Crossfit

Komin inn á heimsleikana

2.2. Hreystimennið Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur tryggt sér þátttökurétt á heimsleikunum í crossfit sem fara fram í Wisconsin í Bandaríkjunum í ágúst. Þetta gerði hún með því að vinna „Fittest in Cape Town“ mótið sem hófst í Höfðaborg á fimmtudag og lauk fyrr í dag. Meira »

Sara keppir um sæti á heimsleikunum

19.1. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í crossfit, fór vel af stað á öðrum keppnisdegi af þremur á Wodapalooza-mótinu sem fram fer í Miami um helgina. Sigurvegari á mótinu öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í crossfit í ágúst. Meira »

„Hvað er í vatninu á Íslandi?“

27.12. „Þau eru alltaf að spyrja, hvað er í vatninu á Íslandi,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, um áhuga erlendis á íslensku Crossfit fólki en alþjóðlegt Crossfit mót verður haldið í Laugardalshöll í byrjun maí. Von er á 2-3000 manns til landsins í tengslum við mótið. Meira »

„Ég er orðin Sara aftur“

26.12. „Þetta er örugglega búið að vera erfiðasta ár sem ég hef upplifað,“ segir Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í crossfit, sem þurfti að draga sig úr keppni á heimsleikunum í crossfit í sumar. Það kenndi henni þó ýmislegt og stundar hún nú nám í sálfræði samhliða crossfit-iðkun. Meira »

Annie Mist fór í hjartaþræðingu

29.11. Crossfit-keppandinn Annie Mist Þórisdóttir fór í eins konar hjartaþræðingu á mánudag vegna hjartsláttartruflana sem hún hefur þurft að glíma við síðustu sex ár. Meira »

„Ég gerði mitt allra besta“

13.8. „Íslensku dæturnar eru mínar helstu fyrirmyndir,“ segir Birta Líf Þórarinsdóttir, fimmtán ára crossfit-kappi sem keppti nú í ágúst á heimsleikunum í crossfit í aldurshópnum 14-15 ára. Alls kepptu þrjú íslensk ungmenni á leikunum en Íslendingar hafa ekki áður komist á leikana í þessum aldursflokki. Meira »

„Vinnum að því að verða best“

9.8. Katrín Tanja Davíðsdótt­ir endaði í þriðja sæti á heims­leik­un­um í cross­fit og náði bestum árangri af þeim Íslendingum sem kepptu á mótinu. Hún segist stolt, glöð og þakklát eftir leikana en einnig hungruð í að verða enn betri, enda vinni hún að því að verða best. Meira »

Katrín Tanja í þriðja sæti

5.8. Katrín Tanja Davíðsdótt­ir endaði í þriðja sæti á heimsleikunum í crossfit, sem lauk í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum í kvöld. Björg­vin Karl Guðmunds­son og Annie Mist Þóris­dótt­ir lentu bæði í fimmta sæti í sín­um flokk­um. Meira »

Lokagrein heimsleikanna í beinni

5.8. Katrín Tanja Davíðsdótt­ir er í þriðja sæti fyrir lokaæfingu á síðasta degi heims­leik­anna í cross­fit. Leik­arn­ir fara fram í Madi­son í Wiscons­in í Banda­ríkj­un­um. Björg­vin Karl Guðmunds­son og Annie Mist Þóris­dótt­ir eru bæði í fimmta sæti í sín­um flokk­um. Meira »

Katrín Tanja heldur fjórða sætinu

5.8. Katrín Tanja Davíðsdótt­ir er enn í fjórða sæti eftir fyrstu æfingu síðasta dags heims­leik­anna í cross­fit. Leik­arn­ir fara fram í Madi­son í Wiscons­in í Banda­ríkj­un­um. Björg­vin Karl Guðmunds­son og Annie Mist Þóris­dótt­ir eru bæði í fimmta sæti í sín­um flokk­um. Meira »

