska ríkið hefur gert. Þetta var meðal þess sem kom fram í yfirheyrslu yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrum forstjóra Kaupþings, í dag. Meira »

Ásakar lykilvitni um innherjasvik

7.12.2015 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrum forstjóri Kaupþings, fór mikinn í ávarpi sínu fyrir dómi í Chesterfield-málinu svokallaða og ásakaði meðal annars lykilvitni í málinu um innherjasvik. Mótmælti saksóknari málflutningi hans og endaði ávarpaði með að dómari stöðvaði Hreiðar Má. Meira »