„Stundum eru hlutirnir ósanngjarnir“

5.8. Erfið meiðsli sem Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð fyrir í byrjun árs, brákuð eða marin rifbein sögum álags, tóku sig upp á ný á heimsleikunum í crossfit sem fara fram um helgina. Sara hefur því dregið sig úr keppni eins og greint var frá seint í gærkvöldi. Meira »

Annie Mist fékk hjartsláttartruflanir

4.8. Annie Mist Þórisdóttir, sem var í þriðja sæti eftir fyrstu átta grein­arnar á heims­leik­unum í cross­fit sem fram fara í Madi­son í Wiscons­in í Banda­ríkj­un­um um helg­ina, fékk hjartsláttartruflanir í níundu greininni. Meira »

Katrín Tanja í þriðja sæti

4.8. Katrín Tanja Davíðsdótt­ir, hraust­asta kona heims árin 2016 og 2017, sigraði í níundu grein heims­leik­anna í cross­fit sem fram fara í Madi­son í Wiscons­in í Banda­ríkj­un­um um helg­ina og er nú í þriðja sæti. Meira »

Í beinni: Níunda grein heimsleikanna

4.8. Annie Mist Þórisdóttir er enn efst af íslensku keppendunum á heimsleikunum í crossfit þegar átta greinar eru búnar. Annie er í þriðja sætinu, Katrín Tanja Davíðsdóttir í fimmta, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í sjötta og Björgvin Karl Guðmundsson í fimmta. Meira »

Björgvin: „Ég ætla að enda á palli“

4.8. Björgvin Karl Guðmundsson segir það hrikalega svekkjandi að hafa ekki komist í aðra umferð í „Clean & Jerk Speed ladder“-þrautinni í gær. „Ég vanmat þrautina og hefði átt að negla betur á hana því ég lenti í 21. sæti og náði þar af leiðandi ekki að komast áfram,“ segir Björgvin Karl. Meira »

Heimsleikarnir í beinni: Dagur 3

4.8. Heimsleikarnir í crossfit halda áfram í dag í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum. Annie Mist Þórisdóttir er í þriðja sæti í kvennaflokki með 516 stig og Katrín Tanja Davíðsdóttir í fjórða sætinu með 482 stig. Fyrsta æfing dagsins er sund, róður á sundbretti og hlaup. Meira »

Katrín Tanja sigraði í sjöundu greininni

4.8. Katrín Tanja Davíðsdóttir, hraustasta kona heims árin 2016 og 2017, sigraði í sjöundu grein heimsleikanna í crossfit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum um helgina. Katrín Tanja var í fimmta sæti í heildarkeppninni fyrir greinina en með sigri er hún komin í það fjórða. Meira »

Annie Mist í toppbaráttunni

3.8. Annie Mist Þórisdóttir heldur áfram að gera það gott á heimsleikunum í crossfit þar sem hún náði fjórða sæti í sjöttu keppnisgreininni sem lauk rétt eftir klukkan tíu í kvöld. Hraði og kraftur voru lykilatriði í greininni sem fólst í kapphlaupi í formi jafnhendingar, eða „clean and jerk ladder“ þar sem keppendur áttu að jafnhenda fimm mismunandi þyngdir. Meira »

Katrín Tanja og Björgvin Karl færast ofar

3.8. Björgvin Karl Guðmundsson er í sjöunda sæti eftir fyrri keppnisgrein dagsins á heimsleikunum í crossfit sem héldu áfram í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum dag. Björgvin hafnaði í sjötta sæti í fyrri grein dagsins, sem ber yfirskriftina Vígvöllurinn (e. The Battleground) og er það orð að sönnu. Meira »

Orðin eins og ný og full tilhlökkunar

2.8. „Það er auðvitað ekkert sem kemur á óvart lengur,“ segir Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, sem er að taka þátt í sínum fjórðu heimsleikum í crossfit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum um helgina. Meira »

Íslendingarnir enn í góðum séns myndasyrpa

2.8. „Ég held að þau séu öll sammála um að þetta sé erfiðasti event og erfiðasta byrjun á crossfit-heimsleikunum sem nokkurn tímann hefur verið,“ segir umboðsmaðurinn Snorri Barón Jónsson um gærdaginn, fyrsta dag heimsleikanna og síðustu æfingu dagsins þar sem keppendur fóru í maraþon á róðrarvél. Meira »

Annie Mist í þriðja sæti

2.8. Annie Mist Þórisdóttir er í þriðja sæti í kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit eftir fyrsta keppnisdaginn sem lauk í gær. Leikarnir fara fram í Madi­son í Wiscons­in í Banda­ríkj­un­um. Meira »

Annie Mist og Björgvin í fimmta

1.8. Annie Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru bæði í fimmta sæti í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit sem fara fram í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum og hófust í morgun. Keppendur hafa lokið þremur af fjórum þrautum dagsins, en sú lengsta er eftir – maraþonróðurinn. Meira »

Björgvin Karl í fjórða sæti

1.8. Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst íslensku kvennanna fjögurra á heimsleikunum í crossfit eftir tvær æfingar, en annarri æfingunni, 30 „muscle ups“ var að ljúka rétt í þessu hjá konunum en Björgvin Karl Guðmundsson og andstæðingar hans í karlaflokki eiga æfinguna enn eftir. Meira »

Hvar standa Íslendingarnir?

1.8. Fyrstu æfingu heimsleikanna í crossfit er lokið en þar hjóluðu keppendur tíu 1.200 metra hringi á racer-hjólum. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð í þriðja sæti og er því þriðja stigahæsta í kvennaflokki og Björgvin Karl Guðmundsson varð sjötti og er í sjötta sæti. Meira »

Heimsleikarnir í beinni

1.8. Heimsleikarnir í crossfit eru byrjaðir. Leikarnir hófust klukkan 8:20 að staðartíma í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum, klukkan 13:20 að íslenskum tíma. Meira »

Heimsleikarnir að hefjast

31.7. Fimm Íslendingar eru skráðir til leiks á heimsleikunum í atvinnumannaflokki karla og kvenna en leikarnir hefjast á morgun, miðvikudag. Í kvennaflokki eru það Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir og Eik Gylfadóttir og í karlaflokki Björgvin Karl Guðmundsson. Meira »

Katrín Tanja fundið töfrana á ný

26.7. Katrín Tanja Davíðsdóttir segist hafa tapað „töfrunum“ á heimsleikunum í crossfit í fyrra. Hún hafnaði í fimmta sæti eftir að hafa sigrað á leikunum 2015 og 2016 og þá hlotið titilinn hraustasta kona heims. Strax í kjölfar leikanna í fyrra fór hún yfir málin með þjálfara sínum og ákvað að í ár ætlaði hún ekki að sjá á eftir neinu. Meira »

„Alltaf mikið þjóðarstolt eftir leikana“

7.8.2017 „Það er gaman að sjá hvað fólk á Íslandi er búið að fylgjast mikið með og hversu mikill stuðningurinn er á bak við okkur allar stelpurnar. Ég er alltaf svo stolt þegar ég er að keppa fyrir Ísland og eins þegar ég sé hvað stelpurnar frá Íslandi standa sig vel.“ Meira »

Tveir Íslendingar á verðlaunapalli

7.8.2017 Annie Mist Þórisdóttir, sem hafnaði í 3. sæti á heimsleikunum í crossfit sem lauk í Madison í Bandaríkjunum í gærkvöldi, var ekki eini Íslendingurinn sem komst á pall á leikunum. Hilmar Harðarson, sem keppti í flokki karla 60 ára og eldri, náði einnig frábærum árangri á mótinu og endaði í 2. sæti. Meira »